Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991.
36-
Eiríkur Hauksson rokksöngvari:
Rokkvíkingur
gerir strandhögg í
tveimur heimsálfum
- syngur fyrir Noreg í Eurovision
„Ég er ekkert óskaplega spenntur
fyrir söngvakeppninni. Viö ætlum
aö gera okkar besta en ef þaö dugar
skammt þá skiptir það ekki svo
miklu máli. Við höfum þegar getiö
okkur gott orö á öðrum vettvangi og
stöndum því ekki og föllum með
þessari söngvakeppni. Ég hlakka
mest til þess að hitta íslendingana
sem þarna eru að keppa því ég þekki
þá vel.“
Sigrum eflaust
samanlagt
„Ég lít samt ekki á þetta sem sér-
staka keppni við þá. Vonandi gengur
okkur báðum vel og ég er nokkuð
viss um að samanlagt sigrum við.
Ég hef heyrt lagið sem keppir fyrir
íslands hönd og líst ágætlega á það,“
sagði Eiríkur Hauksson söngvari í
samtali við DV.
Velgengni í Noregi
Rauðhærði rokkarinn sem einu
sinni tryllti þjóðina upp úr skónum
með túlkun sinni á Gaggó Vest og
fleiri lögum eftir Gunnar Þórðarson
hefur veriö búsettur í Noregi í tæp-
lega þrjú ár. Þar hefur hann reynt
fyrir sér sem söngvari og tónlistar-
maður með mjög góöum árangri. Svo
góðum að Norðmenn völdu Eirík og
félaga hans til þess að keppa fyrir
Noregs hönd í söngvakeppni evróp-
skra sjónvarpsstöðva sem fram fer í
byrjun maí. Þar mun sönghópurinn
Just 4 Fun flytja lagið Mrs. Thomp-
son.
Þegar nokkur hundruð lög höfðu
borist í forkeppni vegna söngva-
keppninnar lagði dómnefndin árar í
bát og lýsti því yfir að ekkert laganna
væri nógu gott. Eftir að hafa setið á
rökstólum um hríð fól stjórn norska
sjónvarpsins Just 4 Fun að velja lagt
til flutnings og fara með það til ítal-
íu. Hvernig tóku Norðmenn þessari
ákvörðun?
Persaflóastríðið
hvarf í skuggann
„Það varð allt vitlaust," segir Eirík-
ur og hlær dátt. „Þetta olli slíku
fjaðrafoki hér í Noregi að í nokkra
daga hvarf Persaílóastríðið, sem þá
stóð sem hæst, af forsíðum dagblað-
anna. Það var mikið rifist og þrasað
og margir urðu ævareiðir, sérstak-
lega fólk í tónlistarheiminum. Marg-
ir lagahöfundar sögðust aldrei
Með lcy hópnum sem keppti fyrir íslands hönd í Noregi í Eurovision.
Eiríkur ásamt félögum sínum í norsku þungarokkssveitinni Artch.
myndu leggja nafn sitt við keppnina
framar. Síðan rann mönnum reiðin
og nokkrir þeirra sem hæst höföu
sendu okkur síðan lög til að velja úr.“
Margir nöldra
enallirhorfa
„Hér er svipað viðhorf til keppn-
innar og heima á íslandi, þ.e. allir
hafa skoðun á málinu, fussa og sveia
og nöldra en þetta er tvímælalaust
það sem flestir horfa á í sjónvarp-
inu.“
Eiríkur er enginn nýgræðingur í
Eurovision því eins og Islendingum
er eflaust í fersku minni tók hann
þátt í keppninni þegar söguþjóðin
var með í fyrsta skipti. Það var ein-
mitt í Noregi og þar söng Eiríkur
með Icy hópnum lag Magnúsar Ei-
ríkssonar, Gleðibankinn sem hafnaði
í hinu illræmda 16. sæti.
Sönghópurinn Just 4 Fun er skip-
aður þeim Eiríki Haukssyni, Jan
Groth, Marianne Antonsen og Hanne
Krogh en sú var einmitt helmingur-
inn af The Bobbysocks sem sigraði
fyrir hönd Noregs með lagið La’ det
swinge, hér um árið. Hópurinn fékk
fijálsar hendur og valdi lagið Mrs.
Thopmson eftir Dag Kolsrud. Lagið
segir Eiríkur að sé módem popplag
með trukki hvernig sem á að túlka
það.
Snjóbolti
sem stækkaði
En hvernig varð þessi hópur til?
„Þetta er svona snjóbolti sem hlóð
utan á sig. Það var sett upp dans- og
söngvasýning í Fredrikstad. Við-
fangsefnið var rokk og sveifla sjötta
áratugarins. Þetta var mjög svipuð
sýning og sú sem var mjög vinsæl
hér heima í Broadway undir nafninu
Allt vitlaust en þar söng ég einmitt
mjög lengi. Hópurinn var settur á
laggirnar sérstaklega fyrir sýning-
una sem gekk síðan mun lengur og
við miklu meiri vinsældir en nokk-
urn hafði órað fyrir. Við höfum feng-
ið fjölda atvinnutilboða í kjölfarið og
erum bókuð á nokkrum stöðum í
sumar. Þar á meðal á Oslo Plaza í
júlí en það er stærsta hótelið hér í
Noregi. Við sungum lögin úr sýning-
unni inn á plötu sem hefur selst í
meira en 20 þúsund eintökum án
þess að miklu væri eytt í auglýs-
ingar. Við höfum komið fram í sjón-
varpi og þetta virðist njóta mikilla
vinsælda."
Rónarnir þekktu
hann strax
Það er því ljóst að fleiri en íslend-
ingar kunna að meta söng rauð-
hærða víkingsins sem er orðinn
þekktur í Noregi sem, „sá íslenski i
Just 4 Fun.“ En er Eiríkur orðinn
frægur í Noregi?
„Þessu er best svarað með smásögu.
Daginn eftir að Just 4 Fun flutti
keppnislagið í sjónvarpi var ég stadd-
ur í Osló og gekk eftir aðalgötunni
Karl-Johan. Þar hafa nokkrir stræt-
isrónar og útigangsmenn sinn sama-
stað eins og heima í Austurstræti.
Þegar þeir sáu mig þá hrópaði einn
þeirra strax: „Þarna er íslendingur-
inn sem á að keppa fyrir okkur í
Eurovision."
Konan mín vildi reyndar meina að
þeir heföu þekkt mig af einhverju
öðru,“ segir Eiríkur og hlær dátt.
Aðalhlutverk í
Vesalingunum
En Eiríkur hefur reynt fyrir sér á
fleiri sviðum í Noregi. Ástæðan fyrir
því að hann var valinn í Just 4 Fun
var glæsileg frammistaða hans i að-
alhlutverki í uppfærslu á söngleikn-
um Vesalingarnir sem sýnt var í
Fredriksstad og víðar við góðar und-
irtektir. Eiríkur fékk mjög góða
dóma fyrir frammistöðu sína.
„Þetta var ekki eiginleg leiksýning
heldur svona lifandi konsert svo ég
þurfti í sjálfu sér ekkert að leika,
bara syngja. Þetta var mjög skemmti-
leg reynsla og gefandi. Ég var á ferð
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991.
í Noregi fyrir fjórum árum og fór þá
í prufusöng vegna uppfærslu á Jesus
Christ Superstar og var boðið hlut-
verk Júdasar. Ég haföi því miður
ekki tíma en þegar sömu aðilar tóku
upp Vesalingana höfðu þeir samband
við mig og buðu mér hlutverk."
Kennari í
afleysingum
Eiríkur er menntaður barnakenn-
ari og starfaði við það heima á ís-
landi. Sú menntun kom honum til
góða fyrstu árin í Noregi meðan hann
var að koma sér fyrir. Þá starfaði
hann sem forfallakennari þrátt fyrir
slaka norskukunnáttu.
„Ég reyndi bara að gera gott úr því.
Krökkunum þótti bara fyndið að ég
talaði dálítið bjagaða norsku til að
byrja með. Það var auðvelt fyrir mig
að fá vinnu við kennsluna þó hér
væri talsvert atvinnuleysi þegar ég
flutti út. Það bjargaði mér alveg og
ég átti kost á fastri stöðu sem ég tók
ekki því frá síðasta ári hef ég alfarið
lifað á tónlistinni. Við höfum haft það
ágætt því kennaralaun eru hér um
tvöfalt hærri en heima á íslandi. Hér
eru þó svipuð lífskjör og álíka kaup-
máttur og heima. Munurinn er sá að
Norðmenn vinna ekki yfirvinnu.
Þeir lifa af daglaununum einum sam-
an og því þekkist ekki hér það yfir-
vinnu- og aukavinnustress sem ís-
lendingar þekkja svo vel.“
Rokkarinn og
barnakennarinn
En í rauðhærða barnakennaranum
búa tveir menn. Þegar hann lokar
skólastofunni og kveður börnin
dansar hann á sviði á kvöldin í leðri
frá hvirfli til ilja og hristir makkann
við drynjandi þungarokk. Eiríkur
ílutti til Noregs til þess að syngja
með norsku þungarokkssveitinni
Artch. Sú sveit hefur sent frá sér
tvær plötur. Sú fyrri fékk mjög góðá
dóma og sú seinni er nýlega komin
út í Bandaríkjunum. Tveimur dögum
eftir að Eurovision lýkur fer Eiríkur
ásamt trommara Artch vestur um
haf til þess að kynna plötuna nánar.
Er og verð
þungarokkari
„Ég er og verð þungarokkari. Það
er sú tónlist sem ég vil helst syngja
og lít á allt annað sem aukagetu. En
það er erfitt að lifa af þungarokkinu
einu saman hér í Noregi eins og
heima á íslandi. Þess vegna hef ég
tekið fegins hendi tækifærum eins
og Just 4 Fun og fleiru. Ef platan
selst eitthvað á Bandaríkjamarkaði
þá getur það verið stórkostlegt tæki-
færi. Það má segja að Artch standi
og falli með þessari plötu því við
fengum það góða dóma fyrir hina að
það er erfitt að fylgja henni eftir.
Dreifingaraðihnn var þá ekki vel í
stakk búinn en nú sjá Warner Bros
um dreifinguna vestra svo við von-
um að það standi ekkert í vegi fyrir
því að platan sé alls staðar til.
Fordómar í garð
þungarokkara
Ekki er alveg laust við að orðspor
þungarokkara sé dálítið villt. Verður
Eiríkur var við að fólki þyki þetta
aukahlutverk barnakennarans
skrýtið?
„Já, ég verð dáhtið var við það hjá
samkennurum mínum bæði hér og
eins heima. Hinsvegar er staðreynd-
in sú að langflestir sem spila þessa
tónlist eru blíðlyndir hæglætismenn.
Maður fær svo mikla útrás á sviðinu
að maður verður blíður hversdags.
Það eru aðallega plötuútgefendur og
blaöamenn sem hafa komið þessu
vafasama óreglu- og ólátaorði á
þungarokkara.“
Tildrög þess að Eiríkur var fenginn
til hðs við Artch voru þau að hðs-
menn hljómsveitarinnar heyrðu
upptöku með íslensku hljómsveit-
inni Drýsli og sáu í hendi sér að
þarna var maður sem þeir gætu not-
að. Eiríkur var orðinn þreyttur á
bashnu hér heima og fjölskyldan var
th í að breyta th og því létu þau slag
standa.
„Við höfðum ekki dvalið erlendis
nema sem túristar. Hér bjó talsvert
mikið af íslendingum þegar við kom-
um hingað og við höfðum og höfum
enn talsvert samband við þá þó þeim
hafi fækkað með atvinnuleysinu.
Konurnar eru saman í saumaklúbb
og karlarnir fara saman á krána og
fá sér bjór. Norðmenn eru ágætis
fólk í viðkynningu þó þeir hafi dálít-
ið annan stíl í samskiptum. Hér tíðk-
ast ekki að fólk komi í heimsóknir
óundirbúið. Þeir eru dálítið stífari en
íslendingar en hið besta fólk þegar
þú kynnist þeim. Þeir líta á íslend-
inga sem fjarskylda frændur sína og
eru jákvæðir í garð þeirra.
Við fáum blöðin send að heiman og
fylgjumst með því sem gerist á íslandi.
Þessa dagana rignir auk þess inn bækl-
ingum frá stjórnmálaflokkunum. Auð-
vitað fær maður heimþrá annað slagið,
sérstaklega var það fyrst. En stelpum-
ar hafa aðlagast mjög vel og töluðu
fljótlega málið eins og innfæddir og
miklu betur en við.“
Stend á krossgötum
En hvað tekur við hjá rauðhærða
rokkvíkingnum sem nú gerir strand-
högg bæði í Ameríku og Italíu í senn?
Hver er hans framtíð sem söngvara
hvort sem það er hér heima eða er-
lendis?
„Ég þarf að gera upp minn hug til
þess. Ef Artch fer að ganga vel þá
vildi ég gjarnan helga mig þeirri tón-
list eingöngu. Hinsvegar hafa útgef-
endur hér haft samband við mig og
vilja gjarnan koma mér á framfæri
sem söngvara með sólóferh. Það yrði
þá í léttari tónlist. Slíkir samningar
myndu þýða að maður væri að binda
sig hér í Noregi th nokkurra næstu
ára því í þessum bransa þýðir ekkert
hálfkák. Þú verður að vera á staðn-
um og gefa þig hehshugar í það sem
þú ert að gera. Þannig má segja að
ég standi svolítiö á krossgötum eftir
að þessari Eurovision keppni lýkur.
Hver niðurstaðan verður er best að
segja sem minnst um á þessu stigi
málsins." -Pá
hluta afþessu," segir Eiríkur. „Þegar
ég fór til Noregs á sínum tíma þá var
skrifað í blöðin um mig eins og
heimsfrægð væri á næsta leiti. ís-
lendingar eru svo óþolinmóðir þegar
slíkt er annars vegar. En eins og
Sykurmolarnir og Mezzoforte hafa
fengið að reyna þá geta menn lent í
þeirri stöðu að ekki sé hlustað á þá
heima fyrr en þeir hafa náð ein-
hverjum árangri erlendis.
Auðvitað vill maður gjarnan sigra
heiminn fyrir sitt land. Ég hef komið
th íslands með mína hljómsveit.'Artch,
og spilað á íslandi. Ég gaf út sólóplötu
á íslandi fyrir jólin 1989. Sú seldist ekki
sérlega vel enda erfitt að gefa út plötu
í öðru landi en maður er staddur í.
Þannig má segja að ég vilji gjarnan
sigra minn fæðingarhrepp þó það sé
erfiðasti áfanginn á ferli listamanns.
Því hversu lengi sem ég verð hér þá
er ég og verð ávallt íslendingur. Þar
vildi ég helst vera.“
Fengum köst
afheimþrá
Eiríkur býr ásamt Helgu Stein-
grímsdóttur konu sinni, sem er starf-
andi fóstra, og tveimur dætrum, Eyr-
únu 4 ára og Hildi 10 ára, í Gressvik
sem er rétt utan við Fredrikstad en
Frederiksstad er nokkurskonar
Keflavík Noregs í þeim skilningi að
þar er mikil gróska í popptónlist og
hefur lengi verið. Þaðan er rösklega
klukkutíma akstur th Oslóar. En
hvernig gekk þeim hjónum að laga
sig að lífi á erlendri grund.
Rokkvíkingurinn Eiríkur Hauksson gerir strandhogg i tveimur heimsálfum.
Snati íVogaskóla
„Ég og Sigurgeir Sigmundsson,
vinur minnog gítarleikari byrjuðum
að spila saman í landsprófsbekk í
Vogaskóla. Fyrsta hljómsveitin sem
við stofnuðum hét Snati og náði því
reyndar aldrei að koma fram opin-
berlega þrátt fyrir, að okkar mati,
frumlegt nafn. Síðar stofnuðum við
saman hljómsveit sem við kölluðum
Pikkóló og sú spilaði opinberlega
nokkrum sinnum. Þar næst kom
Start. Þar fengum við popptröllið
Pétur Kristjánsson til liðs við okkur
og gekk nokkuð vel.“
GaggóVest
vargullnáma
Eftir að Drýsill leystist upp söng
Eiríkur hvað eina sem bauðst en
stóra tadkifærið kom þegar Gunnar
Þórðarson fékk hann til þess að
syngja tvö lög á Reykjavíkurplöt-
unni. Það voru Gaggó Vest og Gull.
Bæði lögin urðu firna vinsæl og næg
atvinna við sönginn fylgdi í kjölfarið.
„Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá
einhvern pening fyrir það sem ég var
að gera og ég ákvað að nota það til
hins ítrasta þó tónlistin væri ekki
alltaf við mitt hæfi.“
Drýsill gróf
eigin gröf
„En spilamennskan á sveitaböllun-
um átti ekki vel við okkur og eftir
að Start lagði upp laupana stofnuð-
um við hljómsveitina Drýsil sem átti
eingöngu að leika þungarokk og
gerði það fyrst í stað. Én enginn vhdi
gefa út plötu með þungarokki svo við
réðumst í að gera það sjálfir. Þar með
grófum við okkar eigin gröf því til
þess að greiða plötuna niður þurftum
við að spila á sveitaböllum og við
önnur tækifæri allt aðra tónlist en
ætlunin haföi í upphafi verið. Þannig
varð platan banabiti sveitarinnar en
þó um leið til þess að ég endaði hér
úti svo það var ekki th einskis unn-
ið.“
Var mikið sungið
á þínu heimili?
Eiríkur er næstyngstur af fimm
börnum hjónanna Þórnýjar Þórar-
insdóttur og Hauks Eiríkssonar. Fað-
ir hans lést 1963 þegar Eiríkur var 4
ára og yngsti bróðirinn ófæddur.
Móðir hans ól strákana fjóra og stelp-
una upp á eigin spýtur og kenndi í
Vogaskóla. Var mikið sungið á heim-
ilinu?
„Ég man nú ekki mikið eftir'pabba
en hann var góður söngmaður og
söng í kórum. Ég lærði á fiðlu sem
krakki, bræður mínir á trompet og
túbu og systir mín á píanó. Það var
dálítil sveifla á heimilinu og mikið
um tónhst.“
Að sigra sinn
fæðingarhrepp
„Þú færð aldrei sigrað þinn fæðing-
arhrepp, hann fylgir þér eftir með
stjúpmóðurauga," segir í þekktu
kvæði eftir Jón úr Vör. íslendingar
hafa í gegnum árin gjarnan viljað
eiga heimsfræga listamenn og stund-
um hefur óskhyggjan borið þá ofur-
hði. Listamenn sem reyna fyrir sér
á erlendum vettvangi eiga helst að
sigra heiminn fyrir Islands hönd og
það strax.
„Ég hef náttúrlega ekki farið var-