Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991.
59
A&næli
Soffía Pétursdóttir
Soffía Pétursdóttir, kaupkona og
húsmóöir, Hlégeröi 4, Kópavogi, er
fímmtugídag.
Starfsferill
Soffía fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hún lauk prófum frá VÍ
1960 og stundaði þýskunám í
Munchen 1960-61.
Soffía hóf flugfreyjustörf hjá Loft-
leiðum 1962 og var síðan veitinga-
stjóri á Hótel Loftleiðum til ársloka
1988. í marsmánuði 1989 keypti Soff-
ía Bókabúðina Kilju hf. í Miðbæ við
Háaleitisbraut og rekur hana ásamt
vinkonu sinni, Önnu Guðnadóttur.
Fjölskylda
Soffía giftist 10.12.1965 Gunnari
Erni Ólafssyni, f. 20.5.1940, fulitrúa
en hann ér sonur Ólafs H. Jónsson-
ar, forstjóra Alliance hf., og Sig-
þrúðar Guðjónsdóttur húsmóður.
Börn Soffíu og Gunnars eru Þór-
unn, f. 25.11.1963, gift Jóhanni
Helgasyni vélafræðingi og er dóttir
þeirra Guðrún María, f. 6.12.1989;
María, f. 12.11.1967, en sambýhs-
maður hennar er Eiríkur Stephen-
sen tónhstakennari og á hann son-
inn Guðmund Má, f. 20.7.1983; Pétur
Örn, f. 1.10.1970, menntaskólanemi
en unnusta hans er Lára Stefáns-
dóttir menntaskólanemi.
Systkini Soffíu eru Magnús, f. 28.5.
1937, sölumaður hjá Sjóvá-Almenn-
um, kvæntur Valdísi Björgvinsdótt-
ur og eiga þau tvær dætur auk þess
sem hann á son; Ólafur, f. 9.12.1938,
hagfræðingur í Noregi, og á hann
tvo syni; Pétur Bjöm, f. 31.1.1946,
viðskiptafræðingur í Reykjavík, og
á hann tvp syni; Borghildur, f. 28.1.
1954, gift Ólafi H. Johnson viðskipta-
fræðingi og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Soffíu voru Pétur Ólafs-
son, f. 8.8.1912, d. 17.2.1987, hag-
fræðingur ogforstjóri ísafoldar-
prentsmiðju, ogÞórunn Kjaran, f.
16.9.1917, d. 12.5.1966, húsmóðir.
Ætt
Föðursystkini Soffíu eru Björn
konsertmeistari, Katrín, móðir Ól-
afs Mixa læknis, og Elísabet, móðir
Ólafs B. Thors forstjóra. Pétur var
sonur Ólafs, ritstjóra í Reykjavík,
bróður Sveins forseta. Ólafur var
sonur Björns, ritstjóra og ráðherra,
Jónssonar. Móðir Ólafs var Elísa-
bet, systir Hallgríms biskups, fóður
Friðriks dómkirkjuprests, en hálf-
systir Elísabetar var Sigríður, móðir
Haralds Níelssonar prófessors, foð-
ur Jónasar, fyrrv. bankastjóra. Sig-
ríður var einnig móðir Hallgríms,
afa Sigurðar, fyrrv. stjórnarform-
anns Flugleiða, og Hallgríms tón-
skálds Helgasona. Þá var Sigríður
móðir Sesselju, móður Sveins Val-
fells, og móðir Mörtu, móður Sturlu
Friðrikssonar erfðafræðings.
Móðir Péturs var Borghildur,
systir Muggs myndlistarmanns og
Katrínar, móður Péturs Thorsteins-
sonar sendiherra og Eggerts Briem
rafmagnsveitustjóra. Borghildur
var dóttir Péturs Thorsteinssonar,
útvegsmanns á Bíldudal, ogÁsthild-
ar Guðmundsdóttur, prófasts í
Kvennabrekku, Einarssonar, móð-
urbróður Matthíasar Jochumsson-
ar skálds.
Þórunn, móðir Soffíu, var systir
Birgis Kjaran alþingismanns, afa
Birgis Ármannssonar, formanns
Heimdallar. Þórunn var dóttir
Magnúsar Kjaran, stórkaupmanns
í Reykjavík, Tómassonar, b. í Vælu-
gerði, Eyvindssonar. Móðir Magn-
úsar var Sigríður Pálsdóttir, b. og
hreppstjóra á Þingskálum, bróður
Júlíönu, móður Helga, yfirlæknis á
Vífilsstöðum, foður Ingvars for-
stjóra, föður Júlíusar Vífils óperu-
söngvara. Júlía var einnig móðir
Soffíu bæjarfulltrúa, ömmu Svein-
bjarnar I. Baldvinssonar rithöfund-
ar. Páll var jafnframt bróðir Jóns,
afa Jóns Helgasonar skálds og próf-
Soffia Pétursdóttir.
essors. Páll var sonur Guðmundar,
b. á Keldum, ættfoður Keldnaættar-
innar. Móðir Þórunnar var Soffía,
systir Sigríðar, konu Páls Einars-
sonar borgarstjóra. Soffía var dóttir
Franz Siemsen, sýslumanns í Hafn-
arfirði, og Þórunnar, dóttur Árna
Thorsteinsson landfógeta, bróður
Steingríms, skálds og rektors. Árni
var sonur Bjárna, stiftamtmanns og
alþingisforseta, Thorsteinssonar, b.
í Kerlingardal, bróður Jóns Stein-
grímssonar eldprests.
Soffía og Gunnar taka á móti gestum
að Hótel Loftleiðum, Kristalssal,
milli kl. 17 og 19.00 á afmælisdaginn.
Sigurjón Jónsson
Sigurjón Jónsson, stöðuvörður í
Kolaportinu, til heimilis að Aspar-
felh 8, Reykjavík, verður sjötugur á
morgun.
Starfsferill
Siguijón fæddist í Hvammi í Vaha-
hreppi en ólst upp í foreldrahúsum
í Tunguhaga í sömu sveit við al-
menn sveitastörf. Um tvitugt fór
hann til Reyðarfjarðar og starfaði
þar hjá Kaupfélagi Héraðsbúa í eitt
ár og stundaði síðan akstur við
vegavinnu og brúarsmíðar. Þá hóf
hann nám við Eiðaskóla 1942 og út-
skrifaðist þaðan 1944. Hann starfaði
hjá Sveini á Egilsstöðum í eitt og
hálft ár eftir námið en fór til Reykja-
vikur haustið 1945 þar sem hann
hefur búið síðan. Hann lauk meira-
prófsnámskeiði haustið 1945, ók
leigubíl í rúm fimm ár og starfaði
síðan við lakkrísgerðina Póló á ár-
unum 1951-63. Sigurjón stundaði
ásamt öðrum eigin rekstur á árun-
um 1963-70 en hóf þá störf hjá Hita-
veitu Reykjavíkur þar sem hann
starfaði til 1974. Þá hóf hann störf
við stöðumælavörslu en hefur verið
stöðuvörður í Kolaportinu frá því
portið var tekið í notkun í ársbyrjun
1984.
Fjölskylda
Kona Sigurjóns er Bergþóra Stef-
ánsdóttir.
Sonur Bergþóru og stjúpsonur
Sigurjóns er Njáll Harðarson, f. 20.8.
1947, vélvirki í Reykjavík, kvæntur
Elvu Gísladóttur húsmóður og eiga
þau tvö börn. Börn Sigurjóns og
Bergþóru eru Jónbjörg Sigurjóns-
dóttir, f. 4.7.1949, húsmóðir og
sjúkraliði, gift Eiði H. Eiðssyni lög-
regluvarðstjóra og eiga þau þrjú
börn, og Þorsteinn Sigurjónsson, f.
23.3.1957, rafmagnsverkfræðingurí
Reykjavík
Siguijón átti sex systkini og kom-
ust fjögur þeirra th fullorðinsára.
Hann á nú tvö systkini á lífi. Systk-
ini hans sem komust á legg; Magn-
ús, lengst af b. á Jaðri í Vallanesi,
nú búsettur á Egilsstöðum; Þuríður,
húsfreyja í Tunguhaga; Guðrún
Katrín, húsfreyja á Seyðisfirði, nú
látin; Sigríður Herborg, húsfreyja á
Seyðisfirði, nú látin.
Foreldrar Siguijóns voru Jón Sig-
valdason, f. 1.11.1875, d. 1937, tré-
Sigurjón Jónsson.
smiður í Tunguhaga, og kona hans,
Jónbjörg Jónsdóttir, f. 26.10.1883,
d. 4.8.1958, húsfreyja.
Ætt
Jón var sonur Sigvalda, b. á Ás-
geirsstööum og á Ósi Einarssonar,
b. á Hrolllaugsstöðum Árnasonar.
Móðir Sigvalda var Sigríður Jóns-
dóttir, b. á Ytra-Núpi í Vopnafirði,
Ásmundssonar, og Arnfríðar Hálf-
dánardóttur.
Jónbjörg var dóttir Jóns, b. á Hall-
bjarnarstöðum, Jónssonar og Guð-
laugar Jónsdóttur, b. á Kolstöðum
og á Hallbjarnarstöðum, Jónssonar,
og Bjargar Benediktsdóttur.
Kristín Margrét Jósefína Bjömson
Kristín Margrét Jósefína Bjömson
hjúkrunarkona og rithöfundur,
Njálsgötu 4A, Reykjavík, veröur ní-
ræð n.k. þriðjudag.
Starfsferill
Kristín fæddist á Gauksmýri í
Línakradal í Vestur-Húnavatns-
sýslu og ólst þar upp í stóram syst-
kinahópi. Hún gekk einn vetur í
Lýðskólann á Hvammstanga og tvo
vetur í Kvennaskólann á Blönduósi.
Nítján ára gömul fór Kristín til
vesturheims á vegum föðursystur
sinnar og nöfnu, Margrétar J. Bene-
diktsson, kvenréttindakonu og rit-
stjóra blaðsins Freyju, og nam þar
hjúkrun. Hún kom síðan aftur til
íslands árið 1927 og giftist fyrri
manni sínum þaö sama ár.
Kristíh hefur gefið út þijár
ljóðabækur og fjórar sögubækur um
ævina.
Fjölskylda
Kristín giftist árið 1927 Krisfjóni
Ágústi Þorvarðssyni, f. 1885, d. 1962,
frá Leikskálum í Haukadal í Dala-
sýslu. Hann var sonur Þorvarðar
Bergþórssonar hreppstjóra og Höllu
Jóhannesdóttur húsmóður.
Árið 1949 gifti Kristín sig í annað
sinn, Einari Sveinssyni, f. 1908, d.
1984, frá Laugalandi í Reykhólasveit
og síðar á Látrum á Breiðafírði. Ein-
ar var sonur Sveins Einarssonar og
Maríu Sveinsdóttur. Einar og Krist-
ín hófu búskap á Gauksmýri og
bjuggu þar í ellefu ár.
Kristín átti einn son með fyrri
manni sínum, Kristjóni. Hann heitir
Hákon Heimir, f. 1928, lögfræðingur
í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Sigur-
jónsdóttur, f. 1931, Siguijóns Jóns-
sonar úrsmiðs í Reykjavík og Guð-
rúnar Jónsdóttur.
Hákon og Ólöf eiga tvær dætur,
þær eru: Sigrún Erla, f. 1954, hús-
móðir, gift Guðmundi Elíasi Páls-
syni, f. 1952, málarameistara og
íþróttakennara, syni Páls H. Guð-
mundssonar málarameistara og
Gróu S. Guðnadótturkjólameistara.
Þau eiga þrjú börn, Pál Liljar f. 1973,
Ólaf Heimi f. 1976 og Erlu Rún f.
1989; og Hulda Margrét, f. 1956,
myndlistarkona, gift Jóni Óskari
Hafsteinssyni, f. 1954, myndlistar-
manni, syni Hafsteihs Ingvarssonar
tannlæknis og Ragnheiðar Jóns-
dóttur myndlistarkonu. Þau eiga
soninn Burkna, f. 1974.
Kristin átti tíu systkini, þau eru;
Sigurlaug Jakobína, dó í frum-
bernsku; Ólöf María, gift Birni Frið-
rikssyni tollverði í Reykjavík; Sig-
urlaug Jakobína, gift Guðmundi
Péturssyni b. á Refsteinsstöðum í
Víðidal og síðar á Nefstöðum í Fljót-
um; Sigurbjörg Sigríður, gift Lárusi
Björnssyni kaupihanni í Reykjavík;
Guðríður, lengst af búsett í Vest-
mannaeyjum en nú í Reykjavík;
Kristjana, dó í frumbemsku; Þor-
Kristín Margrét Jósefína Björnson.
björg Soífía Sigurrós Lilja, gift
Halldóri Þorlákssyni bílstjóra í
Reykjavík; Sigurvaldi Sigurður, áð-
ur b. á Gauksmýri en síðar starfs-
maður Reykjavíkurborgar, kvænt-
ur Þuríði Guðjónsdóttur; Karl
Harlow, b. á Stóru-Borg í Vestur-
Húnavatnssýslu, kvæntur Margréti
Tryggvadóttur; og Hallgrímur
Thorberg, yfirkennari í Keflavík,
kvæntur Lóu Þorkelsdóttur. Af
þessum systkinahópi eru á lífi, auk
Kristínar, þau Guðríður, Sigurvaldi
og Karl.
Foreldrar Kristínar voru Björn
Jósafat Jósafatsson, b. á Gauksmýri
í Línakradal í Vestur-Húnavatns-
sýlu og Ólöf Sigurðardóttir húsmóð-
ir.
Kristín tekur á móti gestum í Safn-
aðarheimili Langholtskirkju
sunnudaginn 14. apríl á milli kl. 16
og 18.
90 ára
50 ára
Jóhannes Jóhannsson,
Viðimel 64, Reykjavík.
80 ára
Guðbjörg Pétursdóttir,
Langholti 1A, Hraungerðishreppi.
70 ára
Björk Sigdórsdóttir,
Réttarholtsvegi 63, Reykjavik.
Laufey Þorbjarnardóttir,
Selbraut 15, Seltjamamesi.
Soffía H. Sigurgeirsdóttir,
Hraunbæ 194, Reykjavík.
Guðgeir Óiason,
Efri-Þverá, FÍjótshliðarhreppi.
Ingvar Páisson,
Erluhólum 6, Reykjavík.
Sigríður Þórarinsdóttir,
Eskihlið 8, Reykjavík.
Sigríður Ásgeirsdóttir,
Álitamýri 40, Reykjavík.
Kristján Finnbjörnsson,
Stórholti 28, Reykjavik.
40 ára
60 ára
Guðmundur Lárusson,
Smárahvammi 11, Hafharfirði.
Arndis Kristjánsdóttir,
Breiðási 11, Garðabæ.
Guðmundur Karl Guðjónsson,
Spóarima 19, Selfossi.
Gunnar Helgi Háifdánarson,
Hvassaleiti 91, Reykjavík.
Þóra Hrönn Njáisdóttir,
Austurgötu 40, Hafnarfirði.
I’étur Þ. Stefánsson,
Hlíðargötu-9, Akureyri.
Bryndis Erla Eggertsdóttir,
Efstahrauni 2, Grindavík.
Berglind Jónina Gestsdóttir,
Hólsvegi 17, Reykjavik.
Þóra Jónsdóttir
Þóra Jónsdóttir húsmóðir, Vina-
minni, Stöðvarfirði, er sjötug í dag.
Starfsferill
Þóra fæddist í Bessastaðagerði í
Fljótsdal en ólst upp í Hvammi í
Fáskrúðsfirði og á Hvalnesi í Stöðv-
arfirði. Hún hóf ung sveitastörf og
var síðan ráðskona við mötuneyti á
síldarárunum. Þá hefur hún stund-
að fjölmörg störf sem tengjast sjáv-
arútvegi, lengst af fy rir Varðarút-
gerðina hf., auk þess sem Þóra rak
hin síöari ár mötuneyti á heimili
sínu.
Fjölskylda
Þóra giftist 11.1.1943 Kjartani Vil-
bergssyni, f. 6.3.1921, fyrrv. útgerð-
armanni og skipstjóra, en hann er
sonur Vilbergs Magnússonar, f. 31.7.
1882, d. 26.12.1956, b. á Hvalnesi á
Stöðvarfirði, og Ragnheiðar Þor-
grímsdóttur, f. 19.2.1884, d. 26.9.
1968, húsfreyju.
Þóra og Kjartan ólu upp þrjú fóst-
urbörn. Þau eru Kristrún Guðna-
dóttir, f. 24.6.1942, fiskverkakona á
Stöðvarfirði, gift Olafi Guttorms-
syni verkstjóra og eru börn þeirra
Kjartan, Stefán, Oli Rúnar og Sig-
urður Fannar; Bergþór Hávarðsson,
f. 5.9.1946, vélstjóri, búsettur á St.
Martin í Karíbahafmu, fráskilinn,
en börn hans eru Rögnvaldur, Ragn-
heiður Bergdis, Páll Björgvin og
Kjartan Hávarður; Þóra Björk Nik-
ulásdóttir, f. 20.10.1959, banka-
starfsmaður á Stöðvarfirði, í sam-
búð með Björgvin Val Guömunds-
syni, nema í vélvirkjun, og er dóttir
þeirra Erna Valborg.
Þóra Jónsdóttir.
Systkini Þóru eru Steinunn, f. 27.3.
1924, starfsmaður hjá DAS í Reykja-
vík, gift Guðmundi Kristmundssyni
sjómanni og eiga þau tvö börn;
Kristín Sigfríð, f. 3.10.1930, fiskverk-
unarkona á Siglufirði; Nanna, f. 29.6.
1932, fiskverkunarkona á Stöðvar-
firði, gift Þorsteini Krisjánssyni
fiskverkunarmanni og eiga þau
íjögur börn; Arnbjörg Inga, f. 28.2.
1934, húsmóðir í Reykjavík, gift
Sverri Kolbeinssyni yfirkennara og
eiga þau eitt barn; Erna, f. 11.7.1936,
d. 9.6.1985, húsmóðir í Keflavík, var
gift Sigurði G. Ólafssyni verkstjóra
og áttu þau saman tvö böm auk
þess sem Erna átti dóttur sem Þóra
ól upp.
Foreldrar Þóru voru Jón Jóhanns-
son, f. 15.11.1890, d. 26.3.1953, b. á
Hvalnesi við Stöðvarfjörð, og Krist-
ín Steinunn Sigtryggsdóttir, f. 28.8.
1898, d. 2.10.1966, húsfreyjaá Hval-
nesi.