Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. DV Andspyrnumenn í Kúvætborg segja aö hermenn iraka hafi myrt fjölda manna (borginni slöustu dagana fyrir innrásina og stundaö skipu- lagöa skemmdarstarfsemi. Herstjórn bandamanna hefur staö- fest þessar fréttir. Framkoma iraka hefur orðið til að hraða sókninni ( átt aö borginni. KUVÆTBÖRG Liðlega 30 tfmum eftir aö inn- rásin hófst er fjölþjóðaherinn kominn aö borgarmörkum Kúvætborgar. Fram til þessa hefur fraski herinn ekki veitt mikið viðnám og hafa þús- undir (raskra hermanna lagt niöur vopn og gefist upp. í fyrstu fróttum var sagt að fjölþjóðaherinn hafi tekið Faylakaheyju. Það hefur síðar verið borið til baka. Eyjan er mikilvægur hlekkur ( sókn fjölþjóðahersins til Kúvætborgar og inn I Suöur-irak ( átt til Basra. Því er búist við að eyjan verði hertekin við upphaf landgöngu. Sókn fjölþjóöahersins inn I Kúvæt og írak hófst aðfarar- nótt sunnudags. Klukkan var fimm að morgni við Persa- flóa þegar Norman Schwarzkopf, yfirmaður herafla bandamanna, gaf skipun um að hefla sókn. Aö okkar tlma var klukkan eitt eftir miðnætti. Auk sóknar á landi og úr lofti hófu flotadeildir fjölþjóða- hers fallbyssuskothrlö á hersveitir Iraka við strönd Kúvæt. Þegar á fyrstu klukkustundunum var byrjaö að ryðja jarð- sprengjusvæði á ströndinni til að undirbúa landgöngu. Um eitt hundrað herskip eru við botn Persaflóa og þar á meöal eru bandarlsku orrustuskipin Wisconsin og Miss- ouri. Þá hafa bandarikjamenn þar sex flugmóöurskip. Þarna er nú saman kominn mesti innrásarfloti ( sögunni allt frá þvl að innrásin var gerð I Normandí sumariö 1944. Fátt hefur orðið til aö stöðva framsókn herja bandamanna og hafa þúsundir (raskra hermanna gefist upp eftir litla mótspyrnu. Á fyrstu klukkustundum bardaganna sögðust bandarlskir hermann aðeins einu sinni hafa orðið að svara skothrfð íraka. Þá var flugherinn kallaður til að eyðileggja fallbyss- ur iraka. Herlið frá átta þjóðum var með (sókninni fyrsta sólarhringinn. DVJRJ, GK Friðartilraunir breyttu engu um sókn á landi 1,3 milljónir hermanna við Persaflóa Um 1,3 milljónir manna eru nú undir vopnum við Persaílóa. ír- akar hafa fjölmennasta herliðið eða um 550 þúsund hermenn. Bandaríkjamenn eru með nærri jafníjölmennt lið. Þá eru Bretar með 43 þúsndu hermenn undir vopnum og í liði Frakka eru um 16 þúsund menn. Alls hafa 28 þjóðir sent her- menn til átakasvæðisins en fyrstu daga hafa bardagar eink- umhvílt á liði Bnadaríkjamanna, Breta, Frakka, Saudi-Araba og Kúv;eta. Stór hluti af liði íraka er litt þjálfaður og hefur ekki náð að siandast bandamönnum snún- ig. Úr þessu Uði eru þegar mikill Qöldi verið tekinn höndum. Þjóövarðliðar íraka hafa hins vegar lítið látið á sér kræla enn sem komið er. Talið er aö Saddam Hussein ætli sér að beita því liði síöar ef bandamenn ætla sér aö sækja lengra inn i írak en oröiö er. írakar eru enn með umtalsvert lið í Kúvæt þótt nokkur hluti þess sé nú einangraður og úr tengslum við herstjómina í Bagdad. Ljóst er þó að her íraka i Kúvætborg ætlar sér að verjast raeðan kostur er. Reuter Bandarískir embættismenn segja að friðartilraunir Sovétmanna, allt fram á síðustu stundu, hafi ekki tafið áætlanir um að heíja hernað á landi aöfaranótt sunnudagsins. Þeir segja að endanleg ákvörðun um atlögu við herlið íraka hafi verið teWn fyrir hálfum mánuði þegar Colin Powell, forseti bandaríska herráðsins, og Dick Cheney vamar- málaráðherra komu heim til Banda- ríkjanna úr kynnisför til Saudi- Arabíu. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir að yflrmenn hersins hafi fastlega gert ráð fyrir að þurfa að berjast á landi þegar írökum voru settir úrslitakostir á föstudaginn. Hins vegar þótt rétt að gefa frest í síðasta sinn. Kæmu engin viðbrögð frá Saddam Hussein þegar fresturinn rynni út voru Norman Schwarzkopf, yfirmanni herafla bandamanna í Kúvæt, gefnar frjálsar hendur um hvenær og hvernig hann legði til atlögu við íraka. Fitzwater segir að Schwarzkopf hafi nefnt nokkrar stundir sem hann teldi líklegastar til aö hefja hernað- inn á landi. Efst á blaði hjá honum var að leggja af stað síðla nætur þann 23. febrúar. Mikhail Gorbatsjov Sovétforseta var ekki sagt hvenær ætlunin væri að hefja sóknina þótt hann hefði þrí- vegis talað við George Bush í síma síðustu dagana áður en stundin rann upp. Komið hefur fram að upphaflega ætluðu Bandaríkjamenn að ráðast til atlögu á landi fyrr en raunin varö á. Ákveðið var að lengja það tímabil sem lofthemaðurinn stæði vegna þess að meiri ógn stóð af Scud-flaug- um íraka en reiknað var með í fyrstu. Hernaðarsérfræðingar segja að við sóknina gegn íraksher séu notaðar sömu aðferðir og notaðar voru í síö- ari heimsstyrjöldinni. Stjórnendur hersins setja allt traust á að ná skjót- um árangri með leiftursókn. Schwarzkopf sagði fljótlega eftir að sóknin hófst að hún gengi framar vonum og mótspyrna væri lítil. Þó er fastleg gert ráð fyrir að írakar hiW enn við að kalla bestu hersveitir sínar til bardaga. Til þessa hafa flestir hermenn ír- aka gefist upp án bardaga. Tölur um fjölda stríðsfanga em þó mjög á reiW. Herstjórnin segir að þeir séu um 10 þúsund en Kúvætar halda því fram að 100 þúsund menn hafi ýmist lagt á flótta eða gefist upp. Reuter ÞinghúsiðíKú- vætborgsprengt íloftupp Andspymumenn í Kúvæt segja að íraska hermámsliðiö hafi ráð- ist gegn byggnigum 1 Kúvætborg og þegar sprengt í loft upp þing- húsið og nokkrar aðrar stórbygg- ingar. Fljótlega eftir að innrásin hófst sögðu Kúvætar að fallhlífasveitir Bandaríkjamanna hefðu náð borginni á sitt vald. Þessar fréttir voru sxðar bornar til baka en vit- að er að fallhlífasveitirnar lentu fyrir utan borgina og búa síg und- ir að ráðast til atlögu viö hernámsliö íraka. Sagt er að fjögur hótel í borg- inni hafi verið eyðilögð og Kú- vætar sögðu að í það minnsta 180 aðrar byggingar væru ónýtar eft- ir að írakar ákváöu að valda sem mestir eyðileggingu áður en þeir væri hraktir frá Kúvæt. Fróttabann yfirmanna herafla bandamanna veldur því að allar fréttir af bardögum eru mjög óljósar og stangast oft á. Kúvætar hafa verið iðnastir við að senda frá sér fréttir en illa hefur gengið að fá þær staðfestar. Talið er að bandmenn ætli sér aö taka Kúvætborg á næstu klukkustundum. í dag er þjóö- hátíðardagur Kúvæts og því yrði það mikil livatning fyrir liðs- menn bandamanna að ná áfanga- sigriáþeim degi. Rcuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.