Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUft 25. FEBRÚAR 1991. Spumingin Ætlar þú á bókamarkaðinn í Kringlunni? Kristbjörg Magnúsdóttir nemi: Nei, ég les lítiö af afþreyingarbókmennt- um. Hörður Stefánsson nemi: Já, ég ætla aö kíkja á nokkrar afþreyingarbæk- ur þar. Ellen Freydís Martin, nemi í söng- námi: Nei, í Kringluna fer ég aldrei, hún er eina húsið meö turni sem dýrkað er hér á landi. Auður Hansen bókari: Nei, það ætla ég ekki aö gera. Rakel Ólöf Bergsdóttir myndlistar- nemi: Ég er búin að fara og keypti fjórar listabækur. Árdís Sigmundsdóttir íslenskunemi: Já, ég er búin að fara á markaðinn á Eiðistorgi og ætla líka í Kringluna. Lesendur Framtíð í íslensk- um fiskréttum G.A. skrifar: Ég er einn þeirra sem hafa verið mjög andvígir því að selja fiskinn okkar sem hráefni til hinna ýmsu Evrópulanda óunninn. Það má þó líta öðruvísi á frysta fískinn, sem seldur hefur verið til Ameríku síð- ustu áratugi, en hann er fullunninn í íslenskri verksmiðju vestra og fer svo beint þaðan til neytenda bæði í verslunum og á veitingahúsum. Hætt er við að ekki verði við það unað öllu lengur aö flytja út héðan nýjan, óunninn fisk tvist og bast um heiminn fyrir aðrar þjóðir til endur- sölu eða til þess að framleiða úr fisk- rétti, sem seldir eru beint til neyt- enda. Einnig er á það að líta að sí- fellt er skapast ný tíska og einmitt núna er það í tísku víða um heim að vinna úr hvaða fiski sem er ýmiss konar snarlrétti, skyndirétti, sem seldir eru jafnt á dýrum sem ódýrum veitingastöðum. í þessum flokki eru ekki endilega fiskréttir sem sjást á matseðlum veit- ingahúsa, heldur allt eins marning- ur, sem kemur í stað eða til jafns við „Ekki endilega fiskréttir sem kynntir eru matseðlum veitingahúsa -fram- leiðslumöguleikar eru endalaus- ir.. kornflögur og annað sem mikið er notað með fordrykkjum fyrir matar- boð eða móttökur þar sem vín er á boðstólum. Hvað sem líður tegund og heiti þeirra rétta, sem búnir eru til úr fiski, verður að stefna að því að við íslendingar, sem lifum á flskveiðum, tökum sjálfir til við þessa framleiðslu og úr því hráefni sem hér fæst, í stað þess að senda það óunnið til útlanda. - Þetta hefur lengi verið baráttumál margra hér, en ekki verið sinnt, vegna þess að fiskurinn hefur sífellt verið að minnka sem verðmæti í heildartekjum landsmanna. Nú þegar syrtir í álinn t.d. með frekari virkjanir og ekki er útlit fyrir frekari útfærslu á stóriðju í bráð, hlýtur sú krafa að verða háværari, að við fullvinnum fiskinn hér heima, og gerum enn eina könnun á því hvaða greinar fullvinnslu henta best til markaðssetningar í útlöndum. - Þarna er okkar stærsta framtíðar- verkefni, a.m.k. hvað fiskvinnsluna snertir. Islenski hundurinn Konráð Friðfmnsson skrifar: Lengi hafa menn haft félagsskap af hundinum. Margar tegundir eru nú til hér á landi. Hér áður voru seppar þó mest til sveita en í seinni tíð hefur orðið veruleg breyting. Mörg bæjarfélög leyfa enda hunda- hald með skilyröum - og einnig þrátt fyrir mótmæli sumra. - Við íslend- ingar getum státað af fleiru en fjalla- sýn, við eigum líka sérstakan hrossa- stpfn, fjárstofn og hundastofn. íslenskir hundar eru taldir vera eitthvað um 150-200 nú. Um tíma leit hins vegar afar illa út varðandi þenn- an stofn og höfðu margir áhyggjur af þeirri þróun. Þá var hafm ræktun. Það merkilega starf hóf Sigríður Pét- ursdóttir á Ólafsvöllum á Skeiðum um 1960, í samráði við efnaðan Eng- lending, Paul Watson (þann er gaf íslendingum Dýraspítalann ásamt öllum búnaði). Watson þessi var afskaplega hrif- inn af hvutta okkar og átti sjálfur fáeina. Hann ferðaðist um ísland árið 1955 og 56 í fylgd með dr. Kristjáni Eldjárn (síðar forseta), og leituöu þeir að frumlegum gerðum af ís- lenska fjárhundinum. - Hundinum er þannig lýst af Eggerti Ólafssyni er fór um landið á miðri 18. öld: „Mjögþétthærður, venjulega hóflega loðinn, en til eru afbrigði kafloðin, er hafa stutta og mjóa fætur.“ Fleiri tegundir rakst Eggert einnig á, t.d. dýrhund, snögghærðan, háfættan, sem var notaður til að fanga og deyða skolla - og einnig dverghund (stubb), lítinn, háfættan, snögghærðan með aðeins 5 cm langt skott. Til margra hluta var téð skepna greinilega nothæf, því árið 1895 voru danska hernum sendir héðan 10 slík- ir, sem voru þjálfaðir í herbúðum skammt frá Álaborg. Þeir voru not- aðir til að flytja skilaboð og reyndust vel. Ekki varð þó úr að stofnuð væri sérstök hundadeild við herinn. - Núna stunda nokkrir aðilar þessa nauðsynlegu ræktunarvinnu. Sök- um þess bendir margt til aö fjár- hundastofninn sé kominn úr útrým- ingarhættu. Flugnám hér og erlendis Flugnemi skrifar: Kostnaður við einkaflugvélar er orðinn ótrúlega hár hér á landi. Full- yrt er að hann hafi aukist verulega á síöustu árum, og það svo að nú fara tveir af hverjum þremur flug- nemum til útlanda að læra frekar en að stunda námið hér. Einnig hefur dregið úr innflutningi á litlum flug- vélum, þar sem öll rekstrarskilyrði hafa líka versnað til muna hér á landi. - Alls konar gjöld, sem ekki voru til fyrir örfáum árum, hafa nú verið tekin upp hér, og þegar við þau bætast tryggingagjöld, kostnaður vegna skylduskoðana og eldsneytis er mönnum gert nánast ómögulegt að stunda flug á einkaflugvélum. Dýrast af öllu er þó flugnámið sjálft og hvergi dýrara en hér á íslandi. Það er því ekki furða þótt margir fari utan til að afla sér réttinda. Það er hins vegar ekki rétt að mínu mati að flugkennsla sé neitt betri hér en erlendis. Samanburður var gerður fyrir stuttu á ísafjarðarflugvelli og flugvellinum við Tampa í Flórída og sagt að varla fengist sama þjálfun við þessa flugvelli. Nú á dögum gegna flughermar miklu hlutverki og þar er hægt að æfa aðflug og lendingar við skilyrði sem líkjast aðstæðum við ísafjarðar- ílugvöll eða hvar sem er í heiminum. - Annað er það að sá agi, sem við- haföur er erlendis, er ekki sambæri- legur við það sem hér gerist og það er hlutur sem verður að meta þeim til tekna sem ljúka flugnámi erlendis eða að hluta til. - Allt flug hér er þó háð því að flugstarfsemi sé stunduð í landinu, en hún er nú í lágmarki og enginn veit hvort nokkuð rætist úr á næstunni. Búfé, féþúfa ávegum? Þorsteinn hringdi: Ég tel mig vita dæmi þess að búfé, sem veldur usla á eignum fóiks á vegum úti, t.d. með því aö valda tjóni á bifreið, geti orðið eins Konar féþúfa þegai' öllu er á botninn hvolft. - Bóndinn fær greitt fyrir skaðann úr búfjár- tryggingu - og eigandi bilsins sem veldur óhappinu eða verður fyrir því að aka á búfénað á vegum landsins - fær einnig bætt tjónið. Þetta hvort tveggja, þ.e. bæf- umar sem greiddar eru, geta oft orðið allháar, og séu þessi óhöpp algeng geta upphæðirnar numið umtalsverðum fiárhæðum. Það er óeðiilegt að liægt skuli að tryggja á þennan máta, og gera þannig slík óhöpp raunverulega aö féþúfu á tveiman hátt, ef óvandaðir aðil- ar eiga hlut að máli. íslenskar aug- lýsingar í hléi Páll Kristjánsson skrifar: Ég vil taka undir með þeim sem hafa veriö að ræða dugleysi Sjón- varpsins með því að takmarka útsendingar Sky News stöðvar- innar. Áður var búið aö loka á auglýsingarnar sem að vísu voru á ensku, og bannaðar nema text- aðar á íslensku, en látum það nú vera. - Hitt er með eindæmum að Sjónvarpið skuli ektó sjálft geta fundið upp neina tekjulind af þessu öllu. Sjónvarpið gæti vel tekið upp þann hátt aö veita innlendum auglýsendum aögang að þeim tímum í útsendingum Sky News þegar hlé eru gerð vegna erlendra auglýsinga, og veitt þá t.d. 50% afslátt af fullu verði, alveg kjörið fyrir t.d. skjáauglýsingar, sem vel mætti skella upp í hléunum. Þaðerþáeng- in íslensk ull Rúna skrifar: Varðandi viðskipti íslands við Sovétrikin hefur komið fram að það sem gæti verst hent okkur væri aö tapa sölu á síld og ullar- vörum. Síldarafurðir hafa nú ekki skipt miklu máli undanfarið, a.m.k, ekki á meðan Sovétmenn hafa ekki gert neina samninga og vilja raunar komast hjá að gera þá. - Ullarvörur geta varla heldur skipt neinum sköpum fyrir af- komu okkar þar sem íslenska fyr- irtækið Álafoss, sem selur vör- una þangað, er frekar baggi á þjóðinni en hitt. Það kom þó flatt upp á fólk þeg- ar farið var að upplýsa um hrá- efrúð sem Álafoss notar, ullina. Þá kemur í ljós að hún er ekki íslensk nema í örlitlum mæli. Ullin er sem sé flutt inn frá Nýja- Sjálandi! Heimtuðu þyrlu strax Þórður hringdi: Þaö var dæmigert viðtalið við hina ungu bátsveija á Steindóri sem strandaði viö Krísuvíkur- berg. Strax og þeir máttu mæla við fréttamenn kröíöust þeir að stærri þyrla yrði keypt hið bráð- asta! - Ekki höfðu bátsverjar orð á því hvað olli strandinu, og hinu var heldur ekki hampað að þama um borð voru tvö ef ekki þrjú systtóni. Hve oft hefur það verið ítrekað að ekki séu margir úr sömu fjölskyldu á fiskibátum að óþörfu? Mér finnst þetta strand vera i hæsta máta dularfuilt, raikið var gert úr „afreki“ Landhelgisþyrl- urrnar en varla minnst á aðstoð varnarliðsmanna, sem fluttu mannskapinn til Reykjavíkur ásamt íslensku þýrlunni. - Aö fá stóra þyrlu, þaö gekk fyrir!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.