Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Gorbatsjov fælir Rússneskumælandi kjósendur í Lettlandi og Eistlandi greiddu atkvæði með sjálfstæði í opinberri skoðana- könnun um helgina. Stuðningurinn varð meiri en sjálf- stæðissinnar reiknuðu með, meðal annars vegna stuðn- ings meirihluta kjósenda á rússneskum svæðum. í Lettlandi er helmingur íbúanna ekki af lettneskum ættum, heldur rússneskum og einnig pólskum. Búast hefði mátt við efasemdum þessa fólks um sjálfstæði, sem hugsanlega gæti gert rússneskumælandi fólk að annars flokks borgurum í sjálfstæðu, lettneskumælandi ríki. Þeir, sem eru aðfluttir og eiga rússnesku að móður- máh, hafa hingað til haft ákveðin forréttindi í Eystra- saltsríkjunum. Sovétstjórnin hefur reynt að magna þetta fólk gegn sjálfstæði með grýlunni um, að því muni farn- ast illa í sjálfstæðum þjóðríkjum við Eystrasalt. Sjálfstæði fékk 75%-80% fylgi í Lettlandi eins og í Eistlandi, þar sem styrkur heimatungumálsins er meiri. Þetta segir einfaldlega, að ofan á eðlilega þjóðernisvit- und Letta og Eista bætist við sú trú hinna, sem ekki eru af þessum þjóðum, að sjálfstæði leiði til betra lífs. Jafnvel þótt Rússar í Eistlandi og Lettlandi sjái fram á að þurfa að læra tungumál staðarins og laga sig að háttum heimaþjóðanna, vilja þeir ekki vera í skjóli móðurlandsins. Þetta verður ekki skilið nema með hlið- sjón af efnahagslegum væntingum rússneskra kj ósenda. Rússar í Eistlandi og Lettlandi átta sig á, að Sovétrík- in eru efnahagslega komin að fótum fram. Þeir kjósa heldur að efla sjálfstæði Eistlands og Lettlands í von um, að sjálfstæð geti þessi ríki tekið upp hagstefnu, sem leiðir til farsældar og efnahagslegs öryggis fólks. Stjórn Gorbatsjovs er um þessar mundir að gera illt verra í efnahagsmálum Sovétríkjanna. Þar var til skamms tíma alveg einstaklega óhæfur fjármálaráð- herra, Valentin Pavlov, sem lét prenta rúblur í óða önn til þess að gera ríkinu kleift að vera með 10% halla. Gorbatsjov verðlaunaði Pavlov fyrir öngþveitið í rík- isfjármálunum með því að gera hann að forsætisráð- herra. Fyrsta verk Pavlovs í nýja embættinu var að innkalla rúblurnar sínar og eyða þar með traustinu, sem einhveijir kunna að hafa borið til gjaldmiðilsins. Síðan bætti Pavlov um betur. Hann setti fram bros- lega samsæriskenningu um, að vestrænir bankar hefðu safnað rúblum til að steypa Gorbatsjov úr sessi. Þessu fylgdu vanstilltar stríðsyfirlýsingar hans gegn vestræn- um bröskurum, meðalgöngumönnum og gróðapungum. í rauninni hafa Vesturlönd í óða önn verið að reyna að hjálpa Sovétríkjunum og tryggja Gorbatsjov í sessi. Miklu úármagni hefur verið varið til að hjálpa honum til að efla væntingar fólks, svo að Sovétríkin yrðu traust ríki og helzt góður bandamaður í alþjóðamálum. Hinn nýi yfirmaður sovézku leyniþjónustunnar, Vladimir Kryusjov, hefur sagt, að hin vestræna fjár- hagsaðstoð miði við að grafa undan Sovétríkjunum. Þannig hefur Gorbatsjov valið til æðstu valdastarfa þá menn, sem helzt eru andvígir vestrænni kaupsýslu. Innreið Pavlovs og Kryusjovs leiðir að sjálfsögðu til þess, að vestrænir bankar, fyrirtæki og ríkisstjórnir kippa að sér hendinni. Það tekur því ekki að hjálpa Gorbatsjov, ef menn fá í staðinn ásakanir um glæpi og leyniþjónustan er send í útibú vestrænna fyrirtækja. Stuðningur Rússa í Eistlandi og Lettlandi við sjálf- stæði þessara ríkja stafar af, að þeir skilja, að Gor- batsjov er að fara með Sovétríkin á hausinn. Jónas Kristjánsson „.. .klór, sem er sett i sundlaugarvatn, hefur neikvæð áhrif á einstaklinga...“ Tvískinnungur í mengunarvörnum í sjónvarpsfréttum þann 6.2. var fjallað um mengun frá núverandi Heklugosi og var þar minnst á að aöalmengunarvaldamir væru flú- or og klór og slík efni sem valda eyöingu á ósonlaginu. Hvað er óson? Jú, óson, það eru súrefnis- mólekúl sem bundin eru þrjú sam- an og er það skrifaö Og. Ósonlagið þjónar margvíslegum tilgangi fyrir jörðina okkar og okk- ur sem búum á jörðinni. Mannfólk- ið er hluti af lífinu hér á jörðinni. Skyldi þá ekki margt af því sem við gerum með þessi efni, þ.e.a.s. flúor og klór, vera skaðlegt fyrir ósonlag- ið eða jafnvel fyrir okkur sjálf? Hættum að klóra Að áliti heilbrigðisyfirvalda gilda þá allt önnur sjónarmiö og þarf þá ekki að hugsa um mengun af völd- um okkar sjálfra út í andrúmsloftið eða bein skaðleg áhrif á mannfólkið frá þessum efnum. Minna má á að öll efni, sem húðin kemst í snert- ingu við, geta farið í gegnum húð- ina og er vitað mál að klór, sem er sett í sundlaugarvatn, hefur nei- kvæð áhrif á einstaklinga, t.d. í þá átt að gera innra umhverfið súrara, og það hefur t.d. aftur á móti þau áhrif að það getur breytt bakteríu- gróðri innra hjá okkur sjálfum og leitt til verri heilsu þegar til lengd- ar lætur. Fólk, sem vinnur í sundlaugum, tjáir mér aö það þurfi t.d. miklu meira af klóri í vatniö til þess að viöhalda þeim stöðlum sem holl- ustuvemd mælir með þegar mikill- ar sólar gætir eða þegar vatniö er á mikilli hreyfingu, t.d. vegna blásturs. Við vitum jú hvar grasið er grænast en það er við árbakkann þar sem vatnið er á mestri hreyf- ingu en viö það fær grasið bestu næringuna. Er mannfólkið nokkuö öðruvísi en annað líf á jörðinni? Á mörgum stöðum í heiminum er hætt að nófa klór í vatn og farið að nota óson til þess að hindra óæskilegar bakteríur í vatninu. En þegar óson kemst í snertingu við vatn myndar það efni sem heitir vetnisperoxíö en það efni notar náttúran sjálf til þess að eyða þeirri mengun sem hún vill ekki hafa til staðar, setur af stað bruna. Ómeng- að hitaveituvatn inniheldur vetnis- peroxíð í nógu miklu magni til þess að þaö eyöi óæskilegum bakteríum í sjálfu sér. Þannig aö hér á íslandi Kjallariiui Hallgrímur Þ. Magnússon læknir ættum viö gjörsamlega að hætta aö taka fram fyrir hendurnar á móður náttúru með því t.d. að klóra vatnið okkar og nota heldur henn- ar eigin aðferðir. Sömu lögmál hjá mönnum Allar helstu heilsulindir, þar sem vatn skiptir mjög miklu máli í allri meðferð, státa sig af því aö vatnið sé ómengað frá náttúrunni. Við vit- um að súrefni er mikilvægasta efni sem líkaminn þarf á að halda en hreint vatn inniheldur einhvers staðar um 85% súrefni, klór vinnur hreint og beint gegn þessu. Flúor er annað efni sem hefur neikvæð áhrif á ósonlagið en við ætlum að setja á stofn álverksmiöju sem dælir slíku efni út í andrúmsloftið, þó svo aö mengunarvarnir hindri það að einhverju leyti. Myndun á ósoni minnkar vegna þess að allt súrefni veröur til á jörðinni og það stígur upp í himingeiminn. Þegar ósonmyndunin minnkar þá minnk- ar vetnisperoxíð í rigningunni sem fellur til jaröar og í hafiö og getur þaö haft mjög neikvæð áhrif á alla náttúru eða allt lífið á þessum stöð- um. Rússneskir vísindamenn hafa komist að því aö mjög lítil flúorinn- taka hjá dýrum veldur allt að 30% minnkun í oxunarhæfileikum þeirra en oxun notum við til þess að halda bruna og mynda orku sem heldur líkamanum starfandi. Mjög Uklegt er að sömu lögmál gildi hjá mönnum. Rannsóknarnefnd í Bandaríkjunum hefur einmitt ný-i lega komist að því að mögulegt samband er á milli flúorinntöku og krabbameins hjá dýrum. Kannski 20-40 ár / Við tölum um að selja ísland sem hreint land, auglýsum mjög gjarn- an sundlaugar okkar. Væri ekki athugandi að fara að nota náttúru- legar aðferðir til þess að geta staðið undir þeirri auglýsingu? Er ekki rétt að reyna að hindra alla þessa mengun sem við mennimir ráðum yfir? Þá þurfum viö ekki að hafa jafnmiklar áhyggjur af því aö Hekla valdi slíkri mengum. Við verðum þannig aö huga að aðferðum náttúrunnar sjálfrar sem hún notar til þess að halda sér við en við höldum ennþá að við menn- irnir séum miklu vitrari en við sjáum greinilega hvert stefnir því að áliti fremstu umhverfisvísinda- manna erum við að verða búin að tortíma sjálfum okkur og móður jörð. Við eigum kannski eftir með sama áframhaldi 20-40 ár. Ef við ætlum að lengja þann tíma þá verð- um viö að hindra alla mengun, al- veg sama hvaðan hún er komin og virða fyrir okkur hvernig fljót jarð- arinnar renna um allar grundir til þess að endurnæra jörðina svo að þau eignist nýtt líf og nýjan þrótt um leið og þau vinna hreinsunar- starf sitt. En sömu lögmál gilda hjá okkur mönnunum. Hallgrímur Þ. Magnússon . .hér á Islandi ættum við gjörsam- lega að hætta að taka fram fyrir hend- urnar á móður náttúru með því t.d. að klóra vatnið okkar og nota heldur hennar eigin aðferðir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.