Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR.5. MARS.1991.
Utlönd
Barðir fyrir að bama konur sínar
Yfirvöld í Kína létu berja hóp karlmanna fyrir aö hafa gert eiginkonur
sínar ófrískar þrátt fyrir ströng lög um takmarkanir á barneignum. Bar-
smiðunum lauk á þann veg aö mennirnir Iofuðu aö senda konurnar i
fóstureyðingu.
Þessi tilraun til aö beija náttúruna til hlýöni var gerð í héraöinu Sic-
huan í Suðvestur-Kína. Þaö er eitt þéttbýlasta svæði landins og reglur
hvergi strangari um takmarkanir viö barneignum. í bæjum mega hjón
t.d. ekki eiga nema eitt bam.
í fréttum frá Sichuan segir aö hjónin, sem hér um ræðir, hafi neitað
að fara að lögum og láta eyða fóstrunum. Þá var gripið til þess ráðs að
berja eiginmennina á afturendann með staf, eitt högg fyrir hvern dag sem
eiginkonurnar höfðu gengið með. Maður einnar konunnar var ekki heima
þegar hinum mönnunum var refsað. Hún varð þvi að taka út refsingu
manns síns. Yfirvöld sögðu að árangurinn af aðgerðum þeirra sýndi fuU-
an sigur yfir mótþróaöflum í héraðinu.
Thatcher minnir á sig
Margrét Thatcher ætlar ekki að hætta í stjórnmálum þrátt fyrir þrálátan
orðróm um annað. Simamynd Reuter
Margrét Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Breta, segir aö hún hafi
ekki í hyggju að hætta þátttöku í stjómmálum þrátt fyrir þrálátan orðróm
um að hún ætli ekki í framboð í næstu kosníngum - hvenær sem þær
svo verða. „Ég er hér enn og ætla ekki að láta ýta mér út af þingi,“ sagði
Thatcher vegna umræðna stjórnmálaspekinga um framtið hennar.
Þrátt fyrir að Thatcher sé horfin úr embætti halda íjölmiðlar áfram að
fjalla um hana og hvernig henni gangi að fóta sig í lífinu þegar hún hef-
ur ekki annan en Denis karlinn til að ráöskast með. Undanfarin ár hefur
Thatcher setiö á þingi fyrir Finchley-kjördæmi í norðurhluta Lundúna.
Hún kom fram á fundi þar í gær og sagðist hafa áhuga á gæta áfram
hagsmuna íbúanna og sætis þeirra á þingi.
Thatcher sagði að það væri hollt fyrir hinn unga forsætisráðherra að
hafa einn gamal reyndan stjómmálamann í fóruneyti sínu, ekki síst ef
völ væri á konu í hiutverkið. Frá því Thatcher lét embætti forsætisráð-
herra af hendi hefur hún látið lítið fyrir sér fara opinberlega og aðeins
haldið eina ræðu á. þingi. Þá flutti hún þakkir til breskra hermanna við
Persaflóa en það var einmitt eitt verk hennar að senda herliðið þangað.
Tóku 273 kfló af kókaíni
Lögreglan í Beigíu segir aö hún hafi lagt hald á 273 kíló af kókaíni frá
Suður-Ameríku. Reynt var að smygla efninu til landsins í þurrkuðum
fiski. Þetta er verömætasti eiturlyfjafarmur sem lögreglan í Belgíu hefur
nokkm sinni komið höndum yfir en talið er að selja megi efnið fyrir um
1,5 milljarða íslenskra krónan á götum evrópskra borga. Kókaínið kom
með flugi til landsins. Smyglaramir ætluöu að aka því á vömbíl út úr
flughöfninni í Zaventem þegar lögreglan stöðvaði þá.
Berorð skýrsla um mannréttindabrotin í Chile:
Fjörugar kosningar á Grænlandi í dag:
Drykkjan í Reykja-
vík háir Motzf eldt
- sögur af Norðurlandaráðsþinginu endalaust riflaðar upp
Jonathan Motzfeldt, formaður
landstjórnarinnar á Grænlandi, á
undir högg að sækja í kosningunum
í dag. Hann hefur ekki staðið svo
tæpt frá því hann hófst til æðstu
metorða í grænlenskum stjómmál-
um áriö 1979. Það er þrennt sem and-
stæðingar Motzfeldt nota gegn hon-
um.
í fyrsta lagi er það framkoma hans
á þingi Norðurlandaráðs hér í
Reykjavík í fyrra. Þá fór formaður-
inn ótæpilega með guðaveigar og
varð áð sögn þjóð sinni til skammar
á alþjóðavettvangi. Málið vakti mikið
umtal í Grænlandi og er nú rifjað upp
aftur og aftur. í öðru lagi er það íjár-
málaóreiðan sem upp kom í land-
stjóminni seint á síðasta ári þegar
ráðherrar voru sakaðir um að nota
almannafé í eigin þarfir. Enn sat
Motzfeldt undir þyngstum sökum og
hann hefur ekki enn gert grein fyrir
úttektum á áfengi og tóbaki úr versl-
un í nágrenni við heimili sitt.
í þriðja lagi situr Motzfeldt undir
ámæli fyrir slaka efnahagsstjórn síð-
ustu ár. Grænlendingar hafa ekki
staðið svo illa um árabil og Moztfeldt
á einnig í þessu efni erfitt meö að
bera af sér sakir. Lars Emil Johans-
en, samflokksmaður og höfuðand-
stæðingur Moztfeldts, notar þetta
gegn honum og segir að nú þurfi
nýtt blóö í grænlensk stjórnmál. Jo-
hansen hét því á sunnudag að vikja
Motzfeldt úr embætti formanns land-
stjórnarinnar eftir kosningar.
Þrátt fyrir allt umtalið er Motzfeldt
ótrúlega vinsæll í Grænlandi. Hann
er 52 ára gamall og segist vera spræk-
ari nú en nokkru sinni áður. Því sé
engin þörf á að yngja upp enn um
sinn. Johansen er 44 ára og vill auka
virðingu fyrir landstjórninni á ný
eftir áfóll síðustu mánaða.
„Viö skulum sjá hvor okkar fær
fleiri atkvæði sem einstaklingur.
Taki kjósendur mig fram yfir Motz-
feldt þá mun ég að sjálfsögöu gera
kröfu um að mynda næstu land-
Jonathan Motzfeldt er mjög vinsæll en þarf að kveða niður marga gamla
drauga, þar á meðal framkomu sina á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík
í fyrra.
stjórn," segir Johansen.
Motzfeldt segir að hann hafi fengið
umboð til að leiöa Siumut-flokkinn á
síðasta landsfundi fyrir ári. „Vilji
Johansen fá þetta umboð verður
hann að sækja það til fulltrúanna á
næsta landsfundi," svarar Motzfeldt.
Þessar deilur kunna þó að vera
óþarfar ef Atassut-flokkurinn vinnur
kosningasigur. Atassut vill að Græn-
lendingar gangi í Evrópubandalagið
á ný en það konsningamál er nú fall-
ið í skuggann af deilunum um Motz-
feldt og verðleika hans.
Allt frá því Motzfeldt varð að boða
til kosninga í kjölfar hneykslana á
síðasta ári hefur hann gert hosur sín-
ar grænar fyrir flokki Inuita og
hyggst mynda stjórn með þeim að
kosningum loknum. Þar á bæ vilja
menn Motzfeldt fremur en Johansen
í embætti formanns landstjórnarinn-
ar.
Ritzau
Rádherrar reknir í Júgóslavíu
Mjög heitt er í kolunum I Júgóslavfu og hafa fimm ráðherrar I héraðinu
Króatíu verið reknir úr embættum. simamynd Reuter
Franjo Tudjman, forseti Krótatíu í Júgóslavíu, hefur rekiö innanríkis-
ráðherrann í stjórn héraðsins og fjóra aðra ráðherra i kjölfar óeiröa og
átaka milli Serba og Króata. Ráðherrunum voru þó ekki borin á brýn
sérstök afglöp í starfi en tafið er aö mestu hafi ráðið að forsetinn vilji
friða minnihlutahóp Serba í héraðinu með því aö láta ráöherrana víkja.
Við lá að endanlega syði upp úr í landinu um helgina þegar Serbar mót-
mæltu ákaft misrétti sem þeir sættu.
Sérsveitir lögreglunnar voru undir stjóm ínnanríkisráöherrans. Þeim
var beitt gegn Serbum í bænum Pakrac á laugardaginn eftir að Serbam-
irhöföulýstyfirsjálfstæðifráKróatíu. Reuter
Nær þúsund lík óf undin
- forsetinn biöur herinn að aðstoða við leitina
Patricio Aylwin, forseti Chile, birti
í gærkvöldi skýrslu þar sem greint
er frá drápum á tvö þúsund manns
í stjómartíð hersins 1973 til 1990.
Skoraði Aylwin á fyrrum leiðtoga
Chile að aðstoða við leitina aö líkum
þeirra sem enn er saknað.
í skýrslunni er greint frá hræðiieg-
um pyntingum á fórnarlömbunum,
meðal annars hvemig þeim hafi ver-
iö varpað í hafið úr þyrlum. Áður
hafði verið rist á kvið þeirra til að
tryggja að þau sykkju. Einnig er
greint frá hvernig rottum var troðiö
í munn fómarlambanna og andlit
þeirra afskræmd til að þau þekktust
ekki.
í ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi
sagði Aylwin að leynd hefði hvílt yfir
þessum mannréttindabrotum, sem
margir hefðu neitað að trúa, í mörg
ár. Nú gæti enginn neitað sannleik-
anum. Forsetinn fyrirskipaði
skýrslugerðina mánuði eftir að hann
tók við forsetaembættinu í mars í
fyrra af Augusto Pinochet herstjóra.
í skýrslunni, sem er sautján hundr-
uð blaðsíður, segir frá því hvernig
leynilögregla Pinochets myrti eða lét
myrða eitt þúsund sextíu og átta
manns á árunum 1973 til 1990. Lík
níu hundrað fimmtíu og sjö manns,
sem lögreglan rændi og myrti, hafa
I skýrslu, sem Patricio Aylwin, for-
seti Chile, birti í gær, er greint frá
grimmilegum pyntingum á fórn-
arlömbum hersins. Sfmamynd Reuter
aldrei fundist.
Á meðan forsetinn ávarpaði þjóð-
ina frá forsetahöllinni stóðu ættingj-
ar þeirra sem saknað er á torginu
fyrir framan höllina með myndir af
fórnarlömbunum. Forsetinn sagði
meöal annars að skýrslan sýndi aö
dómstólar í Chile hefðu ekki verndað
hina handteknu og beinlínis stuðlað
aö því að leynilögreglan taldi sig
hafna yfir lög. Forsetinn sagði einnig
að sannaö væri aö fullyrðingar hers-
ins um borgarastríð og nauðsyn þess
að vernda landið gegn hryðjuverka-
mönnum ættu ekki við nein rök aö
styðjast. Aðeins hundrað þrjátíu og
tveir hermenn eða lögreglumenn
hefðu látið lífið á árunum 1973 til
1990 en leynilögreglan hefði kerfis-
bundið útrýmt þeim sem hún taldi
pólitískt hættulega.
Með tilfinningaþrunginni röddu
bað Aylwin fjölskyldur fórnarlamb-
anna afsökunar í nafni fóðurlandsins
og boðaði aðgeröir til að aöstoða þær
fjárhagslega. Forsetinn hvatti hæsta-
rétt til að taka fyrir eins fljótt og
auðið væri ákærur um mannrétt-
indabrot en varaöi jafnframt við
hefndum.
í fyrradag skutu byssumenn, úr
rööum vinstri sinnaðra skæraliða að
því er lögreglan telur, til bana lækni
og konu hans. Lækninum, sem var
fyrrverandi major í hernum, hafði
verið vikið um stundarsakir úr emb-
ætti árið 1985 af Læknafélaginu
vegna ásakana um að hann hefði
-verið viðstaddur pyntingar leynilög-
reglunnar.
Stuöningsmenn Aylwins forseta
þrýsta nú mjög á hann um að draga
fyrir rétt þá sem ábyrgð bera á mann-
réttindabrotunum en Pinochet, sem
nú er yfirmaður herafla Chile, hefur
heitið því að enginn manna hans
verði ákærður. Reuter