Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991. íþróttir Sport- stúfar Boston Celtics beið ósigur fyrir Portland Trail á heimavelli sín- um, Boston Garden. Portland er sem fyrr með bestu stöðuna í NBA-deildinni í körfu- knattleik en forskot þeirra hefur farið minnkandi á síðustu vikum. Úrslit leikja í NBA í fyrrinótt urðu annars sem hér segir: Boston-Portland........107-116 76’ers-Utah Jazz........ 92-95 Washington-SA Spurs..... 85-107 Milwaukee-Atlanta......106-115 LA Lakers-Houston.......95-104 Detroit-LA Clippers.....107-98 Körfuboltaþjálfarar funda með Valvano í kvöld Körfuknattleiksþjálfarafélag ís- lands heldur í kvöld klukkan 20 fyrsta fræðslufund sinn í salar- kynnum ÍSÍ. Þátttaka kostar 500 krónur. Gestur fundarins verður Robert Valvano, þjálfari Catholic University í Washington DC í Bandaríkjunum, en hann hefur áður þjálfað St. Francis háskól- ann í New York og Alvik í Sví- þjóö. „Allirmunu sakna Maradona" Hinn heimskunni knattspymu- maöur, Diego Maradona, ítrekaði það í viðtali við fréttamenn á ítal- íu á sunnudaginn var að hann myndi yfirgefa Napoli þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Af þessu tilefni sagði Ruud Gullit hjá AC Milan að allir myndu sakna Maradona, þeir sem elsk- uðu hann og einnig þeir sem höt- uðu hann. „Maradona hefur gefið okkur margar yndislegar stund- ir,“ sagði Gullit. Sacchi tók undir orð Gullits en bætti við að Marda- ona hefði jafnvel verið betri en sjálfur Pele. Frakkar unnu Rúmena í úrslitaleik Ekkert var leikið í frönsku 1. deildinni í handknattleik vegna handboltamóts sem haldið var í París. Þar kepptu landsliö Frakka, Júgóslava, Rúmena og úrvalslið Parísar en með því lék Júlíus Jónasson. Frakkar stóðu uppi sem sigur- vegarar og sigruðu Rúmena í úr- shtaleik með tveggja marka mun að viðstöddum 12 þúsund áhorf- endum. Júlíus og félagar hans í Parísarúrvalinu töpuðu stórt fyr- ir Frökkum og Júgóslövum. Júl- íus skoraði 2 mörk gegn franska landsliðinu og eitt mark gegn Júgóslövum. ÍS og ÍR leika til úrslita um bikarinn Það verða ÍS og ÍR sem leika til úrslita í bikar- keppni kvenna í körfu- knattleik sunnudag- inn 17. mars. Á sunnudagskvöld- ið sigraði ÍS hð KR, 50-28, í und- anúrshtunum og áöur hafði ÍR sigrað Hauka, 46-39. Fréttir í Eyjum með aukaútgáfu Til marks um stemninguna 1 Vestamannaeyjum eftir sigur ÍBV í bikarkeppninni verður bæj- arblaðið Fréttir með aukaútgáfu í dag en blaðið kemur venjulega út á fimmtudögum. Efni blaöins í dag fjallar í myndum og máh um bikarúrshtleikinn. Snæfell fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Einn leikur er á dagskrá úrvals- dehdarinnar í körfuknattleik í kvöld. Þá eigast við Snæfell og Njarðvík og fer leikurinn fram í Stykkishólmi. Njarðvíkingar hafa þegar tryggt sér sæti í úrlita- keppninni en Snæfeh er í bull- andi fallhættu og þarf nauðsyn- lega á stigum að halda til að forð- ast fall. Óli Björn komst í 3. umferð Óli Björn Zimsen komst í 8 manna úrslit í einliðaleik pilta á Norður- landamóti unglinga í badminton sem fram fór í Lyngby í Danmörku um helgina. Óli Bjöm sigraði fyrst Norð- mann og síðan Svía en beið naumlega lægri hlut, 15-13 og 15-12, fyrir Dan- anum Jimmy Mörk Sörenson í 8 manna úrslitum. Elsa Nielsen komst í 2. umferð í tvíhðaleik stúlkna ásamt norsku stúlkunni Sissel Linderoth. í hða- keppninni vann ísland Finnland, 5-0, en tapaði fyrir Noregi, 2-3. í undan- úrslitum tapaði íslenska hðið síðan fyrir því danska, 5-0. Danir sigruðu síðan Svía með yfirburðum, 5-0, í úrslitaleiknum. -VS • Óli Björn Zimsen stóð sig vel í Lyngby. DV-mynd Hson Lugi lagði Ystad - Ystad áfram 1 þriðja sæti úrslitakeppninnar Gunnar Gunnarsson og félagar hans í Ystad töpuðu um helgina fyrir Lugi, 20-18, í úrslitakeppninni um sænska meistaratitihnn í handbolta. Önnur úrsht urðu að Skövde tapaði fyrir Drott, 27-32, Irsta sigraði Red- bergslid, 18-17, og Söder tapaði fyrir Sávehof, 22-28. „Það var svekkjandi að tapa þess- um leik. Við höföum yfirhöndina allt þar til 7 mínútur vom til leiksloka en þá tókst Lugi að jafna og komast yfir,“ sagði Gunnar Gunnarsson í samtah við DV. Gunnar lék nú að nýju eftir meiðsh og skoraði hann tvö af mörkum Ystad. Drott er sem fyrr í efsta sæti, með 47 stig, Irsta kemur næst með 40 stig, Ystad er í 3. sæti með 32 stig og Lugi í 4. sæti með 31 stig. Tvær umferðir eru eftir þar til úrshtakeppni sex efstuhðahefst. -GH Þrír f slendingar keppa; Stefniá ogánýt segir Pétur Guðmundsson t „Eg hef verið hér við æfingar í vikutíma og þetta hefur gengið mjög vel hjá mér. Aðstaöan hér er hreint frábær og mun betri en heima á ís- landi,“ sagði Pétur Guðmundsson kúluvarpari í samtali við DV í gær en hann hefur undanfarna daga dvaliö við æfingar í Glasgow. Þar hefur Pétur verið að leggja hönd á lokaundirbúninginn fyrir heims- meistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Sevilla á Spáni um næstu helgi. Pétur keppir þar ásamt spretthlauparanum Einari Þór Einarssyni, sem einnig er í Glas- gow, og Þórdísi Gísladóttur há- stökkvara. „Það verður keppt í kúlunni klukk- an ellefu að morgni og úrslitin verða síðan klukkan sex sama dag. Ég hef verið að setja upp plan og hef kastað á þessum tímum hér, hef ég sett mér það takmark hér að kasta alltaf yfir 20 metrana. Lengsta kastið mitt hér var 20,93 metrar en ég hef verið að varpa kúlunni í óghdum köstum yfir 21 metra. Hér er aðstaðan frábær en heima á íslandi eru ekki einu sinni til hringir innanhúss til að kasta úr. Þetta hefur verið góður tími hér og kærkomið tækifæri til að slípa tækn- ina. Ég hef æft kvölds og morgna og ég held að þetta líti bara bærilega út,“ sagði Pétur við DV í gær. Stefnir á 6 efstu sætin og nýtt íslandsmet - Að hvaða árangri stefnir þú á HM í Sevilla? „Markmiðið hjá mér er að komast í eitt af sex efstu sætunum og helst vildi ég bæta íslandsmetið í leið- Sigurður með boð frá Flensburg-Handewitt - Atletico aö leita að örvhentum leikmönnum, segir Sigurður Sigurður Sveinsson, leikmaður ers,“ sagði Sigurður Sveinsson í og eins hefur markvörður Bidasoa Atletico Madrid á Spáni, hefur samtali við DV. staðiðsigmjögvel.Égheldaðslag- fengiö tilboð frá þýska 2. deildar urínn um titilinn komi til með að félaginu SG Flensburg-Handewitt „Fjögur lið berjast standa á milli Bidasoa, Teka, um að leika með liðinu á næsta umtitilinn“ Barcelona og að sjálfsögðu Atletico keppnistímabili. Sigurður og félagaf hans i Atletico Madríd,“ sagði Sigurður. „Forráöamenn félagsins höfðu Madrid biðu lægri hlut fyrir Bida- samband viö mig fyrir skömmu og soa í úrslitakeppni spænska hand- Með landsiiðinu ef lýstu yfir miklum áhuga að fá mig boltans um helgina. Þetta var fyrsti hann kemur heim til liðs viö félagið. Ég hef ekki svar- tapleikur Madridarliðsins í keppn- Sigurður var spurður hvort hann að þeim neinu því allt er óvíst með inni en félagið er í 3. sæti eftir fimm gæfi kost á sér í landsliðið að nýju. framtíð mína hjá Atletico Madrid. umferöir. A dögunum tapaöí At- „Ef ég verð áfram atvinnumaður Ég hef heyrt að Atletico Madrid sé letico fyrir Bidasoa í úrslitaleik erlendis þá er víst að ég gef ekki að leita fyrir sér með leikmenn og spænsku bikarkeppninnar. kost á mér en komi ég heim þá þar hefur nafh Svíans Staffans 01- „Bidasoaliðið er til alls líklegt getur svo farið aö maður slái til,“ sson oft verið nefnt og eins eru eins og liðið leikur um þessar sagði Sigurður. þeir á hcjttunum eftir örvhentum mundir. Sem fyrr eru þeir Alfreð -GH leikmanni sem leikur með Granoll- og Wenta aðalmennirnir í liðinu Kef lavík og KR í 1. deild kvenna í handbolta • Lið Keflavikur og KR hafa haft mikla yfirburði i 2. deild kvenna í handknattleik í vetur og hafa bæði þegar tryggt sér 1. deildar sæti þó fimm umferðum sé ólokið í deildinni, eru bæði með 26 stig af 30 mögulegum. Liðin skildu jöfn, 20-20, í Keflavik fyrir skömmu og myndin var tekin eftir leikinn. Til vinstri er Kjartan Másson, þjálfari Kefla- víkurstúlknanna, og til hægri Lárus Lárusson, þjálfari KR. KR féll i 2. deild í fyrra en Keflavík hefur ekki átt 1. deildar lið í 15 ár. VS/DV-mynd Ægir Már „Versló“ vani • Verzlunarskóli íslands sigraði Menntask( mótsins, framhaldsskólamótsins í handknai fyrra. Liðið var þannig skipað, aftari röð fi tæknilegur ráðgjafi, Ragnar Löggi Jónasso son, Jóhann Ófeigsson, Jóhann P. Guðjón: son, aðstoðarþjálfari og tölfræðingur. Frem ar Ragnarsson, Ingi Þ. Guðmundsson, Marti son. Eðvarð et sex stigai - Gunnar vann Amar í Um helgina fór fram sjötta stigamót Bill- iardsambands íslands og Tryggingamið- stöðvarinnar. Þátttakendur voru 59 tals- ins. Keppni að þessu sinni var óvenju spennandi og lauk flestum leikjanna undir lok mótsins 4-3. Það sannaðist enn einu sinni að ungu strákarnir eru í mikilli framför, t.d. náði hinn 16 ára gamli Jóhannes B. Jóhannes- son 129 stigum á stuði gegn Gunnari Adam Ingvarssyni og er það hæsta stuðið til þessa á tímabilinu. Gunnar Adam, sem er aðeins 14 ára, gerði sér lítið fyrir og vann Jóhannes. Sigurvegari á mótinu varð Gunnar Valsson eftir úrslitaleik gegn Arn- ari Richardssyni og endaði leikurinn 4-3. í þriðja til fjórða sæti urðu Ásgeir Guð- bjartsson og Jónas P. Erlingsson. Spennan í stigakeppninni er orðin mjög

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.