Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 4
? ■iGði ííAUHaay m fluoAauMÁi/. ' MÁNUDAGUR 25. FEBRÚÁR 1991. Fréttir Saksóknari úrskurðar Steingrím Njálsson í gæsluvarðhald og geðrannsókn: A sér enga lagastoð - segir Ragnar Aðalsteinsson réttargæslumaður Steingríms Saksóknari ríkisins kvaö upp á laugardag aö framlengt skyldi varö- hald Steingríms Njálssonar um tvo mánuöi og ætti hann aö sæta geö- rannsókn á tímabilinu og dæmdur í öryggisgæslu eða áfengismeðferð á þeim forsendum aö hann væri hættulegur sér og umhverfi sínu. Steingrímur átti aö vera laus í gær. Réttargæslumaöur hans, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaöur, kæröi úrskuröinn til Hæstaréttar og er búist viö niöurstöðum þaðan á morgun. „Það var gefin út ákæra aö hann yrði settur í öryggisgæslu um óá- kveöinn tíma eöa til vara í áfer.gis- meðferð og sæta geðrannsókn til aö undirbyggja aö hann veröi inni,“ sagöi Ragnar i samtali við DV í gær. Ekkert húsnæði er til sem hýst getur vanheila sakamenn og sagðist Ragn- ar hafa staðfest bréf frá dómsmála- ráðuneytinu um aö svo sé. Stein- grímur hefur dvalið undanfarna mánuöi til skiptist á Litla-Hrauni og í Hegningarhúsinu viö Skólavörðu- stíg. „Málið er í dag nákvæmlega eins og þegar Hæstiréttur vísaöi því frá í nóvember á síöasta ári. Það liggur fyrir geðrannsókn frá því í maí svo augsýnilega er þetta eitthvert yfir- varp,“ sagöi Ragnar. „Þeir vilja halda manninum inni lengur án þess að hafa til þess lagaskilyrði eða praktískar ástæöur.“ Ragnar segir aö Steingrími hafi verið sleppt 26. desember sl. og gekk þá laus í tólf daga en síöan var hann settur aftur í refsingu. Ragnari er ekki kunnugt um hvers vegna það var. Ragnar gagnrýndi hve seint hann fékk viðtneskju um ákæruna og aö hann hefði ekki fengiö tækifæri til aö afla þeirra gagna sem þurfti aö hans mati. „Aö formi til var þetta ákveðið á fostudag. Bréf bárust til sakadóms seint á fostudag, rétt fyrir lokun. Máliö var. síðan tekiö fyrir klukkan fjögur á laugardegi þegar mjög litlar líkur eru á aö það náist í nokkra menn nema dómara. Samt er aug- ljóst aö aðdragandi þessa er miklu lengri," segir Ragnar sem var skipað- ur réttargæslumaöur á laugardag. „Það var hringt í mig á fóstudags- kvöldiö og ég kraföist þess að fá að sjá skjölin, sem bárust um hádegi á laugardag. Ég býst ekki við neinu ööru en að Hæstiréttur muni hafna þessari kröfu enda á hún sér enga lagastoð í íslenskum lögum og þeim þjóöarsáttmálum sem við erum aðil- ar að,“ sagði Ragnar Aöalsteinsson. -ELA - segir Ejóla Pálmadóttir Ungfrú Norðurland kjörin um helgina: Olýsanleg tiHinning að sigra Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Það er ólýsanleg tilfinning að hafa sigrað í þessari keppni. Það kom mér líka mjög á óvart því ég var alveg viss um að ein ákveðin stelpa í hópn- um myndi sigra," sagði Fjóla Pálma- dóttir eftir að hún hafði verið kjörin ungfrú Norðurland í Sjallanum á Akureyri um helgina. Fjóla, sem er Akureyringur, stund- ar matreiðslunám og starfar á veit- ingastaðnum Mömmu Rósu í Kópa- vogi. Hún sagði í samtali við DV að henni litist bara vel á að taka þátt í keppninni um titilinn ungfrú island sem haldin verður í vor. „Þaö verður án efa erfitt en ég reyni bara að standa mig sem best,“ sagði þessi nýja fegurðardrottning Norðurlands sem er tvítug og ólofuð. Sveindís Benediktsdóttir var kjörin besta ljósmyndafyrirsæta keppninn- ar, en stúlkumar, sem tóku þátt í keppninni, kusu sjálfar Maríu Sif Sævarsdóttur vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi. DV-mynd GK Fjóla Pálmadóttir kjörin ungfrú Norðurland 1991. Heyrnleysingjaskólinn: Innbrot og þjófnaður Innbrot var framið í Heyrnleys- ingjaskólanum aðfaranótt sunnudagsins og þaðan stolið 25.000 krónum í peningum. Einn- ig voru unnin talsverð spjöll á húsakynnum skólans. Lögreglunni var tilkynnt um innbrotið um miðjan dag í gær og var RLR kölluð út til frekari rannsóknar. Ekki er vitað hverjir sökudólgar em. -ELA Vestmannaeyjar: Skemmdarvargar gengu ber- serksgang um mið- og vesturbæ í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardagsins, brutu þrjár rúöur í verslunum og skemmdu fimm bifreiðar. Einn rúðubrjóturinn náðist en aörir sökudólgar voru ófundnir í gær. Bílarnir vom talsvert skemmd- ir bæði utan sem innan og stolið úr þeim öllu, verömætu. Málið er í rannsókn. -ELA Óvenju ró- leg helgi Helgin var óvenju róleg um alit land og muna lögreglumenn vart eftir öðru eins. Til marks um ró- legheit fólks þessa helgi varð að aflýsa dansleik á Eskifirði á laug- ardagskvöld þar sera einungjs tveir menn vora mættir fyrir miönætti. Ekki átti lögreglan skýringu á þessum rólegheitum í lok þorra nema ef vera skyldi að menn vildu vera vel upplagðir á konu- daginn sem var í gær. -ELA í dag mælir Dagfari Hvar kaupir Davíð ölið? Sjálfstæðismenn bíða spenntir eftir því að heyra hvað Davíð ætlar að gera við flokkinn og formann- inn. Davíð hefur tilkynnt að hann muni allra náðarsamlegast láta flokksmenn vita í dag hvort hann ætli að gefa Þorsteini grið eða leiöa hann til slátrunar á landsfundin- um. Sjálfstæðismenn bíða eftir erkibiskups boðskap, rétt eins og írakar bíða í ofvæni eftir því að hlusta á Saddam Hussein tilkynna þeim hvort þjóðin eigi að lifa eða deyja. Smápeðin ráða engu, hvorki í írak né Sjálfstæöisflokknum. Það eru kóngarnir sem tala og ráða og ákveða örlög þegnanna. Davíð veit sem er að Þorsteinn er ómögulegur formaður. Flokks- menn hafa sagt honum það, hann sjálfur er þeirrar skoðunar og kjós- endur era því sammála. Davíð veit líka að hann einn getur tekið við af Þorsteini. Hann einn getur leitt Sjálfstæöisflokkinn til hins mikla sigurs í kosningunum í vor. Þetta veit Davið og þetta veit flokkurinn og það er í sjálfu sér furðulegt að sjáifstæðismenn skuli ekki hrópa ferfalt húrra fyrir formannsfram- boði Davíðs þegar hann á annað borð ljær máls á því að.gefa kost á sér. Menn á borð við Davíð Odds- son fæðast ekki nema einu sinni á öld og þeir lifa ekki nema einu sinni og eru ekki ódauölegir þótt ein- kennilegt kunni að virðast. Þess vegna liggur á að Davíð komist til valda og hann nennir ekki að vera varaformaöur til ævi- loka. Davið er varaformaður í flokknum og er búinn að vera það mjög lengi eða allt frá því í hitti- fyrra og hann má ekki vera að því að bíða lengur eftir formenns- kunni. Þetta á Þorsteinn aö skiija og draga sig í hlé og í rauninni er það hlægilegt að hann skuh ekki átta sig á því hvað flokkurinn verði miklu, miklu sterkari, ef hann dregur sig í hlé. Það sem hefur hins vegar vafist fyrir Davíð er sá misskilningur Þorsteins að hann eigi að vera for- maður áfram. Þorsteinn tilkynnti meira að segja opinberlega fram- boð sitt fyrir helgi. Fyrir vikið hafa nokkrir sáttasemjarar í flokknum talið að ekki mætti fella Þorstein og segja um leið að það sé Sjálf stæðisflokknum til mikils skaöa ef sá maður verður kosinn formaður í flokknum sem er best til þess fall- inn að vera formaður. Menn sem sagt styðja Davíð til formennsku og segja að hann sé besti formaður- inn en vilja samt ekki gera Þor- steini þann óleik að fella hann úr formennskunni því það sé flokkn- um fyrir bestu að hafa frið um for- mann sem ekki er besti formaður- inn. Þessa hundalógik á Davíð bágt með að skilja en það getur svo sem vel verið að hann geri það fyrir flokkinn í dag að tilkynna að hann muni styðja Þorstein í formennsk- una til að standa með flokknum. Er þá komin upp sú staða að besti formaðurinn gerir flokknum þann greiða að veröa ekki formaöur, vegna þess að flokkurinn sjálfur telur að það sé honum fyrir bestu aö annar maður sé formaður en sá sem er sterkastur sem formaður. Ef Davíð hættir við að bjóða sig fram er þar fyrst og fremst um drengskaparbragð að ræða gagn- vart veslings Þorsteini sem hefur átt bágt að undanfórnu og vefður að sitja undir því að vera formaður þegar flokksmenn telja að annar betri sé hæfari til að vera formað- ur. Þorsteinn getur stolts síns vegna ekki hætt þegar slíkt er fuli- yrt. Hann getur því aðeins hætt sem formaður að ljóst sé að sá sem taki við af honum sé ekki eins og góður formaður og hann er sjálfur. Það er greinilega best fyrir flokk- inn og báðir eru þessir menn fyrst og fremst að hugsa um flokkinn sinn og hvað honum er fyrir bestu. Ef svo fer aftur á móti að Davíð lýsir yfir framboði í dag kemur upp sú staða að besti maðurinn í for- mennskuna veröur að heyja kosn- ingabaráttu um formennskuna og þá getur auðvitað farið svo að Þor- steinn falli. Þá er voðinn vís fyrir flokkinn, vegna þess að Sjálfstæðis- flokkurinn er á móti því að fella formenn og kjósa í stað þeirra for- menn, sem eru að vísu best til þess fallnir að vera formenn en geta spillt fyrir flokknum með því að verða formenn. Þetta er klemman sem Davíð er í. Hann spillir fyrir sjálfum sér með því að spilla fyrir flokknum með því að fella formann sem er verri formaður en hann sjálfur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.