Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 22
-22 MUPABPAGUR, 13, APRÍL ,1991. Sérstæd sakamál Óvænt endalok Veitingahúseigandinn var drykk- felldur og sérvitur og þar kom aö kona hans fékk nóg. Þegar hún sagöi manni sínum aö hún óskaöi eftir skilnaöi tók hann því meö ró á yfirboröinu en hana grunaði aö best væri að fara varlega. Og þar haföi hún rétt fyrir sér þótt hann kæmi henni að óvörum. Brostið hjónaband Þegar Susan Langan fór í viku- ferð til Ítalíu haustiö 1988 var hún viss um að hún gæti ekki lengur búið meö manni sínum, veitinga- húseigandanum heimskunna, Pet- er Langan. „Ég þarfnaðist nokkurra daga í ró og næöi til að hugsa mig um,“ segir Susan um þetta ferðalag sitt en hún var fjörutíu og sjö ára er hér var komiö. „Þá þurfti ég líka aö safna kröftum til aö geta bundið enda á hjónabandið. Við höfðum verið gift í átján ár. Ákvörðunin var því erfiö en ég gat ekki búið með honum lengur.“ Peter var meöeigandi í veitinga- húsinu fræga í London, Langan’s Brassiere. Hann hóf rekstur þess árið 1976, ásamt leikaranum Mic- hael Caine sem lagði í upphafi fram mest af fénu sem þurfti til að rekst- urinn gæti hafist. Eigendurnir tveir fengu til liðs við sig kunnasta mat'reiðslumeistara í bresku höf- uðborginni, Richard Shephard, og varð staðurinn brátt kunnur langt út fyrir Bretland og sótti hann frægt fólk frá mörgum löndum. Endalaus kampa- vínsdrykkja Peter Langan var sérvitur og með góða kímnigáfu. Hann varð því brátt mjög vinsæll meðal gestanna og var þekktur fyrir að ganga milli borðanna og láta skemmtilegar at- hugasemdir falla. En við þann stárfa var hann yfirleitt aldrei alls- gáður. Hann drakk kampavín frá því nokkru eftir hádegi og fram á nótt og er haft fyrir satt að hann hafi stundum drukkið innihaldið úr heilum kassa á þessum tíma. Það kom líka fyrir að hann fannst sofandi á gólflnu á skrifstofu sinni á morgnana. En á kvöldin naut hann þess að vera innan um fræga fólkið og af gestum má nefna Andrew prins, Dudley Moore, Mick Jagger, Marl- • on Brando og John McEnroe. Sem dæmi um óvenjuleg við- brögð Peters er sagan af því er Margaret prinsessa kom af snyrti- herbergi í veitingahúsinu og hafði á orði aö hún hefði séð dauðan kakkalakka á gólfinu. Peter brá sér þangað inn, kom fram með lifandi kakkalakka milli fingranna og sagöi að hjá sér fyndi enginn dauð- an kakkalakka. Síðan stakk hann lifandi kakkalakkanum upp í sig og skolaði honum niður með dá- góðum sopa af kampavíni. Úrhófifram En gefum Susan, konu hans, aft- ur orðið: „Drykkjuskapur hans var með tímanum slíkur aö óþolandi varð. Þess vegna var ég lengstum utan London. Og ekki batnaði ástandið þegar hann opnaði veit- ingahús í Hollywood og tapaði þar verulegu fé. Peter vildi kenna fé- laga sínum, Michael Caine, um hvemig þar fór en Caine var ekki á því að hann ætti þá gagnrýni skUið. Þar kom að við keyptum okkur hús úti á landi. Það var skammt utan við Coggeshall og í fyrstu leit út fyrir að það yrði til þess að draga úr drykkjuskap Peters því þar var hann um helgar. En í raun fór það svo að hann kom bara þangað í vikulokin til að ná sér eftir viku- langan drykkjuskap í London. Við komuna var hann illa á sig kominn og í raun útþvældur. Svo fór hann nokkru hressari til vinnu á mánu- deginum en þá tók bara ný óreglu- vika við. Þannig gekk þetta í nokk- ur ár.“ Kaus annaó líf Susan segir að Peter hafi haft all- góðar tekjur af veitingahúsarekstr- inum í London en hún heföi heldur kosið að hafa dálítið minna fé milli handanna og geta átt ódrukkinn eiginmann. „Þegar ég sló í borðið," segir hún, „lofaði hann bót og betr- un en það liðu ekki nema nokkrir dagar þangað til hann var aftur farinn að drekka heilan kassa af kampavíni á dag. Hann gat þó ver- ið rómantískur og orti þá oft falleg ljóð sem hann tileinkaði mér. En þegar ég kom heim frá Ítalíu var Peter búinn að drekka mikið og húsið við Coggeshall var allt á öðrum endanum og þjónustustúlk- an var farin því Peter hafði komið ruddalega fram viö hana. Þegar ég hitti svo Peter daginn eftir sagði ég honum að ég vildi fá skilnaö. Hann spuröi mig þá hvort ég ætti elskhuga og svaraði ég því játandi. Þá hafði ég kynnst kvikmynda- framleiðanda, Roger Flemming, sem starfaði hjá BBC. Þegar ég nefndi skilnaðinn við Peter var sem rynni samstundis af honum. Ég hafði búist við því að hann yrði mjög reiður en í staðinn varð hann blíður. Og þegar hann var það var hann manna blíðastur. Út að borða Þá um kvöldið fóru Peter og Sus- an út að borða á veitingahúsi í Coggeshall. Ætlunin var að ræða þar nánar hvers vegna Susan treysti sér ekki lengur til að vera gift honum. Allt gekk það vel fyrir sig. -Þegar þau komu heim um kvöldið drukku þau saman eina kampavínsílösku og fóru síöan að sofa, hvört í sínu svefnherbergi. Susan, sem þekkti mann sinn mjög vel, bjóst við því að hann myndi ausa yfir hana skömmum vegna skilnaðarbeiðninnar þótt hann heföi sýnt henni sína bestu hlið þetta kvöld. Henni var líka fullljóst aö hann vildi ekki sjá af henni. Næsta kvöld fóru þau aftur sam- an út að borða. Þá ræddu þau um hvernig skipta skyldi búi og eign- um. Fór allt vel fram eins og kvöld- ið áður og af og til gerðu þau að gamni sínu. Áður en þau héldu heim ákváðu þau að vera vinir eft- ir skilnaðinn. Er heim var komið drukku þau aftur saman eina kampavínsflösku. Á meðan urðu þau sammála um að eiga saman síðustu nóttina. Peter brá sér fram á baðherbergi en þegar hann kom þaðan og inn í svefnherbergi Susan stóð hún við gluggann og horfði upp í stjörnu- bjartan himininn. Þá bað Peter hana að afklæðast en læsti um leið hurðinni. Hún gerði eins og hann bað en á meðan sótti hann aðra flösku af kampavíni sem geymd var í litlum kæliskáp þarna í svefn- herberginu. Þegar hann hafði opn- að hana hellti hann í tvö glös. Sjálf- ur tók hann svo svefntöflurnar þrjár sem hann var vanur að taka, jafnvel þegar hann var undir áhrif- um áfengis. Vildi að þau færu saman úr þessum heimi Þegar Susan var komin upp í rúmið beið hún þess að maður hennar afklæddist og legðist við hlið hennar. Þess í stað snerist hann skyndilega á hæli, gekk að fataskáp, opnaði hann og tók fram tvær stórar plastflöskur með bens- íni í. Hann fór höndum um þær og brátt sá Susan að hann var kominn með eldspýtustokk milli handanna. Skyndilega rann upp fyrir Susan Langan, þar sem hún lá nakin und- ir sænginni, hvað maður hennar hafði í huga. Hann ætlaði að sprengja bensínsprengjurnar inni í svefnherberginu og drepa þau bæði. Henni varð litið til dyranna en minntist þess þá að maður henn- ar hafði læst hurðinni. Aðeins var ein undankomuleið til. í skyndi stökk hún fram úr rúminu, tók stefnuna á svaladyrnar og svipti upp hurðinni. Hún var á mikilli ferð þegar hún kom út á svalirnar en hægði vart á sér þótt þær vaéru í fjögurra metra hæð yfir jörðu. Augnabliki síðar sveif hún í lausu lofti, allsnakin. Hún hælbrotnaði þegar hún kom niður. Sprengingin Um leið og Susan áttaði sig á því að hún gat ekki gengið tók hún að skríða frá húsinu. Jafnframt fór hún að kalla á hjálp og hrópaði svo hátt að fólk í nærliggjandi húsi vaknaöi. Húsráðandinn fór út til að athuga hvað um væri að vera og þegar hann sá konu nágrannans nakta og ófæra um að ganga hjálp- aði hann henni inn til sín. Hún bað hann um að læsa hurðinni og hringja tafarlaust á lögregluna. Meðan Susan sat með nágranna- fólkinu og beið þess sveipuð teppi að lögreglan kæmi heyrðist ægileg sprenging. Út um gluggann sáu þau að stór hluti svefnherbergis Susan þeyttist burt. Allir voru sem lamaö- ir. Þegar lögreglan kom loksins fann hún Peter illa brunninn og mikið slasaðan á blettinum fyrir framan húsið. Svo öflug hafði sprengingin verið aö hann hafði kastast þangað. Hann var enn með rænu og tókst að hvísla í eyra eins lögregluþjóns- ins: „Ég vildi deyja. Ég vildi að við dæjum saman sem hjón.“ Svo missti hann meðvitundina. Húsið var illa leikið og brak úr þaki og vegg svefnherbergisins á víð og dreif um grasflötina. Peter Langan var í skyndi fluttur á sjúkrahús. Þar lá þessi kunni veitingamaður, sem haft hafði svo sérstakt lag á að koma vel fyrir sig orði en varð áfenginu að bráð, í hálfan mánuð án þess að komast aftur til meðvitundar. Svo lést hann. Susan kvæntist síðar Roger Flemming sem hafði verið hennar sfoð og stytta síðustu árin í hjóna- bandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.