Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991. SJÁLFSTJEDISFLOKKURIHN UTANKJÖRSTAÐARKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT1, 3. HÆÐ. SÍMAR: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstof- una ef þið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. Aðalfundur 1991 Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn föstudaginn 12. apríl 1991 í Átthagasal Hótel Sögu, Reykja- vík, og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá: 1-Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Tillaga um breytingu á 4. gr. sam- þykkta félagsins. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu fé- lagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með 8. apríl til kl. 15:00 á fundardag, en eftir það á fundarstað. Skeljungurhf. £ mkaumboð lyr*r Sheu- vorur á IsLvm* Utlönd Bandaríkj amenn varpa hj álpargögnum til Kúrda: írakar fordæma erlenda aðstoð - Saddam Hussein traustur á valdastóli í Bagdad Bandarískar herflugvélar hófu í morgun aö varpa niður hjálpar- gögnum til kúrdískra flóttamanna viö landamæri íraks og Tyrklands. Jafnframt hefur komið fram aö Bandaríkjamenn hafa ekki í hyggju að aðstoða flóttamenn í íran með sama hætti. Hjálpargögnin eru tek- in af birgðum hersins. Aðstoð vð flóttamennina eykst nú hröðum skrefum en margir eru þegar látnir úr kulda, hungri og vosbúð á flóttanum undan herliði Saddams Hussein. Ríki Evrópu- bandalagsins hafa ákveðið að standa saman að aðstoð og komið hefur fram hungmynd um að Sam- einuðu þjóðirnar tryggi Kúrdum griðland meðan átökin standa. Enn er þó allt á huldu um hvernig tryggja á öryggi Kúrda þar nema með vopnavaldi. Það eru Bretar sem hafa haft frumkvæði varðandi griðlandið. Evrópubandalagið hefur tekið und- ir hugmyndina. Stjórn íraks hefur á hinn bógin fordæmt öll afskipti erlendra ríkja af málum Kúrda og segir að um innanríkismál sé að ræða. Stjórnin sendi frá sér sér- staka ályktun um stuðning Banda- ríkjamanna við Kúrda og fbrdæmdi hann. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi nú loks stutt Kúrda í verki og Baker hafi komið í heimsókn þá er ljóst að afskiptaleysi þeirra af átök- unum í írak síðustu vikur hefur James Baker gerði stuttan stans hjá kúrdísku flóttamönnunum í Tyrk- landi áður en hann hélt til israels. Hér sést hann ræða við aldraðan flóttamann frá Kúrdistan. Símamynd Reuter orðið til að treysta Saddam Hussein í sessi. Líkur á að herforingjar Saddams steypi honum af stóli verða nú að teljast hverfandi en Bandaríkjastjóm hefur leynt og ljóst vonast eftir hallarbyltingu í Bagdad. Fyrir rúmri viku lýsti George Bush Bandaríkjaforseti því yfir að Saddam ætti varla marga daga eftir á valdastóli. Nú segja stjórnmála- skýrendur að herforingarnir í liði Saddams viti betur en aðrir að óró- inn í írak muni aðeins aukast við fall Saddams. Þeir rísi því ekki upp gegn leiötoga sínum nema aðstæð- ur breytist í grundvallaratriðum. Reuter Baker reynir enn að sætta í sraela og Palestínumenn: Skilyrði beggja enn illsættanleg James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir í dag við ráða- menn í ísrael og leiðtoga Palestínu- manna í annarri ferö sinni til Mið- Austurlanda. Bandaríkjastjórn von- ast enn til að geta haft frumkvæði að viðræðum milli stjórnar ísraels og Palestínumanna um friðsamlega lausn á deilumálum þeirra. Sérfræðingar eru þó sammála um að lítið hafi þokast í átt til samkomu- lags frá lokum Persaflóastríðsins þrátt fyrir óljósar yflrlýsingar af beggja hálfu um friðarvilja. ísraels- menn hafa gefið í skyn aö þeir gætu fallist á friöarráðstefnu þar sem öll deilumál í Mið-Austurlöndum yrðu rædd. Þá þykir það benda til aö stjórn ísraels sé að slaka á í afstöðunni til Palestínumanna þvi að í gær var því lýst yfir að um þúsund Palestínu- mönnum yrði sleppt úr fangelsum 1 ísrael. Þá lofaði stjórnin að gera sitt til aö bæta úr efnahagsþrengingum manna á herteknu svæðunum. ísraelsmenn hafa ýmsa fyrirvara á að mæta til friðarráðstefnu um Miö- Austurlönd. Þar á meðal vilja þeir koma á tvíhliða viðræðum milli ísra- els og einstakra arabaríkja. Frels- issamtök Palestínu, PLO, eru á móti því að hafa þennan háttinn á og vilja að efnt verði til einnar ráðstefnu þar sem allir aöilar komi saman. Þá eru ísraelsmenn enn andvígir því aö PLO sendi fullltrúa til friöar- ráðstefnu um Mið-Austurlönd. Þeir hafa hins vegar gefið í skyn að þeir geti talaö við aðra leiötoga Palestínu- manna. Palestínumenn ætla hins vegar í dag aö leggja áherslu á að PLO veröi aðili að viöræðunum því að samtökin séu í raun málsvari pál- estínsku þjóðarinnar og því til ills eins að útiloka þau frá viðræðunum. Reuter James Baker utanrikisráðherra er enn kominn til ísraels í friðarför. Teikning Lurie BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.