Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. Útlönd Mikill hluti Kúvæts þegar á valdi hersveita bandamanna: Bandamenn komnir að úthverf um Kúvætborgar - bandamenn segjast hafa tekið 14 þúsund íraka höndum Hersveitir bandamanna eru nú komnir að að útjaðri Kúvætborgar og búist við að borgin falli þeim í hendur í dag. Hersveitir frá Banda- ríkjunum og Saudi-Arabíu ásamt sveitum úr her Kúvæts hafa sótt norður með strönd Pesaflóa og ekki mætt teljandi mótspymu. í morgun áttu þær skammt ófarið til Kúvæt- borgar. Varnir íraka á þessu svæði hafa reynst gagnslausar enn sem komið er. Hersveitir frá Bretlandi, Frakk- landi og Bandaríkjunum nálgast einnig Kúvætborg úr norðvestri. Þessar sveitir fór um íraskt land og eiga þær enn eftir að mæta þjóðvarð- liðum úr íraksher þar sem þeir hafa komið sér fyrir við landamæri íraks og Kúvæts. Lengi hefur verið búist við að þarna geti orði ein af mestu skrið- drekaorrustum sögunnar. Léttvopn- aðar sveitir úr frönsku útlendinga- herdeildunum ruddu brautina inn í írak en í kjölfarið fylgdu skriðdreka- sveitirnar. Ekki er vitað með vissu hvar fall- hlífasveitir Bandaríkjamanna eru niðurkomnar en óstaðfestar fréttir herma að þær hafi lent þegar á fyrstu klukkustundum sóknarinnar við Kúvætborg. Þessar sveitir geta ekki hafst lengi við á óvinasvæðinu og er búist við aö þær fái stuðning frá land- hernum. Þrátt fyrir fréttabann hafa ýmsar upplýsingar um sókn bandamanna lekið út. Flugmenn, sem farið hafa árásarferðir inn í Kúvæt til stuðn- ings landhernum, sögðu í morgun að ekkert virtist geta komið í veg fyrir að bandamenn næöu til höfuðborg- arinnar á hádegi. í morgun sögðu yfirmenn herafla bandamanna að liðsmenn þeirra hefðu tekið 14 þúsund írska hermenn til fanga. Fréttamenn í fór með inn- rásarliðinu segja að víða í eyðimörk- inni megi sjá íraska hermenn á gangi Hermenn bandamanna hafa ruðst fram í Kúvæt án þess að mæta teljandi mótspyrnu. írakar hafa gefist upp í byrgjum sinum og segja bandamenn að þeir hafi nú tekið 14 þúsund stríðsfanga. Símamynd Reuter vopnlausa. Yfirmennirnir hafa einnig varað við of mikill bjartsýni þótt allt hafi gengið að óskum fyrstu klukku- stundir sóknarinnar á landi. Her ír- aka hafi ekki enn látið til sína taka svo teljandi sé. Þrátt fyrir þaö megi búast við aö herinn beiti sér meira þegar bandamenn eru komnir að höfuðstöðvum hans við landamæri íraks og Kúvæts og einnig í Kúvæt- borg. írakar hafa visað öllum fréttum af stórsókn bandamanna á bug og segj- ast hafa hrundið sókninni og valdið herliði þeirra miklu tjóni. Þá segjast írakar hafa komiö í veg fyrir að bandamenn næðu að ganga á land fyrir botni Persaflóa. , Hernaðarsérfræðingar segja að innrásarlið bandamanna hafi þegar náö að treysta svo stöðu sína að þáð geti varist gagnsókn Iraka. Yfirleitt áttu menn von á að írakar reyndu að snúast gegn bandamönnum með- an léttustu framvarðarsveitirnar væru að sækja og áður en betur bún- ar sveitir næðu að fylgja þeim eftir. Engin merki eru enn um gagnsókn af hálfu íraka. Reuter Bann við fréttum frá vígvöllunum Ákvörðun Dick Cheneys, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, um aö stöðva allt fréttaflæði frá vettvangi landþernaðarins í Kúvæt hefur vak- ið sterk viðbrögð fjölmiðlamanna, Reglulegum blaöamannafundum herforingja bandamanna í Saudi- Arabíu hefur verið frestað. Tals- menn sjónvarps og blaða í Banda- ríkjunum segja að efni sem unnið hefur verið í dilkum og ritskoðað fáist ekki einu sinni sent frá Saudi- Arabíu. Talsmenn íjölmiðla segja mjög al- varlegt að leyna fólki fréttum af stríðinu. Cheney sagði, þegar frétta- bannið var tilkynnt, að ekki mætti láta íraksher í té neinar upplýsingar um aðgeröir hers bandamanna. Fengi bandaríska þjóðin fréttir „hve- nær sem nauðsyn leyfði". Talsmenn íjölmiölanna búast við stuttu fréttabanni þar sem ómögu- legt sé að hindra leka af einu eða öðru tagi. Sé betra að hafa að minnsta kosti formlegar yfirlýsignar frá yfirmönnum hersins en orðróm og hálfsannleika. Fréttamennska i stríði hefur breyst mikið frá Víetnamstríðinu þegar fréttamenn fóru frjálsir um vígvell- ina. Bretar gáfu fordæmi fyrir frétta- banni í Falklandseyjastríðinu og Bandaríkjamenn léku það eftir þegar þeir réðust inn í Grenada 1983 og Panama ári síðar. Reuter Saddam Hussein: Berjist! „Berjist, berjist og berjist gegn þessum heiðingjalýð sem ræðst inn í Kúvæt. Sýnið enga miskunn,“ sagði Saddam Hussein meðal annars í út- varpsávarpi til írösku þjóðarinnar á sunnudag. Saddam gaf fyrirskipanir sínar í útvarpi um sex klukkustundum eftir að „móðir allra styrjalda", land- hernaðurinn, hófst. Hann sagði frá miklu mannfalli í liði bandamanna og hvatti araba víðs vegar um heim- inn til að vinna vestrænum ríkjum skaða og efna til fjöldafunda til stuðnings írökum. Milli þess sem ættjarðarsöngvar hljómuðu í íraska útvarpinu heyrð- ust ógnvekjandi skilaboð til herliðs bandamanna. „Við sverjum við guð að við skulum senda ykkur aftur til ættmenna ykkar sem lík. Vopnabúr okkar bíður eftir að opna ykkur dyr vítis." Útvarpið hafnaði öllum frétt- um um fjöldauppgjöf íraka. Reuter Sandkom Ohressir með IMínu Efeinhvereinn hópurfólks virðistvera óánægöurmeð EyjóIfsKristj- ánssonarí söngvakeppni Sjónvarpsins á dögunumþá eru það Skaídirðingar. Dagbiaðið Dagur spurði fólk á Sauðárkróki um álit á laginu „Draumur um Nínu“, sem sigraði í keppninni, ogþaðfór ekkertá milli málaað Sauðkræking- arnir eru óhressir með að „þeirra lag“ vann ekki. Þeir tóku það fram flestirpð lagið „í dag“, sem er eftir Hörö Ólafsson á Sauðárkróki - en htum átti sigurlagið í fyrra - væri • mikiu betra lag og ætti meiri mögu- leika í keppninni á Ítalíu. Spáðu flest- ir aö „Nína“ myndi hafna þar í 16.-20. sæti. Sýníngum LeikfélagsAk- ureyrar á Ætt- armótinueftir BöðvarGuö- mundssonlauk umhelginaog slóaðsóknin aðsóknarmetá innlent verk á Akureyri, Það eitt er hið besta mál, en hitt er einnig hið „skemmtileg- asta“ mál hvernig LA fékk þetta verk. Höíúndurinn mún háfa boðið baeði Þjóðleikhúsinu og Iæikfclagi Reykja- víkur sýningarréttinn, en þar á bæ fannst mönnum vist ekki mikið tii verksins koma og höfnuðu því. Böö- var ákvaö þá að snúa sér annað, þangað sem verk hans haía verið meira metin, samanber sýningu LA á Fátæku fólki á síðasta ári sem gekk mjög vel. Hann haíði semsagt sam- band við LA og gaf félaginu sýningar- réttinn. Og það var ekki að sökum að spyrja, leikritiö, sem er léttur ,ærslaleikur“, sló öll met. Loforðin tilbúin Þaðhefurvíst ekkifariðfram- hjáneinum að kosningartii Alþingisstanda fyrirdyrum.í hinumýmsu tjölmiðlum ryöjastnúfram áritvöllinnalls kyns spekingar með allar lausnir á vandamálum okkar til reiðu og stjórnmálamennirnir, sem hafa haft allt kjörtímabiliö til þess að s víkj a loforðin frá siðustu kosningabaráttu, hafe dustað af þeim rykið og ætla að nota þau aftur, óbreytt eða litið breytt. Þannighefurforsætisráð- herra nú tveimur mánuðum fýrir kosningar kynnt „nýjar aðgerðir í byggðamálum" ogertímasetningin án efa ekki tilviljun. Það hefur hins vegar lítið fariö fyrir loforðunumúr sljómarsáttmálanum varðandi byggðastefnu frá því að Steingrímur myndaði stjórn sína. En þar sem Steingrímur er nú oröinn lands- byggðarþingmaður samk væmt þeirri skilgreíningu hans sjálfs aö lands- byggðin taki við af þéttbýlinu við ál- verið sunnan Hafharfjarðar, var ekki seinna vænna að gera eítthvað í mál- inu. Skjálftinn kominn Já.þaðferekki ámillimálaað' kosningarnar eruínándog kosninga- skjálftínner farinriaðhrjá metm Noröur áAkureyri boöaði iðnaðar- ráðherra til blaðamannafundar um samstarfsverkefni skipasmíðastöðva semunniðeríSlippstöðinniþar.Á • þann fund mættu með ráðherra tveir efstu menn á framboðslísta kratanna fyrir norðan og vakti þetta nokkra athygli, Ýmsmn sem þar voru mun hafa brúgðið í brún og ekki er okkur grunlaust að „fulltrúar“ andstæö- inga jjeirra á fundinum hafi orðið hálfsúrir. Þaö er hins vegar ekkert athuga vert við það að þeir sem hafa áhuga á að vinna fyrir kjördæmið fylgist með því sem er að gerast, en það mætti gerast oftar en á fiögurra árafresti. Umsjón: Gylii Krlstjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.