Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991. Fréttir Menntamálaráðuneytið dreiíir 12 síðna kosningabæklingi í lit: Ný afrekaskrá Svavars kostar á aðra milljón - forsætisráðherra með 170 þúsund króna bækling í ráðuneytinu Útgáfa ráðuneyta alþýðubanda- lagsráðherranna á pólitískum bækl- ingum fyrir kosningar heldur áfram. MenntamálaráÓuneytið hefur gefið út 12 síðna litprentaðan bækling er nefnist Skilabréf ’91. Að sögn Einars Sveins Árnasonar í menntamála- ráðuneytinu er bæklingurinn prent- aður í um íjögur þúsund eintökum. Á þriðja þúsund eintökum er dreift til allra stofnana ráðuneytisins en afgangurinn mun meðal annars rata inn á framboðsfundi Alþýðubanda- lagsins. Einar vissi ekki um kostnað vegna bæklingsins en kostnaður við hönnun, prentun og dreifingu mun að sögn sérfróöra manna vera á aöra milljón króna. Mun þá vera varlega reiknað. Fjallar Skilabréf '91 um það sem helst hefur gerst á vegum ráðuneyt- isins frá því í september 1988 þegar Svavar Gestsson tók við lyklunum að þeim bæ. Ritstjóri og ábyrgðar- maður er póhtískur starfsmaður ráðuneytisins, Guörún Ágústsdóttir. Hún er aðstoðarmaður Svavars Gestssonar. Útlit annaöist Haukur Már Haraldsson. Samkvæmt heimildum úr ráðu- neytinu er. ekki hefð fyrir bæklingi sem þessum fyrir kosningar. í hon- um eru afrek ráðuneytisins „þrátt fyrir erfiða stöðu þjóðarbúsins, sparnað og aðhald“ tíunduð. Til skýringa er fjöldi grafa í lit. Er með- al annars gerður sérstakur saman- burður á fjárframlögum síðustu þriggja ára til ýmissa þátta undir starfssviði ráðuneytisins og meðal- talstölum áranna 1984-1986 þegar ríkisstjóm Framsóknar og Sjálfstæð- isflokks var við völd. Steingrímur líka Nú hefur forsætisráöherra slegist í hóp þeirra ráðherra sem gefa út bæklinga fyrir kosningar þó sú út- gáfa sé öllu hógværari en alþýðu- bandalagsráðherranna. Bæklingur Steingríms Hermannssonar heitir Yfirlit frá forsætisráðherra 1988- 1991. Hann er í htlu broti, svart/hvít- ur og 28 síður. Að sögn Jóns Sveins- Þetta gerðist helst á þrjátíu mánuðum * *«lr vm tvr i»WÍ !i»ft | JiOnuu ■ vtHOW’tng ot) Mixy' ««n (wíuf» yíjum j os ■mnntnnAtorMwMyðMi* lr*: i *to«nflr»vA;«|xá*u* raesnjnnllíf i ií( o; til f/»v, e-My. < • i »*»«r*»rtr r*ík.r>«fx*fc:», *þri«iii I (p**«iytiHII:»ri:»xifi4ii«-pekr» mnuiixn M»5« «kM l«r.g^r tirrrl j »e«im*»l« h»f« > ffn Qinjítft* nik'8* :i«tvf *Ufini»?. i íjfttnv*h>:«. ttffn þff»»u H"i »*fi •' »fi v*kj» ffiliygk u : •■-« tttn hffktiu :n*Sft »««! vit fiStwn t>i/»R*tilft»<i »f 05 h*li« *»'ti; ; o-reft > Forsíður nýjustu áróðursbæklinga Steingrims Hermannssonar. sonar, aðstoðarmanns ráðherrans, er bæklingurinn prentaður í eitt þús- und eintökum en ekki dreift kerfis- YFIRLIT FRÁ FORSÆTISRÁÐHERRA 1988-1991 ráðherranna Svavars Gestssonar og bundið. Jón, pólitískur starfsmaður ráðuneytisins, vann bæklinginn sjálfur og notaðist mikið við upplýs- ingar frá Þjóðhagsstofnun. Jón segir kostnað við prentun nema 170 þús- und krónum. „Þessi bækhngur kostar ekki meira en birting heilsíðuagulýsingar í lit frá menntamálaráðherra,“ sagði Jón við DV. - Er það rétt að Steingrímur Her- mannsson hafi séð að sér vegna umræðunnar um bæklinga alþýðu- bandalagsráðherranna, haft bækl- inginn einfaldari og ekki dreift hon- um? „Nei. Bækhngurinn var thbúinn í byrjun mars. Við höfum þann hátt á að hver sem hefur áhuga getur nálg- ast hann hér í ráðuneytinu." Samanlagt nemur kostnaður vegna útgáfu bækhnga og bóka og vegna auglýsinga á vegum alþýðubanda- lagsráðuneytanna og forsætisráöu- neytisins fyrir alþingiskosningar hátt á tólftu milljón króna. Þar er hlutur hvers alþýðubandalagsráö- herra svipaður. -hlh Páska- lömb í Einar R. Sigurðsson, DV, Öræfum: Það er alltaf skemmtilegur vorboði þegar lömbin fara að fæðast og þær taka vorið snemma ærnar hjá Lauf- eyju og Ragnari í Freysnesi hér í Öræfum; þegar hafa nokkrar borið vænum lömbum. Að sögn Laufeyjar sá hún í haust út um eldhúsgluggann þegar sum þessara lamba komu undir en vildi ekki sletta sér fram í gang náttú- runnar. Þetta er næstum árviss við- burður hjá þeim og þessar snemm- bæru ær skUa oft langvænstu lömb- unum. Á myndinni er ær í Freysnesi með tvilembinga að leik. DV-mynd: ERS Öræfum. Oræfum HeUisheiði: 9000bílaráein- umsólarhring Krislján Einarssan, DV, Selfossi: Áhugamannahópur um um- ferðaröryggi á leiðinni Selfoss- Reykjavík kom saman nýlega á Hótel Selfossi og átti þar morgun- stund með Tómasi Jónssyni lög- reglumanni og Guðna Ágústssyni alþingismanni. Tómas flutti fróðlegt erindi um öryggismál á Hellisheiði og or- sakir slysa á þessari fjölfórnu leið. Margt fróðlegt kom fram á fundinum, meðal annars að mesta umferð einn sólarhring árið 1990 heföi mælst um 9000 bílar. Einnig kom fram að vega- mótin til Þorlákshafnar væru mjög varhugaverð og þeirri hug- mynd skaut upp að besta lausnin þar væri undirgöng og slaufur. Islensk skipafélög skrá skipin erlendis: Spara um 120 þúsund á dag í launakostnað á hverju skipi - verið að útrýma íslenskri farmannastétt, segir talsmaður sjomanna „Það er verið að skrá skipin er- lendis og ráða erlendar áhafnir. Með þessu er hreinlega verið að útrýma íslenskri farmannastétt og við unum því ekki. Það er alveg á hreinu að við forum út í harðar aðgerðir,“ seg- ir Birgir Björgvinsson sem sæti á í stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur. Sjómannafélagiö hefur mótmælt því að Samskip, Nesskip og Skipafélagiö Nes skrái skip sín erlendis og ráði erlendar áhafnir á þau. Birgir segir að Samskip hafi þegar skráð eitt skipa sinna, Hvassafell, í Lima Sol á Kýpur og sé að skrá ann- að. „Einu íslensku mennirnir í áhöfninni eru skipstjórinn og vél- stjórinn. Við ætlum alls ekki aö una þessu og láta ganga svona yfir okk- ur. Það verða harkalegar aðgerðir af okkar hálfu ef við forum út í slíkt. Ég get hins vegar ekki sagt hvaða aögerðir það verða. Það er það eina sem dugir á þessa menn vegna þess að það þýðir ekkert að tala við þá,“ segir Birgir. Skipin eru aðallega mönnuð Pól- verjum og mönnum frá öðrum aust- antjaldslöndum. „Við erum á lélegum launum en þeir eru á ennþá lélegri launum. Auðvitað eru þeir að skrá skipin úti til að þurfa ekki aö borga almennileg laun,“ segir Birgir. Ómar Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samskipa, segir að ástæða þess að skipin eru skráð erlendis sé verk- efnaleysi hér heima, svo og til að vera samkeppnisfær við erlend skipafélög. Með því að ráða erlendar áhafnir spari þeir um 2000 dollara (um 120 þúsund krónur) á dag í launakostnað á einu skipi. „Rekstrarumhverfi þeirra aðila sem við erum að keppa við erlendis er á allt öðrum grunni en hjá okkur íslendingum, bæði hvaö varðar launakostnað og annan opinberan kostnað. Og meðan við erum í þeirri stöðu að reka skipin erlendis ákváð- um viö að ráða hluta áhafnarinnar eða 5 menn á Hvassafellið. Aðrir í áhöfn eru íslendingar. Ásakanir Sjó- mannafélagsins um að við séum að útrýma íslenskri farmannastétt eru því fjarri lagi,“ segir Ómar. Hvað varðar hótanir Sjómannafé- lagsins um harðar aðgerðir segir Ómar að hann vonist til að enginn aðili muni reyna að koma í veg fyrir að Samskip geti haslað sér völl er- lendis. „Við viljum að allir þeir aðilar sem máhð varðar sýni því skilning. Það segir enginn að allir þessir menn muni missa vinnuna en það verður að fara milliveginn," segir Ómar. -ns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.