Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Side 26
34 FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. Afmæli Jóhann Bjömsson Jóhann Björnsson, fyrrv. forstjóri, Vestmannabraut42, Vestmannaeyj- um, er sjötugur í dag. Starfsférill Jóhann fæddist í Veturhúsum á Jökuldalsheiði en ólst upp á Vopna- firði. Hann hvarf frá menntaskóla- námi vegna ijárskorts en lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1942. Jóhann starfaði hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga 1938-45, hjá Almenna byggingafélaginu hf. 1945-47, var póst- og símstöðvarstjóri á Vopna- firði 1947-52, póstfulltrúi í Vest- mannaeyjum 1952-71 ogforstjóri Sjúkrasamlags Vestmannaeyja 1971-81. Jóhann sat í ritnefnd Framsókn- arblaðsins í Eyjum í tvo áratugi og var ritstjóri þess um árabil. Hann starfaði með Leikfélagi Vestmanna- eyja 1953-72, hefur sungið með kór Landakirkju frá 1953 og áður með kirkjukór á Vopnafirði í áratug, hefur starfað í Oddfellow-reglunni frá 1956 og gegnt þar trúnaðarstörf- um, félagi í Rótaryklúbbi Vest- mannaeyja frá 1972 og forseti hans 1976-77. Hann var stjórnarmaður í Kaup- félagi Vestmannaeyja 1956-89 og for- maður þess í nokkur ár, stjórnar- maður í Sparisjóði Vestmannaeyja í fimmtán ár, hefur setið í sóknar- nefnd Vestmannaeyja frá 1970, sat í skólanefnd grunnskólans í tuttugu ár og formaður hennar í átta ár og bæjarfulltrúi 1966-70. Fjölskylda Jóhann kvæntist 11.10.1947 Freyju Stefaníu Jónsdóttur, f. 24.6. 1924, fiskvinnslukonu, meðhjálpara og kirkjuverði Landakirkju en hún er dóttir Jóns Sveinssonar, sjó- manns og verkamanns í Vest- mannaeyjum, ogkonu hans, Jennýjar Jakobsdóttui* húsmóður. Börn Jóhanns og Freyju Stefaníu eru Bjöm, f. 13.2.1949, lyfjafræðing- ur í Reykjavík, kvæntur Gunni P. Til hamingju með afmælið 14. mars 90 ára 70 ára Stefán Sigurðsson, Vesturbrún 14, Reykjavik. Hjörtur Hannesson, Skaftárvöflum 7, Skaftárhreppi. Elín Friðjónsdóttir, Lækjargötu 6, Hafnarfirði. 85 ára Yilborg Guðmundsdóttir, Álfhólsvegi 2A, Kópavogi. Torfi Sigurjónsson, Miðhúsum, Garði. 60 ára Sigurður Jónsson, Lerkilundi 20, Akureyri. 80 ára 50 ára Jóu Guðmundsson, Heiðarbrún 8, Hveragerði. Jónína G. Kjartansdóttir, Hásteinsvegi 52, Vestmannaeyjum. 75 ára 40 ára Guðmundur Árnason, Sunnuvegi 1, Hafnarfirði. Sveinn Guðmundsson, Kársnesbraut 97, Kópavogi. Gunnar Árnason, Þrastanesi 1, Garðabæ. Eysteinn E. Þorsteinsson Eysteinn E. Þorsteinsson rafvirki, 683 Toyon Ave, Sunnuvale 94086, Bandaríkjunum, er sextugur í dag. Eysteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lærði rafvirkjun hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og starfaði við stofnunina þar tii hann flutti til Kaliforníu árið 1956. Kona Eysteins er Andrea Back- man Árnadóttir og eiga þau þrjá syni, Þorstein, Árna og Erik, en barnabörnin eru fjögur. Systur Eysteins eru Anna og Jón- ída en þær búa í nágrenni við bróð- ur sinn í Kalifomíu. Foreldrar Eysteins voru Ingiríður Þórðardóttir og Þorsteinn Eiríks- son, sem lengst af starfaði hjá Raf- Eysteinn E. Þorsteinsson. magnsveitu Reykjavíkur, en þau erubæði látin. Eysteinn og kona hans verða á siglingu til Mexíkó á afmælisdaginn. Fyrir afmælið og fermingarnar Snittur kr. 68 Rjóma- og marsipantertur 12—60 manna Snögg og góð afgreiðsla Kransatertur 12-60 manna Brauðstofan Gleym-mér-ei Nóatúni 17 - sími 15355 Þórsdóttur hjúkrunarfræðingi; Jenný, f. 26.4.1950, meinatæknir í Reykjavík, var gift Sigmundi Ein-' arssyni jarðfræðingi en þau skildu og er dóttir þeirra Freyja, f. 16.10. 1970; Inga, f. 27.12.1951, verslunar- maður í Reykjavík, var í sambýli með Karli Lúðvíkssyni íþróttakenn- ara en þau skildu og eru dætur þeirra Sigríður Anna, f. 21.12.1970, og Jóhanna, f. 13.2.1972. Seinni sam- býlismaður Ingu var Þorkell Hún- bogason, kaupmaður í Vestmanna- eyjum, og eru synir þeirra Daði, f. 29.10.1978, og Héðinn, f. il.6.1981; Jón Freyr, f. 17.5.1962, tölvpnar- fræðingur MS í Reykjavík og er kona hans Valgerður Halldórsdótt- ir, stjórnmálafræðingur BA, en dóttir Jóns Freys með Vilfríði Vík- ingsdóttur er Inga Birna, f. 19.8. 1981. Bræður Jóhanns: ívar, f. 11.2.1916, d. 30.12.1990, búfræðingur frá Hól- um; Ragnar, f. 30.3.1918, fyrrv. mat- sveinn í Hafnarfirði; Hörður, f. 11.2. 1920, byggingatæknifræðingur í Kópavogi; Magnús, f. 3.5.1923, d. 7.1.1990, húsasmiður í Kópavogi; Sigurður, f. 15.8.1924, bifreiðarstjóri á Vopnafirði; Björn, f. 18.2.1927, bókbindari og gullsmiður í Reykja- vík; Einar, f. 8.4.1928 en hann fórst með vitaskipinu Hermóði 18.2.1959. Foreldrar Jóhanns vom Björn Jóhannsson, f. 9.9.1891, b. og kenn- ari í Veturhúsum og síðar kennari og skólastjóri á Vopnafirði, og Anna Magnúsdóttir, f. 19.12.1892, ljósmóð- ir. Ætt Björn var sonur Jóhanns, frá Hörghóli í Vestur-Húnavatnssýslu, Jóhannssonar, vinnumanns þar, Jónassonar. Móðir Jóhanns yngri var María Sigvaldadóttir, systir Jó- hanns, hreppstjóra í Mjóadal, og Björns, b. í Aðalbóli í Miðfirði. Móð- ir Björns Jóhannssonar var Ragn- heiður Björnsdóttir, b. á Klúku í Steingrímsfirði, Björnssonar, prests Jóhann Björnsson. í Tröllatungu, Hjálmarssonar. Móð- irRagnheiðar var Helga Zakarías- dóttir frá Heydalsá, hálfsystir Guð- laugar, konu Torfa í Ólafsdal. Anna var dóttir Magnúsar, b. í Hjarðarhaga, ívarssonar, b. á Vaöi í Skriðdal, Jónssonar. Móðir Magn- úsar var Anna Guðmundsdóttir. Móðir Önnu var Sólveig Þórðardótt- ir, b. á Sævarenda í Loðmundar- firði. Jóhann og kona hans taka á móti gestum í safnaðarheimili Landa- kirkju laugardaginn 17.3. frá klukk- an 20.00. Jón Eiríksson Jón Eiríksson, fyrrv. skattstjóri og hdl., Vesturgötu 165, Akranesi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík en ólst upp að Hesti í Borgarfirði. Hann lauk stúdentsprófum frá MA1937, embættiprófi í lögfræði frá HÍ1943 og öðlaðist hdl-réttindi haustið 1950. Jón var skattstjóri í Vestmanna- eyjum 1945-62 og skattstjóri í Vest- urlandsumdæmi 1962-76 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var stofnandi og formaður Tónlistarfélags Vestmannaeyja frá stofnun og til 1960, skrifaði blaða- greinar um ýmis efni og ritaði ásamt öðrum minningarrit um foreldra sína: Ár og dagur í víngarði drottins. Fjölskylda Jón kvæntist 17.10.1953 Bergþóru Guðjónsdóttur, f. í Reykjavík 21.4. 1921, húsfreyju en hún er dóttir Guðjóns Jónssonar járnsmiðs og konu hans, Halldóru Hildibrands- dóttur. Dóttir Jóns frá fyrra hjónabandi er Þorbjörg, f. 22.6.1942, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík, gift Símoni Ólasyni lögfræðingi og á hún þrjú börn og eitt barnabarn. Böm Jóns og Bergþóru eru Sigríður, f. 5.2.1954, viðskiptafræðingur, gift Birni Lár- ussyni kaupmanni og á hún þrjú börn; Halldóra, f. 27.10.1955, bóka- safnsfræðingur, gift Valentínusi Ólasyni stýrimánni og eiga þau þrjú börn; Guðjón, f. 7.9.1957, rafmagns- verkfræðingur hjá Pósti og síma, kvæntur Sigurlaugu Vilhelmsdótt- ur og eiga þau eitt barn; Eiríkur, f. 27.5.1959, viðskiptafræðingur, kvæntur Sigrúnu Rögnu Ólafsdótt- ur, löggiltum endurskoðanda. Systkini Jóns: Guðfinna, f. 16.11. 1914; Stefanía, f. 5.3.1918, er látin; Guðbjörg, f. 4.4.1920, sem er látin; Björn, f. 2.2.1922, nú látinn; Ásta, f. 22.6.1924; Albert, f. 10.2.1926, dó ungur; Friðrik, f. 21.7.1928; Ragnar, f.4.8.1930. Foreldrar Jóns voru Eiríkur V. Albertsson, f. 7.11.1987, d. 11.10. 1972, doktor í guðfræði, skólastjóri á Hvítárbakka og prófastur að Hesti í Borgarfirði, og kona hans, Sigríður Björndóttir, f. 5.6.1891, d. 31.5.1975, prestsfrú og kennari. Ætt Eiríkur var sonur Alberts, b. í Flugumýrarhvammi, Jónssonar. Móðir Alberts var Ingibjörg Jóns- dóttir, b. í Miðhúsum, Jónssonar. Móðir Jóns var Abigael Vilhjálms- dóttir, systir Benedikts, afa Jónasar í Hróaldsdal, langafa Jóhanns, föður Kristjáns óperusöngvara. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg Péturs- dóttir. Móðir Eiríks var Stefanía Pétursdóttir í Djúpadal Guðmunds- sonar og Bergþóru Andrésdóttur, systir, sammæðra, Sigríðar, móður Jóns Sigurðssonar, alþingismanns á Reynistað. Móðir Bergþóru var Soff- ía Gísladóttir, b. á Hofi, Halldórs- sonar. Móðir Gísla var Þórey Björnsdóttir, systir Jóns, langafa Pálínu, móður Hermanns Jónasson- ar forsætisráðherra. Sigríður var dóttir Bjöms, próf- asts á Miklabæ, Jónssonar, b. í Broddanesi í Kollafirði, Magnússon- ar, b. á Gestsstöðum, Illugasonar, Jón Eiríksson. b. í Gröf í Bitru, Illugasonar, b. á Kolbeinsá, Hallssonar, bróður Arndísar, langömmu Guðbjargar, ömmu Stefáns frá Hvítadal. Móðir Björns var Guðbjörg Björnsdóttir, b. á Stóra-Fjarðarhorni, Guðmunds- sonar. Móðir Guðbjargar var Sigríð- ur Jónsdóttir, b. á Þórustöðum í Bitru, Guðmundssonar og konu hans, Valgerðar Jónsdóttur, systur Einars, langafa Ragnheiðar, móður Snorra skálds og Torfa, fyrrv. toll- stjóra, Hjartarsona. Móðir Sigríðar var Guðfinna Jens- dóttir, b. á Innri-Veðrará í Önundar- firði, Jónssonar. Móðir Jens var Margrét Guðmundsdóttir, systir Borgnýjar, langömmu Kristjönu, móöur Kristins Sigtryggssonar, for- stjóra Arnarflugs. Móðir Guðfmnu var Sigríður Jónatansdóttir, b. á Vöðlum, Jónssonar og konu hans, Helgu, systur Ólafs, föður Bergs Thorbergs landshöfðingja og Hjalta, langafa Jóhannesar Nordals. Ólafur var einnig langafi Einars Guðfinns- sonar í Bolungarvík. Logi Þormóðsson Logi Þormóðsson fiskverkandi, Háteigi 20, Keflavík, er fertugur í dag. Starfsferill Logi fæddist að Litlu-Brekku á Höföaströnd í Skagafirði og ólst upp í Málmey, á Hofsósi og síðan í Kefla- vík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Keflavik og prófi sem fiskiðnaðarmaöur frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði. Logi hefur starfað við eigin rekst- ur á Fiskvinnslufyrirtækinu Tros í Sandgerði síðan 1978. Hann hefur veriö stjórnarformaður Fiskmark- aðs Suðurnesja frá stofnun hans. Fjölskylda Logi hóf sambúð 1971 með Bjarg- eyju Einarsdóttur en þau giftu sig 3.12.1976. Hún er fædd 20.8.1954, fiskverkandi og samstarfsmaður eiginmannsins, dóttir Einars Gunn- arssonar, húsgagnasmiðs í Keflavík, og Sigríðar Guðbrandsdóttur. Börn Loga og Bjargeyjar eru Steinbjöm Logason, f. 11.1.1970, nemi; Guðbjörg Glóð Logadóttir, f. 17.1.1972, nemi; Gunnar Logason, f. 24.7.1978, nemi; Ljósbrá Logadótt- ir, f. 1^2.1982, nemi. Systkini Loga: Þórdís Þormóðs- dóttir, f. 5.9.1942, nemi við HÍ, bú- sett í Keflavík, gift Karli Steinari Guðnasyni alþingismanni og eiga þau íjögur börn; Úlfar Þormóðsson, f. 19.6.1944, framkvæmdastjóri Gall- erý Borg, búsettur í Kópavogi, kvæntur Sólveigu Pétursdóttur nema og á hann þrjá syni; Hrönn Þormóðsdóttur, f. 3.6.1946, skrif- stofumaður í Keflavík, gift Hallbirni Sævars flugvirkja og á hún þrjú börn; Anna Björg Þormóösdóttir, f. 22.9.1960, verkakona í Sviþjóð, og á hún einn son. Foreldrar Loga: Þormóður Guð- laugsson, f. 15.3.1916, d. 5.5.1989, og Guðbjörg Þórhallsdóttir, f. 17.10. 1920, húsmóðir. Guðbjörg og Þormóður skildu en seinni maður Guðbjargar var Axel Davíðsson húsasmiöur er lést 18.9. 1990. Sambýliskona Þormóðs síðustu árin var Áshildur Björnsdóttir. Logi tekur á móti gestum í golf- skálanum í Leiru, laugardaginn 16.3. nk. frá klukkan 18.00-21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.