Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. Merming Misskipt náðargáfa Pétur Halldórsson, borgarstjóri í Reykjavík, haföi ekki hátt um utanlandsferðir sínar á árunum 1937-39 þegar hann leitaði eftir lánsfé til hitaveitufram- kvæmda. „Ég vil vinna í kyrrþey en forðast...blaða- skrum og illdeilur og fjandskap, sem alltaf rís um hvaða mál sem er,“ skrifaði hann móður sinni. Bréf hans til hennar og þó einkum eiginkonu sinnar, sem hann skrifaði á síðkvöldum á erlendum gistiherbergj- um, oft kominn bónleiður af fundum við volduga bankastjóra, eru einstæð heimild. í nýútkomnu hefti af tímaritinu SÖGU, sem nú hefur fjörutíu ár að baki, notar Lýöur Bjömsson þessi gömlu einkabréf borgar- stjórans í lipra grein. í lengra máli fjallar Haukur Sig- urðsson um fyrstu íshúsin hér á landi og hafa ritstjór- ar ef til vill minnst þess að samkvæmt norrænni goða- fræði kviknaði fyrsta líf manna og þursa þegar hrím bráðnaði við hita. Frumkvöðull í frystihúsagerð hér á landi hét reyndar ísak Jónson, og átti í nokkmm barn- ingi að sannfæra landa sína um ágæti nýjungarinnar, sem hann hafði kynnst í Kanada. Þaö varö félagi hans, Jóhannes Nordal, sem mest kom við sögu árið 1894 þegar reist var fyrsta íshúsið að Hafnarstræti 23 í Reykjavík. Klaki af Tjörninni var dreginn þangað af hestum. ísak fór hins vegar austur á Mjóafjörð og byggði íshús þar. Haukur hefur einstakt lag á að segja svo ljóslifandi frá ýmsum gömlum aðferðum til að ein- angra frosthús og blanda salti í klaka að lesandinn þykist hafa fengið leiðsögn til að grafa sér þó ekki væri nema lítinn frostkjallara. Yfirgripsmest er þó rit- gerð um félags- og hagþróun á íslandi á fyrri hluta 19. aldar eftir Aðalgeir Kristjánsson og Gísla Ágúst Gunn- laugsson. (Gísh er ritstjóri SÖGU að þessu sinni ásamt Sigurði Ragnarssyni.) Á þessu tímabili fjölgaði þjóð- inni úr 48 þúsundum í 60 þúsund. Höfundar hafna eldri skýringu sem telur orsökina umbætur í atvinnuhátt- um og hlýrra loftslag. Hvorki hafi dregið úr hafís, harðindum né ungbarnadauða á þessu tímabili. Sveita- búskapur og sjósókn hafí einnig verið með sama sniði og fyrr, en nokkurrar útþenslu hafí gætt. Þannig fjölg- aði sauðfé um meira en helming, smábátaeign jókst sömuleiðis, og harðbýl héruð urðu þéttbyggðari. Þeir Gísli og Aðalgeir leggja drög aö fjölþættari mynd en áður af þessu tímaskeiði, þar sem einnig kemur við sögu ótti yfirvalda við offjölgun þjóðarinnar. Greinin er feiknalega samþjöppuð, enda sumpart ætluö sem örvun til fræðimanna að skoða nýja fleti sögunnar. Háfræðilegt er einnig framlag Sveinbjörns Rafnsson- ar. Hann hefur lengi leitað sannana fyrir því að lög- bókin Grágás sé ekki alnorræn að stofni, og skoðar að þessu sinni refsiákvæði um þjófnað eða „lán“ á hrossum. Finnur hann þar hliöstæður með fornum lögum Langbarða á Ítalíu sem aftur sóttu margt í róm- verskan rétt. Enn er ógetiö ritfregna SÖGU sem að þessu sinni eru fjórtán og fylla um hundrað þéttletrað- ar blaðsíður. Þar fjalla hinir hæfustu menn um flest sagnfræðirit sem út komu árið 1989, eftir l'ærða sem leika, og fæst þannig gott yfirlit yfir hinn frjóa sagn- fræðiakur. Held ég ekki að á neinn sé hallað með því að fullyrða að ekkert rit hérlendis birti jafnmarga vandaða ritdóma og SAGA. Dómarar hafa fengiö allt að árslangan frest til að segja kost og löst á ritverkun- um, enda fljúga þeir hátt og kafa djúpt. Hreinn Ragn- arsson, kennari á Laugarvatni, skrifar einn athyglis- veröasta dóminn. Þar fær Birgir Sigurðsson harða ísflutningur af Tjörninni í Reykjavík fyrir aldamótin. Bókmenntir Inga Huld Hákonardóttir útreið fyrir hluta af síldarsögu sinni. „Mönnum er misskípt náðargáfan og fáir eru þeir sem búa yfir hvoru tveggja í senn, stílsnilld og nákvæmni og heim- ildarýni sagnfræðinnar“, skrifar Hreinn og bendir á undantekningar þar sem ekki eru minni menn á ferð en Snorri Sturluson og Sverrir Kristjánsson. Birgir hlýtur lof fyrir vel skrifuð viðtöl um síldarvinnu, en lélega einkunn fyrir sögulegan inngang. „Síldarsagan er nefnilega eins og síldin sjálf hið mesta ólikinda- tól“, skrifar Hreinn sem sjálfur virðist hafa lesið allar bækur sem Birgir hefur stuðst við, ef ekki snöggtum fleiri. Af þessum ritdómi og öðrum í heftinu sýnist mega draga vissan lærdóm: leikmenn sem róa á sagn- fræðileg mið ættu að láta sérfræðinga líta yfir verk sín fyrir útgáfu. Ella eiga þeir á hættu að veröa háls- höggnir af villumeisturum SÖGU. Sakborningar eiga þess þó kost að svara fyrir sig með pistli í næstu SÖGU. Geta af slíkum pistlum spunnist ritdeilur eins og ein sem nú hefur staðið í nokkur ár og snýst meðal ann- ars um það hvort afstaða lútersks rétttrúnaðar til auðsöfnunar og stéttaskiptingar hafi tafið verklegar framfarir hér á landi. Það er hið besta mál og gerir ekkert til þótt innlegg komi á löngum fresti enda hugsa sagnfræðingar í öldum en ekki meö hraða ljóssins eins og blaðamenn. Þeir síðarnefndu ná þó betur til al- mennings. Málfar og texti í SÖGU hefur tilhneigingu til að verða æ meira fræðimannatorf, sem aftur stuðl- ar að því að hjúpa störf sagnfræðinga leynd líkt og ferðir Péturs borgarstjóra forðum. Mér finnst það miður farið, en set þó punkt að sinni. SAGA XXVIII 1990. Ritstjórar: Gisli Ág. Gunnlaugsson og Sigurður Ragnarsson. Útgefandi Sögufélag. 288 bls. Andlát Einvar V. Kristjánsson frá Vatns- j-j holti, andaðist aö morgni 21. febrúar í sjúkrahúsi Suöurlands. Jardarfarir Nils ísaksson, Boðahlein 8, Garöabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogs- MINNINGARKORT kirkju þriðjudaginn 26. febrúar kl. 15. Árni Guðmundsson múrarameistari verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, frá Grímsstöðum á Fjöllum, Álftamýri 54, lést í Landspítalanum þann 11. febrúar sl, Útförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Útför Ragnhildar Jónsdóttur, Njáls- götu 75, verður gerð frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 15. Björg Sveinbjörnsdóttir, Holtsgötu 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. fe- brúar kl. 13.30. Sigurður E. Friðriksson lést 17. fe- brúar. Hann fæddist á Ósi í Bolung- arvík 14. september 1911. Hann var sonur hjónanna Sesselju Einarsdótt- ur og Friðriks Péturs Ólafssonar. Sigurður starfaði sem bakari og kaupfélagsstjóri og í tæpa tvo áratugi var hann fulltrúi við embætti lög- reglustjórans í Bolungarvík. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guörún Guðfinnsdóttir. Þau skildu. Þau eignuðust eina dóttur. Árið 1948 kvæntist hann Hólmfríði Hafliða- dóttur og ólu þau upp einn kjörson. Útför Sigurðar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 15. Fréttir Fáskrúðsfjörður: Af mælisrit Leiknis Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: UMF Leiknir á Fáskrúðsfirði átti 50 ára afmæli á sl. ári. í því tilefni var kjörin fjögurra manna ritnefnd sem í eiga sæti Lars Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Hákon Magnús- son og Steinn Jónasson sem vinna að útgáfu afmælisrits félagsins. í ritinu verða viðtöl, m.a. við einn af stofnendum félagsins, og myndir úr starfi Leiknis. Það er von ritnefnd- ar að þeir sem eiga gamlar myndir, sem tengjast starfseminni, og gætu lánað þær hafi samband við einhvern í ritnefndinni. Atvinmileysi á Fáskrúðsf irði Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Nokkuð atvinnuleysi hefur verið viðloðandi að undanförnu, þá helst hjá fiskvinnslufólki. Nú eru um 20 manns á skrá, en atvinnuleysi hér er hátt í 6% og ekki fyrirsjáanlegur bati þar á. Alls voru greiddar um 8,5 millj. kr. í atvinnuleysisbætur á sl. ári til félaga í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Fáskrúðsíjarðar. Tónleikar Orgelverk Mozarts og samtíðarmanna Nk. sunnudag kl. 17 efnir Listvinafélag Hallgrímskirkju til orgeltónleika í Hall- grímskirkju. Dr. Orthulf Prunner, organ- isti Háteigskirkju, leikur vínarklassíska orgeltónlist eftir Mozp-t, Hummel, Sech- ter og Albrechtsbergér. Orthulf Prunner er uppalinn í tónlistarborginni Vín, þar sem hann hlaut tónlistarmenntun sína. Hann hefur um langt árabil verið organ- isti Háteigskirkju í Reykjavík og sett svip sinn á kirkjutónlistarlífið með reglu- bundnu tónleikahaldi og m.a. verið iðinn við aö kynna íslendingum tónskáld og tónverk sem ekki höfðu heyrst áður. Tónleikarnir ættu að vera öllu áhuga- fólki fagnaðarefni og verðugt framlag á Mozartári þegar minnst er 200. ártíðar meistarans. Tónleikar í Hafnarborg Dóra Reyndal sópransöngkona og Vil- helmína Ólafsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, mánudagskvöldið 25. febrúar kl. 20.30. A efnisskrá verða blómalög eftir þýsk tón- skáld og spænsk lög eftir Granados og Rodrigos. Mörg þessara laga hafa aldrei áður verið flutt opinberlega hérlendis. Tilkyiiningar Hringur Jóhannesson sýnir á Mokkakaffi Hringur Jóhannesson sýnir 20 teikningar á Mokkakaffi v/Skólavörðustíg. Sýning- in, sem er sölusýning, stendur til 13. mars og er opin kl. 9.30-23.30 alla daga nema á sunnudögum frá kl. 14. Félag eldri borgara í dag, laugardag, verður danskennsla í Risinu frá Dansskóla Sigvalda og hefst iM i isgrifi.isvíft;:)! liiiríórM'tilf kl. 14 fyrir byrjendur og kl. 15 fýrir lengra komna, einnig er danskennsla fyrir fé- lagsmenn í Nýja Danskólanum að Ár- múla 17 á laugardögum kl. 16.30. Opið hús á morgun, sunnudag, í Goöheimum við Sigtún. Kl. 14 frjáls spilamennska, kl. 20 dansað. Árshátíð félagsins verður haldin á Hótel Sögu 8. mars nk. Uppl. í síma 28812. Dagur harmóníkunnar verður haldinn í Tónabæ við Skaftahlíð sunnudaginn 24. febrúar kl. 15-17. Stór- sveit Harmónikufélags Reykjavíkur spil- ar ásamt minni hópum og einleikurum. Heiðursgestur dagsins, Örvar Kristjáns- son, leikur nokkur lög. Aðgangur er ókeypis og alhr velkomnir. Konudagurinn í Seltjarnarneskirkju Seltjarnarneskirkja hyggst á næstu mán- uðum efla tengsl við félög í sókninni með því að þau, eitt eða fleiri í senn, gegni hlutverki við ákveðnar messur. Seltjarn- arneskirkja hefur ákveðið að bjóða kven- félaginu .Seltjörn að ríða á vaðið og taka þátt í messunni á konudaginn, 24. febrúar nk. Kvenfélagskonur munu lesa ritning- arlestra og sjá um léttan hádegisverð að messu lokinni, sem söfnuðinum gefst kostur á að kaupa á vægu verði. Vonast allir, sem hlut eiga að máli, til að kvenfé- lagskonur mæti vel í kirkju þennan dag með fjölskyldum sínum og vitanlega eru allir velkomnir til þátttöku, en messan hefst að venju kl. 11. og er barnastarf á sama tíma, þannig aö ahir aldursflokkar fjölskyldunnar ættu aö geta fengið eitt- hvað við sitt hæfi. Fundir Svæðisráðsfundur Þórs- svæðis verður haldinn laugardaginn 23. febrúar kl. 9-12 að Brautarholti 26, Reykjavík. f framhaldi af svæðisráösfundi verður Kiwanisklúbburinn Harpa meö skemmtifund og kaffisölu til fjáröflunar fyrir styrktarsjóð klúbbsins. Allir vel- komnir. Ferðalög Ferðafélag íslands Sunnudagsferðir 24. febrúar kl. 13 1. Reykjavík að vetri 3. ferð. Lækjar- botnar - Heiðmörk. Gönguferð við allra hæfi frá Lækjarbotn- um í skógarreit F.í. í Heiömörk. Hólma- borg, faheg hringhlaðin flárborg skoðuð í leiöinni. Reykjavík að vori og hring- ganga i fimm ferðum um útivistarsvæði innan borgarmarka Reykjavíkur sem hófst að Mörkinni 6, þann 20. janúar og lýkur á sama staö með 5. ferð þann 17. mars. Viðurkenning veitt fyrir þátttöku að lokinni síöustu göngunni. 2. Skíðaganga: Bláflöll - Heiðin há. Loksins er komið gott gönguskíðafæri svo nú er um aö gera að missa ekki af neinni ferð. í ferðaáætlun vetrarins verð- ur lögö áhersla á aö kynna skíðagöngu- leiðir út frá Bláfjöllum. Skíðakennsla auglýst siðar. Verð 1.000. Frítt í ferðina f. börn m. fullorðnum. Brottför í ferðirn- ar frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Kvöldganga á fullu tungli fimmtu- dagskvöldið 28. febrúar kl. 20. Muniö Snæfellsjökulsferð 1.-3. mars og vetrar- fagnað Ferðafélagsins að Flúðum 9.-10. mars. Fyrirlestrar Hið íslenska náttúrufræðifé- lag Mánudaginn 25. febrúar nk. mun Hregg- viður Norðdahi jarðfræðingur halda fræðslufyrirlestur í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Fyrirlestur- inn ber heitið „Fornir jöklar og fjöru- mörk á Norðausturlandi". Eins og aðrir fræðslufyrirlestrar á vegum félagsins er fyrirlestur þessi opinn öllum almenningi og aðgangur ókeypis. It tilllIffK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.