Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 30
tei i/;/ u ;n 42 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. Fólk í fréttum Fríða Á. Sigurðardóttir Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöf- undur, Eyktarási 12, Reykjavík, hlaut menningarverölaun DV í bók- menntum í síöustu viku. Þá má geta þess að hún hlaut einnig nú fyrir skömmu þau bókmenntaverðlaun er forseti íslands veitir auk þess sem hún hlaut styrk Rithöfundasjóðs ríkisútvarpsins í ársbyijun 1989. Starfsferill Fríða fæddist að Hesteyri við Hest- eyrarfjörð 11.12.1940 og ólst þar upp til fimm ára aldurs en flutti þá með fjöldskyldu sinni til Keflavíkur. Hún stundaði menntaskólanám á Laugarvatni í tvo vetur, bjó á ísafirði veturinn 1958-59 en flutti til Reykjavíkur næsta sumar og hefur búiðþar síðan. Fríða tók stúdentspróf frá ML 1961, BA-próf frá HÍ í íslensku og bókasafnsfræðum 1971 og cand. mag. próf í íslenskum fræðum 1978. Á námsárunum starfaöi Fríða m.a. við bókasafn Menningarstofn- unar Bandaríkjanna, Háskólabóka- safnið og afgreiðslustörf í bóka- verslunum. Rit Fríöu: Leikrit Jökuls Jakobs- sonar, kandidatsritgerð 1980; Þetta er ekkert alvarlegt, smásagnasafn 1980; Sólin og skugginn, skáldsaga 1981; Við gluggann, skáldsaga 1984, Eins og hafið, skáldsaga, 1986 og Meðan nóttin líður, skáldsaga 1990. Af þýðingum Fríðu má m.a. nefna Furður veraldar eftir Arthur C. Clark, 1983; Lestarferðina, ungl- ingasögu eftir T. Degens, 1984;-Þjóð bjarnarins mikla eftir Jean Auel, 1986, og barnasöguna Ferðina til Kalajoki. Fjölskylda Maður Fríðu er Gunnar Ásgeirs- son, f. 9.8.1937, skólastjóri Réttar- holtsskólans. Foreldrar Gunnars: Ásgeir Jóhannesson, pípulagninga- maður á ísafirði, sem lést á síðasta ári, og Þuríður Eðvald Jónsdóttir húsmóðir. Fríða og Gunnar eiga tvo syni. Þeir eru Asgeir, f. 30.1.1959, lífíræö- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, og Björn.Sigurður, f. 2.9.1970, mennta- skólanemi. Fríða er næstyngst þrettán systk- ina. Systkini hennar: Jakobína, f. 1918, rithöfundur í Garði í Mývatns- sveit; Sigurborg Rakel, f. 1919, hús- freyja i Grænuhlíö við Reyðarfjörð; Ólafía Ásdís, f. 1920, húsmóðir í Reykjavík; Sigríður Stefanía, f. 1922, húsmóðir í Keflavík; Sigurður Kristján, f. 1923, d. 1934; Kristján Stefán, f. 1924, yfirlæknir Sjúkra- hússins í Keflavík; Ingólfur Mar- teinn, f. 1926, d. 1971, trésmíðameist- ari í Reykjavík; Baldvin Lúðvík, f. 1928, d. 1990, vaktmaður hjá Eim- skipafélagi íslands í Reykjavík; Guömundur Jóhann, f. 1929, d. 1979, skipasmiður í Keflavík, síðar bú- settur í Reykjavík; Guðrún Rósa, f. 1930, húsmóðir í Kópavogi; Guðni Kjartans, f. 1931, d. 1936, og Guðný Sigrún, f. 1945, húsmóðir og skrif- stofumaður á Skagaströnd. Foreldrar Fríðu voru Sigurður Sigurðsson, f. 28.3.1892, d. 9.5.1968, b. í Hælavík og síðar símstöðvar- stjóri á Hesteyri, og kona hans, Ste- fanía Halldóra Guðnadóttir, f. 22.6. 1897, d. 17.11.1973, húsfreyja. Ætt Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Friðriksson, b. á Læk, og Kristín Amórsdóttir, b. í Rekavík, Ebenez- erssonar, b?á Dynjanda, Ebenezers- sonar, b. í Efri-Miðvík, Jónssonar, sammæðra bróður Jóns Thorke- líns, prófessors og leyndarskjala- varðar. Friðrik var b. í Rekavík, Einars- son, b. á Horni, Sigurðssonar, b. þar, Pálssonar, b. í Reykjarfirði á Ströndum, Bjömssonar, ættföður Pálsættar. Fríða Aslaug Sigurðardóttir. Systir Stefaníu Halldóru var Ingi- björg, móðir Þórleifs Bjarnasonar, námstjóra og rithöfundar, föður Friðriks Guðna skálds. Stefanía var dóttir Guðna, b. í Hælavík, Kjartanssonar, b. á Atla- stöðum, Ólafssonar. Móðir Kjartans var Soffía Jónsdóttir, b. á Steinólfs- stöðum, Einarssonar, og konu hans, Guðrúnar Lárentínusardóttur, b. á Hóh í Bolungarvík, Erlendssonar, sýslumanns á Hóh, Ólafssonar, bróður Grunnavíkur-Jóns. Afmæli Elisabeth Vilhjálmsson Ehsabeth Vilhjálmsson, Reykja- hlíð 12, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Elisabeth fæddist í Landau við Rín í Þýskalandi og ólst upp í for- eldrahúsum. Hún hefur átt við partlömun á ganglimum að stríða frá því hún var á fyrsta árinu. El- isabeth lauk stúdentsprófi frá verslunarskóia í Berlín. Hún varð íslenskur ríkisborgari er hún gift- ist í Berlín 1942 Óskari Björgvin Vilhjálmssyni, f. 10.1.1913, en hann lést í fangabúðum nasista í Sach- senhausen 1944. Óskar varfyrsti garðyrkjuráðunautur Reykjavík- urborgar, sonur Vilhjálms Arna- sonar, húsasmiðameistara í Reykjavik, og fyrri konu hans. Ehsabeth og Öskar eignuðust einn son, Helga Vilhjálmsson, f. 17.6.1943, en hann starfar sem kjarnorkufræðingur við kjarnork- uthraunastöð í Darmstadt, kvænt- ur Katharinu Ganser. Elisabeth kom með son sinn til íslands í boði tengdafóður síns og seinni konu hans, Þóreyjar Jóns- dóttur. Vann Ehsabeth lengi í sæl- gætisgerðinni Freyju og bjó um tíma meö Magnúsi Petersen. Þau eignuöust tvær dætur, Önnu Margréti Magnúsdóttur, f. 7.8.1952, en hún lauk dr. phil. prófi í tónhst- arkennslufræði við háskóla í Ur- bana í Illinoi í Bandaríkjunum, og Guðrúnu A.L. Petersén (Magnús- dóttur), f. 28.7.1953, sem nú starfar sem hundaþjálfari. Elisabeth giftist 1965 Magnúsi Guðmundssyni, f. 13.8.1905, d. 6.12. 1983, strætisvagnastjóra. íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík var stofnað 1974 og ári síðar gerðist Elisabeth félagi þess. Frá 1980 Til hamingju með afmælið 25. febrúar 85 ára Þórður Elísson, Þórustíg9, Njarðvík. 75ára Stefán Eiríksson, Skólavegi62, Fáskrúðsfirði. Þórhaha Sigurðardóttir, Iðavöllum 10, Húsavík. GuðrúnS. Gisladóttir, Vatnsnesvegi 30, Keflavík. 70 ára Kristján Jónatansson, Aðalgötu 34, Súðavík. Sólveig Jóhannsdóttir, Kleppsvegi 40, Reykjavík. Ólína Ólafsdóttir, Mávahlíð 46, Reykjavík. 60 ára Guðríður G. Jónsdóttir, Fjólugötu 7, Vestmannaeyjum. Hún veröur að heiman á aftnælis- daginn. Vésteinn Gunnar Magnússon, Hólum, Helgafellssveit. Ásdis Kristjánsdóttir, Aðalgötu22, Sauðárkróki. Brynjólfur Aðalsteinsson, Brautarholti I, Haukadalshreppi. Jón G. Eiríksson, Hafnargötu 9, Bakkafirði. 40ára Guðrún Halldórsdóttir, Skólavörðustíg23, Reykjavík. Sesselja Haildórsdóttir, Hólavallagötu 7, Reykjavík. Kjartan Schmidt, Noröurvör 3, Grindavík. Sigrún Lárusdóttir, Breiðabliki, Höfðahreppi. Karl Ölversson, Þjórsártúni, Ásahreppi. Unnur Þorsteinsdóttir, Breiðabólstað I, Borgarhaftiar- hreppi. Birgir Hlynur Sigurðsson Álfatúni 21, Kópavogi. AnneMajoran, Hverfisgötu 78, Reykjavik. starfaði hún mikið fyrir félagiö og iðkaði um tíma allar íþróttagreinar þess eða þar til hún sérhæfði sig í bogfimi. Er hún nú löngu þekkt fyrir bogfimi sína en hún á enn óslegið Islandsmet í blönduðum flokki fatlaðra og var í hópi bestu kvenbogaskyttna fatlaðra á Norð- urlöndum. Ehsabeth útskrifaði’st sem þjálf- ari frá íþróttaskóla í Þýskalandi 1986 en um síðustu áramót hætti hún þjálfarastarfinu af ýmsum ástæðum. Foreldrar Elisabethar: Georg Schaffer, fulltrúi í þýska sam- gönguráðuneytinu, og kona hans, Katharina Schaffer, fædd Lang- mann. Elisabeth Vilhjálmsson Andlát DV Guðríður Guðlaugsdóttir Guöríður Guðlaugsdóttir hús- móðir, Hátúni 10B, Reykjavík, lést þann 13.2. sl. en útfór hennar hefur farið fram. Starfsferill Guðríður fæddist í Götu í Holtum þann 16.4.1912. Hún ólst upp í for- eldrahúsum í Vatnsnesi í Gríms- nesi og síðar í Tryggvaskála á Sel- fossi frá fermingaraldri. Guðríður stundaði nám við Héraösskólann á Laugum og Húsmæðraskólann á Blönduósi en vann þess á milli hjá foreldrum sínum í Tryggvaskála. Eftir giftingu starfaöi hún við bak- arí manns síns og stundaði síðan verslunarstörf síðar á ævinni. Fjölskylda Guðríður giftist 7.10.1933 Daníel Ásgeirssyni Bergmann, f. 14.10. 1908, bakarmeistara. Foreldrar Daníels voru Ásgeir Daníelsson, bryggjuvörður í Keflavík, og kona hans, Jónína Magnúsdóttir Berg- mann húsmóðir. Guðríður og Daníel eignuðust tvo syni saman. Þeir eru Loftur Grétar Bergmann, f. 4.2.1934, starfsmaður SÁA, kvæntur Guðlaugu Kristins- dóttur, símamær hjá Frjálsri fjöl- miölun og á hann tvö böm, og Guðlaugur Bergmann, f. 20.10.1938, forstjóri í Reykjavík, kvæntur Guð- rúnu Guðjónsdóttur kaupmanni og eiga þau saman tvo syni auk þess sem Guðlaugur á fyrir þrjá syni. Guðríður átti fjórar systur: Guð- rún, f. 1.4.1911, d. 11.8.1986, hús- móðir á Selfossi; Guðný, f. 16.4. 1912, hótelstýra á Selfossi og síöar verslunarmaður í Reykjavík, móð- ir Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings; Bryndís, f. 22.9.1918, Guðriður Guðlaugsdóttir. húsfreyja í Kópavogi, móðir Egils Thorarensen, forstjóra Síldarrétta hf.; Guðbjörg, f. 22.9.1918, d. 24.2. 1977, framreiðslukona í Reykjavík, móðir Guðlaugs Ægis Magnússon- ar, forstjóra á Selfossi. Foreldrar Guðríðar voru Guö- laugur Þórðarson, f. 17.2.1879, d. 30.7.1939, b. og kennari í Götu og í Vatnsnesi og síðar gestgjafi í Tryggvaskála, fyrsti formaður Héraðssambandsins Skarphéöins, og kona hans, Guðríður Eyjólfs- dóttir, f. 16.9.1884, d. 9.4.1948, hús- freyja. Ætt og frændgarður Guðlaugur var sonur Þórðar, b. á Hellum á Landi, bróður Vilborg- ar, langömmu Þorgerðar Ingólfs- dóttur, söngstjóra. Þóröur var son- ur Guðlaugs, b. á Hellum, Þórðar- sonar, b. á Hellum, Stefánssonar, á Bjalla á Landi, bróður Rannveigar Filippusdóttur. Móðir Þórðar yngri var Vilborg Einarsdóttir, b. á Hól- um á Stokkseyri, Jónssonar, hreppstjóra á Baugsstöðum. Móðir Einars var Margrét Sigurðardóttir, b. á Vorsabæ í Flóa, systir Bjarna Sívertsenriddara. Móðir Guðlaugs var Guðrún, systir Sæmundar, afa Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttadómara. Annar bróðir Guðrúnar var Jó- hann, langafi Guðmundar Magnús- sonar hjá Sjálfstæðisflokknum. Guðrún var dóttir Sæmundar, b. í Lækjarbotnum, Guðbrandssonar, ættíoöur Lækjarbotnaættarinnar og bróður Sigurðar, langafa Guð- mundar Daníelssonar rithöfundar. Guðríður var dóttir Eyjólfs, „landshöfðingja" í Hvammi á Landi, Guðmundssonar, afa Eyjólfs Ágústsonar í Hvammi og afkom- anda Markúsar Bergssonar, sýslu- manns í Ögri, forföður Jóns Bald- vins Hannibalssonar, og Jóhannes- ar Nordal. Móðir Eyjólfs var Guð- ríður Jónsdóttir, b. í Gunnarsholti, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðríð- ur Árnadóttir, prests í Steinsholti, Högnasonar, „prestaföður“ Sig- urðssonar, forföður Vigdísar for- seta, Þorsteins Erlingssonar, Tóm- asar Sæmundssonar og Jóhanns Hafstein. Móðir Guðríðar var Guð- björg, systir Guðna, afa Guöna Kristinssonar á Skarði. Guðbjörg var dóttir Jóns b. á Skarði á Landi, Ámasonar, b. á Galtafelh, Finn- bogasonar, föðurbróður Jóhanns, langafa Þórðar Friðjónssonar. Móðir Guöbjargar var Guðrún Kol- beinsdóttir, b. á Hlemmiskeiði á Skeiðum, Eiríkssonar, b. á Reykj- um, Vigfússonar, ættíöður Reykja- ættar. Móöir Guðrúnar var Solveig Vigfúsdóttir, af Fjallsætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.