Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Qupperneq 4
4 , i'IMMTUDAGUK j4. M(4PS 1991. Fréttir Þórarinn V. Þórarinsson er ósáttur við búvörusamninginn: Feikileg vonbrigði - útgjöld ríkisins aukin á fimmta milljarð frá áliti sjömannanefndar „Þó þessi samningur sé að forminu til byggður á tillögum sjömanna- nefndar víkur hann frá þeim í veiga- miklum atriðum. Til dæmis gerir hann ráð fyrir eitthvað á fimmta milljarð í aukin útgjöld og það atriði eitt sér heggur mikilvægt skarð í það markmið að ná niður ríkisútgjöld- um. Við stöndum frammi fyrir gríð- arlegum hallarekstri ríkissjóðs, feikilegum lántökum innanlands og mjög háum vöxtum meðal annars vegna landbúnaðarstefnunnar. Það eru því feikileg vonbrigði aö ríkis- valdið kjósi að ráðstafá jafn harðan þeim sparnaði sem hugsanlega kann aö nást með breyttri stefnu,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins. Þórarinn segir það vekja furðu sína að í þeim samningi sem nú hefur verið skrifað undir sé gengið þvert á mörg af grundvallaratriðum álits sjömannanefndar. Einkum sé þetta undarlegt í ljósi þess að um álitið ríkti samstaða í nefndinni, þar á meðal fulltrúa bændasamtakanna. Veigamestu breytinguna segir Þór- arinn varða hlut óskertrar fram- leiðslu. í áliti nefndarinnar hafi verið gert ráð fyrir að framleiösla umfram 8300 tonn væri alfarið á ábyrgð bænda. í samningnum er hins vegar gert ráð fyrir auknum styrkjum til bænda með aukinni neyslu. Einnig segir Þórarinn orðalag þess kaíla sem takmarkar innflutning á landbúnaðarvörum vera á skjön við álit sjömannanefndar. Ákvæðið í samningnum megi allt eins leggja út á þann veg að ekki megi gera al- þjóðasamninga sem gangi í berhögg við búvörusamninginn. „Mér finnst það skapa afar vond skilyrði fyrir framhaldi samstarfs á vettvangi sjömannanefndar þegar aöilar geta ekki treyst því að tillögur um grundvallaratriði nái fram að ganga þegar verið er að nota þær á annað borð. Við því væri hins vegar ekkert að segja ef tillögum okkar hefði hreinlega verið kastað.“ En er grundvöllur fyrir áfram- haldandi samstarfi innan sjömanna- nefndar? „Við eigum náttúrlega eftir að hitt- ast, skoða þennan samning og meta hvernig vinnan í nefndinni skilaði sér. Að mínu mati þarf til dæmis að fá á hreint hvaða skilning menn hafa á ákvæði samningsins um mjólkur- framleiðsluna. Ef það er að mati bændasamtakanna búið að njörfa hinn fjárhagslega ramma niður þá gefur það náttúrlega ekki tilefni til frekari viðræðna. Þetta er þannig orðað í samningnum að það er ógjörningur að átta sig á skilningi samningsaðila." -kaa Vinnslusalur skreyttur Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Stöðugt færist í vöxt að atvinnu- húsnæði sé fagurlega skreytt. Rann- sóknir hafa sýnt að mannlegra um- hverfi eykur afköst og vinnugleði starfsfólks. Hvort það var sá þáttur, sem forráðamenn Heimaskaga voru aö slægjast eftir á meðal annars harðduglegs starfsfólks, eða bara einskær listhneigð, vitum viö ekki. Hitt liggur ljóst fyrir að vinnslusalur fyrirtækisins er nú enn glæsilegri eftir að málverkin voru sett upp. Ungur listamaður á Skaganum, Jökull Freyr Svavarsson, máfaði myndimar. Alþýöuílokkurinn: Framboðslistinn í Norðurlandi vestra Framboöslisti Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra fyrir alþingiskosningarnar hefur verið ákveðinn. Efstu sæti listans skipa: 1. Jón Sæmundur Sigurjónsson, 2. Jón Karlsson, 3. Steindór Haralds- son, 4. Agnes Gamalíelsdóttir og 5. Friðrik Friöriksson. -hlh Málverkin prýða vinnslusalinn. DV-mynd Arni S. Arnason DV LöggurúrBSRB: Málinu frestað fram á haustf Fyrir aðalfundi Lögreglufélags Reykjavíkur sem haldhm er í dag verður borin upp tillaga um úr- sögn féiagsins úr BSRB. Jón Pét- ursson, formaður félagsins segír að önnur tillaga verði borin upp um að fresta hinní fyrri til fram- haldsaðalfundar í haust. Aukaþingi Landssambandslög- reglumanna, sem halda átti í vor vegna úrsagnarinnar, verður einnig írestað fram á haust. „Við gemm þetta vegna þess að þing BSRB verður haldið í vor og þar mun margt verða rætt. Við þurfum að vita hvað gerist á því þingi áður en við förum að ræða þessi mál okkar á meðal,“ segir Jón. Lögreglufélag Reykjavíkur er í dálítið sérstakri stöðu því félagið er sérstakur aðili að BSRB og getur sagt sig úr bandalaginu án þess að Landssamband lögreglu- manna geri þaö. En Lögreglufé- lag Reykjavíkur hefur einnig at- kvæðisrétt hjá Landssamband- inu. „Við gætum kosið okkur úr BSRB en verið samt áfram í bandalaginu. Þessi tvöfalda aðild okkar er eina tilfellið hér á landi í stéttarfélagsmálum," segir Jón. -ns HUðarflan: Ástandiðer miklu betra Gylfi Knstjánason, DV, Akureyii: „Þótt ekki sé kominn mikill snjór hér þá er ástandið orðið miklu betra en það hefur verið. Við erum búnir aö opna þrjár lyftur af fjórum og þær verða í gangi um næstu helgi,“ segir ívar Sigmundsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarijalli á Akureyri. Búið er að opna stólalyftuna, Stromplyftuna, barnalyftuna í Hólabraut og möguleiki er á að lyftan í Hjallabraut verði einnig opin. Þá sagði ivar að útlit væri fyrir að hægt yrði að troöa göngu- brautir um helgina. „Þótt snjór- inn sé ekki mikill þá þokast þetta allt í áttina,“ sagöi ívar. I dag mælir Dagfari Ofbeldi Hjörleifs Alvarlegir atburðir áttu sér stað á Alþingi í fyrrinótt. Guðrún Helga- dóttir, forseti Sameinaðs Alþingis, frestaði umræðu, gekk út í nátt- myrkrið og skildi þingheim eftir í óvissu um framhaldið. Ástæðan var ofbeldi af hálfu Hjörleifs Gutt- ormssonar gagnvart forsetanum og var þó klukkan langt gengin í íjög- ur um nóttina. Sem betur fer voru nokkrir þingmenn og þingverðir á stjái þegar hér var komiö sögu og gátu afstýrt frekari vandræðum og var meðcd annars kallað í Salome Þorkelsdóttur varaforseta sem var komin út í bO á leiðinni heim. Salome tókst að hraða för sinni inn í þinghúsið í fullum skrúða og slíta fundi áður en verra hlaust af. Var það mikið guðs lán. Hjörleifur Guttormsson er kurt- eis maður og dagfarsprúður. Hann er snyrtimenni til orðs og æðis og almenningur hefur haldið að Hjör- leifur hefði taumhald á skapsmun- um sínum, enda þótt hann setji stundum dreyrrauðan þegar hon- um er mikið niðri fyrir. Aldrei er að sjá að honum fipist í ræðustól og það kemur óneitanlega á óvart þegar hann er allt í einu sakaður um ofbeldi og það gagnvart flokks- systur sinni úr Alþýðubandalag- inu. En Guðrún Helgadóttir þekkir sitt heimafólk betur en óflokks- bundnir eða annarra flokka fólk og hún veit hvar hættumar hggja. Hún hefur heyrt í Hjörleifi áður. Það er þess vegna ekki út í bláinn þegar Guðrún tekur til fótanna út úr þinghúsinu vegna áreitni og meints oíbeldis af hálfu Hjörleifs Guttormssonar. Nú fylgir það ekki sögunni hvort hér var líkamlegt ofbeldi á ferðinni ella kynferðisleg áreitni eða á hvem hátt Guðrún túlkaði ofbeld- ið. En alla vega hljóp hún út án þess að slíta fundi og skildi þing- heim eftir í uppnámi og var þó langt liðið á nóttu. Eitthvað hefur hún hræðst, blessuð konan, enda ekki á hverjum degi sem forsetar leggja á flótta án nokkurs fyrir- vara. Upphaflega á þetta mál rætur að rekja til umræðna um þingsálykt- unartillögu, þar sem Hjörleifur haföi látið í ljós óánægju sína með tímatakmarkanir á ræðutíma enda haföi hann lýst yfir því að hugur hans stæði til langrar og ítarlegrar ræðu sem stæði fram á morgun. Forseti Sameinaös Alþingis lætur ekki óbreytta þingmenn ráða ræðutíma sínum og neitar að sam- þykkja málþóf og aftur hér þekkir Guörún Helgadóttir sitt heimafólk og veit hvers konar ræður Hjörleif- ur flytur. Það er einmitt sá ásetn- ingur Hjörleifs að tala vel og lengi sem fór fyrir brjóstið á Guðrúnu. Þaö var ræöa Hjörleifs sem heitir ofbeldi á máli Guðrúnar. Þegar Hjörleifur Guttormsson tekur til máls verður fundarstjórinn (forset- inn) að sitja undir þeim ræðuhöld- um meöan aðrir þingmenn geta fariö í kaffi eöa þá bara heim til sín. Það getur forsetinn ekki og Guðrún veit sem er aö þegar Hjör- leifur kveður sér hljóðs bíður hennar löng og ströng nótt og það er ekki á nokkurn mann leggjandi. Það er Guðrúnu Helgadóttir algjör- lega ofviða að sitja undir Hjörleifi og ræðum hans í svo langan tíma í einu. Þess vegna var það að þegar Hjör- leifur heimtar ræðutíma um miðja nótt bilar taugakerfið í forsetanum. Guðrún forseti fór einfaldlega á taugum. Hún yfirgaf forsetastólinn og æddi út í náttmyrkrið og burt, burt frá þessum voðalega manni. Dagfari hefur fulla samúð með Guðrúnu. Þingsköp verða að verja forseta gegn slíku ofbeldi eins og því að Hjörleifur Guttormsson geti hótað því að taka til máls á hvaða tíma sólarhringsins sem er, án þess að forsetinn geti rönd við reist. Það veröur að verja þingforseta fyrir slíkri áreitni. Meðan Hjörleifur sit- ur á þingi endar þetta með því að enginn fæst til forsetastarfa, ef þingmenn vilja á annað borð halda lifi og heilsu. Ofbeldisverk í nátt- myrkri þurfa ekki að vera barsmíð- ar eða nauðganir. Þær eru einfald- lega í því fólgnar að Hjörleifur kveður sér hljóðs. Hegningarlögin verða að taka á þessu. Þingsköp Alþingis verða að taka á þessu. Guðrún á annað betra skiliö en þurfa að hlaupa ein síns liös og kápulaus undan ofbeldisseggjum á þingi. Hún þekkir sitt heimafólk. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.