Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Síða 31
ÞRIÐ.JUDAGUR 5. MARS 1991.
Menning
Hlustið!
Úr sýningu Leikfélags Menntaskólans í Reykjavik á verki Dylan Thomas, Hjá Mjólkurskógi.
DV-mynd Brynjar Gauti
Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík frum-
sýndi leikritið Hjá Mjólkurskógi í þýðingu Krist-
ins Bjömssonar í Tjarnarbæ síðastliðið sunnu-
dagskvöld. Herranótt á sér langa sögu og má
rekja rætumar meira en 200 ár aftur í tímann
þó að sýningar hafi ekki orðið reglulegar fyrr
en kemur fram á þessa öld.
Það leikrit, sem valið var til flutnings að þessu
sinni, heitir á frummálinu Under Milk Wood og
er eftir Dylan Thomas. Fyrstu kynni mín af því
vom þegar ég var sjálf í MR fyrir margt löngu
og var einlægt að snudda í bókabúðum bæjar-
ins. Þá var Bókabúð KRON í Bankastrætinu
(stutt að fara eftir skóla) og þar mátti oft finna
ódýrar útgáfur bæði nýrra og sígildra leikrita.
Einn daginn rakst ég þar á litla bók eftir Dyl-
an Thomas og þótti titillinn forvitnilegur, Under
Milk Wood, A Play for Voices. Þó að vasapening-
ar væm af skornum skammti var fjárfest í kver-
inu sem ég las „upp til agna“ og á enn.
Dylan Thomas lauk við verkið rétt áður en
hann dó, síðla árs 1953, og það var frumflutt í
BBC í janúar 1954.
Leiklist
Auður Eydal
Hjá Mjólkurskógi er leikrit fyrir raddir og lýs-
ir einum sólarhring í lífi íbúa htils þorps í Wa-
les. Upphaílega var verkið samið fyrir útvarp
en ljóslifandi smámyndir þorpsbúanna taka sig
ekkert síður út á leiksviði.
Sögumenn (í uppsetningu Herranætur eru
þeir fjórir) leiða áhorfendur á vit persónanna á
meðan allir eru enn í fasta svefni í þorpinu.
Sumir láta illa í svefni og að þeim sækja fornir
draugar. Við kynnumst draumum og þrám unga
fólksins og endurminningum hinna eldri.
Textinn er þrunginn lífi og fjöri og höfundur
bregður upp leiftrandi svipmyndum sem spanna
vítt svið mannlegrar tilveru. í litla þorpinu eiga
furðu margar manngerðir sinn fulltrúa. Þar iðar
allt af lífi og kynslóöir koma og fara.
í öllu amstrinu er samt tími til að vera með
nefið ofan í hvers manns koppi og það er fátt
sem fer fram hjá kjaftakerlingunum við vatns-
póstinn. Þær spá í nýjustu tíðindin og fylgjast
grannt með öllu, alveg eins og hinn blindi Högni
Kaptugi sem situr úti undir vegg og heyrir flest-
um betur þó að sjónina vanti.
Viðar Eggertsson laðar fram furðu mikla hæfi-
, leika hjá leikendum með hófstilltri og vandaðri
| leikstjóm. Sýningin ber létt yfirbragð og eins
og vera ber í verki, sem í eðli sínu er „raddleik-
ur“ er mikil rækt lögð við framsögnina.
Framganga hinna ungu leikenda (þó óreyndir
séu) er einlæg og heillandi og myndskreytingin
viö textann tekst vel, þó að á nokkrum stöðum
slái svohtið saman þegar skiptingar eru hraðar
á milli sögusviða.
Það væri í rauninni óréttlátt að fara að tíunda
frammistöðu einstakra leikenda því að mikið
jafnræði er með þeim. F^jöldi nemenda kemur
fram og margir þeirra nýta sín tækifæri mjög
vel. Þarna birtast margir kátlegir karakterar
og ljúfsár örlög kristallast í vel unnum smá-
myndum.
Mikið mæðir á sögumönnunum fjórum og
Högna Kaptuga sem þau leika Helga Haralds-
dóttir, Hildur Hjörleifsdóttir, Sigríður Hagalín
Bjömsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Dagur B.
Eggertsson. Þau gefa tóninn, tengja saman og
ramma inn smámyndirnar sem flögra fyrir.
Nokkrir nemendur sjá um hljóðfæraleik og und-
irleik við söng.
Leikmyndin er opin og stílhrein, smáhækk-
andi pallar sem gefa möguleika á því að skyggn-
ast inn til íbúanna og fylgjast með því sem þar
fer fram.
Nemendur sjá að venju um allt, sem að sýning-
unni lýtur, hönnun og smíði leikmyndar,
skemmtilega og vel valda búninga, fórðun og
skipulagningu. Þetta er ekki htið verk og
ánægjulegt að venju að fylgjast með þeirri sér-
stöku stemningu sem fylgir vel heppnaðri sýn-
ingu Herranætur.
Leiklélag Menntaskólans í Reykjavík sýnir á Herranótt:
Hjá Mjólkurskógi
Höfundur: Dylan Thomas
Þýðing: Kristinn Björnsson
Leikstjóri: Viðar Eggertsson
Aðstoðarleikstjóri: Guðrún Vilmundardóttir
Ljós: Árni Baldvinsson
Leikmynd: Ingibjörg Sveinsdóttir
Fjölmiðlar
Baráttan um Margréti
í síðustu viku gátu lesendur
glanstímarita slegiö tvær flugur í
einu höggi. í Nýju hfi gátu þeir lesið
ítarlegt og opinskátt viðtal við
Margréti Hrafnsdóttur og í Heims-
mynd gátu þeir síöan fræðst um við-
talið sem Heimsmynd tók við
Margréti en fékk ekki að birta vegna
prímadonnustæla hennar en hún
heimtaði forsíðuna í lit eða ekkert.
Gallinn við islensku glanstímarit-
in er meðal annars sá að það er að-
einsforsíðan sem skilurþau að. Það
er hægt aö ganga úr skugga um það
með eftirfarandi tilraun. Taktu þijú
glanstímarit og ríföu af þeim forsíð-
una og reyndu síðan að þekkja þau
í sundur. Það er ekki hægt.
Annar galli er sá að timaritin eru
svo upptekin af innbyrðis sara-
keppni um viðtöl við stundarfrægt
fólk að lesandinn og áhugamál hans
verða hálfpartinn útimdan. Það að
ná einkaviðtah viö umrædda
Margréti Hrafnsdóttur varð s vo
mikil vægt að enginn virtist huga að
því hvort hún hefði eitthvað að
segja.
Margrét þessi hefur veriö plötu-
snúður um nokkurra ára skeið hjá
ýmsum einkaútvarpsstöðvum. Hún
fór nýlega að vinna hjá höfuöóvini
hins frjálsaútvarps, Rfkisútvarp-
inu. Margrét er málglöð ung stulka
sem hefur enn kjark hins óreynda
til þess að slá um sig meö stórum
yfirlýsingum í trausti æsku sinnar.
Hún býr að vísu með fyrrum sjón-
varpsstjóra en einkamál fólks stuðla
seint að raunverulegri frægð. Áöur
en til þessa sambands kom haföi
enginn ftölmiðill áhuga á viðtali við
Margréti.
Þegar Margrét veröur orðin fertug
og komin með áratugastarfsreynslu
af fjölmiölum verður hún án efa
áhugavert viötalsefni. Þangað til
verða viðtöl við hana aðeins daufur
endurómurafkjaftasögukenndum
vangaveltum saumaklúbba og segja
lesendum nákvæmlega ekki nokk-
umskapaðanhlut.
Páll Ásgeirsson
Veður
Vaxandi austanátt og rigning á Suðaustur- og Aust-
urlandi. Allhvasst eða hvasst verður suðaustanlands
en viðast kaldi eða stinningskaldi i öðrum lands-
hlutum þegar kemur fram á daginn. Norðan- og
vestanlands þykknar upp og norðanlands mun snjóa
eða rigna síðdegis. Hiti verður viðast á bilinu 0-5
stig, hlýjast sunnanlands.
Akureyri hálfskýjað 1
Egilsstaðir súld 3
Hjarðarnes rigning 4
Galtarviti léttskýjað 3
Keflavíkurflugvöllur skýjað 3
Kirkjubæjarklaustur hálfskýjað 3
Raufarhöfn alskýjað 2
Reykjavik alskýjað 3
Vestmannaeyjar alskýjað 4
Bergen skýjað -1
Helsinki snjókoma -1
Kaupmannahöfn þokumóða 0
Ósló þokumóða -4
Stokkhólmur þokumóða 0
Þórshöfn rigning 5
Amsterdam rign/súld 8
Berlin þokumóða 1
Feneyjar þoka 5
Frankfurt rigning 4
Glasgow skúr 8
Hamborg mistur 5
London skýjað 8
LosAngeles rigning 13
Lúxemborg þokumóða 6
Madrid súld 8
Malaga skýjað 14
Mallorca hálfskýjað 13
Montreal snjókoma -5
New York alskýjað 6
Orlando heiðskírt 9
París rigning 10
Róm þoka 9
Gengið
Gengisskráning nr. 44. - 5. mars 1991 kl. 9.15
Eining kl. 12.0C i Kaup Sala Tollgengi
Dollar 55,650 55,810 55,520
Pund 106,264 106.569 106,571
Kan. dollar 48,142 48,281 48,234
Dönskkr. 9,4885 9,5158 9,5174
Norsk kr. 9,3263 9,3531 9,3515
Sænsk kr. 9,8010 9.8292 9,8370
Fi. mark 15,0813 15,1247 15,1301
Fra. franki 10.7171 10,7425 10,7399
Belg. franki 1,7712 1,7763 1,7744
Sviss. franki 41,8736 41,9940 42,2205
Holl. gyllini 32,3594 32,4524 32,4394
Þýskt mark 36,4697 36,5727 36,5636
It. líra 0,04881 0,04895 0,04887
Aust. sch. 5,1808 5,1957 5,1900
Port. escudo 0.4175 0,4187 0,4181
Spá. peseti 0,5858 0,5875 0,5860
Jap. yen 0,41329 0,41448 0,41948
Irskt pund 97,109 97,388 97,465
SDR 78,6924 78,9187 78,9050
ECU 74,8298 75,0449 75,2435
Simsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
4. mars seldust alls 128,052 tonn
Magn í Verö í krónum
tonnum Meöal Lægsta Hæsta
Blandað 0,067 45,00 45,00 45,00
Gellur 0,037 298,15 295,00 305,00
Hrogn 1,352 127,30 70,00 290,00
Karfi 1,386 44,01 44,00 45,00
Keila 2,324 47,65 40,00 48,00
Langa 0,499 66,15 50,00 70,00
Lúða 0,083 385,60 370,00 425,00
Skarkoli 0,082 53,02 49,00 60,00
Steinbítur 2,511 43,42 43,00 47,00
Þorskur, sl. 61,132 97,67 85,00 121,00
Þorskur, smár 1,257 83,00 83,00 83,00
Þorskur, ósl. 15,675 79,47 72,00 85,00
Ufsi 21,620 46,15 42,00 48,00
Ufsi, ósl. 14,651 41,47 41,00 46,00
Undirmál. 0,866 79,00 79,00 79,00
Ýsa, sl. 3,113 96,31 87.00 129,00
Ýsa, ósl. 1,387 81,73 74.00 87,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
4. mars seldust alls 147,283 tonn.
Smáþorskur, ósl. 0,276 66,42 65,00 73,00
Langa, ósl. 0,062 50,00 50,00 50,00
Koli 0,324 51,51 48,00 52,00
Ýsa, ósl. 2,013 79,83 72,00 94,00
Ufsi.ósl 0,511 32,71 30,00 33,00
Þorskur, ósl. 20,058 77,24 70,00 85,00
Smárþorskur 0,842 81,00 81,00 81,00
Steinbítur 1,314 42,94 42,00 45,00
Keila 0,386 38,00 38,00 38,00
Rauðm/gr. 0,016 - 109,00 109,00 109,00
Steinbítur, ósl. 5,781 41,09 38,00 43,00
Langa 0,572 74,00 74,00 74,00
Keila.ósl. 0,036 20,00 20,00 20,00
Hrogn 1,239 225,09 100,00 245,00
Ýsa 4,491 106,77 78,00 128,00
Ufsi 55,925 44,05 43,00 45.00
Þorskur 45,566 93,14 75,00 97,00
Skötuselur 0,207 160,00 160,00 160,00
Lúða 0,391 407,55 340,00 465,00
Karfi 7,269 44,75 42,00 46,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
4. mars seldust alls 184,620 tonn.
Svartfugl 0,061 90,00 90,00 90,00
Rauðmagi 0,146 96,10 30,00 110,00
Langa 1,053 62,62 54.00 69,00
Undirmál 0,083 40,00 40,00 40,00
Skarkoli 1,710 66,86 64,00 69,00
Skata 0,015 80,00 80,00 80,00
Blandað 0,160 24,51 10,00 37,00
Lýsa 0,144 16,72 10,00 18,00
Keila 1,634 25,74 20,00 27,00
Ufsi 58,209 41,74 25.00 44,00
Þorskur 61,406 96.78 70,00 116,00
Blálanga 0,833 72,00 72,00 72,00
Steinbltur 32,332 35,64 29,00 40,00
Ýsa 9,471 84,19 50,00 95,00
Karfi 17,354 46,38 15,00 47,00
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI • 653900