Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991. 15 Steingrímur Hernlannsson og Davíö Oddsson eru langvinsælustu stjórnmálamenn okkar þjóðar og raunar þeir einu, sem njóta teljandi vinsælda samkvæmt könnun DV. Framsóknarmenn segja, að nú sé kosið um, hvor þeirra muni gegna forystuhutverki. Þetta kann rétt að vera. En ólíklegt er, að Sjálfstæðis- flokkurinn fái hreinan meirihluta þingmanna. Aðrir munu því einnig koma við sögu. DV hefur haft þessa menn á beinni hnu og lesendur getað hringt í höfðingjana. Hvernig batna lægstu laun? Hvað segja þeir um kjörin? Jón Baldvin Hannibalsson segir, að unnt sé að bæta kjör hinna lægst- launuðu. Hann; segir, að ríkis- stjórnin hafl bætt kjör þeirra með því að lækka ýérðbólgu og vexti. Stjórnin hafi bætt afkomu fyrir- tækjanna, og sjávarútvegurinn sé meira aö segja rekinn með hagn- aði. Iðnaðurinn hafi ekki staðið betur í tuttugu ár. Ef atvinnulífið búi við stöðugleika og litla verð- bólgu, skih það okkur bættum lífs- kjörum. Meðaltekjur fjölskyldu séu 200 þúsund krónur á mánuði, mið- að við tvær fyrirvinnur. Kristín Einarsdóttir, Kvennalista, sagði á beinni línu DV, að ekki ætti að vera leyfilegt að greiða laun, sem væru undir framfærslukostnaði, sem væri núna 80 þúsund krónur á mánuði. Ef allt annað brygðist, þyrfti að setja lög um lágmarks- laun. Kristín segist ekki trúa öðru en þjóðarsáttargengið geti komið sér saman um að hækka lægstu launin. Þetta er mikilvægt. Engir stjórn- málamenn geta htið framhjá því, að lægstu laun hér á landi eru okk- ur til skammar sem þjóð. Þjóðar- sáttarmenn hafa sumir látið að því liggja, að næst verði lægstu laun hækkuð verulega. Það er bara hætt við, að þetta gleymist við samn- ingaborðið eins og áður. Olafur Ragnar Grímsson sagði á beinni línu DV, að Alþýöubanda- lagið vildi hafa ákveðnar trygging- ar fyrir fólk, þannig að allir í okkar þjóðfélagi hefðu lágmarkstekjui, hvort sem þær kæmu gegnum skattakerfið eða gegiium trygg- ingakerfið. Nú beri að tryggja lífs- kjarajöfnun í landinu. Davið Oddsson sagði á bemni línu DV, að sjálfstæðismenn vildu lækka skattana um 17,6 milljarða. Hann sagði, að það yrði gert í áfóngum og tæki langan tíma að stöðva skriðþunga skattahjóls, sem núverandi ríkisstjórn, sem enn ætlaði sér að hækka skatta, hefði staðið fyrir. Sjálfstæðismenn ætl- uðu ékki að auka útgjöldin heldur nota þann hagvöxt, sem kemur, til að borga niður skuldir og byrja að lækka skatta. Ríkið ætti að losa sig við fyrirtæki eins og banka og fá tekjur af því. Davíð var spurður, hvort sjálf- stæðismenn hefðu tálað um að hækka lægstu launin. Hann sagði, að öllum fyndist þau of lág og töluðu um að hækka þau. Sjálf- stæðismenn hefðu ekki komið með nein sérstök loforð í þeim efnum. Persónuafsláttur hefði ekki fylgt verðbólgustiginu. En nú sjáum við, hVort Sjálfstæð- isflokkurinn nýtir áhrif sín hjá þjóðarsáttargenginu, til að samið verði einkum um hækkun lægstu launa. Skattur á lágtekjur Þannig virðist ekki skorta áhuga á því að bæta kjör hinna lægstlaun- uðu. En vel að merkja verður markaðurinn að ráða, eigi ekki illa að fara. Tekjur mætti leiðrétta gegnum skattakerflð, og sumir stjórnmálamennirnir nefndu hækkun skattleysismarka. Um það eru margar hugmyndir á kreiki, og sumir vilja í staðinn setja á há- tekjuskatt til að bæta ríkissjóði þann skatt, sem missist. Ólafur Ragnar hefur hreyft þeim hug- myndum að bæta hátekjuþrepi í tekjuskattinn. Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti eru milli 20 og 30 millj- arðar, segir hann. Sá hóþur, sem samkvæmt framtölum hefur tekjur yfir 300 þúsundum á mánuði, er innan við 1,5 prósent allra framtelj- enda að sögn Jóns Baldvins á beinni línu. Skattur á þessa há- tekjumenri hefði því bara skilað ríkissjóði 180 milljónum, en um- rædd hækkun á skattleysismörk- unum hefði þýtt tekjutap upp á 4,5 milljarða. Núverandi ráðherrum mun því ekki þykja þetta fýsilegur kostur. En lítum á, hvað verið er að gera. Stór hópur landsmanna fær ekki næg laun til að geta lifað af sómasamlegu lífi. Og sá hópur er auk þess skattlagður af þessum launum, sem ekki duga. Við verð- um því að gera þær kröfur til næstu Laugardagspistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri ríkisstjórnar, að skattleysismörkin verði hækkuð verulega, eins og margar tillögur hafa verið um, en á móti komi það, sem flokkarnir nefna varla nú: Sparnaður og nið- urskurður ríkisútgjalda. Vill ein- hver skerða ríkisútgjöld? Það virð- ist ekki vera. Dag eftir dag birtast frambjóðendur allra flokka í sjón- varpi og tyggja sömu tugguna: Okkur vantar veg hér og brú þar. Skrifaðu bara flugvöll, eins og sagt var. Davíð Oddsson sagði, að ráð- herrar vinstri stjórnar hefðu hækkað skatta á sínum ferli um 16 milljarða króna og aukið síðan skuldir um 30 milljarða króna, Þetta virðist vera rétt hjá Davíð uni skatta vinstri stjórnarinnar. Menn meta síðan, hversu beri að treysta sjálfstæðismönnum til að lækka skatta, þar sem þeir hafa fyrrum ekki notað tækifæri sín til slíks. Loforði kastað Vel fór á því, að einn lesandi minnti Jón Baldvin á beinni línu á loforð Alþýðuflokksins að afnema tekjuskatt af almennum launatekj- um. Jón Baldvin fór í kringum efn- ið, en sagði þó, að hann væri ekki tilbúinn aö lýsa yfir fyrir hönd Al- þýðuflokksins, að kratar séu reiðu- búnir til að þurrka út tekjuskatt- inn, meðan við búum við halla í ríkisfjármálum. „Við erum ekki ævintýramenn og bendum á, að á næsta vaxtar- og þensluskeiði er lífsnauðsynlegt að hafa jöfnuð í rík- isfjármálunum," sagði Jón Bald- vin. Alþýðuflokkurinn hafnar því þessu gamla kosningaloforði og bendir í staðinn á hallann á ríkis- sjóði. En hallareksturinn er bara afleiðing rangrar stjórnarstefnu. Davíð Oddsson og aðrir sjálfstæð- ismenn segja, eins og áður sagði, að skattpíningin hafi aukizt í tíð núverandi stjórnar. Steingrímur Hermannsson sagði á beinni línu DV, að Framsóknarflokkurinn hefði í tíð þessarar ríkisstjórnar og fyrri stjórnar stuðlað að því að bæta kjör til dæmis með stað- greiðslukerfmu. Reyndar hefði tekjuskatturinn lækkað mjög veru- lega. Framsóknarflokkurinn vildi skoða það að hækka skattleysis- mörkin í sambandi við kjarasamn- ingana, sem nú eru framundan. Steingrímur segist alls ekki kann- ast við, að skattar hafl hækkað á síðasta kjörtímabili. Ólafur Ragnar sagði á beinni línu, að rangt væri hjá Sjálfstæðisflokknum, að sá ár- angur, sem náðst hefur í kjaramál- um, hafi verið úármagnaður með 240 þúsund króna óbeinni skatt- heimtu á hverja Qölskyldu. Ólafur viðurkennir þó, að skatttekjur rík- isins hafi frá 1988 til 1990 aukizt á_ sambærilegu verðlagi um tæpa fjóra milljarða. Vel að- merkja á sambærilegu verðlagi. Ólafur Ragnar viðurkennir að hafa hækk- að skatta, vegna þess að stjórnin hafi tekið við slíku hruni í efna- hagslífinu, þar sem halli ríkissjóðs hafi verið fjármagnaður með er- lendum lántökum á einhverju mesta góðæri, sem hér hafi verið. Kjósendum mun nú varla finnast, að þessi afsökun Ólafs Ragnars dugi. Vissulega er rétt, að ríkis- stjórnin, sem fór frá 1988, hafði far- ið illa með góðærið. Eru stjórn- málin þá sami grautur í sömu skál? Það sem skortir eru menn að völd- um, sem geta tekizt á við vandann og skorið niður ríkisútgjöld, þótt það kosti sitt vegna þrýstihópanna og allra gæðinganna. Vitleysa um vexti og vísitölur Steingrímur hefur mikið dálæti á umræöum rim vexti. Hann hefur þó aldrei skilið, hvað vextir eru, en hann vill víst bara hafa þá sem lægsta, hvað sem markaðurinn segir. Samt stendur ríkisstjórnin nú að verkum, sem munu valda hækkun raunaxta, vaxta umfram verðbólgu. Hann sagðist á beinni línu DV geta sagt Seölabankanum að halda kjafti. Steingrímur vill einnig afnema lánskjaravísitölu. Hvað mundi það þýða? Fyrst og fremst að án lánskjaravísitölu yrðu greiðslur skuldaranna á saman- lögðum vaxtakostnaði engu minni en með lánskjaravísitölu. Vextir mundu bara leita jafnvægis sem fyrr. Auk þess hefur reynzt skuld- urum til bölvunar, að tekin var upp að fyrirmælum ríkisstjórnarinnar launavísitala sem hluti lánskjara- vísitölu. »Sérfræðingarnir höfðu varað viö þessu tiltæki. Fram- færsluvísitalan virðist hagkvæm- asti mælikvarðinn. Steingrímur sagði á beinni línu DV, að vextir á húsnæðisstjórnarlánum skyldu hækkaðir. Fólk þurfi að sætta sig við, að vextirnir verði hækkaðir frá þeim tíma, sem verði ákveðið, ef það sé tekið fram á skuldabréfinu, að heimilt sé að hækka vextina. En að sjálfsögðu skuli ekki hækka vexti aftur í tímann. Steingrímur sagði á beinni línu um lánasjóð námsmanna, að sjóðurinn stefndi í vaxandi kreppu og óhjákvæmilegt að taka hann til skoðunar. Hann hefði rætt um ýmsa hluti eins og vexti og útilokaði ekki, að komið gætu lágir vextir til dæmis eitt pró- sent. Svör forystumanna á beinni hnu gefa talsvert til kynna um stefnu, en vissulega tala þeir nú til kjós- enda og ekki eru aÚir viðhlæjendur vinir. Hér hefur verið drepið á nokkur stórmál en þó ekki á mjúku mál Kvennalistans eða stefnu litlu flokkanna, sem voru á beinni línu DV í gærkvöldi, enda munu þeir ekki koma nærri landsstjórn. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.