Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991.
3
dv Viðtalið
Fréttir
DV-mynd BG
Mérfinnst
afskaplega
gaman aðlifa
' l *
Nafn: Jóhanna Borghildur
Magnúsdóttir
Aldur: 44 ára
Starf: Umhverfismálafull-
trúi Ferðamálaráðs
Jóhanna B. Magnúsdóttir um-
hverfisfræðingur var nýlega ráð-
in i starf umhverfismálafulltrúa
Ferðamálaráðs. Um er að ræða
nýtt starf hjá Ferðamálaráði en
samkvæmt lögum á ráðið að
sinna ýmsum verkefnum á sviði
umhverfismála og þá sérstaklega
varðandi umgengni á ferða-
mannastöðum.
Jóhanna er fædd í Reykjavík
en alin upp á Snæfellsnesi og í
Árnessýslu. Ættir sínar á hún að
rekja til sömu staða. „Ég er góð
blanda af bæði vondu og góðu
fólki eins og Þórbergur sagði. Ég
er Árnesingur í aðra ættina og
Snæfeliingur í hina.“
Siðasta vor lauk Jóhanna stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð og einnig prófi af
umhverfisbraut Garðyrkjuskól-
ans. „Ég hef unnið sem rann-
sóknarmaður á Keldum og sem
garðyrkjumaður þar sem ég hef
séð um skólagaröa. Og sem und-
irbúning fyrir þetta starf hef ég
veriö formaður sjálfboöaliðasam-
taka um náttúruvernd sem
skipuleggja vinnuferðir á ferða-
mannastaðl“
Vil vera miðlari
góðra hugmynda
Verksvið Jóhönnu sem um-
hverfismálafuUtrúi Ferðamála-
ráðs er aöallega að annast það
sem kemur inn á borð ráðsins um
umhverfismál. „Starfið er líka í
því fólgið að gera úttekt á ferða-
mannastöðum í landinu og tillög-
ur um úrbætur á þeim. Eg ætla
að heimsækja ferðamannastaði
og kanna ástand þeirra og svo
mun ég hvetja til framkvæmda.
Ég vil í þessu starfi vera miðlari
góöra hugmynda bæði hvað varð-
ar ferðaþjónustu og umhverfis-
mál.“
Starfiðfeliurað
mínu áhugasviði
Starf Jóhönnu er nýtt og má því
kallast brautryðjendastarf. „Mér
líst mjög vel á að taka við þessu
staríi því það fellur alveg að mínu
áhugasviði. Bæði umhverfismál
og ferðaþjónusta er mikið í um-
ræðunni núna og þaö er mikill
áhugi hiá fólki á þessum hlutum.
Ég finn fyrir góðum byr í þessu
starfi og ég get tekið mjög virkan
þátt í að móta þaö.“
Áhugamál Jóhönnu eru aðal-
lega umhverfismál og allt sem
þeim tengist. „Það eru aðalá-
hugamál mín, svona fyrir utan
gölskylduna og allt það.“ Lífsm-
ottó Jóhönnu er að hafa garaan
af lífinu. „Mér finnst alveg af-
skaplega gaman að lifa.“
Jóhanna er í sambúö með Þor-
valdi Emi Árnasyni, námsstjóra
í menntamálaráðuneytinu. Jó-
hanna á þrjú börn á aldrinum 18
til26ára. -ns
Bætur vegna Blönduvirkjunar:
Þeir vilja ekki semja
„Þeir vilja ekkert semja. Ég hef
margbeðið þá um að koma að semja
en þeir vilja það ekki,“ segir Björn
Pálsson, bóndi á Ytri-Löngumýri, en
hann á aðra jörðina sem enn er ó-
samið um vegna jarörasks sem fram-
kvæmdir við Blönduvirkjun hafa í
fór með sér.
Bjöm segir að Landsvirkjun hafi
boðið venjulegar bætur, eða 30 þús-
- segirBjömPálssonáYtri-Löngumyri
und krónur fyrir hvert mastur. „Sem
er skítur á priki og ekki neitt. Ég hef
ekkert sett upp því ég vil semja. En
þetta getur orðið ógurlegt hörkumál
því ef þeir ætla að ybba sig við mig
þá versna ég. Ég hef verið í málaferl-
um næstum alla ævi og það má alveg
búast við því að það taki 3 ár að klára
málið. Þetta á eftir að fara mörgum
sinnum í Hæstarétt ef þeir taka eign-
arnámi og þaö færi miklu meira í
málskostnað heldur en ef þeir hefðu
samiö strax. Þeir hafa stórtapað á að
semja ekki undir eins. Það er ekki
glóra í þessu hjá þeim því ég er alltaf
tilbúinn að semja," segir Björn.
Ef ekki semst segist Björn vera til-
búinn í málaferli. „Ég verð að gera
það þótt mér þyki það ógurlega leið-
inlegt því ég er friðsamur maður.
Ég hef alltaf viljað semja við þá en
þeir vilja bara taka eignarnámi eða
leigu og taka 8 metra spildu í gegnum
landið og leggja veg um það. Ég er
ekkert að rífast út af línunni uppi á
hálsinum því það land er óttalega lít-
ils virði. En þeir ætla að fara þvert
yfir heimalandið og það er það land
sem verið er að deila um,“ segir
Björn. -ns
fllvönu ameníshun
glæsivagn með 3.0 L V-0 vél,
fjögunra þrepa sjálf-
shiptingu, framhjóladrifi ug
meira til, fyrir aðeins
hr. 1.545.000,-
H R
R
Amerískir bflar eru ekki settir í flokk með mörgum öðmm
bílum. Þeir em þekktir sem tákn um öryggi,
gæði, þægindi og endingu. Þar sem þessir kostir fara saman að
sönnu, er sjaldnast um annað að ræða en dýra bfla. Okkur
er því ánægja að kynna Chrysler Saratoga;
bíll sem stenst allar þær kröfur sem gerðar em til amerískra
bfla. Fyrir 1.545.000,- emm við ekki að bjóðaeinfalda snauða
útgáfu af bflnum, heldur ríkulega útbúinn glæsivagn. Kraft-
Kynnstu veglegum glæsivagni á viðráðan
SPARNEYTIN
3.0 L V - 6 V E L
SARATO GA
mikil en spameytin 3.0L V-6 vél,aflstýri,rafdrifnar rúður og
útispeglar, fjögurra þrepa sjálfskipting,
samlæsing hurða, frámhjóladrif, diskhemlar
bæði framan og aftan, mengunarvöm o.fl.
Bfllinn er auk þess sér-
lega rúmgóður, fallega innréttaður, með
stóm farangursrými og glæsilegur í útliti. JÖFUR HF.
NÝBÝLAVEGI 2. SÍMI42600
legu verði - kynnstu Chrysler Saratoga.