Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991. Uflönd Kúvæt: Krónprinsinn kominn heim úr Krónprinsinn af Kúvæt við heim- komuna i gær. Simamynd Reuter Krónprinsinn í Kúvæt, Saad al-Abdulla al-Sabah, kom í gær til heimalands síns úr útlegð- inni í Saudi-Arabíu. Emírinn af Kúvæt, Jaber al-Ahmed al- Sabah, er sagður væntanlegur til landsins innan fárra daga. Emírinn hefur falið krón- prinsinum að koma á lögum og reglu í landinu á þremur mán- uðum. Við honum blasir erfitt verkefni því upplausnarástand hefur ríkt þar. Hafa óbreyttir borgarar til dæmis getað gengið að þeim vopnum sem íraskir hermenn skildu eftir. Leiðtogi samtaka verkalýðs- félaga í Kúvæt sagði í gær aö verkamenn frá bandalagsrikj- unum gegn írak gengju fyrir þegar hafist yrði handa við end- urreisnarstarfið. Fyrir innrás- ina voru Kúvætar aðeins flöru- tíu prósent íbúanna sem sam- tals voru tvær milljónir. Þar af voru íjögur hundruð þúsund Palestínumenn en hundrað og sjötíu þúsund þeirra voru um kyrrt eftir innrásina. Sumir þeirra hafa venð sakaðir um samvinnu viö íraka og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvemig taka eigi á málum þeirra. Reuter Stolnir sportvagnar frá Kúvæt seldir í Evrópu Ferrari-bifreið, sem íraskur herforingi stal í Kúvæt x ágúst i fyrra, fannst i Róm á Ítalíu á dögunum og er nú í vörslu lög- reglunnar. Alþjóðalögreglan Interpol var látin vita um stuldinn og lýsti hún eftir biffeiðinni Fljótlega eftir rániö vaknaöi grunur um að hershöfðinginn ætlaði að koma feng sínum í verð í Evr- ópu. Ferrari-bifreiðin var meðal þess sem írakar stálu eftir að þeir hemámu Kúvæt. Bílasal- inn, sem kom honum í verö, er Kúvæti. Hann flúði til Kaíró eftir inn- rásina og setti upp bílasölu. Hann viðurkenndi fyrir lög- reglu að mörg bestu tryllitækin á bilasölu hans væru þýfi frá KúvæL Reuter Andstæðingar íraksstjómar berjast við herinn 1 átta borgum: Saddam viðurkennir óttann við uppreisn >» - Bandaríkjamenn halda að sér höndum meðan stríðsfangar eru í Irak Afhroð Iraka í Kúvæt 17. janúar 24.-28. febrúar i 620.000 Hermenn 495.CXK) (óvlgfærir) 175.000 örlög óviss handteknir j B Skriðdrekar 4.200 apiPiQioicr "ijzcx Bryndrekar Z‘,OU Fallbyssur Flugvélar 3.100 650 3.300 eyðtlagðir eða herteknir 2.100 eyðilagðir eða herteknir 2.200 eyðilagðar eða herteknar 97 215 138 eyðil. óvisst um í íran Eftir eru 12.000 Þetta er herinn sem Saddam Hussein hefur nú til að berjast gegn uppreisnarmönnum í Basra og nágrénni. Saddam Hussein íraksforseti hefur sent einn nánasta samverkamann sinn til suðurhéraða landsins. Hon- um er ætlað að stjórna baráttunni við bókstafstrúarmenn síta í upp- reisn þeirra gegn Saddam. Maðurinn heitir Izzat Ibrahim og er varaforseti byltingarráösins í írak. Með sendiíorinni viðurkenna yfir- völd í Bagdad í fyrsta sinn að hluti landsmanna hafi risið upp gegn Saddam og aö nú ríði á að fylkja liði gegn uppreisnarmönnum sem reyndar eru skjólstæðingar írana. Ibrahim á að koma skipan á það sem eftir er af herliði íraka á svæðinu. Liðið er mjög illa leikið eftir stríöið við bandamenn. Samkvæmt heimildum frá banda- mönnum komu aðeins um 12 þúsund vígfærir menn út úr bardögunum um Kúvæt en þeir halda enn nokkur hundruö skiðdrekum og fallbysum. Uppreisnarmenn eru hins vegar illa vopnaðir en njóta að sögn stuðnings einhverra hermanna úr liði Sadd- ams. Ibrahim hefur opinberlega hvatt hermennina til að vera trúir yfirboð- urum sínum og búa sig undir píslar- vætti nú þegar óvinurinn sækir enn að. Þetta eru yfirlýsingar sem írakar hafa oft notað til þessa þegar fylkja þarf liði að baki Saddam og benda til að stjórnin í Bagdad viðurkenni að henni standi veruleg ógn af upp- reisnarmönnum. Þótt fréttir af óróa í landinu séu óljósar þá er talið víst að Kúrdar í norðanverðu landinu hafi einnig gripið til vopna og náð bænum Su- laumanyah, nærri landamærunum við íran. Stjórnin í Bagdad óttast að íranar noti tækifærið og reyni að koma skoðanabræðrum sínum að völdum nú þegar íraksstjórn stendur höllum fæti. Bandaríkjastjórn hefur fátt látið frá sér fara um uppreisnina í Basra og nágrenni af ótta við að bein af- skipti geti valdið því að stríðsfangar fáist ekki lausir. írakar ætla þó að skila öllum fóngum úr liði banda- manna í dag. Þó er vitað að Banda- ríkjamenn líta á uppreisnina með velþóknun. Marhn Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, talaði varlega um málið í gær en sagði þó að andstaðan við Saddam væri nú meiri en nokkur dæmi væru um áður í landinu. „Við höfum áður sagt að við mundum ekki gráta það þótt írakar steyptu Saddam af stóli. Viö fylgjumst af at- hygh með því sem er að gerast,“ sagði Fitzwater. Reuter Irakar segjast sleppa öll- um stríðsföngum í dag Sendiherra íraks hjá Sameinuðu yfirvöld væru reiðubúin að sleppa verður að fljúga með þá úr landi en þjóðunum sagði í gærkvöldi að írösk öllum stríðsföngum í dag ef hægt á morgun að öðrum kosti. Bresku stríðsfangarnir við komuna til Jórdaníu. Tveir þeirra, sem taldir eru vera félagar i breskum sérsveitum, hylja andlit sín. Á innfelldu myndinni er bandariski flugmaðurinn Zuan sem var meðal þeirra sem írakar neyddu til að koma fram í sjónvarpi. Simamynd Reuter Stríðsfangarnir tíu, sem sleppt var í gær, eru nú komnir til Amman í Jórdaníu. Tjáðu þeir bandaríska sendiherranum þar að þeir hefðu sætt góðri meðferð í írak. Um var að ræða sex Bandaríkjamenn, þar af eina konu, þrjá Breta og einn ítala. Meðal hinna tíu voru tveir flugmenn, bandarískur og breskur, sem írakar höfðu neytt til að koma fram í sjón- varpi. Bandamenn hafa tilkynnt að þeir muni sleppa þrjú hundruð írösk- um stríðsföngum í dag. Fréttamenn frá bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS, sem voru fangar íraka, komu til London á sunnudag. Þeir greindu frá því í gær að þar sem þeir voru í haldi í aðalstöðvum leyni- þjónustunnar í Bagdad hefðu þeir heyrt rödd bandarísks flugmanns og raddir að minnsta kosti sex breskra flugmanna. Sjónvarpsmennirnir kváðust hafa sætt illri meðferð og þeim hefði verið hótað lífláti. Hins vegar heföi þeim verið mest hætta búin þegar banda- menn gerðu loftárás á bygginguna sem þeir voru í. í kjölfar loftárásar- innar heföi verið farið með fangana í langferðabifreið og þá hefðu þeir séð bandarískan flugmann sem var sýndur í íraska sjónvarpinu skömmu eftir að hann var tekinn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.