Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Qupperneq 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Búvöruruglið framlengt Búvörusamningur landbúnaðarráðherra gefur tón- inn um, hvernig haldið verður á málum landbúnaðarins út þessa öldina. Þjóðarsáttarmenn samtaka launamanna og vinnuveitenda voru ginntir til að leggja drög að hon- um og enginn stjórnmálaflokkur mun stöðva hann. Þótt formaður Alþýðuflokksins hafi sagt, að búvöru- samningurinn sé siðlaus og stórgallaður, hefur sú ein breyting orðið á samningnum, frá því að hann kom frá þjóðarsáttarmönnum, að hann er orðinn dýrari og verri en fyrr, kostar rúmlega fjórum milljörðum meira. Þetta stafar af, að landbúnaðarráðherra tók meira mark á athugasemdum frá voldugum hagsmunasamtök- um landbúnaðarins en áhrifalitlum Alþýðuflokki, sem að venju hefur lyppast niður eftir nokkurt gelt, ná- kvæmlega eins og spáð hafði verið hér í blaðinu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fer í ríkisstjórn eftir kosn- ingar, mun hann staðfesta samninginn, enda lýsti flokk- urinn á landsfundi stuðningi við samninginn í því ástandi, sem hann kom frá þjóðarsáttarmönnum. Sam- tök landbúnaðarins eru því með pálmann í höndunum. Samkvæmt búvörusamningnum verður farin afar dýr leið að samdrætti í framleiðslu búvöru. Hún er svo dýr, að ekkert sparast, heldur verður kostnaður meiri en ella, fyrstu árin að minnsta kosti. Er þá aðeins mið- að við þau kurl, sem þegar eru komin til grafar. Alvarlegasti galli búvörusamningsins er, að hann gerir enga tilraun til að markaðstengja landbúnaðinn. Áfram er gert ráð fyrir lokuðu og ofanstýrðu kerfi, sem ekki miðar við alþjóðlegt markaðsverð. Hagsmuna neyt- enda er hvergi gætt í hinum nýja búvörusamningi. Búvörusamningurinn gerir ráð fyrir, að niðurgreiðsl- um og útflutningsbótum verði breytt í beina styrki til bænda. Jafnframt hyggst ríkið borga sauðfjárbændum til að hætta eða minnka við sig. Hvort tveggja er til bóta, en felur þó í sér óbreytt útgjöld skattgreiðenda. Miklu eðlilegra hefði verið að keyra samhliða á báða þætti málsins, neytenda og skattgreiðenda. Ef kerfis- breytingunni hefði fylgt afnám innflutningsbanns í áfóngum, gætu neytendur notið góðs af henni, jafnvel þótt byrði skattgreiðenda héldist óbreytt enn um sinn. Þar sem fólkið í landinu er í senn neytendur og skatt- greiðendur, hefði hin dýra aðferð við að draga úr bú- vöruruglinu orðið almenningi bærilegri en hún er sam- kvæmt búvörusamningnum. Með lægra matarverði hefði verið auðveldara að afsaka hina miklu skattbyrði. Fólkið í stéttarfélögunum mætti hugleiða, að það voru umboðsmenn þess í Sjö manna nefnd, sjálfir verkalýðs- rekendurnir, er gáfu tóninn að búvörusamningi, sem felur ekki í sér neina fyrirsjáanlega lækkun á matar- kostnaði heimilanna eða skattgreiðslum heimilanna. Fólkið í landinu mætti svo um leið hugleiða, að alls enginn stjórnmálaflokkur í komandi kosningabaráttu er reiðubúinn að standa gegn búvörusamningi, sem fel- ur ekki í sér neina fyrirsjáanlega lækkun á matarkostn- aði heimilanna eða skattgreiðslum heimilanna. Þeir, sem horfa til framtíðar, mættu svo hugleiða, að búvörusamningurinn felur í sér orðalag, sem mun verða notað til að standa gegn því, að ísland nái hagkvæmum samningum um fiskveiðar og fiskútflutning í viðræðum um fríverzlun og efnahagsbandalög í umheiminum. Engin lækning fæst á búvöruruglinu án þess að leyfa innflutning á búvöru. Nýi samningurinn tekur ekki á þeim vanda, né gerir það nokkur stjórnmálaflokkur. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. Listiiega gerð leiksýning áhugafóiks með oft ærna tækni, ágæta hæfileika og ótæpa leikgleði á erindi út fyr- ir heimahagana, segir greinarhöfundur. - Úr sýningu Leikfélags Sauðárkróks á íslandsklukkunni. Áhugaleiklistin ásinn Ég var á dögunum að glugga í leiðara Leiklistarblaðsins þar sem verið var að greina frá viðbrögðum sjónvarpsins okkar allra við beiðn- um um að þar væri greint frá leik- sýningum á landsbyggðinni og brugðið upp svipmyndum frá þess- um oft mjög svo merkilegu við- burðum. Mætar minningar Upp í hugann komu mætar minn- ingar frá þeim tíma, er ég var sjálf- ur virkur þátttakandi í slíkum við- burðum, sem mér þóttu þá sem nú harla merkilegir. Eg fullyrði nefni- * lega að þalna séu gerðir mjög góðir hlutir oft á tíðum og ólíkt merki- legri, metnaðarfyllri og af meiri alúð unnir en margt af því sem at- vinnumennskan á mörgum sviðum býður upp á. Leikgleðin bætti oft upp það sem á skorti í tækni og kunnáttu og persónusköpun gat orðið býsna einlægari og eðlilegri en ég verð oft vitni að í dag, þar sem tæknibrellur gervimennsk- unnar geta vissulega gengið of langt. Svo ekkert fari nú milli mála og verði misskiliö skal tekið fram að við eigum afbragðs atvinnuleikara sem ég virði og dái að verðleikum, fólk sem fyllilega stendur starfs- félögum ytra á sporði og vel það. En þeirra leiklist á bara ekki ein rétt á sér og það veit ég þeir þrosk- uðustu í þeirra hópi eru fyrstir til að viðurkenna. En ég minnist einnig þeirrar margvíslegu baráttu sem áhuga- leikfélögin háðu þá fyrir tilveru- rétti sínum, fyrir því að fá eðlilega og sjálfsagða viðurkenningu, m.a. fjárveitingavaldsins, enda sú skoð- un allútbreidd að fyrst fólk vildi vera að þessari vitleysu væri varla ástæða til að styrkja það sérstak- lega af dýrmætu almannafé og átti það jafnt við um heimaaðila í sveit- arfélögunum sem og ríkisvaldið. Uppfærsla áhugaleikfélags Svo vildi til að ég var um nokkur ár í forystu Bandalags íslenskra leikfélaga og þá var margt á döf- inni, sem vert væri að minnast. Þá var verið að vinna að því aö fjöl- miðlar okkar kæmu meir og betur inn í myndina, alveg sér í lagi eftir að sjónvarpið fór að ná sinni miklu og almennu útbreiðslu. Þá var m.a. unniö að nýrri og framsæknari lög- gjöf sem tryggði betur stöðu áhug- leikhúsanna og margir góðir menn lögðu þar gott til mála og man ég sér í lagi eftir tveim fyrrverandi ráðherrum, sem veittu ótæpilega liðsinni sitt, hvor á sínu sviði og sínum tíma, en það voru þeir Vil- hjálmur Hjálmarsson og Ragnar Arnalds. Að leiklistarlöggjöfinni er búið enn í dag og má segja að megintónn hennar - jákvæður og bjartsýnn - hafi fengið aö sanna sig áþreifan- Kjállarinn Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður lega. En mér hggur eiginlega meir á hjarta að víkja að því sem er í dag, þó ég sé löngu hættur öllum af- skiptum af þessum málum. Leiðari sá sem í mér kveikti, ásamt nýlega sýndu broti í sjónvarpi úr upp- færslu áhugaleikfélags á Kardi- mommubænum - hvoru tveggja kallaði og knúði á gamla áhugaleik- arann um einhver viðbrögð. Áður, þegar ég var þar á vettvangi, flutti ég ærið oft kenninguna um það að upplagt væri fyrir útvarp og sjón- varp að sýna eða útvarpa verk- hlutum eða verkum áhugafélaga - völdum verkum eða þrotum úr þeim - svo sem augað gladdi svo ágætlega á dögunum, þegar ræn- ingjar Kardimommubæjarins og fleira fólk þar sýndi sig á skjánum. Þetta var þeim mun athyglisverð- ara fyrir þá sök að atvinnufólk hafði svo fágætlega vel flutt okkur þetta efni á svo margvíslegan máta, en mála sannast þótti mér og öðr- um viðstöddum, svo og viðmælend- um, að mjög vel heföi tekist til og bamabörnin mín voru hreint út sagt himinlifandi. Einmitt þetta viðhorf, þessi við- brögð, köhuðu á gamlar minningar frá þeirri tíö, er við Jónas Árnason áttum sæti í stjórn Bandalags ís- lenskra leikfélaga ásamt þeirri ágætu konu Jónínu Kristjánsdótt- ur og mest raunar undir hennar stjórn. Þá vorum við öðru hvoru að viðra þessar hugmyndir okkar á opinberum vettvangi og viö hlut- aðeigandi aðila og m.a. man ég að við Jónas fórum með þetta inn í umræður á hinu háa Alþingi, en að vísu hvarvetna við dræmar und- irtektir. Á erindi við höfuðborgarbúa Við vorum sem sagt að leita hóf- anna um það, að þetta um margt ágæta afþreyingar- og menningar- efni yrði flutt í auknum mæli á öld- um ljósvakans eða sýnt á sjón- varpsskjánum. Við bentum m.a. á það að þetta ágæta efni myndi í engu ofþyngja hinni síléttu pyngju útvarpsins - sem lítt hefur víst þyngst í síðan. Nú skal að vísu viðurkennt að mikil og gleðileg breyting hefur orðið á útvarpsmálum okkar varð- andi svæðisútvarp landshlutanna, þar sem hinir merkilegustu og ágætustu hlutir fara fram, m.a. góð kynning þeirra menningarvið- burða - ótrúlega mörgu og merki- legu - sem eiga sér svo víða stað. En þeim ágætu útvörðum ríkisút- varpsins eru vissulega takmörk sett og þar er auðvitað ekki enn unnt að fara út í svo viðamiklar útsendingar. Þættir utan af landi, svo sem Á förnum vegi, Úr sögu- skjóðunni o.fl., eru afbragðsgóðir, og ég leyfl mér að segja ólíkt betri en mörg spekimálin sem eru sér- fræðivörðuð í bak og.fyrir en fáir ná að nema snilldina. En allt þetta og fleira ónefnt kem- ur ekki í stað þess sem við Jónína og Jónas vorum aö basla við á árum áður, svo enn á ný er því beint til menningarelskandi afþreyingar- frömuða að þeir hti og leiti lengra en í eigin hrafnshreiðrum að efni, sem einmitt venjulegt fólk, og við erum það nefnilega flest, vill gjarn- an mega bæði heyra og sjá. Sjón- varpið okkar á nefnilega að vera spegill samtímaviðburða, eins og útvarpið okkar á aö bergmála þá sem best. Og enn er ég þeirrar skoðunar að hstilega gerð leiksýning áhuga- fólks með oft ærna tækni, ágæta hæfileika og ótæpa leikgleði eigi erindi út fyrir heimahagana - eigi einmitt erindi við höfuðborgarbú- ana, sem eru í hvað mestri félags- legri firring allra, og látið mig þekkja það. Sjálfsögð lágmarks- kynning sjónvarpsins er eitt - markviss efnisöflun annað - og fyrr verð ég ekki ánægöur en þar er tekið á málum af fullri reisn og djörfung. Helgi Seljan „Sjálfsögö lágmarkskynning sjón- varpsins er eitt - markviss efnisöflun annaö - og fyrr verð ég ekki ánægður en þar er tekið á málum af fullri reisn og djörfung.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.