Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Side 25
FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. 33 Frank Lacy á íslandi: Faðir minn kallar mig gjöf sína til djassins Frank Lacy, fjölhæfur hljóðfæraleikari sem einnig er liðtækur söngvari. DV-mynd BG Frank Lacy er ung og upprennandi stjarna í djassheiminum. Hann hefur á undanförnum árum verið að geta sér gott orð með ýmsum stórmeistur- um eins og Art Blakey, Dizzy Gil- lespie, Carla Blay og Lester Bowie. Lacy hefur þegar hljóðritað sína fyrstu plötu sem væntanleg er á markaðinn fljótlega. Frank Lacy er nú staddur á íslandi þessa dagana til að hljóðrita nýja tónlist eftir Tómas R. Einarsson á plötu. Ásamt Tómasi sem leikur á bassa eru það Pétur Östlund, trommur, Sigurður Flosa- son, saxófónn og Eyþór Stefánsson, píanó sem leika tónhst Tómasar sem er afrakstur af starfslaunum sem Tómas fékk á síðasa ári. í kvöld verða þeir félagar með hljómleika í Púlsinum þar sem leikin verða þessi nýju lög og sjálfsagt emhver fleiri. Frank Lacy fæddist 1958 í Houston í Texas. Faðir hann er þekktur djass- og blúsmaður. Lacy nam tónlist við Berklee skólann í Boston og Rotgers University. Eftir að hann flutti til New York lék hann meðal annars með stórsveitum Illionis Jacquet og Dizzy Gillespie. 1986 varð hann með- limur í hljómsveit trompetleikarans Lester Bowie, Brass Fantasy og um svipað leyti lék hann einnig með sextett saxófónleikarans Henry Threadgill og stuttu síðar lék hann í hljómsveit Cörlu Bley. 1988 verður hann svo meðlimur í hinni frægu hljómsveit Art’s Blakeys Jazz Mess- engers, þar sem hann auk þess að leika á básúnu var tónlistarstjóm- andi. Hann lék með Jazz Messengers í tvö ár og fékk hljómsveitin yfirleitt mikið hrós undir hans stjórn. Hefur öll blásturs- hljóðfæri á valdi sínu Allt frá því djassgagnrýnendur fóru að taka eftir Frank Lacy hefur honum verið hrósað í blöðum auk þess sem hann hefur verið framar- lega í kosningum gagnrýnenda bandaríska djasstímaritsins Down Beat um besta básúnuleikarann á undanförnum árum. DV spjallaði stutta stund við Frank Lacy og var hann fyrst spurður hvaðan hann hefði komið hingað? „Ég kom til íslands í gegnum Lux- emburg, en hef verið í Berlín og Hamborg síðustu þrjár vikur þar sem ég lék með ýmsum þýskum djassleikurum og lék einnig á „Go- spell“- tónleikum." - Nú munt þú leika með kvartett Tómasar R. Einarssonar hér á landi. Hefur þú leikið áður með Tómasi? „Það var eiginlega fyrst eftir að ég kom til landsins sem ég lék með kvartettinum, en við héldum smá- tónleika fyrir skólafólk og var ég al- veg undrandi á hve góðar viðtökur við fengum og hve krakkarnir sýndu mikinn skilning á tónlistinni." - Þú hefur kosið básúnu sem þitt aðalhljóðfæri, en ég hef heyrt að þú sért í raun jafnvígur á öll hljóðfæri og líka vel hðtækur söngvari? Ekki öll hljóðfæri, en ég hef gott vald á öllum blásturshljóðfærum og ég byrjaöi feril minn sem trompet- leikari, en smám saman æxlaðist það þannig að básúnan varð mitt aðal- hljóðfæri. Söngurinn er aukabúgrein sem ég hef gaman af.“ í tónleikaferð um Evrópu - Þegar þú ferð héðan, hvað tekur þá við? „Ég hef nýlega stofnað eigin hljóm- sveit og erum viö búnir að hljóðrita plötu sem heitir Toll Weights and Blue Fire og erætlunin að fara í tón- leikaferðalag um Evrópu sem hefst að öllum líkindum í júní og vaeri gaman að geta komið þá aftur til ís- lands. Með mér í hljómsveitinni er faðir minn sem er mjög góður djass- og blúsmaður og verður þetta í fyrsta skiptið sem hann fer í hljómleikaferð til Evrópu." - Hvernig djass er svo á plötunni þinni? „Það má eiginlega segja að tónlistin sé blanda af gömlum og nýjum stefn- um í djassinum. Hljóðfæraskipunin er nokkuð óvenjuleg, aðeins básúna, trommur og bassi og gefur það plöt- unni dálítinn keim af frjálsum djassi. Auk þess syng ég á plötunni ásamt föður mínum sem aftur á móti kemur með sín áhrif sem runnin eru upp úr hefðbundnum djassi og blús. - Hvernig höfðar tónlist Tómasar R. Einarssonar til þín? „Við höfum ekki æft öll lögin sem verða á plötunni enn sem komið er, en þau lög sem ég hef þegar kynnst hkar mér vel við. Þetta er góð blanda af blús og frjálsum djassi.“ Frank Lacy mun dvelja hér í viku- tíma og eins og áður segir gefst tæki- færi að heyra í honum ásamt kvart- ett Tómasar R. Einarssonar í kvöld og annað kvöld. Þá munu jafnvel verða tónleikar með honum í næstu viku þar sem hann mun leika eigin tónsmíðar, en það var ekki afráðið þegar þetta viðtal fór fram. -HK Þýskur ljósmyndari sýnir ljósmyndir frá Islandi á sýningu 1 Hamborg: Klaki úr Vatnajökli í kokkteilinn Jóharuia S. Sigþórsdóttir, DV, Þýskalandi: Þessa dagana stendur yfir athyglis- verð ljósmyndasýning í Hamborg. Þar eru sýndar eitt hundrað ljós- myndir, sem ahar eiga það sameigin- legt að hafa verið teknar á íslandi. Manfred Ehrich ávarpar gesti við opnun sýningarinnar. í bakgrunni má sjá tvö verka hans. Sá sem myndirnar tók er þýskur hst- ljósmyndari, Manfred Ehrich, að nafni. Sýningin var opnuð í forsal elsta kvikmyndahúss Hamborgar, í St. Pauli-hverfinu, sem margir íslend- ingar þekkja. Við opnunina var fjöl- menni, þar á meðal Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Þýskalandi og kona hans Anna Birg- is. Einnig má nefna Gísla Gestsson kvikmyndagerðarmann, sem var sérlegur aðstoöarmaður Manfreds meðan hann dvaldi á íslandi. Kvaðst Gísh meðal annars í ávarpi sem hann flutti, hafa komið með smáhtið brot af Vatnajökh meðferðis í kæliboxi og heföi það verið mulið út í kokkteil þann sem gestir gæddu sér á. Þær myndir, sem á sýningunni voru, vann ljósmyndarinn Manfred í tveimur heimsóknum til landsins. Allt eru þetta landslagsmyndir, sem teknar höfðu verið uppi í óbyggðum, af jöklum, hellum og eða þá grænu umhverfi, svo eitthvað sé nefnt. Ljós og skuggar voru látin spha saman í myndunum og litbrigðin voru ólýs- anlega falleg. Eins og áður sagði hefur Manfred Hilmar Örn Agnarsson og Hildigunnur Rúnarsdóttir, sem bæði eru við nám í Þýskalandi, fluttu gestum nokkur íslensk lög. Ehrich unnið sér nafn sem listljós- myndari. Hafa verk hans farið víða og má nefna að umrædd sýning frá íslandi hefur þegar verið sett upp í Japan viö mikla hrifningu. Þá hangir ein myndanna uppi á vegg hjá banka- . íi Ssjruí tn'iEf ’íi5nl Biœu sr.ili t stjóra í risabankanum Deutsche Bank í Frankfurt í Þýskalandi. Sú mynd hefur verið stækkuð upp í íjög- urra fermetra flöt, sem er alveg óhætt, því þetta er íðilfögur ljósmynd l af Jqkujsárlpni, Merming Bryndis Petra Bragadóttir í hlut- verki Hildar i Ég er meistarinn. Bryndís Petra tekinvið hlutverki Hildar Ekkert lát virðist vera á vin- sældum íslenska leikritsins, Ég er meistarinn, eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Upp- selt hefur verið á allar sýningar frá þvi frumsýnt var á litla svið Borgarleikhússins í haust og hafa nú rúmlega tíu þúsund manns séð verkið. Elva Osk Ólafsdóttir, sem leikið hefur eitt af þremur hlutverkum í leikritinu, hefur orðið að hætta sökum þess að hún á von á barni. í fyrstu var ákveð- ið að hætta að sýna leikritið en hortið var frá þessari ákvörðun og Bryndís Petra Bragadóttir fengin til að leysa Elvu Ósk af hólmi og eru nú hafhar sýningar á leikritinu að nýju með henni í hlutverki Hildar. „Mokkakaffi fullkominn sýningar- staðurfyrir smámyndir“ Magnús Kjartansson listmálari hefur opnað sýningu á smámynd- um á lúnni þekktu kaffistofu, Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Magnús segir að staðurinn sé fullkominn sýmngarstaður fyrir smámyndir. „Hvergi hefi ég rýnt í og hugleitt gaumgæfilegar verk annarra listamanna, né komist í nánari snertingu við þau,“ segir Magnús. Um smámyndagerð sína segir hann að hún sé fyrir honum „Mnn frjósami akur, þar sem hugmyndir vaxa upp og falla sem grasið á akrinum. Eins og grasið er sjaldnast sýnt á landbúnaðar- sýningum, en frekar skepnan sem á þvi nærist, þanmg eru og smáverk listamanna ógjarnan sýnd en frekar tún veigameiri verk, er eiga tilvist sína oftlega smáverkunum að þakka. Þetta mætti breytast." Sýning Magnús- ar opnaði í gær og stendur til 3. apríl. Nýtt leikrit eftirSjön frumsýntíkvöld Keiluspil heitir nýtt leikrit eftir Sigurjón B. Sigurðsson eða Sjón eins og listamannsnafn hans er. Leikfélag Flensborgarskóla frumsýnír leikritið í kvöld. Leik- ritinu er lýst sem ærslafullu æv- intýri með alvarlegum undirtón. Leikendur eni ailir nemendur við Flensborgarskóla, en leikstjóri er leikarinn Skúh Gautason. Keilu- spil verður sýnt í Bæjarbíói í Hafnarfirði og eru næstu sýning- ar á sunnudag og mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.