Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 52
Rosalegt högg kom
bátinn í stórgrýtinu
„Ég fór út með nokkra lóðabala
í nótt og var á landleið. Það gekk á
með éljum. Þegar ég kom upp und-
ir Kópinn skall á kolsvart él. Ég sá
rétt fram á stefni en taldi mig vera
kominn nógu langt til að beygja
fyrir Kópinn - það vantaði voða-
lega Utið upp á. Báturinn fór upp í
stórgrýtið. Það var rosalegt högg
sem kom á hann fyrst," sagði Jó-
hann Halldórsson, 39 ára Bílddæl-
ingur, í samtah við DV í gær.
Áhöfnin á varðskipinu Ægi var
nýbúin að bjarga Jóhanni úr
gúmmíbáti úti á Arnarfirði um
flögurleytið síðdegis í gær þegar
DV ræddi við hann í síma. Bátur
hans, Guimvör II, sem er sjö tonna
trébátur, barðist þá í stórgrýttri
fjörunni úti af Verdölum í utan-
verðum flrðinum.
„Báturinn kastaðist yfír stórgrýt-
ið og upp í fjöru og lenti þar í grjót-
inu. Hann lyftist upp að framan,
síðan að aftan en endaði svo uppi
í stórgrýtinu. Það fór fljótlega að
leka. Þetta var svakalegt högg. Ég
reyndi að kalla á ísaijörð en fékk
ekkert svar. Það helúr eitthvað
hrokkið til í stöðinni hjá mér við
höggið. Það fyrsta sem ég hugsaði
var að reyna að komast í land. Ég
hætti við það. Þama var svo mikið
brim og stórgrýti. Ég setti gúmmí-
bátinn út og reri honum frá fjör-
unni og_ lónaði 100-200 metra fyrir
utan. Eg setti neyöarsendinn i
gang. Ég vissi ekki um varðskipið.
Þeir heyrðu þó ógreinilega í mér.
Ég var mjög feginn þegar þeir
komu og bið þig að skila kæru
þakklæti til þeirra allra á Ægi,"
sagði Jóhann.
Þegar Jóhann sendi út neyðar-
kall var ekki hægt að staðsetja
strandstaðinn. Flugvél fór á loft og
fann gúmmíbátinn skömmu síðar
og lét varðskipið vita. Jóhann var
við stýrið og í fiotgalla þegar bátur-
inn fór upp i stórgrýtið. Hann er
kunnugur á þessum slóðum. Trufl-
anir voru á ratsjá hans í snjóbyln-
um en rniðað við dýptarmæhngu
taldi hann sig „vera sloppinn fyrír
Kópinn" eins og harrn orðaði það.
-ÓTT
LOKI
Já, laufið er fallið!
S
jju—
T
Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
LAUGAFSDAGUR 13. APRÍL 1991.
Egilsstaðir:
Meindýraeyð-
irinn bopp-
andi eftir
minknum
í
I
I
I
I
I
Flugskýli fyrir milljarð:
Flugleiðirfátoll- |
anafelldaniður
Óiafur Ragnar Grímsson tjármála- |
ráðherra hefur ákveðið að nýta
heimild til að fella niður aðflutnings- |
gjöld vegna flugskýhs Flugleiða á g
Keflavíkurflugvelh. Hann hefur af- l‘>
hent forráðamönnum Flugleiða hf.
bréf upp á þetta.
Flugskýlið verður ein stærsta í
bygging landsins eða um 60 prósent r
stærra en Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Tahð er að bygging þess muni kosta |
800 til 1000 milljónir króna.
Með tilkomu þessa flugskýlis mun ‘
öll viðhaldsþjónusta Flugleiða hf. .
færast til íslands. Þegar flugskýlið i
er risið munu 137 ný störf færast til £
Suðumesja.
-S.dór 4
Viðræður á þriðjudag
Samninganefnd Félags íslenskra jf
atvinnuflugmanna og Flugleiða, sem |
sátu á fundi hjá ríkissáttasemjara til '
klukkan flmm í gærmorgun, taka
þráðinn upp að nýja á þriðjudaginn, |
16. apríl, kl. 14.
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Suðvestlægar og vestlægar áttir
Á sunnudag verður fremur suðvestlæg átt með slyddu- eða snjóél sunnanlands og vestan, víðast skýjað en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti
verður á bilinu 1-4 stig. Á mánudag verður fremur vestlæg eða breytileg átt á landinu. Vestanlands verða dálítil él, slydda eða súld með köflum
við suðurströndina en léttskýjað á Noröur- og Austurlandi, frostlaust að deginum en hætt við næturfrosti á Norður- og Austurlandi.
„Ég glaðvaknaði þegar ég var að
keyra eftir Tjarnarbrautinni og var
að fara í póstinn. Fyrst kom bopp-
andi minkur þvert yfir götuna. Rétt
á eftir kom meindýraeyðir bæjarins
boppandi á eftir með spýtu í hend-
inni. Minkurinn slapp inn í garð. Ég
fór náttúrlega út úr bílnum til að
reyna að ná honum,“ sagðir Skúli
Mágnússon hjá Vinnueftirliti ríkis-
ins á Egiisstöðum í samtali við DV í
gær. Skúli og meindýraeyðirinn
lentu í miklum eltingaleik við mink
í bænum á miðvikudag.
„Þetta var stór fress. Hann hefur
verið í Glaumbæjarstuði að leita sér
að hinu kyninu. Bæjarferðin hefur
hins vegar verið til að leita sér að
æti. Minkurinn komst inn í rusl við
skúr. Þar hafði skafið snjó af þannig
að hann komst undir. Það var ekki
hægt að sjá hann. Síðan skaut hann
sér upp við girðingu og komst inn í
næsta garð. Þar var þétt hmgerði
sem gerði okkur erfltt fyrir að eiga
við þetta.
í þessum hluta bæjarins er gífur-
legur gróður. Það var vont að eiga
við þetta enda voru hvorki ég né
meindýraeyðirinn með skotvopn.
Við misstum af honum en seinna
sást minkurinn við Ríkisútvarpið
okkar í bænum. Hann hefur svo
horflð eitthvað í burtu. Þessi dýr eru
dugleg að bjarga sér,“ sagði Skúli.
Hann sagði að för eftir mink væri
hægt-að þekkja á samsíða sporum
eftir framfætur. „Minkurinn ferðast
alltaf svona - hann hlykkjast áfram
í stökkum," sagði Skúli. -ÓTT
Hann er fallegur fiskur, karfinn, meðan hann er nýr. Hér er verið að landa karfa úr Grandatogaranum Jóni Bald-
vinssyni RE. Mjög gott verð hefur fengist fyrir karfa það sem af er þessu ári á fiskmörkuðunum hér á landi.
Meðalverð á þeim eitt þúsund tonnum, sem seid hafa verið á Faxamarkaði fyrstu 3 mánuði ársins, eru 40,26
krónur fyrir kílóið. í augnkrókum karfans er eitrað bein sem margir flakarar hafa fengið slæmsku af. Ef menn aftur
á móti opna augað og jóðla innihaldinu á sárið virkar það sem móteitur. DV-mynd GVA
NEYÐARHNAPPUR
FRÁ VARA
fyrir heimabúandi sjúklinga
og aldraða
0 91-29399
Alhliða
öryggisþjónusta
VARI síðan 1 969
I