Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. Fréttir DV Lundakarlar urðu fyrir skaða Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum; Enn eru að koma í ljós skemmdir eftir óveðrið sem gekk yfir landið 3. þ.m. Lundakarlar í Eyjum urðu sum- ir hveijir fyrir miklu tjóni í óveðrinu og eru a.m.k. þrjú hús ónýt og eitt stórskemmt. Þessi hús eru í Snæ- felli, Álsey, Dalfjalli og gamla húsið í Bjarnarey fór veg allrar verald- ar. í Álsey skreið húsið fram undan skriðu og að sögn Haraldar Gunnars- sonar er það ónýtt ásamt öllu sem í því var. Húsið stendur í brattri brekku og hafði jarðvegur ofan við það skriðið fram og tekið húsið með sér. Gekk það fram um eina 2 metra og er allt skakkt, bjagað og brotið. Ekki sagðist hann vita hvað tjón er mikið en allt er þetta tryggt. Bragi Steingrímsson og fleiri eiga hús vestur á Dalfjalli og fauk þakið af. Ekki sagði Bragi húsið ónýtt og verður nýtt þak sett á með hækkandi sól. Lítill kofi í Snæfelli er horfmn og gamla veiðihúsið í Bjarnarey hlaut sömu örlög. Fór þar mikið af búnaði Bjamareyinga, veiðiháfar, sigbúnað- ur og fleira og er tjón þeirra mikið. Hekla eykur viðskiptin Regina Thorarensen, DV, Selfosá: Við hjónin fórum nýlega í Grillið í Fossnesti hér á Selfossi, sem er með 15 rétti af þorramat. Það er nýbúið að stækka Grillið og tekur staðurinn nú 100 manns í mat. Mikiö hefur verið um að ferðafólk nýti sér þjónustuna þarna. Hinn ungi kokkur þar Ásbjörn Jónsson og starfsstúlkan Lóa Hallsdóttir sögðu mér að Heklugosið hefði aukið mjög viðskiptin, fólk komið við á leið aust- ur eða að austan frá Heklu. BÍLAMARKAÐCRINN v/REYKJANESBRAUT __SMIÐJUVEGI 46 E, KÓPAVOGI_ <ff 67 18 00 FAX 7 52 10 Vantar nýlega bíla á staðinn Daihatsu Charade TS '89, rauður, ekinn aðeins 7 þús. km, 2 dekkja- gangar o.fl., sem nýr. Verð 620 þús. Toyota Corolla XL 1300 ’88, hvít- ur, ekinn 70 þús. km, 4ra dyra. Verð 690 þús. M. Benz 190 ’88, blár, beinsk., ek. aðeins 36.000, ýmsir aukahl. V. 1.580.000, sk. á nýl. minni bíl. Ford Bronco XLT ’89, grár, 4 ek. 23.000, rafm. í rúðum o.fl. aukahl. V. 2.300.000. GMC Jimmy Sierra Grande dísil '84, 6,2 i, sjálfsk., ekinn 70 þús. km, allur nýyfirfarinn. Úrvals jeppi. Verö 1450 þús. Breyttu býl- inu í veit- ingastað Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Toyota 4Runner 4x4 ’90, rauður, V-6, 5 gíra, álfelgur, sóllúga, rafm. í öllu. Verð kr. 2,2 m. Toyota Corolla 4x4 LX Touring ’89, hvítur, ekinn 35 þús. km, sem nýr. Básinn í Ölfushreppi er vinsæll veitingastaður og þar er mikið um veislur allan ársins hring. Hjónin Svava Gunnarsdóttir og Björn Kristj- ánsson komu staðnum upp fyrir nokkrum árum. Þar er mjög vistlegt, góður matur og gaman að sitja þar úti í góðu veðri á sumrin eða ganga um iðjagræn túnin. Ungu hjónin Svava og Björn höfðu ofnæmi fyrir grasinu, sérstaklega bóndinn, og þá voru þau búin að byggja þar glæsileg peningshús ásamt hlöðu. Þau brugðu á það heillaráð að innrétta þessi húsa- kynni og breyta þeim í veitingastað sem þau kalla Básinn. Ég hef verið í veislum þar, meira að segja í brúðkaupi hjá Vottum Je- hóva. Þar eru strangar reglur fyrir brúðhjón og þau áminnt mjög. Guð- mundur Guðmundsson, ættaður úr Ámeshreppi, gaf hjónin saman, kynnti brúðhjónunum reglurnar og talaði í rúman hálftíma. Þau vissu því að hveiju þau gengu. Skilnaður hjóna er nær óþekktur hjá Vottum Jehóva, aðeins um eitt prósent. Félag eldri borgara 10 ára í vetur Regina Thorarensen, DV, Selfosá: Félag eldri borgara á Selfossi, sem verður 10 ára í vetur, heilsaði þorra með virktum og bauð til mannfagn- aðar á Hótel Selfossi laugardaginn 9. febrúar. Þar mættu rétt rúmlega 200 manns víða af Suðurlandi og úr Reykjavík. Formaður félagsins, Einar Sigur- jónsson, setti skemmtunina og á dag- skrá var margt til skemmtunar. Fluttur var ferðaannáll úr sumar- ferðum félagsins eftir Ingimund Ein- arsson, tveir nemendur frá tónlistar- skólanum léku á hljóðfæri og skóla- meistari Fjölbrautaskólans, Þór Vig- fússon, sagði skemmtilega frá. Kór aldraðra söng undir stjórn Sigur- veigar Hjaltested, einsöngvari var Guðmunda Jónsdóttir. Mikið líf og fjör var í fjöldasöng við undirleik Hjcdta Þórðarsonar. Þorramaturinn var sérstaklega góður og öll þjónusta á hótehnu til fyrirmyndar. Dans var svo stiginn fram eftir nóttu af miklu fiöri. Starfsfólk Landsbankans á Sauðárkróki og fulltrúar bankans við opnun útibúsins. Fremri röð frá vinstri: Eva Sigurð- ardóttir, Þórunn Jónasdóttir, Hrefna Þórarinsdóttir, María Friðjónsdóttir, afgreiðslustúlkur útibúsins og Jóhann Olafsson, fuiitrúi Samvinnubankans. Efri röð: Gunnlaugur Sigmarsson, Landsbankanum Skagaströnd, Pétur Er- lendsson, fyrrv. aðstoðarbankastjóri Samvinnubankans, Sigmundur Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkróki, Geir Magnússon, fyrrv. bankastjóri Samvinnubankans í Reykjavík, og Guðjón Guðjónsson fulltrúi Samvinnubankans. DV-mynd Þórhallur Landsbankinn á Sauðárkróki: Gaf kirkjunni milljón ÞórhaJlur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: í hófi í tilefni opnunar Lands- bankans á Sauðárkróki mánudaginn 18. febrúar sl. afhenti Sverrir Her- mannsson bankastjóri höfðinglega gjöf til byggingarsjóðs Sauðárkróks- kirkju, eina milljón króna. Jón Karlsson, formaður safnaðarstjórn- ar, færði bankanum þakkir. Þegar bankinn opnaði á mánudags- morgun var aðalbankastjórinn, Sverrir, þar mættur með tvö málverk eftir skagflrska málara sem prýða nú veggi útibúsins, þá Jóhannes Geir Jónsson, Björnssonar, fyrrum skóla- stjóra, og Sigurð Sigurðsson, Sig- urðssonar, sýslumanns. Fjöldi fólks kom í útibúið að Ártorgi 1, Skagfirð- ingabúð, á opnunardaginn og þáði þar veitingar í boði bankans. Hóf var síðan í Hótel Mælifelli síðdegis og margt manna samankomið. Mazda 626 2000 ’85, grásans., 5 dyra, beinsk., 5 gíra, ekinn 86 þús., nýskoðaður. Verð 490 þús. NÝrr-\«NDAÐ SÓFASETT í ELGSLEÐRI 545-? Nappaieder Gavaiíy flö Vorum að fá þessí glæsílegu og vönduðu sófasett klædd elgsleðrí frá Krauss + Weínber í Þýskalandi sem þekktir eru fyrir gæðí. Elgsleður er vandað og fallegt Ieður sem nú býðst með 30% afsl. frá framleiðanda á aðeíns örfáum sófasettum. Ath., nýjar sendíngar af sófasettum í Ieðurlux eða áklæðí. _ VAUIÚSGÖOSr ■m ÁRMÚLA 8, SÍMI 82275 OG 685375 M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.