Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. Menning Kvikmynda- klúbburinn færstyrk Eins og flestum er kunnugt er Kvikmyndasjóður búinn aö út- hluta 57.500.000 kr. til þrettán umsækjenda af sjötíu og tveimur sem sóttu um. Méöal þeirra sem fengu styrk var Kvikmyndaklúb- bur íslands sem fékk 1.000.000 kr. í sinn hlut. Starfsemi klúbbsins hefur verið frekar stopul aö und- anfómu, meðal annars vegna fjár- skorts. Styrkurinn ætti að koma klúbbnum til góða þegar fram i sækir. Næsta stóra verkeM hjá Kvikmyndaklúbbnum er sýning- ar á fimm svissneskum rayndum, meðal annars er ein sem tilnefhd er til óskarsverölauna í ár sem besta erlenda kvikmyndin. Franskurbók- menntafræð- ingurheldur fyrirlestra Jean-Pierre Salgas, sem er sér- fræðingur í listasögu og listahug- myndafræði, heldur fyrirlestur í kvöld og annað kvöld í Háskóla íslands. Fyrirlesturinn í kvöld er á ensku og ber yfirskriftina Saga franskra nútimabókmennta en fyrirlesturinn annað kvöld er á frönsku og fjallar hann um franskar nútímaskáldsögur. Jean-Pierre Salgas er sérfræðing- ur í listasögu og listahugmynda- fræði. Hann kenndi heimspeki áður en hann gerðlst bókmennta- gagnrýnandi. Hann er nú ráðgjafi hjá frönsku útgáfufyrirtæki og vinnur aö bók um sögu franskra bókmennta. Koma Salgas hingað til lands er liöur i samstarfi sem komið hefur verið á milli Frakka og íslendinga um þýöingar á bók- menntaverkum landanna. Egermeistarinn: Leikritið gef ið út á bðk - sýningum haldið áfram - Bryndís Petra Bragadóttir tekur við hlutverki Elvu Ósk Ólafsdóttur Leikritið, Ég er meistarinn, eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur hefur notið mikilla vinsælda og hefur veriö uppselt á allar sýningar allt frá því verkið var frumsýnt síðastliðið haust. Ákveðið hafði verið að hætta sýn- ingum 1. mars þótt hundruð manna væru á biðlista vegna þess að að Elva Ósk Ólafsdóttir, sem leikur eina kvenhlutverkið í leikritinu, á von á barni og getur ekki haldið áfram. Eins er að Ingvar E. Sigurðsson, sem leikur annað tvéggja karlhlutverka, á eiginlega að vera byrjaður að leika Pétur Gaut í endurbyggðum stóra sal Þjóðleikhússins en seinkun á fram- kvæmdum hefur tafið fyrir frumsýn- ingu á verkinu. Þriðji leikarinn í Ég er meistarinn er Þorsteinn Gunnars- son. Vegna þessarar miklu aðsóknar á Ég er meistarinn hefur verið ákveðiö að æfa aöra leikkonu upp í hlutverk Hildar. Sú sem varð fyrir valinu er Bryndís Petra Bragadóttir og hefur hún hafið æfingar. Áætlað er að sýna Ég er meistarinn tvisvar í viku til að byija með, á laugardögum og sunnudögum, og er fyrsta sýningin með nýrri leikkonu 2. mars. Síðastliðinn fimmtudag voru Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur veitt Menningarverðlaun DV fyrir Ég er meistarinn. Ekki gat hún verið viðstödd verölaunaafhendinguna. Á móti verðlaununum fyrir hennar hönd tók móðir hennar, Sigríður Hagalín. í þakkarávarpi minntist Sigríður á aö leikritið væri tileinkað látnum fóður Hrafnhildar og eigin- manni hennar, Guðmundi Pálssyni leikara. Um sama leyti kom Ég er meistarinn út hjá Máli og menningu Ingvar E. Sigurðsson leikur eitt þriggja hlutverka i Eg er meistarinn. Hann æfir einnig af kappi í Pétri Gaut en leikritið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu. Er hann annar tveggja leikara sem leikur titilhlutverkið. í innbundinni bók og kilju. Er þetta fyrsta verkið sem kemur út á bók eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmunds- dóttur. í Ég er meistarinn er lýst tveimur ungum nemum í klassískum gítar- leik og lærifoður þeirra sem gengur aöeins undir nafninu Meistarinn í leikritinu. í samleik þessara þriggja persóna er tekist á, oft á tíðum í mikl- um tilfmningahita, um snilld, meðal- mennsku, hugsjónir, sjálfsblekkingu og ást. Hrafnhildur stundaði lengi gítarnám á Spáni áður en hún sneri sér að ritstörfum. Hún nemur nú leikhúsfræði í París. -HK Gispheldur áfram Seint á síðasta ári kom út myndasögublaðaið Gisp seminn- heldur teiknimyndasögur eftir islenska myndlistarmenn. Blaðið vakti mikla og veröskuldaða at- hygli enda mjög nýstárlegt. Nú er annað heftið komið út og á það væntanlega eftir að vekja jafn- mikla athygli. Þeir tíu myndlist- armenn sera eiga efni í blaðinu eru Freydís Kristjánsdóttir, Þorri Hringsson, Þórarinn B. Leifsson, Sigurður Ingólfsson, Halldór Baldursson, Ölaíúr J. Engilberts, Jóhann I. Torfason, Helgi Þ. Frið- jónsson, Bjarni Hinriksson og Helena Guttormsdóttir. Nöfnin á myndasögunum eru meöal ann- ars Teddy Transformer, Sæt- astaaa sjálfsmorð samtímans, Að vekja leðurblöku og Aumingja Reynir og hundurinn hans Joe Kill. Bréffrá Sylvíu á litla sviðið Á meðan ekki er enn búið aö taka stóra sviöið í notkun notast Þjóðleikhúsið við litla sviðið og er næsta leikrit, sem þar verður frumsýnt, Bréf frá Sylvlu eftir Rose Leiman Goldenberg. Byggir hún leikritið á fjölda sendibréfa sem skáldkonan Sylvia Plath skrifaöí Qölskyldu sinni, allt frá menntaskólaárum til dauöadags. Sylvia Plath fæddist í Boston 1932, hélt til framhaldsnáms í Bretlandi og giftist þar Ted Hug- hes sem nú er lárviðarskáld Breta. Hún svipti sig lífi 1963. Það eru Helga Baehmann og Guð- björg Thoroddsen sem leika einu hlutverkin í leikritinu. Leikstjóri er Edda Þórarinsdóttir og er þetta í fyrsta sinn sem hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. «m‘si / / / f / I - Sfcop_ ZTnnandi*«»»n....... ?s£3?=S - ®óW"geslsaugaaömamÍnum?. ■ f Hussun > oröum Niður tn kókg . óðverju rainwfe.... 1 íreYstandi?, Liusn / / i L I >&. 37 altrosst ölugéta........ Jarðskjá/rti ~hrvJ ' . .... Svipir oghulduro!k*“'° hr^Bramnni CeíaÞ aufaj^,, ?ugan*firSi.... ......:: FWiðóhrædd ................ ^vWmun? ...................... ^tóíugátan.. ................ Kr.425 15 ... 20 .. 25 32 .. 37 •• 40 -■ 46 ■ 48 •• 56 65 68 73 79 J- REFti - s». ÁR _ IANÚAR ■ FRWvkr ... 80 .. 107 : 115 121 ■ 127 • 132 • 137 141 150 157 160 i 991 NYTT STJERRA ÚRVAL Nú er fyrsta hefti ársins komið út, með breyttu út- liti og helmingi stærra en áður. Framvegis kemur Úrval út annan hvern mánuð. Nú er í boði tilboðsáskrift fyrir árið 1991. Þú greiðir aðeins kr. 2.125,- fyrir 6 hefti og færð 6 eldri hefti að auki. Hringdu og pantaðu áskrift í síma 626010. A næsta blaðsölustað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.