Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991. Afmæli Hjálmar Gunnarsson Hjálmar Gunnarsson útgeröarmað- ur, Hamrahlíö l, Grundarfirði, er sextugurídag. Starfsferill Hjálmar fæddist á Eiði í Eyrar- sveit og ólst þar upp. Hann kynntist öllum almennum sveitastörfum og byrjaði ungur til sjós en vélstjóra- prófl lauk hann 1950 og skipstjóra- prófi1954. Hjálmar stundaði síðan sjó- mennsku og var lengst af skipstjóri á eigin bátum en hefur frá því hann kom í land rekið eigin útgerð. Fjölskylda Hjálmar kvæntist 16.10.1954 Helgu Þóru Árnadóttur, f. á Akra- nesi 4.5.1934, húsfreyju, en hún er dóttir Árna Sigurðssonar, vélstjóra á Akranesi, og konu hans, Margrét- ar Þórðardóttur húsfreyju. Sonur Hjálmars frá því fyrir hjónaband er Ólafur, f. 26.9.1950, vélstjóri í Grundarfirði, kvæntur Emilíu Karlsdóttur húsfreyju og eiga þau tvær fósturdætur. Börn Hjálmars og Helgu eru Gunnar, f. 9.8.1955, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Pauline Jean Haftka frá Nýja-Sjálandi en sonur Gunnars frá því fyrir hjónaband er Hjálmar, f. 4.4.1977; Margrét, f. 17.6.1957, hús- freyja í Grundarfirði, gift Eyjólfi Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn; Ólafía Dröfn, f. 11.1.1960, húsfreyja í Grundarfirði, gift Bjarna Jónas- syni og eiga þau þrj ú böm. Systkini Hjálmars: Elís, f. 25.2. 1929, b. á Vatnabúðum í Eyrarsveit, kvæntur Ragnhildi Kristjönu Gunn- 'arsdóttur og eiga þau íjóra syni; Sveinn Garðar, f. 17.7.1932, skip- stjóri í Grundarfirði, kvæntur Ólöfu Rögnu Pétursdóttur og eiga þau fimm börn; Sigrún, f. 30.2.1934, hús- freyja í Reykjavík, ekkja eftir Theo- dór Kristjánsson og eru börn þeirra sex en sambýlismaður hennar er Reynir Guðmundsson; Sigurlín, f. 17.5.1936, húsfreyja að Þingvöllum í Helgafellssveit, gift Hallvarði Kristjánssyni og eiga þau fjögur börn; Helga Soffia, f. 8.11.1937, hús- freyja að Suður-Bár í Eyrarsveit, gift Njáli Gunnarssyni og eiga þau átta böm; Jóhann Leó, f. 15.3.1941, múrari og verslunarmaður, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Svölu Svanfjörð Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur böm; Snorri, f. 22.9.1943, vélstjóri í Esbjerg í Danmörku, kvæntur Ingibjörgu Kristinsdóttur og eiga þau þrjú börn; Þórarinn, f. 18.7.1947, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Finnbjörgu Jensen og eiga þaufjögurböm. Foreldrar Hjálmars voru Gunnar Jóhann Stefánsson, f. í Efri-Hlíð í Helgafellssveit22.11.1903, d. 23.7. 1980, b. á Eiði og harðfiskframleið- andi í Grundarfirði, og kona hans, Lilja Elísdóttir, f. í Óddsbúð í Eyrar- sveit 24.7.1907, d. 31.5.1964, hús- freyja. Ætt Gunnar var sonur Stefáns, b. í Efri-Hlíð, Jóhannessonar, b. í Drápuhlíð, Jónssonar. Móðir Stef- áns og konu Jóhannesar var Hólm- fríður Jónsdóttir. Móðir Gunnars var Hjálmrós Ólafía, lengi húsfreyja í Stykkishólmi, Ólafsdóttir, b. á Hamri í Hörðudal í Dölum, Jónsson- ar, b. á Gjótu hjá Búðum, Jónsson- ar. Móðir Hjálmrósar var Svein- gerður Sveinbjörnsdóttir, b. á Vala- björgum, Jónssonar. Lilja var systir Gísla, fóður Hólm- fríðar, formanns Ættfræðifélagsins. Lilja var dóttir Elísar, b. á Vatna- búðum í Eyrarsveit, Gíslasonar, b. og sjómanns á Vatnabúðum, Guð- mundssonar, b. og sjómanns á Naustum, Guðmundssonar. Móðir Guðmundar var Guðríður Hannes- dóttir Bjarnasonar og konu hans, Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir Guð- rúnar var Oddný, systir Magnúsar, sýslumanns í Búðardal. Oddný var dóttir Ketils, prests í Húsavík, Jóns- sonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Skúla fógeta. Móðir Elísar var Katrín Helga- dóttir, b. á Hrafnkelsstöðum í Eyr- arsveit, Jóhannessonar og konu hans, Sesselju Björnsdóttur, b. á Mánaskál á Skaga, Bjömssonar. Móöir Sesselju var Elín Guðmunds- dóttir, systir Sigurðar, b. á Heiði í Hjálmar Gunnarsson. Gönguskörðum, langafa Huldu Stef- ánsdóttur skólastjóra. Móöir Lilju var Vilborg Jónsdótt- ir, útvegsb. í Móabúð í Eyrarsveit, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Hallgrímsdóttur. Móðir Guðrúnar var Guörún Sigurðardóttir, hattara á Ámýrum, Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar Sigurðardóttur var Guð- rún Gísladóttir, prests á Breiðaból- stað á Skógarströnd, Ólafssonar, biskups í Skálholti, Gíslasonar. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐfl VALDfl ÞÉR SKAÐA! VETRARTILB0Ð HAFIÐ SAMBAND í SÍMA 91-61-44-00 BiLALEIGA ARNARFLUGS MMC Lancer GLX 1500 ’88, ek. 26.000, beige. Verð 730.000,- Nýlegir bílar í innisal eru auglýstir í DV. ____672277 FUNAHÖFÐA 1-112- Rvik,- FAX 673983 Logi Helgason Logi Helgason kaupmaöur, Rituhól- um 8, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Logi fæddist í Keldunesi í Norður- Þingeyjarsýslu og ólst upp í Keldu- hverfi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Laugum 1959 og bjó í foreldra- húsum til 1967 þar sem hann stund- aði landbúnaðarstörf, auk þess sem hann vann ýmis önnur störf, m.a. við fiskvinnslu og netagerð í Grindavík ogvíðar. Logi flutti til Reykjavíkur haustið 1967 og hóf þá störf hjá Silla og Valda en þar starfaði hann þar til fyrir- tækið hætti verslunarrekstri í árs- lok 1975. Síðari árin hafði Logi verið verslunarstjóri hjá Silla og Valda í verslunum þeirra að Laugavegi 43 ogAusturstrætil7. Logi hóf eigin verslunarrekstur fyrri hluta árs 1976 að Laugavegi 43 þar sem hann rekur verslunina Vín- berið. Fjölskylda Logi kvæntist 30.1.1971 Dagnýju Helgadóttur, f. 30.8.1944, kaup- manni en hún er dóttir Helga Jóns- sonar og Þorbjargar Pálsdóttur, bú- enda í Kaldárholti í Holtum í Rang- árvallasýslu. Börn Loga og Dagnýjar eru Krist- ín Þorbjörg, f. 2.8.1971, verslunar- skólanemi, og Helgi Þór, f. 7.10.1974, verslunarskólanemi. Systkini Loga eru Kristín Ingi- björgHelgadóttir, f. 25.2.1943, hús- móðir í Reykjavík, gift Erlendi Haukssyni matreiðslumeistara; Oktavía Stefanía Helgadóttir, f. 26.9. 1945, verslunarmaöur í Mosfellsbæ, gift Jónasi Hallssyni lögregluvarð- stjóra; Bryndís Helgadóttir, f. 25.1. 1949, bankastarfsmaður á Kópa- skeri, gift Sigurði Óskarssyni verk- stjóra; Jón Tryggvi Helgason, f. 14.6. 1953, rafeindavirkjameistari í Reykjavík, kvæntur Hrönn ísleifs- dóttur; Helgi Þór Helgason, f. 31.3. Logi Helgason. 1960, rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Soffíu Jóns- dóttur rafmagnsverkfræðingi. Foreldrar Loga: Karl Helgi Jóns- son, f. 13.2.1904, d. í júní 1969, b. í Keldunesi, og kona hans, Þóra Stef- ánsdóttir, f. 12.5.1920, húsfreyja, nú búsett í Reykjavík. Logi tekur á móti gestum á heimil- i sínu, Rituhólum 8, á afmælisdag- inn klukkan 20-22.00. Vikar Árnason. Vikar Ámason Vikar Árnason, fyrrv. sjómaður, Sólvallagötu 28, Keflavík, nú vist- maður á Garðvangi, er sjötugur í dag. Hl hamingju með afmælið 5. mars 90 ára Guðmunda Guðmundsdóttir, Hrafnistu viö Kleppsveg, Reykja- vik. 85 ára Þorvaldína Jónasdóttir, Hlífll, Torfunesi, ísafirði. 75ára Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Saíamýri 42, Reykjavík. Sigurjón H. Andrésson, Vallargötu 29, Þingeyri. 70ára Jónína Eiríksdóttir, Efstahjalla 25, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum frá klukk- an 17-20 á aftnælisdaginn í húsi Framsóknarflokksins, Digranes- vegi 12, Kópavogi. Eyrún Guðmundsdóttir, Dalsmynni, Villingaholtshreppi. Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. 60ára Einar Frímannsson, Gyðufelli 10, Reykjavik. Þóra Valdimarsdóttir, Móabarði 18, Hafnarfirði. Jónína Davíðsdóttir, Skeljagranda 1, Reykjavík. 50ára Einar E. Sæmundsen, Birkigrund 11, Kópavogi. Halldór Benediktsson, Hlíðarvegi 18, Bolungarvík. Ævar Guðmundsson, Kirkjubraut2l, Seltjarnarnesi. Jósefina Lára Lárusdóttir, Árskógi, Mosfellsbæ. 40ára Jón Jónasson, Dalsgerði 4D, Akureyri. Hanna Guttormsdóttir, Engjaseli56, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.