Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. 9 Utlönd Miklar óeirðir í Albaníu um helgina: Tugir lýðræðissinna handteknir í kjölfarið - búist við valdaráni hersins Haft er eftir heimildum innan stjórnarandstööunnar í Albaníu aö yfirvöld haíi handtekiö tugi manna í stærstu borgum landsins, þar á meðal félaga í Lýðræðisflokknum, eftir þriggja daga mótmælaaögeröir gegn kommúnistastjórninni þar sem fjórir létust. Engar skýringar munu hafa veriö gefnar á handtökunum. Lýöræöisflokkurinn hefur enn ekki brugöist við handtökunum en talsmenn hans hafa boðað frekari mótmælaaðgerðir í helstu borgum Albaníu næstu daga. Spá þeir aö um ein milljón manns, af 3,2 milljón íbú- um landins, muni taka þátt í þeim. Gramoz Pashko, einn af stofnend- um flokksins, varar „hin myrku öfl“ við aö berjast gegn fólkinu í landinu þar sem fólkið muni eyöa þeim. Lítiö var um óeirðir í höfuðborg- inni Tirana í gær en eftir harðorða ræðu Ramiz Aha eftir óeirðirnar á laugardag óttast lýðræðissinnar ein- ræðisstjórn hersins. í ræðunni kenndi Aha óvinum Albaníu heima og erlendis um óeirðirnar. Hótaði hann að lýsa yfir neyðarástandi ef lög og regla kæmust ekki á í landinu. Lofaði Aha að standa vörð um arf- leifð Enver Hoxha sem stjómaði Al- baníu með harðri hendi í 45 ár að stahnskri fyrirmynd. Aha hefur rekið ríkisstjórnina, sem Carcani leiddi, og skipað nýja ríkis- stjórn sem í eru embættismenn. . Risastórri styttu af Hoxha var velt í óeirðunum um helgina. Bændum hliðhollum stjómvöldum var ekið th höfuðborgarinnar þar sem endur- reisa átti styttuna. Lentu þeir í átök- um við borgarbúa og varð lögregla að skjóta til að dreifa mannfjöldan- um. Ekki var thkynnt um meiðsl en heimildir telja þó að 20 hafi látist og 50 særst í átökunum. Á fundi í fæð- ingarbæ Hoxha í gær kröföust 2 þús- und manns að ahar styttur af Enver Hoxha skyldu endurreistar, aö Lýð- ræðisflokkurinn skyldi bannaður og leiðtogar hans hengdir. Pashko sagði að valdarán hersins, sem einhveijir vestrænir fjölmiðlar hefðu sagt frá, væri ekki enn orðið að veruleika en að fjöldi albanskra hershöfðingja óskaði sér slíks. „Þeir hafa lýst sig óháða stjórnarskránni og kommúnistaflokknum." Fjölflokkakosningar verða í Alban- íu 31. mars en lýðræðissinnar óttast að stjórnvöld reki harðan hræðsluá- róður fram að þeim og reyni þannig að eyðheggja forsendur réttmætra kosninga. Reuter Mirian Krzaklewsky, námamaður (rá Slésiu, hefur verið kjörinn leiðtogi Samstöðu i Póllandi. Simamynd Reuter Lítt þekktur námamað- ur valinn í stað Walesa Félagar í verkalýðssamtökunum Samstöðu í Póllandi hafa vahð lítt þekktan leiðtoga námamanna til að taka við formennsku af Lech Walesa. Hinn nýi leiðtogi heitir Mirian Krzaklewsky, 41 ára gamall vélstjóri og hefur unnið í námum í Slesíu. Á fundi samstöðu var Krzaklewsky kjörinn meö 222 atkvæðum en helsti keppinautur hans, þingmaðurinn Leszek Kaczynski, fékk 174 atkvæði. „Ég fylgi þeirri stefnu að samstaða eigi að vera verkalýðssamtök ein- göngu og skipta sér ekki af stjóm- málum,“ sagði Krzaklewsky við fréttamenn eftir að hann var kjörinn. Hann tók þó fram að Samstaða hlyti nú eins og áður standa vörö um efna- hagslegar umbætur í landinu. Margir Samstöðumenn telja að samtökin eigi að veita stjórn landsins aðhald og að hlutverk þeirra hljóti að breytast þegar stjórn kommúnista er farin frá völdum. Kjör Krzaklew- skys bendir til að þessi skoðun hafi orðið ofan á því keppinautur hans, Kaczynski, hefur undanfarin áratug verið helsti ráðgjafi Walesa og studd- ur af honum. Innan Samstöðu er vaxandi óá- nægja með stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum enda hafa lífskjör farið versnandi í Póllandi undanfar- iðj Ein óvinsælast aðgerð stjórnar- innar er að skattlegja þau fyrirtæki sérstaklega sem hækka launin mest. Þetta er gert th að stemma stigu við verðbólgu en Samstöðumenn segja að kjör launafólks versni jafnt og þétt meðan skatturinn er við lýði. Reuter Valdaránið í Tælandi: Ný stjórn tekur við á næstu dögum Herinn í Tælandi hefur lofað að koma á fót bráðabirgöastjórn í landinu innan viku og að efna til kosninga svo fljótt sem auðið verður. Herforingjum er ekki ætlað að leiða nýju stjórnina sem hefur undirbún- ing kosninga að aðalverkefni. Herinn rændi völdum í Tælandi á laugardaginn og tók þá í sínar hend- ur helstu stjórnarbyggingar í höfuð- borginni Bangkok og hneppti ráð- herra í löglega kjörinni stjóm í varð- hald. Valdarániö fór átakalaust fram og hefur ekki borið á óróa í landinu um helgina. í morgun voru hermenn kallaðir í herbúðir sínar þar sem ekki var tahn þörf á að þeir gættu opinberra bygginga lengur. Reuter 100 kr. Stíft hár-gel hentar fyrir allar hártegundir RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 SKJÓLGARÐUR HÖFN HORNAFIRÐI HJÚKRUNARFRÆÐINGAR- LJÓSMÆÐUR Okkur vantar Ijósmóður til starfa á fæðingardeild heimilisins frá og með 1. mars nk. eða aíðar ef óskaó er. Fæðingar eru á bilinu 12-20 á ári að jafnaði. Einnig er laus staða hjúkrunarfræðings frá og með 1. apríl. í Skjólgarði er 31 hjúkrunarsjúklingur auk vistdeildar með 14 plássum. Allar nánari upplýsingar gefa: Ásmundur Gíslason framkvstj., s. 97-81118. Vilborg Einarsdóttir héraðsljósm., s. 97-81400. Þóra Ingimarsdóttir hjúkrforstjóri, s. 97-81221. j--------------------------------1 MIKILVÆGI MANNLEGA ÞÁTTARINS í STJÓRNUN - Má bæta þennan stjórnunarþátt? - Hver er vandi nýs stjórnanda? er umræduefniö á MORGUNVERÐARFUNDI Félags viðskipta- og hagfræðinga þriðjudaginn 26. febrúar kl. 8.00-9.30 á Holiday Inn. Erindi flytja og svara fyrirspurnum: Jón Sigurður Karlsson, viðskipta- og sálfræðingur, og Þráinn Þorvaldsson, rekstrarhagfræðingur og ráðgjafi. Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um stjórnun og starfsmannamál á tímum mikilla breytinga í rekstri, fjölmennið. Gestir velkomnir. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.