Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991.
Utlönd
Albanía:
Kommúnistar bjóða
samsteypustjórn
Kommúnistar í Albaníu tryggðu
sér tvo þriðju hluta þingsæta í seinni
umferð fyrstu frjálsu kosninganna í
landinu í yfir fjóra áratugi. Komm-
únistar segja hins vegar að aðeins
samsteypustjórn með þátttöku sér-
fræðinga stjórnarandstöðunnar geti
bundið enda á stjómmálakreppuna
og leyst efnahagsvandann í landinu.
Lokatölur eftir seinni umferðina,
sem haldin var á sunnudaginn, sýna
að Verkamannaflokkurinn, flokkur
kommúnista, hlaut 168 þingsæti af
250. Getur hann því breytt stjórnar-
skrá landsins án þess að þurfa að
reiða sig á stuðning stjórnarand-
stæðinga. Lýðræðisflokkurinn, sem
myndaður var í desember síðastliðn-
um, hlaut 75 þingsæti.
Forsætisráðherra Albaniu, Fatos
Nano, kvaðst í gær ætla að biðja sér-
fræðinga stjórnarandstöðunnar um
að taka sæti í samsteypustjórn. Nano
var falið að mynda bráðabirgða-
stjórn í febrúar í kjölfar óeirða i Tir-
ana þegar þúsundir mótmælenda
felldu risastóra styttu af fyrrum leiö-
toga landsins, Enver Hoxha. Heim-
ildarmenn í Tirana telja fullvíst að
Nano verði falin myndun nýrrar
stjórnar þegar þing verður sett.
Forystumenn Lýðræðisflokksins
útiloka enn stjórnarsamstarf með
kommúnistum. Þeir segjast ætla aö
taka sæti sín á þingi en halda áfram
að rannsaka meint kosningaofbeldi
kommúnista. Forystumennirnir
segja Verkamannaílokkinn enn beita
stalínískum aðferðum á hveijum
degi, það er drepa fólk, skipuleggja
pólitísk morð og hræða fólk. Eiga
þeir þá meðal annars við þann at-
burð þegar lögregla skaut til bana
íjóra mótmælendur í Shkoder fyrir
viku. Reuter
Albanskir hermenn hvíla sig frá gæslustörfum við gríska sendiráðið I Tirana. Gæsla hefur verið við erlend sendiráð
i höfuðborginni að undanförnu vegna þess fjölda sem reynir að fá vegabréfsáritun til Vesturlanda. Leiðtogar komm-
únista segja að aðeins samsteypustjórn aeti levst kreppuna í landinu. Simamvnd Reuter
Kitty Kelley stendur við skilti sem auglýsir bók hennar um Nancy Reagan.
í bókinni er meðal annars greint frá ástarsambandi Nancy og söngvarans
Frank Sinatra. Simamynd Reuter
Ronald Reagan:
Bókin um Nancy
full af lygum
Fyrrum forseti Bandarífíanna,
Ronald Reagan, sagði í gær bók um
ævi konu hans, Nancy, vera fulla af
svívirðilegum og fáránlegum lygum
en Bandaríkjamenn þustu samt í
bókaverslanir til að verða sér úti um
eintak. Fullyrðingar um að fyrrum
forsetafrú þeirra hefði stjórnað
landinu, staðið í ástarsambandi við
Frank Sinatra og reykt maríhúana
vöktu sem sé áhuga þeirra.
Höfundur bókarinnar um Nancy,
Kitty Kelley, sem hefur sérhæft sig
í skrifum um frægt fólk, sagði Nancy
Reagan hafa veriö valdamestu konu
sem Bandaríkin hefðu nokkurn tíma
átt. „Hún var í raun forseti okkar í
átta ár,“ sagði Kelley við fréttamann
Reuterfréttastofunnar. „Hún stjórn-
aði landinu. Við ættum að vera henni
þakklát því hún var góður forseti."
Kelley segist standa við frásögn
sína sem hún segir byggða á sam-
tölum við yfir þúsund einstaklinga
síðastliðin íjögur ár.
Reuter
MÓTVÆGIÐ
ER
Það vita allir sem
horfðu á Ólaf Ragnar og
Davíð í sjónvarpinu
á sunnudag
ALÞYÐUBANDALAGIÐ