Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991. Spumingin Gætir þú verið án armbandsúrs? Sigrún Halldórsdóttir kennari: Já, svo sannarlega. Skúli Hákonarson atvinnurekandi: Já, ég gæti það alveg. Ólöf Gestsdóttir húsm.: Nei alls ekki, ég verð að geta fylgst með tímanum. Hannes Jónsson iðnverkam.: Já, lík- lega, ég myndi bara spyrja hvað klukkan væri. Pétur Ólafsson kennari: Nei, maður verður að vita ’nvað tímanum líöur. Benedikt Jónsson bílabóntæknir: Ég hef verið án þess en þaö er ekki góð tilfinning. Lesendur Rugluð eða afrugluð frétl um Steingrím? Magnús Sigurðsson skrifar: í morgun (föstud. 5. apríl) vaknaði ég eins og venjulega við útvarpsstöð- ina Bylgjuna. Þar er við stjórn ein- hver snjallasti útvarpsmaðurinn í dag, Eiríkur Jónsson. Hann kom því til skila til þjóðarinnar fljótlega upp úr kl. 7 að í nýjasta tölubl. Frjálsrar verslunar væri grein um að Stein- grímur Hermannsson væri að hætta afskiptum af pólitík, og það strax eft- ir kosningar, 20. apríl. -Útvarpsmað- urinn boðaði ritstjóra Frjálsrar verslunar í hljóðstofu til að staðfesta fréttina og sagðist mundu ná í Stein- grím sjálfan í síma. Hvort tveggja gekk eftir; ritstjórinn mætti og Steingrímur svaraði sím- leiðis. Steingrímur, sem sjaldan læt- ur eftir viðmælendum sínum að æsa sig upp, setti allt í einu á fulla ferð og hjó ótt og títt að ritstjóra blaðsins og sagði þetta vera eintómt rugl, jafn- vel uppspuna og alla vega lymskuleg- an áróður íhaldsins gegn sér. Nú fór áhugi minn að vaxa. Þar sem ég er dyggur lesandi Frjálsrar verslunar vissi ég að blaðið hafði komið út daginn áður. Ég vildi því ná í mitt eintak. Síöar komst ég að því að blaðið hafði verið sent daginn áður til margra fjölmiðla, hér í borg- inni, a.m.k. - En merkilegt nokk! - enginn hafði haft rænu á að taka þetta efni til umfjöllunar nema út- varpsstöðin Bylgjan! Ég sá að DV var þó fyrst allra blaðanna til að kanna málið og mátti lesa stutt viðtal við Steingrím á baksíðu þess. Allt er þetta mál afar einkennilegt TEKUR HALLDOR VIÐ AF STEIN- GRÍMISTRAX EFTIR KOSNINGAR? Snmkvæmí heimiidum daiisíns muu Stfínjfrtm- r Hcnuannsson íorsíct' iráðhemi ráfigora að fita ai' íorjstu í Fram- [ikniu’fiokkaurn tifritx itir kosntogttr þamt 20 .príl nk. Áformin eru Aögd míð- st víð það að HalWór Ás- 'ímasioa, varaíormaðtir ;?kksítts. vtifði ftjHtnii ramsttimarilokksíns » eíra stjórmtrmyndurair- iðwðum aetn bljóta að •/jasf strax að kttsníng- ttn ittknura. Forseíi ísiands kaiiar 'rmenn fiokkanna fyrir ig að kosoingum lokn- im, rteðir um þó möiíu- rtka tHMtt eru ui* gefur j'ðan tjmboð til sfjórnar- nymitirair. Talíð vr að ItétngrÍJnur muni lVla iaiitióri að ieióa stjórn- rnt> miumuviðr;vóur af itóiíu Framsóknariiokks- ms» liantt verður jiá jafn- framt forsietisráðhorra- éfnt fiokksins. e/ Fram- sókr^^m^^iWtÁwrra^ Steinurimur. Hættír hann strax eftir kosningar? Halldór: Verður iiann gerður að fnr-J manni f sumnr? hatdið fjófíuna flokka htjóni mtnjiaraii. Kn það hefor ekki gengíð átaka- iauht fyrir t*ig. Og rai cr SteioKrimur orðinn þreyttur. fianij hefur verið íU- hingismaður i ntor 20 ár og gegnt ráðÍHimierab- ;ett» á anuan aratug. Steíngrímur t-r cfiaust sitja ertthvað áfram á AI- Jjittgi cða dregur hatra «ig aiveg í hlé frá stjórnraái- uin? Þeir, seitt til þekkja. telja eitttt vi#t að Stein* grímur hafi einhver við- iíingscfni í hufta. Ifcr á Jatuli eða efJeuóis. Hann vr 60 áru að aldri. Mikii áhersla hefur j þessum titVjrmum lcyn S nra tVam yíirkosnmgar til ; að veikja ckki suiðij I; Frmvtsóknarftokksins j kttsntngunum. cinkum |>J| | « UcykjaneskjtinkenJ^ i .Mt-tto verða að muna , 5 Steíngfímur Hoiratml j son cr víusæíasti stjfjj i málamaður á isiuil • samkvnnvtt skoðatl Fréttin um brotthvárf Steingríms úr stjórnmálum. - Snjallt áróðursbragd? og skrýtið að öll flokksblöðin skuli hafa þagað um málið. Mín skoðun er sú að hér liggi fiskur undir steini. Annaðhvort er að snjall heimildar- maður viti betur en fréttamenn, sem margir hverjir eru þó handgengnir forsætisráðherra, og hafi komið þessu á framfæri. - Eða þá að þetta sé eitt af áróðursbrögðum Fram- sóknarflokksins (og mjög snjallt ef rétt er) til að fá fólk til að jesúsa sig yfir óforskömmugheitum íhaldsins, þannig að Steingrímur fái nú veru- legt fylgi í sínu kjördæmi. - Hún er skrýtin tík pólitíkin og þar er aldrei allt sem sýnist. Og hvað sem öðru líður virðist sem þessi frétt um Stein- grím sé annaðhvort kolrugluð eða afrugluð, nema hvort tveggja sé. Einelti í Kópavogi Móðir skrifar: Ég á son sem er 12 ára og er í 7. bekk í skóla í Kópavogi. Framan af vetri gekk allt vel hjá honum. Hann hefur góðar námsgáfur og er yfirleitt fljótur að læra. Honum var boðið á skólaball með kunningja sínum í öðrum skóla í Kópavogi. Á leiðinni var ráðist á hann og rifin utan af honum fötin, sem hann hafði sjálfur keypt sér í fyrsta sinn. Hann varð sár og reiður en þorði ekkert að gera því þessir drengir, sem á hann réðust, voru allir eldri en hann. Sonur minn reyndi að fjar- lægja fötin og fela þau svo að ég sæi þau ekki. Þegar ég var búin að fá að vita alla málavöxtu fór ég ásamt syni mínum heim til foreldra tveggja þessara óróaseggja og talaði við þá. Annar strákanna var settur í úti- vistarstraff í viku. Sá var áður búinn að vera í straffi. En hinn strákurinn reif stólpamunn við mig og lét stór orð falla. Ég sá fljótt að við þennan gutta var lítið hægt að tala, og for- eldrarnir sögðu ekki orð. Með það fórum við sonur minn heim. Þegar heim var komið sagði sonur minn: Mamma, þú ert brjáluð að tala við strákana, nú ráðast þeir á mig fýrst ég klagaði og ég verð kallaður mömmustrákur. Stærri strákurinn safnar saman öllum vinum sínum og þeir berja mig. Ég þori ekki út eftir myrkur. - Eftir þetta hefur son- ur minn ekki farið út eftir myrkur og hrapað niður í árangri í skólan- um. Satt að segja vill hann ekki mæta í skólanum og hefur flest á homum sér. Hann hefur beðið mig um skó með stáltá, svo og grifflur með göddum til að geta beitt og varið sig, sparkað og lamið. Það hafa líka bankað upp á hjá mér guttar, þetta 13-14 ára, til að rukka son minn um peninga en þeim hefur ekki borið saman um fyrir hvað þeir era að rukka hann. Þeir eru bara að rukka fyrir einhvern strák úti í bæ, segja þeir. - En þetta er lítið dæmi úr þessu einelti sem nú er að verða óþolandi víðá hér á landi. Fjallkonan fríð og eftirspurnin yrði þar með úr sögunni. Þá yrðu þessir menn væntanlega ánægðir og þá rættust fagrir draumar um álver um allt land. ísland gæti líka orðið kjörinn stað- ur fyrir losun á hvers konar eiturúr- gangi frá hinum kæru efnahags- bandalagslöndum. Hugsum okkur þann draum rætast að mega velta sér upp úr allri dýrðinni! Fjallkonan fríða ætti að gera orðið eftirsóknar- verð í framtíðinni. Mikið happ það! Þaö virðist svo að þjóðin ætli að fljóta sofandi að feigðarósi með sí- felldum stuðningi sínum við öfl sem virðast alls ráðandi í samtryggðum pólitískum klíkum. Hvers vegna ekki ein allsherjarkjósendasamtök gegn þessu ógeði? Ég þekkti sómakæran og valin- kunnan mannkostamann sem lenti á sínum tíma inni á Alþingi sem vara- maður. Hann hafði verið á lista hjá Sjálfstæðisflokknum. Þegar þessi maður kom heim eftir fárra ára setu á Alþingi heyrði ég eftir honum haft að þangað færi hann aldrei aftur. Hvers skyldi hann hafa orðið áskynja á þingi sem olli þessari ákvörðun hans? Það væri fróðlegt fyrir landsmenn að vita það. Mikill hluti þingmanna virðist sjá þau úrræði ein að fá erlent fjármagn og ál til að rétta við efnahag þjóöar- innar. En ekki dugir það tvennt. Nú á að koma okkur, þessum fáu hræð- um, undir járnhæl ofurvalds sem við losnum aldrei undan. íslensk þjóð Lengi enn má ofbjóða Fjallkonunni og nóg er landrýmið. Guðni Daníelsson skrifar: Það var Jón Sigurðsson sem barð- ist mest fyrir sjálfstæði þjóðarinnar á sínum tíma. í dag svífur fjöldi ruglaðra ,jóna“ um sali Alþingis og virðist þess albúinn að farga þessu sjálfstæði. Framboðsmálm: Lélegur JC-fundur Árni Jónsson skrifar: Fimmtudaginn 4. apríl sl. aug- lýsti JC-hreyfingin í Reykjavík fund í Háskólabíó með nokkrum frambjóðendum framarlega á listum stærstu stjórnmálaflokk- anna. Mér fannst forvitnilegt að fara þangað og sjá og heyra mál manna. - En það hefði ég ekki átt að gera. Þarna var ekki marg- menni, svona i mesta lagi 40 manns í salnum og lítill áhugi og engar fyrirspurnir úr sal. Fundarstjórinn, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, gerði það sem hann gat til að halda uppí dampi, en ekkert dugði. Enginn fram- bjóðenda hafði neitt fram að færa og enginn vildi spyrja. Um kvöld- iö kom svo frétt af fundinum á Stöð 2, og eins og eðlilegt var sýndí fréttin ekki áheyrendur. - Lélegur fundur og alveg mis- hepnnaöur um framboðsmál. Klókuríkosninga- baráttunni Reynir Guðm. hringdi: Eg get ekki látið hjá líða að minnast á hvemig forsætisráð- herra skýtur andstæðingum sín- um í kosningabaráttunni ref fyrir rass. - Hann hefur nú komið fram í sjónvarpi í tvígang í viðtali þar sem hann er með merki flokks sins í jakka- eða frakkahorni - X B stóð þar skýrum stöfum. Ég hélt að flokkarnir hefðu gert samkomulag sín í milU um að þeir kæmu ekki fram í sjónvarpi með auglýsingar af einu eða öðru tagi. En kannski á forsætisráð- herra góða að á ljósvakamiðlun- um, því það er ekki einleikið að honum einum Uðist að koma fram með barmmerki flokks síns. Þótt Steingrímur eigi mörg góð ráð uppi í erminni má ekki færa þau í jakkabarminn ef um annað hefur verið samiö. Þeirsem ógna þjóðarsátt Einar Árnason ski’ifar: Nú er mikið rætt um afleiðingar launadeilu norðlensku sjómann- anna sem varð tU þess að Útgerð- arfélag Akureyringa samdi við þá um hækkun á flskverði. Síðar gerðu fleiri sjómenn kröfur sem voru samþykktar aö mestu. Auð- vitaö fara þessar kröfur svo aUan hringinn. - Fiskverkafólk á þess- um stöðum segir sem svo: Úr þvi hægt var að semja um hækkun tU sjómanna hví þá ekki viö okk- ur líka? Þetta fólk hefur flest til síns máls að mínu mati. En þá bregður svo við að fariö er að túlka samninga við sjómenn þannig aö þeir séu nú eiginlega partur af útgerðinni og því megi líta á þá sem eins konar meðeig- endur sem þá eru líklega bara að skammta sér úr eigin vasa. - Og þaö sem merkilegt er, að undir þetta taka hinir „stóru" samn- ingsaöilar vinnumarkaðarms, VSÍ og ASÍ! - Ég held, að aUir hljóti þó að sjá að ef einhverjir eru að ógna hinni svoköUuðu þjóðarsátt þá eru það þessir aöU- ar sjálfir, burðarstólpar VSÍ, og forystumenn ASÍ sem ekkert hafa viljað vita af vinnudeUum síðan vinstri stjórain sveik sig Um á kjósendur. Heimiráréttribraut H.H. skrifar: „Nátthrafn" Bylgjunnar, Heim- ir Jónasson, er að mínu mati frá- bær utvarpsmaður. Hann hefur skemmtUegan húmor og spilar öðruvísi lög í bland við þessa nýbylgjutónlist - t.d. með Gencsis og mörg æðisleg gömul lög, sem maður hefur fengið að heyra hjá honum. - Heimir, haltu áifram á þessari beinu, réttu braut,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.