Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991.
Afmæli
Ami Sigurbjömsson
Arni Sigurbjörnsson, deildar-
stjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík, er
fimmtugurídag.
Starfsferill
Ámi fæddist á Akureyri og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá MÁ1961 og stundaði nám í við-
skiptafræðiviðHÍ.
Árni var deildarstjóri hjá Sam-
vinnutryggingum 1965-69, deildar-
stjóri hjá Brunabótafélagi íslands
hf. 1970-76 og hefur verið deildar-
stjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins
frá 1978.
Fjölskylda
Ámi kvæntist20.8.1966 Önnu
Guðrúnu Sigtryggsdóttur, f. 5.9.
1944, kaupkonu, dóttur Sigtryggs
Jörundssonar, verkamanns á
ísafirði, og konu hans, Hjálmfríðar
Guðmundsdóttur.
Sonur Áma frá því fyrir hjóna-
band er Siguhjörn, f. 3.5.1962, skip-
stjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur
Eddu Daníelsdóttur og eiga þau tvö
börn.
Börn Árna og Önnu Guðrúnar eru
Þórdís Anna, f. 7.7.1966, tannfræð-
ingur í Reykjavík, gift Erling Viðari
Guðlaugssyni húsamálara og eiga
þau tvö höm; Selma, f. 10.1.1968,
háskólanemi í Reykjavík, gift Arn-
ari Þórissyni viðskiptafræðingi og
framkvæmdastjóra Félagsstofn-
unnar stúdenta; Sigtryggur Arnar,
f. 24.7.1975; Silja Huld, f. 24.7.1975.
Systur Áma em Hildigunnur, f.
28.5.1938, verslunarmaður á Húsa-
vík, gift Viðari Þórðarsyni bakara-
meistara og eiga þau þijú börn og
Björg Guðrún, f. 21.9.1948, organisti
og tónlistarkennari á Grenivík, gift
Jakobi Helga Þórðarsyni vélvirkja
og eiga þau tvö börn.
Foreldrar Árna: Sigurbjörn Áma-
son, f. 4.10.1911, d. 15.4.1959, hús-
gagnasmíðameistari á Akureyri, og
Þórdís Jónsdóttir, f. 28.11.1911, hús-
móðir.
Ætt
Systir Sigurbjörns var Þórveig,
móðir Árna G. Jónssonar á Öndólfs-
stöðum í Reykjadal. Bróðir Sigur-
björns var Hólmgeir, afi Lindu Pét-
ursdóttur fegurðardrottningar.
Annar bróðir Sigurbjörns var Jón-
atan, faðir Gísla, kaupfélagsstjóra á
Fáskrúðsfirði. Sigurbjöm var sonur
Árna, b. á Knarrareyri á Flateyjar-
dal, Tómassonar og konu hans, Jó-
hönnu, systur Friðbjamar, afa
Þrastar Olafssonar hagfræðings.
Jóhanna var dóttir Jóns, b. á Ey-
vindará á Flateyjardal, Eiríkssonar.
Bróðir Þórdísar var Sigurjón á
Húsavík, faðir Sigþórs bakarameist-
ara. Þórdís var dóttir Jóns, sjó-
manns og organista á Húsavík,
bróður Helgu, móður Stefáns Pét-
urssonar, ritstjóra Alþýðublaösins.
Jón var sonur Sigurjóns, verka-
manns á Húsavík, Jónssonar,
hreppstjóra í Haga, Árnasonar.
Móðir Jóns organista var Þórdís,
systir Bjargar, ömmu Árna Björns-
sonar tónskálds. Önnur systir Þór-
dísar var Anna, amma Áma Krist-
jánssonar píanóleikara og Sigur-
veigar Guðmundsdóttur á Akur-
eyri. Þriðja systir Þórdísar var Petr-
ína, móðir Sesselju, Ólafar og Ingi-
bjargar á Akureyri og Þórarins, b.
á Tjörn, fóður Kristjáns Eldjárn for-
seta. Fjórða systir Þórdísar var
Oddný, langamma Jóns Sen, fyrrv.
konsertmeistara. Þórdís var dóttir
Hjörleifs, prests á á Völlum í Svarf-
aðardal, Guttormssonar, prófasts á
Hofi í Vopnafirði, Þorsteinssonar,
bróður Hjörleifs, langafa Einars
Kvaran rithöfundar. Systir Gutt-
orms var Bergljót, amma Vigfúsar,
prests í Ási, langafa Hjörleifs Gutt-
ormssonar. Móðir Þórdísar var
Guðlaug, systir Önnu, langömmu
Ragnars Halldórssonar í ÍSALs.
Bróðir Guðlaugar var Stefán, afi
Stefaniu Guðmundsdóttur leik-
konu, móður Önnu Borg. Guðlaug
var dóttir Bjöms, prests í Kirkjubæ,
Vigfússonar.
Ámi Sigurbjörnsson.
Móðir Þórdísar Jónsdóttur var
Björg, systir Hólmfríðar, móður
Árna Kristjánssonar píanóleikara.
Björg var dóttir Gunnars, b. á Ket-
ilsstöðum, bróöur Benedikts, afa
Jóns Þórs, forstöðumanns SKÝRR.
Gunnar var sonur Benedikts, b. á
Grund í Höfðahverfi, Benediktsson-
ar. Móðir Bjargar var Guðrún, syst-
ir Péturs, foður Stefáns, ritstjóra
Alþýðublaðsins. Guðrún var dóttir
Stefáns, b. í Víðirholti, Bjömssonar,
prests í Prestshvammi, Einarsson-
ar.
Til hamingju með afmælið 9. apríl
90 ára 60ára
Árný Þorleifsdóttir, Sunnuhlíð, Bessastaðahreppi Reynir H. Jónsson, Þorfinnsgötu 12, Reykjavík. Agnes Eyrún Pétursdóttir,
85 ára Stóru-Tungu, Felisstrandarhreppi. Rafnkell Olgeirsson,
Guðrún Björnsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Kieppsvegi 104, Reykjavík. Atli Ágústsson, Engihjalla 3, Kópavogi.
80 ára 50ára
Tryggvi Jónsson, Langanesvegi 5, Þórshöfn. Jóna Rebekka Jóhannesdóttir, Kambaseh29, Reykjavik. Sigurður Þorsteinsson,
75 ára Hofi, Grindavik. Halla Einarsdóttir,
Sigrún Lúðvíksdóttir, Vallargerði 15, Reyðarfirði.
Fífilgötu 10, Vestmannaeyjum. Hjalti Ólafsson, 40ára
Berunesi, Beruneshreppi. Þorbjörg Jónsdóttir, Hlíöarvegi 52, Kópavogi. Þuríður Þorsteinsdóttir, Skaftahlíð 8, Reykjavík. Lára Jóna Jónasdóttir, Sigtúni 2, Vík í Mýrdal. Benedikt Jónsson, Lyngholti 14, Keflavík. VerenaSyen, Sólvöllum 2, Akureyri.
70 ára
KarlS. Björgvinsson, Krossavík, Svalbarðshreppi. Ottó Gisiason, Heiðnabergi 12,Reykjavík. Kristín Sveinsdóttir, Vitateigi 5, Akranesí.
Ottó
Gíslason
Ottó Gíslason, verkstjóri í Steypu-
stöðinni hf., Heiðnabergi 12, Reykja-
vík, er sjötugur í dag.
Ottó tekur á móti gestum í Akoges-
salnum, Sigtúni 3, á afmælisdaginn
millikl. 17 og 19.
Ottó Gíslason.
RAUTT 0S^RAUTT tfÓS!
t
Ástkær dóttir okkar og systir,
Þórunn Jónína Hafþórsdóttir,
Brekkulæk 4, andaðist í barnadeild Landspitalans
sunnudaginn 7. april.
Lilja Hjördis Halidórsdóttir
Hafþór Jónsson
Tómas Hafþórsson
Merming
Niels-Henning Örsted Pedersen var vel tekið i Háskólabíói á sunnudagskvöldið. Myndin er tekin þar sem
hann ásamt félögum sínum Alvin Queen og Uif Wakenius eru í fullri sveiflu. DV-mynd Ragnar
Nhop-tríó í
Háskólabíói
Niels-Henning Orsted Pedersen er trúlega sá djass-
tónlistarmaöur útlendur sem íslendingar hafa tekið
hvað mestu ástfóstri við. Og að einhverju leyti er það
gagrfkvæmt. Allavega hefur Nhop verið einkar iðinn
við að heimsækja okkur. Hann er hka kallaður Niels-
Henning á íslandi en ekki Orsted Pedersen. Eftir allar
þessar heimsóknir finnst okkur við eiga pínuhtið í
honum, þessum fræga danska frænda sem er tvímæla-
laust einn besti kontrabassaleikari í heimi og reyndar
nýbúinn að fá tónlistarverðlaun Norðurlandaráös.
Líklega gæti Niels-Henning fengið nokkur hundruð
manns til að mæta á tónleika hér þótt hann væri að-
eins einn á ferð. Einleiksverkið, sem hann samdi fyrir
sjálfan sig, þar sem komið var við bæði í barokki og
bossa-nova, var gott dæmi um hvernig hann getur
spilaö sig inn í hug og hjörtu áheyrenda og maður
óskaöi þess að þetta tæki aldrei enda.
Að þessu sinni hafði Niels-Henning með sér Alvin
Queen á trommur og sænska gítarundriö Ulf Wak-
enius sem undirritaður er svo heppinn aö eiga eina
hljómplötu með. Sú var tekið upp i Brasilíu áriö 1985
ásamt þarlendum hljóðfæraleikurum og er geysigóð.
Þar notast Wakenius eingöngu við kassagítar en á tón-
leikunum í Háskólabíói á sunnudagskvöldið var hann
með rafmagnsgítar og sýndi öðru hvoru rokktakta sem
ekki finnast á fyrrnefndri plötu. Annars var gítarleik-
ur hans ótrúlegur á köflum, enda kynnti hljómsveitar-
stjórinn hann 1 upphafi tónleikanna sem „hinn ótrú-
lega“ og í annað skiptið sem „den helt forrykte". „Ge-
orgia on my mind“ var sólóstykki gítarleikarans og
var víða komiö við: blúsinn nálægur, eitthvað glitti í
Montgomery heitinn og eitt augnabhk brá fyrir klass-
ískum þungarokksfarsa.
Alvin Queen er trommari sem passar vel, finnst
mér, í svona týpískt Nhep-prógramm: léttur, öruggur
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
og mjög skemmtilegur. í rokkshufile-lagi Niels-Henn-
ings, „Gammel dansk", var sóló hans kannski svolítið
svipaö því sem rokktrommari myndi spila: þyrlað
hratt milli snerils, páku og tom-tom; allt settiö í gangi
allan tímann. Endanlega sló Queen svo í gegn með
bráðskemmtilegu sólói í calypsolaginu „St. Thomas“.
Efnisskráin var íjölbreytt að venju: m.a. „Old folks",
„Little train“ eftir Villa Lobos sem minnti á hinar ljúfu
brasilískættuðu lagasmíðar Niels-Hennings sjálfs.
„Donna Lee“, „Flintstone og frú“, „Lines“ eftir Wake-
nius og ekki má gleyma tveimur íslenskum ópusum.
„Vikivaki“ var fluttur, greinilega lítt undirbúinn, til
heiðurs höfundinum, Jóni Múla, sjötugum, og fluttur
kafli úr verki eftir Gunnar Reyni sem mér heyrðist
að væri nefndur „E1 basso“ og var nokkuð á spænskum
nótum.
Eftir svona kvöldstund var haldið heim á leið með
bros á vör.