Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991. 15 Ostlíki og ef nafræði í DV fyrir skömmu var efna- fræöinemi nokkur, Glúmur Jón Björnsson aö nafni, aö gera grín að og úthúöa skólabróður mínum og góðum vini, Steingrími J. Sigfús- syni landbúnaðarráðherra. Glúmi er nokkur vorkunn: þegar Stein- grímur gerðist stjómmálamaður vissi hann að hann myndi verða skotspónn andstæðinga sinna sem stundum myndu veitast að persónu hans, ekki síður en skoðunum. Thatcher-aðdáandanum Glúmi er hins vegar svo mikið niðri fyrir að halda uppi merki ostlíkis frá til- teknu fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu að hann formæhr ekki eingöngu Steingrími og skoðunum hans heldur og einnig skyri og súru slátri. Hollur og þjóðlegur matur Mjólkursýra er hollur og hitaein- ingasnauður svaladrykkur, notk- un hennar er ódýr aðferð við að geyma mat og ég trúi ekki að Glúm- ur haldi að skyr og aðrar mjólkur- vörur séu óhollur matur. Þá er frá- leitt að halda því fram að ísland sé eini staðurinn í heiminum þar sem landbúnaður er vemdaður með lagaboði en í það láta markaðssinn- aðir íhaldsmenn oft skína. Súrmeti og mjólkurvömr héldu lífinu í íslensku þjóðinni um aldir. Skyr er mikið kostafæði sem lang- líft fólk borðar mikið af og ég vona, Glúms vegna, að hann borði mikið af skyri, súrmjólk og jógúrt. Ef Glúmur nýtir sér efnafræðimennt- un sína í næringarfræðilegu skyni og finnur upp kólesteróllausa „fitu“ sem brúkleg væri í stað mörs (sem ég viðurkenni að er ekkert sérstaklega hollur) við sláturgerð hjálpar hann þjóðinni að styrkja tengshn við fortíðina. Kjal]arinn Ingólfur Á. Jóhannesson stundar doktorsnám í Bandaríkjunum Innflutningur á óþarfa Undanfarin fimm til tíu ár hefur íslenska ríkið borgað bændum umtalsverðar fjárhæðir til að hætta búskap. Fjölmargt fólk, sem ég þekki, telur að verja ætti þessu fé til að flnna markaði fyrir núver- andi umframframleiðslu og auka landbúnað á íslandi fremur en að draga úr honum. Skal ég þó ekki fullyrða neitt um hvort þetta er svo auðvelt en sjónarmið þetta undir- strikar að það er ekki sjálfsagt mál að draga úr landbúnaði. Glúmur vih fara þveröfugt að. Hann vih auka neyslu á innfluttum landbúnaðarvörum sem hann sleppir að nefna að eru oftast nið- urgreiddar af erlendum ríkisköss- um. Hver skyldi nú græða á shkum innflutningi? Svarið er heildsalar. Þegar ég var ungur strákur í sveit- inni fundust mér innflytjendur vera afætur og mhhliðir og ég er viss um að það fannst framsóknar- fólki í Þistilfiröi, heimasveit Stein- gríms landbúnaðarráðherra, líka. Og enn þann dag í dag virðast ís- lenskir hehdsalar komast þokka- lega af á meðan flestir bændur, sem ég þekki, hafa það miklu verra. Ég er ósammála Glúmi um að það eigi að púkka undir hehdsala og ostlíki er að mínu viti engin stór- kostleg framfór og minnir reyndar mjög á smjörlíki sem viö í sveitinni htum ahtaf á sem hið versta skammaryrði. Þar að auki er ég smeykur um að hluti af ostlíkis- gróðanum, sem Glúmur fuhyrðir að skhi sér sem„kjarabót“ til pitsu- neytenda í formi lægra vöruverðs, muni sitja efhr í vasa pitsufram- leiðenda, e.t.v. bróðurparturinn af gróðanum. Mjólkurvörur í Wisconsin Veitingastaðir og veitingahúsa- keðjur hér í Bandaríkjunum, landi „frjálsa" framtaksins, reyna mikiö til að draga úr kostnaði, bæði með því að borga léleg laun, þjálfa starfsfólk lítið og kaupa innfluttar landbúnaðarvörur. Alræmt er dæ- mið um nautakjötsframleiðslu á svæðum sem regnskógum var rutt af í þeim thgangi að hamborg- arakeöjur gætu aukið gróða sinn (og e.t.v. lækkað vöruverð um sem svarar fimm krónum á hamborg- ara!). Einnig er það svo í flestum fylkj- um sem ég hef ferðast um að öh ódýr veitingahús bjóða gervimjólk út í kafflð og smjörlíki ofan á brauðið. Mjólkurframleiðslufylkið Wisconsin er undantekning; þar sjást shkar gervivörur ekki á borð- um veitingahúsa. Vítin að varast Lönd meö landbúnaðarfram- leiðslu eiga ekki að flytja inn land- búnaðarvörur og láta heimafram- leiddu vöruna eyðileggjast eða bændur fara illa út úr því. Nauta- kjötsframleiðendur í Bandaríkjun- um sökkva í skuldum á meðan Burger King hamborgarakeðjan græðir og regnskógar eru höggnir. Gerum ekki sömu mistökin. Flytjum inn minna af osthki og notum holla og góða íslenska mjólk til ost- og pitsugerðar. Og „frjáls" markaður og minni afskipti ríkis- valds af gróða heildsala auka bil milli ríkra og fátækra. Ingólfur Á. Jóhannesson „Þegar ég var strákur í sveitinni fund- ust mér innflytjendur vera afætur og milliliðir og ég er viss um að það fannst framsóknarfólki 1 Þistilfirði, heima- sveit Steingríms landbúnaðarráðherra, líka.“ Greinarhöfundur vitnar i kjallaragrein Glúms Jóns Björnssonar, Gervi- drasl, sem birtist 25. jan. sl. Umönnunarbætur eru sanngirnismál Kostar mun meira að dveljast á stofnun en að greiða umönnunarbætur þeim sem tekur að sér slík hjúkrunarstörf heima. Nú, þegar þinghaldi er lokið á þessum vetri, sakna ég þess að sjá ekki ný lög um almannatryggingar hljóta afgreiðslu. Við búum við 20 ára gömul lög í þessum málaflokki og hafa veriö gerðar yflr 60 breyt- ingar á lögunum frá upphafl. Þegar svo oft eru gerðar breytingar á lög- um vill myndast ósamræmi í lög- unum í heild sinni. Þess vegna var orðið mjög brýnt að við fengjum ný lög um almanna- tryggingar. Árið 1987 var skipuð nefnd sem vann að endurskoðun laganna og lauk hún störfum á síð- asta ári. Samstaða náðist ekki um frumvarpsdrög nefndarinnar og var frumvarpið því ekki lagt fram. Ekki ölmusa Við endurskoðun laganna var það haft að leiðarljósi að auka ekki útgjöld trygginganna heldur færa frá þeim sem betur mega sín til hinna sem raunverulega þurfa á almannatryggingum að halda. Hlutverk almannatrygginga á að vera að tryggja ákveðna lágmarks afkomu þegnanna en ekki að vera uppbót á þokkalegar tekjur. Álgengt er að eldra fólk vhji ekki sækja um tryggingabætur og legg- ur það að jöfnu við það sem áður fyrr var kallað að fara á sveitina eða þiggja af hreppnum. Almanna- tryggingabætur eru ekki ölmusa heldur réttur sem við eigum öll. Þetta er samtryggingin í þjóðfélag- inu sem við greiðum öll til, sá bak- hjarl sem við höfum þegar eitthvað bjátar á. KjaUariim Ásta R. Jóhannesdóttir skipar 2. sæti á lista Framsókn- arflokksins i Reykjavík Núgildandi lög óréttlát í starfi mínu hjá Tryggingastofn- un verð ég tilfinnanlega vör viö það hve núgildandi lög eru óréttlát gagnvart þeim sem annast fatlaða eða sjúka í heimahúsum. Nú er unnt að sækja um makabætur fyrir þann sem annast sjúkan eða fatlaö- an maka í heimahúsi. Hinir fjöl- mörgu sem eru frá vinnu vegna umönnunar sjúkra eða aldraðra foreldra eða ættingja heima eiga engan rétt, né heldur þeir sem ann- ast sjúk eða fótluð uppkomin börn sín heima. Eina leiðin th aö fá einhverja aðstoð er að hinn sjúki fái uppbót á lífeyri sinn vegna þarfar á umönnun. Uppbótin er aldrei nema brot af kostnaði vegna umönnun- arinnar. Það er því réttlætismál að þeir sem annast umönnun sjúkra eða fatlaðra í heimahúsi fái greidd laun fyrir það í formi ummönnun- arbóta úr almannatryggingakerf- inu. Réttur sjúkra að dvelja heima sjúkra eða aldraðra að fá að dvelja heima eða vera samvistum við sína nánustu eins lengi og unnt er. Sam- félagið á að stuðla að því. Það kost- ar mun meira að dveljast á stofnun en að greiða umönnunarbætur þeim sem tekur að sér slík hjúkr- unarstörf heima. Undir þennan bótaflokk myndu svokölluð veik- indabörn einnig heyra. Góð tillaga í nýja frumvarpinu er kveðið á um nýjan bótaflokk, umönnunar- bætur, sem kemur í stað makabóta, barnaörorkustyrks og greiðslu vegna 10. greinar laga um málefni fatlaðra. Umönnunarbótunum er skipt annars vegar vegna fatlaðra og sjúkra barna þar sem gert er ráð fyrir að greiða framfærendum barna, sem eru innan 16 ára aldurs og dvelja í heimahúsi, allt að 43.450 kr. á mánuði (miðað við júlí 1990). Hins vegar eru ummönnunar- bætur vegna ehi- og örorkulífeyris- þega sem er útvíkkun á makabót- um í núgildandi lögum. Þá er bóta- rétturinn ekki bundinn við maka heldur þann sem heldur heimhi með og annast ehi- og örorkulífeyr- isþega og getur af þeim sökum ekki stundað nema takmarkaða vinnu utan heimilis. Forgangsmál næsta þings Það verður að vera eitt af fyrstu verkum nýs Alþingis að koma þess- um þörfu breytingum í lög. Það getur skipt sköpum um hag fjölda einstaklinga og fjölskyldna. Til þess að það geti orðið þurfa ákvæði um málefni fatlaðra að koma inn í almannatryggingalögin. Umönn- miarbæturnar eru sanngimismál, sem verður að hafa forgang. Ásta R. Jóhannesdóttir Það er einnig sjalfsagður rettur „Almannatryggingabætur eru ekki ölmusa heldur réttur sem viö eigum öll. Þetta er samtryggingin 1 þjóðfélag- inu sem við greiðum öll til, sá bakhjarl sem við höfum þegar eitthvað bjátar á.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.