Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Side 28
36 FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. Merming - V Laugarásbíó: Dreptu mig aftur ★★ Svart og sykurlaust Dreptu mig aftur er lágstemmdur en frambærilegur tryllir, sem fylgir „film noir“ forskriftinni út í ystu æsar. Leikstjórinn kann sitt fag og þaö er helst handri- tiö (eigið aö hluta), sem dregur aðeins niður í áhrifun- um. Margsönnuð uppskriftin samanstendur af einum vafasömum kvenmanni, einni sóðalegri leynilöggu, Kvikmyndir Gísli Einarsson tösku fullri af seðlum, skipulagðri glæpastarfsemi og einum geðsjúkum morðingja. Eldamennskan heppnast ágætlega, þó að svona eigi betur heima í sjónvarpi en í bíó. Þetta er framleiðsla í ódýrari kantinum og ekk- ert um íburð á neinu sviði. Sagan líður áfram í róleg- heitunum og nær ágætis sprettum inn á milli. Hún kemur samt aldrei á óvart, því hún gefur alltaf vís- bendingu um það sem koma skal. Það kemur smá saggi í miðjunni og í endanum, en það skemmir ekki mikið fyrir. Hjónakornin þurfa að halda aftur af leikhæfileikun- um, því í svona mynd er það eina sem gildir að vera svalur og sýna sem minnst svipbriði, sama á hverju gengur. Enda skjóta þau atriði skökku við þegar frú Kilmer þarf að sýna (alvöru?) tilfmningar. Herra Kil- mer er hinsvegar meitlaður úr steini, eins og vera ber, ólíkt fyrri hlutverkum (nema Iceman). Morðóður kærasti er þægilega kraftmikill og ryður sér í gegnum Joanne Whalley-Kilmer leikur hættulegan kvenmann í Dreptu mig aftur. sín atriði eins og jarðýta. Annars er þetta aðeins skyndiafþreying frá Propag- anda, merkileg fyrir þær sakir að vera í það minnsta skárri en Private Investigations, en fólnar í saman- burði við gæðaafurðir þeirra frá síðasta ári. Kill Me Again. (Band-1989). 94 mín. Leikstjórn: John Dahl. Leikarar: Val Kilmer (Willow, Real Genius), Joanna Whalley- Kilmer (Navy Seals, Scandal), Jonathan Gries (Running Sca- red), Michael Madsen, Pat Mulligan, Nick Dimitri, Bibi Besch (Lonely Lady). Fréttir -t 3* Aðaltvímenningur BFB Þremur kvöldum og 21. umferð er nú lokið í aðaltvímennings- keppni Bridgefélags Breiðflrðinga. Sveinn Sigurgeirsson og Hallgrím- ur Hallgrímsson hafa leitt keppn- ina frá upphafí og hafa nú 151 stigs forystu. Staða efstu para er nú þannig: 1. Sveinn Sigurgeirsson - Hallgrímur Hallgrímsson 379. 2. Elvar Guðmundsson - Marinó Kristinsson 228. 3. Þórður Jónsson - Gunnar Karlsson 225. 4. Jón Viðar Jónmundsson - Aðalbjörn Benediktsson 213. 5. Guðmundur Karlsson - Karl Jóhannesson 206. 6. Sveinn Þorvaldsson - Bjarni Jónsson 150. 7. Tómas Sigurjónsson - Þóröur Sigfússon • 142. 8. Guðrún Jóhannesdóttir - Gróa Guðnadóttir 131. Á síðasta spilakvöldi fengu eftir- talin pör hæst skor: 1. Jón Viðar Jónmundsson- Aðalbjörn Benediktsson 158. 2. Sveinn Þorvaldsson - Bjarni Jónsson 127. 3. Þórður Jónsson - Gunnar Karlsson 81. 4. Elvar Guðmundsson - Marinó Kristinsson 79. 5-6. Guðrún Jóhannesdóttir - Gróa Guðnadóttir 77. 5-6. Margrét Þórðardóttir - Dóra Friðleifsdóttir 77. Næstkomandi fimmtudagskvöld, 14. mars, verður gert hlé á aðaltví- menningi félagsins vegna undan- keppni Islandsmóts í sveitakeppni á Hótel Loftleiðum. Boðið verður upp á eins kvölds tvímenning þess í stað og eru allir velkomnir. Spila- mennska hefst stundvíslega klukk- an 19:30. Bridgefélag Akraness Fimmtudaginn 7. mars lauk Akranesmóti í sveitakeppni með sigri sveitar Sjóvá-Almennra sem hlaut 183 stig. í sveitinni spiluðu Einar Guðmundsson, Guðjón Guð- mundsson, Ingi Steinar Gunn- laugsson og Ólafur Grétar Ólafs- son. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Sjóvá-Almennar 183. 2. Erlingur Einarsson 172. 3. Doddi B. 157. 4. Þórður Elíasson 147. 5. Hreinn Björnsson 143. Næsta keppni félagsins og jafn- framt sú síðasta á þessu starfsári er Akranesmót í tvímenningi sem hefst 21. mars. Bridgesamband Vesturlands Laugardaginn 2. mars síðastlið- inn var haldið Vesturlandsmót í tvímenningi í Borgarnesi. Þátt tóku 30 pör sem er óvenjumikill fjöldi þegar litið er til þátttöku siðustu ára. Vesturlandsmeistarar í tví- menningi urðu Karl Alfreðsson og Tryggvi Bjarnason sem fengu 158 stig. Röð efstu para varð þessi: 1. Karl Alfreðsson - Tryggvi Bjarnason, Akranesi 158. 2. Einar Guðmundsson - Ingi Steinar Guðmundsson, Akranesi- 128. 3. Guðmundur Ólafsson - Jón Á. Þorsteinsson, Akranesi 115. 4. Hörður Pálsson - Þorgeir Jósefsson, Akranesi 108. 5. Jón Þ. Björnsson - Níels Guðmundsson, Borgarnesi 94. 6. Ragnar Haraldsson - Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði 89. 7. Þórður Elíasson - Alfreð Viktorsson, Akranesi 77. Keppnisstjóri var ísak Örn Sig- urðsson og reiknimeistari Lúðvík Einarsson. Aðaltvímenningur Bridgefé- lags Tálknafjarðar Lokið er aðaltvímenningi Bridge- félags Tálknaíjarðar sem spilaður var á Ijórum kvöldum með þátt- töku 10 para. Úrsht urðu þessi: 1. Jón H. Gíslason - Ævar Jónasson 556. 2. Andrés Bjarnason - Haukur Árnason 523. 3. Guðlaug Friðriksdóttir - Kristín Magnúsdóttir 517. 4. Brynjar Olgeirsson - Geir Viggósson 483. 5. Guðmundur S. Guðmundsson - Þórður Reimarsson 470. ÍS Andlát Bjarni E. Arngrímsson, dvalarheim- ilinu Ási, Hveragerði, andaðist á Víf- ilsstaðaspítala þriðjudaginn 12. y mars. Jarðarfarir Anna Ástveig Bjarnadóttir, Njörva- sundi 9, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju fóstudaginn 15. mars kl. 15. Elías Bernburg er látinn. Jarðarfor hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhann Lárusson veröur jarðsung- inn frá Akraneskirkju fóstudaginn 15. mars kl. 14. Arnfríður G. Jóhannesdóttir, Ból- staðarhlíð 41, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. mars kl. 10.30. Elínborg Jónsdóttir, frá Höll í Haukadal, Dalbraut 20, Reykjavík, verður jarðsett frá Hallgrímskirkju föstiudaginn 15. mars kl. 13.30. Ásta Valdimarsdóttir lést 6. mars. Hún fæddist á Fáskrúðsfírði 19. okt- óber 1937. Foreldrar hennar voru Valdimar Lúðvíksson og Guðlaug Sveinbjörnsdóttir. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Reynir Dagbjarts- son. Þau hjónin eignuöust fimm böm. Útfór Ástu verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðja og síöasta spilakvöldið í þriggja kvölda keppninni verður annaö kvöld, 15. mars, og hefst kl. 20.30 að Auðbrekku 25. Allir velkomnir. Dans á eftir að venju. Flóamarkaður Flóamarkaður hjá Hjálpræðishernum verður að Kirkjustræti 2 þriðjudag og miðvikudag frá kl. 10-17. 8. landsmót íslenskra barnakóra veröur haldið á Akureyri helgina 15.-17. mars. 20 kórar víðs vegar af landinu hafa skráð sig til leiks og verða þátttakendur um 750 börn. Kóramir gista í fíórum skól- um á Akureyri og einnig á Hrafnagili og Þelamörk. A laugardag munu kórarnir syngja saman í litlum hópum og æfa ný lög en á sunnudag verða tónleikar í íþróttaskemmunni. Hver kór syngur eitt lag sér en í lok tónleikanna verður mynd- aður einn allsherjar barnakór úr öllum kórunum. Aögangur er ókeypis. Tón- menntarkennarafélag íslands stendur fyrir landsmótunum og hafa þau verið haldin annað hvert ár frá árinu 1977. Heimsforseti JCI á íslandi Heimsforseti Junior Chamber Inter- national, Reginald C.J. Schaumans, er staddur á íslandi dagana 13.-15. mars. Heimsforseti mun m.a. koma á fund á vegum JC-ísland fimmtudaginn 14. mars og flytja ávarp. Einnig mun hann taka nýja félaga inn í hreyfmguna. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Ársal og hefst kl. 20. JC-hreyfmgin er fyrir fólk á aldrinum 18-40 ára og hafa þúsundir ís- lendinga sótt fræðslu og þroska innan vébanda hennar. JC-félagar eru hvattir til að mæta á fundinn þegar svo gott tæki- færi gefst til þess að hitta æðsta mann hreyfingarinnar. Námstefna um kynfræði og þroskahömlun verður haldin að Borgartúni 6 dagana 14.-15. mars á vegum sálfræðinga sem starfa að málefnum fatlaðra. Fjallað verður m.a. um kynlífsþroskann og áhrif greindarskerðingar á hann, væntingar og viöhorf umhverfisins til kynhegðunar þroskaheftra, erfðaráögjöf og siöfræði ófijósemisaðgerða, kynlífserfiðleika og meðferðarleiðir. Fyrirlesarar munu nálgast viöfangsefnið út frá mörgum ólík- um sjónarhornum, svo sem sálfræðileg- um, félagslegum, læknisfræðilegum, siö- fræðilegum og lagalegum. Námskeiðið er einkum ætlað starfsfólki sambýla, vist- heimila, skóla eða annarra stofnana sem þjóna þroskaheftum. Leikhús Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG, KATA! eftir Samuel og Bellu Spewack Tónlist ng söngtextar eftir Cole Porter Þyðing: Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Una Collins Tónlistarstjórn: Jakob Frimann Magnússon Dansar: Nanette Nelms Lýsing: Ingvar Björnsson Leikendur, söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar: Ragnhildur Gísla- dóttir, Helgi Björnsson, Vilborg Halldórsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Kaa- ber. Jón St. Kristjánsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Jón Benónýs- son, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Gestur Einar Jónasson, Guðrún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Ingibjörg Björnsdótt- ir, Nanette Nelms, Astrós Gunn- arsdóttir, Jóhann Arnarsson, Óskar Einarsson, Birgir Karlsson, Karl Petersen, Sveinn Sigurbjörns- son, Þorsteinn Kjartansson og Björn Jósepsson. Frumsýning 15. mars kl. 20.30. Upp- selt. 2. sýning 16. mars kl. 20.30, Uppselt. 3. sýning 17. mars kl. 20.30. Uppselt. 4. sýning föstud. 22. mars kl. 20.30. 5. sýning laugard. 23. mars kl. 20.30. 6. sýning sunnud. 24. mars kl. 20.30. ÆTTARMÓTIÐ Aukasýningar 35. sýning miðvikud. 27. mars kl. 20.30. 36. sýning fimmtud. 28. mars (skírdag) kl. 15.00. 37. sýning fimmtud. 28. mars (skírdag) kl. 20.30. Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga kl. 14-20.30. MUNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA Félag eldri borgara í Reykjavík Opið hús í Risinu í dag. Kl. 14 félagsvist, kl. 20.30 dansleikur. Ath. aö minni salur- inn er lokaður á fimmtudögum. Fundir JC-Reykjavík heldur opinn fund í Ársal Hótel Sögu í dag, fimmtudaginn 14. mars, kl. 20. Heið- ursgestur fundarins verður heimsforseti JC-hreyfmgarinnar. Tórúeikar Tónleikar á N-1 Hljómsveitin Vin-k heldur tónleika í kvöld, fimmtudagskvöld, á veitinga- staönum N-l. Sveitina skipa Mike Pollock, Gunnar Erlingsson og Gunnþór Sigurðsson. Fyrirlestrar „Þjóðernisdeilur og öryggis- mál Evrópu“ Föstudaginn 15. mars flytur dr. Dennis J.D. Sandole fyrirlestur í boði Alþjóða- málastofnunar Háskóla íslands um efnið „Þjóðemisdeilur og öryggismál Evrópu". Rætt verður um þjóðernisdeilur í Aust- ur-Evrópu og Sovétríkjunum, mögulegar hættur sem af þeim geta stafað fyrir sam- skipti Evrópuríkja og mögulegt hlutverk Atlantshafsbandalagsins, Evrópubanda- lagsins og Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu til að fmna lausn á slíkum deilum. Dr. Dennis Sandole er dósent í alþjóðastjórnmálum við George Mason-háskólann í Bandaríkjunum. Sér- svið hans er samningar og lausnir deilu- mála milli ríkja. Hingað til lands kemur hann á vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Fyrirlesturinn fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 15.30 og er öllum opinn. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í rauðri áskriftaröð verða í Háskólabíói í dag, 14. mars, og hefjast kl. 20. Á efnis- skrá verða þrjú verk: Sónans eftir Karó- línu Eiríksdóttur, Sinfónía nr. 2 eftir Charles Ives og Fiðlukonsert eftir Tsjai- kofskí. Einleikari verður Victor Tretja- koff og hljómsveitarstjóri Murry Sidlin. Miðasala fer fram á skrifstofu hljóm- sveitarinnar í Háskólabíói á skrifstofu- tíma og einnig í miðasölunni við upphaf tónleikanna. ÍáLTll HM.4I i Æ i7‘ I Leikfélag Mosfellssveitar ÞIÐ MUNIÐ HANN JÖRUND Vegna fjölda áskorana verður þeha frábæra leikrit Jónasar Árnasonar tekið upp aftur á kránni Jockers and kings í Hlégarði. Sunnud.17.marskl.21. Föstud.22. marskl.21. Laugard.23.marskl.21. Laugard.30. marskl.21. Miðapantanir og nánari uppl. í sima 666822 9-18 alla virka daga og síma 667788 sýningardaga frá 16-20. Hiá Mjólkurskógi eftir Dylan Thomas Leikstjóri Viðar Eggertsson Sýnt í Tjamarbíói Miðapantanir í síma 620458 eftir kl. 14 7. sýning fimmtud. 14.3. kl. 20.30. 8. sýning föstud. 15.3. kl. 20.30. 9. sýning laugard. 16.3. kl. 20.30. 10. sýning þriðjud. 19.3. kl. 20.30. Síðasta sýning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.