Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Page 32
þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjörn - Ausjlýsín<|ar - Áskrift - Dreífinsj: Simi 27022 Frjálst, óhaö dagblað FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. Hjörleifur Guttormsson: Er Alþingi stimpil- stofnun? „Ég vísa ummælum iðnaðarráö- herra til fóðurhúsanna. Það er eðli- legt að vakin sé athygli á þessu stóra máli og ráðherrar beðnir um svör við fjölmörgum atriðum. Ég hef ekki um neitt að semja varðandi málflutn- ing og röðun mála. Halda ráðherr- amir að þeir geti farið með Alþingi íslendinga eins og einhverja tusku? Halda menn að Alþingi sé stimpil- stofnun fyrir mál sem þeir eru að flytja hér inn? Það er óeðlilegt að koma með stórmál á síðustu dögum þings og ætla að þrýsta því í gegn. ^Vinnubrögð iðnaðarráðherra eru forkastanleg," sagði Hjörleifur Gutt- ormsson eftir fundarslit í nótt. „Þingsályktunartillagan sem slík er ekki ýkja merkileg. Ráðherrann hefði sem best komist hjá því að leita eftir þessu umboði og þannig getað mallað áfram með málið með svipuð- um hætti og hann hefur gert fram að þessu. En þegar hann er kominn inn á Alþingi með málið og biður um samningsumboö og ákveðna stað- setningu er málið orðið stórt.“ i „Það er tröðkun á lýðræðinu hvemig iðnaðarráðherra ætlar að kýla málið í gegnum þingið og kúga minnihlutann. Minnihlutinn hefur rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. Að gefnu tilefni hefur eng- inn samið við mig um ræðutíma en ég get sagt að ræða mín er ekki nema 4-7 mínútur," sagði Danfríður Skarphéðinsdóttir, Kvennalista. -hlh Sverrir Hermannsson: Hjörleifurvel að metinu kominn LOKI Eftir nóttina er eitt hjörl komið í 360 mínútur! Þetta er af skræming þingræðis og lýðræðis „Það er leittað þurfa að segja það en þetta er afskræming þingræðis og lýðræðis. Örfáar manneskjur ieyfa sér að traðka yfir skýran meirihlutaviija þingsins að Ijúka málinu og virðast ekki sjá hve fiar- stætt það er,“ sagðí Jón Sigurðsson iðnaðarráöherra eftir að umræð- um um álmáliö í sameinuðu þingi var frestaö í þriðja sinn um klukk- an fjögur í nótt. Umræðurnar hófust klukkan níu í gærkvöld. Eftir stuttar umræöur um þingsköp þar sem þess var kraf- íst aö ráðherrar yrðu viðstaddir tók Hjörleifur Guttormsson til máls. Talaði Hjörleifur nær viðstöðu- laust í tæpar sex klukkustundir eða til klukkan þijú í nótt. Menn voru ekki sammála um hversu strangt ætti aö taka á smáhléi sem gert var á ræðu Hjörleifs en með þessari ræðu mun hann hafa slegið marg- frægt met Sverris Hermannssonar í ræöutíma. í lok máls síns skoraði Hjörleifur á þingmenn að visa þingsályktun- artillögu um samninga um nýtt ál- ver frá og tryggja að hún fengist ekki afgreidd á þessu þingi. Til- kynnti Hjörleifur þá að hann tæki aftur til máls síðar í umræöunni. Anna Ólafsdóttir Bjömsson tal- aði í tæpa klukkustund á eftir Hjör- leifi og mælti heldur ekkimeð sam- þykkt tiliögunnar. Áður en lengra var haldið ræddi Hjörleifur um þingsköp og vildi að umhverfisxúð- herra, sem þá var löngu genginn til náða, mætti í þingsal til að hlýða á áframhald umræðunnar. Aö öðr- um kosti taldi Hjörleifur utilokað að halda umræðunum áfram. Eftir smástund tjáði Valgerður Sverris- dóttir varaþingforseti Hjörleifl að símsvari svaraði heima hjá um- hverfxsráðherra en hægt væri að gera ráðstafanir til að sækja hann. I þann mund tók þingforseti, Guð- rún Helgadóttir, sitt sæti og til- kynnti mjög ákveðið að umræðun- um væri frestað og fundi slitið. Þingforseti gekk það rösklega til verks við fundarslitin að hún Ixitti fyrst ekki bjölluna með hamrinum. Iðnaðarráðherra lét síðan fyrr- nefnd orð falla. Hann sagðist alls ekki vonlaus um að álmáliö næði fram að ganga en varð fátt um svör þegar blaðamaður DV spurði hvemig. „Hjörleifur og Kvennalistinn ætla sér greinilega ekki að ljúka þessum umræðum og því er út í bláixm að halda þeim áfram,“ sagði Guörún Helgadóttir og ítrekaði orð sín um ofbeldi þessara aðila sem húnviðhafðiíDVígær. -hlh Steingrímur Hermannsson: Akveðinn að slíta þingi a morgun , „Hjörleifur er vel að þessu kominn og finnst mér prýöilegt að vera laus við þetta númer á Alþingi," sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri og fyrrum ráöherra, við DV í morgun um nýtt ræðumet Hjörleifs Gutt- ormssonar á Alþingi í nótt. Ræða Hjörleifs var 6 klukkustundir. Met Sverris Hermannssonar var 5 klukkustundir og 35 mínútur og tal- aði hann um grunnskólalögin. „Þetta voru mótmæli gegn yfirgangi þáver- andi ríkisstjórnar. 31 þingmaður hafði gert kröfu um vantraust en Ólafur heitinn Jóhannesson rauf þing. Ég ákvað að það skyldi verða töf á því. Hóf ræðu mína klukkan tuttugu mínútur yfir ílmm þennan dag og lauk ræðunni fimm mínútum 'fyrir ellefu um kvöldið." -JGH Hjörleifur Guttormsson, sem hélt sex klukkustunda ræðu í Alþingi í gærkvöldi og nótt, spjallar hér við Kristinu Hinarsdóttur, Kvennalista. Við hlið hans situr Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki. DV-mynd BG „Eg er ákveðinn í því að slíta þing- inu á morgun og það er fullt sam- komulag innan stjórnarflokkanna um það atrjði,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í morgun. „Svo er bara hvort Hjörleif- ur kemur í veg fyrir að takist að ljúka þingstörfum." Að sögn Steingríms eru nokkur mál á forgangslista ríkisstjórnarinn- ar um að verða lokið fyrir þingslit. Þau eru frumvarp um Byggðastofn- un, erlendar fjárfestingar hér á landi, Húsnæðisstofnun ríkisins, lánsfjár- lög, frumvarp um tekjuskatt og eign- arskatt, Þroskaþjálfaskóla íslands, þingsályktunartillaga um álver, grunnskóla- og leikskólafrumvarpið, vegaáætlun og frumvarp um sam- vinnufélög. „Það er góð samstaða í ríkisstjórn um að afgreiða þessi mál og það á að ganga upp að afgreiða þau ef Kvennalistinn og Hjörleifur nota ekki lýðræðið eins og þau hafa gert að undanfórnu,“ segir forsætisráð- herra. -J.Mar Veðriðámorgun: Þurrt að mestu fyrirnorðan „.SPAG Hfi 53* / s: £ ELDSMIÐJAN* ? OV l A morgun verður austlæg átt og skýjað um mestallt landið. Dálítil snjó- eða slydduél austan- lands, skúrir eða lítils háttar rigning vestur með suðurströnd- inni en snjómugga eða slyddu- vottur vestanlands. Þurrt að mestu á Norðurlandi. FrostlauSt um mestallt land og allt að 5 stiga hiti sunnanlands að deginum. TVOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.