Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. 15 Réttlætið og réttur þinn Mörgum flnnst oft erfltt aö eiga við kerfiö, sérstaklega ef þeir eru órétt- læti beittir. Oft er vandkvæðum bundið að átta sig á því hvernig menn eiga að snúa sér í að ná fram rétti sínum. Þetta á við um Trygg- ingastofnun ríkisins eins og aðrar stofnanir. „Þetta er algjört óréttlæti.“ „Þetta er rangt. Ég á að fá greitt lengra aftur í tímann!" „Ég sætti mig ekki við þetta. Þið eigið örugglega að taka þátt í þess- um kostnaöi!" Setningar í þessum dúr eru kannski ekki daglegt brauð, en allt- af heyrum við þær öðru hvoru. Kvörtun til tryggingaráðs Þegar upp koma tilvik, þar sem viðskiptamenn kvarta yfir úr- skurði Tryggingastofnunar í ein- stökum málum, þá eiga þeir ákveð- inn rétt samkvæmt lögunum á því að skjóta máh sínu til trygginga- ráðs. Tryggingaráð er skipað 5 mönn- um sem Sameinað Alþingi kýs á fyrsta þingi eftir hverjar þing- kosningar. Ráðið hefur eftirlit með fjárhag, rekstri og starfsemi Trygg- ingastofnunar ríkisins og gætir þess að hún starfi í samræmi við KiaUarinn Ásta R. Jóhannesdóttir deildarstjóri félagsmála- og-upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins lög og reglugerðir á hverjum tima. Árið 1989 var bætt inn í almanna- tryggingalögin lagagrein, þar sem viðskiptamenn Tryggingastofnun- ar öðlast rétt til að vísa máh sínu til ráðsins. Þar segir: „Rísi ágrein- ingur um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta leggur tryggingaráð úrskurð á máhð.“ Hvernig á að kvarta? Hjá Trygginastofnun og umboð- um hennar, sem eru sýslumenn og bæjarfógetar, liggja frammi eyðu- blöð með yfirskriftinni: „Kvörtun til tryggingaráðs". Þetta blað þarf að fyha út eftir að neitun eða önnur niðurstaða hefur borist skriflega frá Tryggingastofnun. Allt þarf þetta að vera skriflega sem er bæði th hagræðis fyrir viðskiptamann- inn og stofnunina. Eina fylgiskjalið, sem alltaf þarf ,,Meö því að senda kvörtun til trygg- ingaráðs og vekja þannig athygli á hvað mætti ef til vill betur fara gætir þú flýtt fyrir tímabærum breytingum á reglum varðandi málefni stofnunarinnar.“ „Stundum er úrskurður Tryggingastofnunar réttur samkvæmt gildandi reglum þótt hann sé óréttlátur.“ að fylgja kvörtun er skrifleg stað- festing á afgreiðslu Trygginga- stofnunar. Það getur verið bréf, þar sem málaleitan er hafnað, eða t.d. greiðsluseðill. Önnur nauðsynleg fylgigögn munu oft hggja hjá Tryggingastofnun (vottorð, skatt- skýrslur o.þ.h.). Umsækjandi/bótaþegi getur bor- ið fram kvörtunina eða einhver með umboð frá honum. Hvað svo? Þegar kvörtunin berst er hún fyrst send viðkomandi deild til umfjöllunar. Innan tveggja vikna, frá því að kvörtun barst, skal um- sögn/niðurstaða deildarinnar liggja fyrir. Niðurstaðan er kunn- gerð viðskiptamanni bréflega, svo hann geti gert sínar athugasemdir við hana. Sé viðskiptamaður enn ósáttur við niðurstöðuna skal hann th- kynna það innan tveggja vikna frá því að hann fékk svar deildar við kvörtuninni. Þá fer málið til trygg- ingaráðs til úrskurðar. Niðurstaða ætti þá að fást eftir um það bil mánuð frá því að kvört- unin berst. Þetta er leið sem menn ættu að notfæra sér séu þeir ekki sáttir við þá afgreiðslu sem mál þeirra hafa fengið hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Gæti flýttfyrir breytingum Stundum er úrskurður Trygg- ingastofnunar réttur samkvæmt gildandi reglum þótt hann sé órétt- látur. Örar breytingar í þjóðfélag- inu, framfarir í lækningum, þjálfun og þess háttar kalla stundum á breytingar á reglum. En því miöur gerist'það stundum að nauðsynleg- ar breytingar á reglum eru ekki gerðar eins fljótt og við vildum. Með því að senda kvörtun til trygg- ingaráðs og vekja þannig athygli á hvað mætti ef til vill betur fara gætir þú flýtt fyrir tímabærum breytingum á reglum varöandi málefni stofnunarinnar. Asta R. Jóhannesdóttir Sameining sjúkraliða I grein sem Sigríður Kristjáns- dóttir, formaður Starfsmannafé- lags ríkisstofnana, birtir í 2. tbl. félagstíðinda SFR víkur hún að uppsögnum sjúkraliða 1986. Heldur hún því fram að árangurinn af uppsögnum megi þakka aðhd þeirra að SFR. Það má th sanns vegar færa. Sannleikurinn er samt sá að kjarabæturnar 1987 fengust vegna umburðarlyndis annarra fé- lagsmanna SFR og ekki síður vegna agaðrar forustu sem félagið bjó við í þann tíma. Tæknimenn og skrif- stofufólk innan félagsins áttu erfitt með að sætta sig við forgang einnar stéttar. Þeir töldu, kannski rétti- lega, sínar þarfir fyrir borð bornar og ekki hlustað sem skyldi á sín sjónarmið vegna krafna sjúkraliða, fóstra og meinatækna á Borgar- spítalanum en þessir hópar allir voru í aðgerðum á sama tíma th stuðnings kröfum sínum. Stofnun stéttarfélags sjúkra liða Að lokum víkur Sigríður Krist- insdóttir að þeirri ákvörðun stjórn- ar og formannafundar Sjúkraliða- félags íslands sl. haust að kannað- ur skuli meðal sjúkrahða áhugi þeirra fyrir stofnun stéttarfélags. Á því málefni virðist Sigríður lítinn skhning hafa, sé hann nokkur er það einhver misskilningur. Hann hefði auðveldlega leiðrést heíði henni tekist að flytja ræðu sína í hópi félaga sinna og formanna fé- lagsins eins og th var ætlast og henni boöið með góðum fyrirvara. Um túlkun og framkvæmd fyrir- hugaðra laga stéttarfélagsins segir í greininni: „Með fulltrúakosningu KjaUaiinn Gunnar Gunnarsson fyrrverandi frkvstj. Starfs- mannafélags ríkisstofnana hefur hinn almenni félagi í raun- inni ekki aðgang að sjálfum for- manni Sjúkrahðafélags íslands og það komast aðeins örfáir á fulltrúa- þingið.“ Hvers konar upphafning og for- ingjadýrkun er þetta, því í ósköp- unum skyldi hinn almenni félags- maður ekki hafa aðgang að for- manni sínum? Hvernig í ósköpun- um ætlar Sigríður að flnna þessari fullyrðingu sinni stað? Hvert sem formið er við kosningu eða at- kvæðagreiðslu á hinn almenni fé- lagsmaður alltaf aðgang að forustu félagsins, jafnt formanni sem öðr- um forustumönnum þess. Val formanns ákvörðun allra félagsmanna SLFÍ í umræddum frumdrögum að lögum fyrir stéttarfélag sjúkrahða er gert ráð fyrir að formaður félags- ins verði kosinn beinni kosningu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra sjúkrahða sem aðild eiga að SLFÍ, hvort sem þeir starfa sem sjúkrahðar eða ekki. Auk þess er fulltrúaráðsþingið öllum félags- mönnum opið, kjörnum fulltrúum sem öðrum félagsmönnum SLFÍ. Fulltrúaþingið á fyrst og fremst að tryggja að sjónarmið allra kom- ist á framfæri án tillits til búsetu í landinu og félagið beri kostnað af ferðum kjörinna fuhtrúa utan Stór-Reykjavíkursvæðisins á þing- ið. Bjðtíma sjúkraliða að Ijúka í 25 ár hafa sjúkraliðar rætt stöðu stéttarinnar og þörfina fyrir auknu „Þrisvar sinnum hefur sjúkraliðum ofboðið réttleysi sitt og afkoma og knú- ið viðsemjendur aðildarfélaga sinna að hlusta á kröfur sínar með hópuppsögn- um.“ Samvirk forusta kætist að lokinni undirskrift samninga 1987. - Einar Ólafsson, Gunnar Gunnarsson og Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR. forræði í eigin málum. Þrisvar sinnum hefur sjúkrahðum ofboðið réttleysi sitt og afkoma og knúið viðsemjendur aðildarfélaga sinna að hlusta á kröfur sínar með hóp- uppsögnum. Þrisvar sinnum hafa þeir neytt viðsemjendur aðildarfé- laga sinna til að undirrita sam- komulag um launakjör sín, starfs- réttindi og menntun sem jafnoft hefur verið svikið. fyrir það eitt að stéttin hefur ekki haft vald til að gæta hagsmuna sinna sjálf. Ólygn- asta dæmið er undirskrifuð og reglugerðarbundin loforð um nám- skeið og framhaldsnám sjúkraliða sem samið var um 1982 og síðan ítrekað samið um 1987 en öll fram- kvæmd og efndir hafa verið unnar af viðsemjandanum með hangandi hendi eins og raun ber gleggst vitni. um. Landsbyggðin jafnt sem aðr- irfullsödd á biðinni Að halda því fram, í ljósi þess sem á undan er gengið, að félagið eigi að fara sér hægar við ákvarðana- töku en gert hefur verið um stofn- un stéttarfélags vegna landsbyggð- arfólksins er furðuleg staðhæflng. Landsbyggðarmenn eru ekki síður þurfandi fyrir að 25 ára umhugsun- artíma ljúki. Á fundum með sjúkrahðum, sem haldnir hafa ver- ið um allt land meðal starfandi sjúkraliða, hefur þessum sjónar- miðum hvergi verið haldið fram. Fundirnir eru nú þegar orðnir yfir 30 talsins með þátttöku rúmlega 700 sjúkraliða. Landsbyggðin hefur fengið sig fullsadda af afgreiðslu sinna mála með ráðuneýtishraða sem er viðurkenndur og mældur heldur hægari en snigils á hrað- ferð. Ef það eru starfshættir sem á að innleiöa hjá launþegahreyfing- unni afþakka sjúkraliðar þá. Það er nóg komið af svo góðu. Að lokum vil ég taka undir það sjónarmið sem fram kemur í lok greinarinnar að „litlar einingar ná litlu“. Þessu er hægt að vera fyllilega sammála en það er þó erfitt að alhæfa um þetta frekar en annað. Það er ekki sama hver hópurinn er, skemmst er að minnast umdeildra samninga flug- umferðarstjóra nú nýlega. Ég legg á það áherslu að sterk og samstæð heildarsamtök eins og BSRB eiga að vera þess megnug að stilla sam- an strengi okkar, sterka sem veika, þar sem það á við. En hvert hljóð- færi í þeirri harmóníu á fyllsta rétt á sér, hversu smátt sem það er. Ef aðeins heyrðist í þeim fuglum skógarins sem best (hæst) syngja yrði skógurinn hljóður. Þaö er þarft verk sem við þurfum að vinna frekar en hælbíta hvert annað og reyndar ahir launþegar eiga að sameinast um að endur- skoða og treysta innviði heildar- samtaka sinna. Til þess þurfum við að hafa einurð og þor th að skil- greina þarfir okkar og breyta því sem breyta þarf. Það má til dæmis velta því fyrir sér hvort það er ekki fleira en færra sem mælir með samvinnu eða sameiningu BSRB og ASÍ en það sem sundrar, „minn- ug þess að litlar einingar ná litlu“ svo að ég vitni til athyglisverðrar ábendingar í umræddri grein. Gunnar Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.