Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. SVFR OPIÐ HÚS í félagsheimili S.V.F.R. föstudaginn 15. mars. Húsiö opnað kl. 20.30. Dagskrá: * Félagar úr Stangaveiðifélagi Selfoss koma í heimsókn. * Fagnaðarfundir * Litskyggnusýning frá Alviðru, sýnd verður kvik- mynd Ósvalds Knudsen um laxveiðar í Soginu. * Glæsilegt happdrætti. Fræðslu- og skemmtinefnd S.V.F.R. SKÍÐAPAKKI FRÁ KR. 15.800,- skíði, bindingar, skór, stafir ásamt skíðapoka og skótösku. SKÍÐAGALLAR FRÁ KR. 12.900,- Vandaðir, fallegir litir. GÖNGUSKÍÐAPAKKI FRÁKR. 13.900,- SKAUTAR leðurfóðraðir verð frá kr. 4.880,- # Bakpokar VIÐLEGUBUNAÐUR • Svefnpokar Á FRÁBÆRU VERÐI • Tjöld SKÍDAVERSLUN - SKÍÐALEIGA - SKÍÐAVIDGERÐIR r OPIÐUMHELGAR GEGNT UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI SÍMI: 91-19800 Utlönd „Batnar ekki allt með tímanum, læknar?“ Teikning Lurie. Kosið um framtíð Sovétríkjanna Á sunnudaginn er framtíð Sovét- ríkjanna að minnsta kosti að nafninu til í höndum íbúanna sem eru 280 milijónir. í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þá er haldin, geta íbúarnir sagt já eða nei við áframhaldandi sam- bandi sovésku lýðveldanna fimmtán. Til þess að fella úr gildi sambands- ríkjasamninginn þurfa tveir þriðju hlutar íbúanna að segja nei en ekk- ert bendir til þess að svo verði. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var í janúar, lítur út fyrir aö meirihluti aðhyllist samninginn, sérstaklega þar sem sex lýðveldanna hafa tilkynnt að þau ætli ekki að láta fara fram atkvæðagreiðslu um hann. Reyndar hafa sovésk yfirvöld fyrir- skipað aö aörir aðilar í þeim lýðveld- um skipuleggi þjóðaratkvæða- greiðsluna þar. í henni verður lögð fram svohljóö- andi spurning: „Teljiö þér nauðsyn-. legt að varðveita samband sósíal- ískra lýðvelda í Sovétríkjunum sem endurnýjað samband jafnrétthárra fullvelda lýðvelda þar sem mannrétt- indi og frelsi allra þjóðarbrota verði tryggð?" Hörð mótmæll Þetta orðalag hefur sætt mikilli gagnrýni og hefur leitt til þess aö nokkur lýöveldi hafa látiö fara fram eigin þjóöaratkvæöagreiðslu. Eystrasaltsríkin ákváöu þegar í stað aö taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu sovéskra yfirvalda. „Hún er ekki lög- leg. Litháen getur ekki tekið þátt í skoðanakönnunum og þjóðarat- kvæöagreiöslum fyrirskipuðum af erlendum ríkjum," sagði til dæmis Vytautas Landsbergis, forseti Lithá- ens. Eystrasaltsrikin skipulögðu meö hraði eigin þjóðaratkvæðagreiðslu og urðu niðurstöðurnar þær að sjálf- stæðissinnar urðu í miklum meiri- hluta. í Litháen voru 90,5 prósent fylgjandi sjálfstæði, í Lettlandi 73,7 prósent og í Eistlandi 77,8. Hin lýð- veldin þrjú, sem neitað hafa þáttöku í- þjóðaratkvæðagreiðslu sovéskra yfirvalda, eru Georgía, Armenía og Moldavía. í Georgíu ætla yfirvöld að halda eigin atkvæðagreiðslu síðar í þessum mánuði og í Moldavíu hefur atkvæðagreiðsla verið ráðgerð í sept- ember. Þingiö í Azerbajdzhan hikaði lengi en ákvað eftir harðar umræður í síöustu viku aö láta þjóðaratkvæöa- greiðslu sovéskra yfirvalda fara fram. Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, hefur harðlega gagnrýnt þau lýðveldi sem neitað hafa þátt- töku og sovéska þingið tilkynnti i sérstakri ályktun aö ýmis samtök og meira aö segja ríkisfyrirtæki heföu rétt til aö skipuleggja þjóöarat- kvæðagreiðsluna. Á mánudaginn, þegar þingið kom saman í síðasta sinn fyrir atkvæðagreiðsluna, voru allar beinar eða óbeinar tilraunir til að hindra einstaklinga frá þátttöku lýstar ólöglegar. Moldavía hótar En forseti Moldavíu, Mircea Sneg- ur, hefur aftur á móti hótað aö refsa öllum sem ætla aö reyna að koma þjóðaratkvæðagreiöslunni í kring. Það er hins vegar í Rússlandi sem mestur hiti er í mönnum. Boris Jelts- in, forseti Rússlands, virðist und- irbúa sig undir uppgjör við Gor- batsjov og hefur lýst pólítísku stríði á hendur Moskvuvaldinu. Jeltsin hefur krafist afsagnar Gorbatsjovs og að völdin verði færð í hendur sam- bandsráðsins. Kröfur Jeltsins vöktu hörð andsvör á sovéska þinginu sem og í opinberum sovéskum íjölmiðl- um. Jeltsin er hins vegar sagður geta styrkt stöðu dna talsvert með auka- spurningu rússneska lýðveldisins í þjóöaratkvæðagreiðslunni. Spurt verður að þvi hvort rússneska þjóðin eigi formlega og í beinum kosningum aö velja eigin forseta. Talið er að harðlínumenn á rússneska þinginu muni eiga í erfiðleikum með að kreíj- ast atkvæðagreiöslu um vantraust á þingforsetann þegar forsetakjör er í vændum. Borgarstjórinn í Moskvu Þaö vekur athygli að borgarstjóri Moskvu, Gavriil Popov, sem fer fyrir frjálslyndum og róttækum, hefur gripiö til sama ráös og Jeltsin. Moskvubúar þurfa því einnig að svara þessari spurningu á sunnudag- inn: „Teljið þér nauösynlegt aö kjósa eigi um borgarstjóra?" I Úkraínu verða íbúarnir meöal annars spurðir aö því hvort þeir séu sammála því að Úkraína gangi í sam- band fullvalda ríkja á grundvelli full- veldisyfirlýsingar Úkraínu. Yfirvöld í Moskvu og opinberir íjöl- miðlar hafa síðustu dagana aukið áróöur sinn um nýja sambandsríkja- samninginn. Er almenningi tjáð að greiði hann ekki atkvæði meö samn- ingnum sé hætta á algjöru stjóm- leysi og öngþveiti. TT FERÐAGETRAUN CS3 og Fiugteiða^V Má bjóða þér til Amsterdam? Það eina sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á að vinna farseðla fyrir tvo til Amsterdam og heim aftur og þar að auki gistingu í tveggja manna herbergi á góðu hóteli í fjórar nætur er að svara spurningum sem birtust 18. og 25. febrúar og 4. mars. Síðasti skilafrestur á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.