Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991.
21
Merming
Pálskver:
Mismunandi vel heppnað
Þaö er lofsvert framtak hjá starf-
andi sóknarpresti að skrifa ferm-
ingarkver og gefa það út. Það bend-
ir ótvírætt til þess að hann hafi
lagt rækt við fermingarundirbún-
inginn. Fermingarkver sr. Páls
Pálssönar mun upphaflega hafa
komið út árið 1964, en kemur nú
út aukið og endurbætt. Rit þetta
hefur margt sér til ágætis en hefur
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
einnig að geyma ýmislegt sem er
miður vel heppnað. Auðvitað verð-
ur það borið saman við eldri ferm-
ingarkver íslensk, en rúmið leyfir
ekki að reynt sé að gera slíkan sam-
anburð hér.
„Ponti" og Helgakver
Fyrsta kverið í kristilegum fræð-
um fyrir börn, sem notað var eftir
að ný fermingarlöggjöf kom til sög-
unnar árið 1744, var eftir danska
guðfræðinginn Erik Pontoppidan.
Kver þetta gekk undir nafninu
„Ponti“ og þótti afskaplega óað-
gengilegt. Langfrægast íslenskra
fermingarkvera er Helgakver,
kennt við höfund þess Helga
prestaskólakennara Hálfdánarson.
Helgakver var formlega tekið í
notkun 1878 og mun þorri íslenskra
barna hafa notað það um hálfrar
aldar skeið. Af öðrum þekktum
barnalærdómskverum frá þessari
öld má nefna Kristin fræði eftir
Friðrik Hallgrímsson og Veginn
eftir Jakob Jónsson.
Lengi vel var það svo að börn
voru látin læra utan að mestallt
efni kversins og reyndist það mörg-
um erfitt. Það þarf því ekki að
koma á óvart að þessi lærdómur
fær heldur lélega einkunn í endur-
minningum margra íslendinga. En
nú munu fermingarbörn yfirleitt
ekki vera látin læra annað utan að
en faðir vor, fáeina ritningarstaði,
trúarjátninguna og nokkra sálma.
Það eru því engar líkur til þess að
„Pálskver" öðlist þannig sess sem
sum hinna eldri kvera, og einkum
þó Helgakver, skipuðu. Engu að
síður hlýtur að skipta miklu máli
hvernig rit þaö er úr garði gert sem
fermingarbörn nútímans eiga eink-
um að styðjast við.
Um innihald þess kvers sem hér
skal um rætt segir höfundur að
hann reyni „að setja fram undir-
stöðuatriði trúar og kirkju“ en
einnig sé vikið að ýmsum málum
daglegs lífs og „nýstárlegri fyrir-
bærum“ s.s. fóstureyðingum og
„borgaralegum fermingum". Um
síðast nefnda fyrirbærið segir höf-
undur að það sé heiðin athöfn sem
sé í einu og öllu andstæð fermingu
kirkjunnar enda beinlínis búin til
sem slík.
„Illa innrættar og svikul-
ar manneskjur"
Bókinni er skipt í fjóra hluta. í
fyrsta hlutanum er meðal annars
fjallað um kirkjuna, messuna og
kirkjuárið. Þessi hluti bókarinnar
fannst mér best heppnaður. Þar er
leitast viö að tengja við samtímann.
Kaflanum um kirkjuna hefði þó að
skaðlausu mátt skipta í nokkra
undirkafla. Til dæmis hefði Lúter
verðskuldað að fá sérstakan kafla.
í öðrum hlutanum er fjallað um
lykilatriði trúfræðinnar syo sem
Guð, synd og réttlætingu. í þriðja
hlutanum er að finna útskýringar
á boðorðunum tíu, faðirvorinu og
trúarjátningunni. Þarna fannst
mér ýmislegt orka mjög tvímælis.
Sem dæmi má nefna að í umfjöllun
sinni um sjötta boðorðið („Þú skalt
ekki drýgja hór“) svarar höfundur-
inn neitandi spurningunni hvort
leyfilegt sé að skilja, en bætir svo
við: „Hins vegar geta sumar mann-
eskjur verið svo vondar, gallaðar
eða illa innrættar og svikular, að
þær geta alveg eyðilagt hjónaband-
ið.“ Ekki eru svona fullyrðingar
uppbyggileg lesning fyrir ferming-
arbörn sem kannski hafa nýverið
upplifað skilnað ástkærra foreldra
sinna og vita að þar fari hinar bestu
manneskjur sem eru fjarri því að
vera „illa innrættar og svikular".
Enda vita það allir að þaö þarf ekki
illa innrættar manneskjur til að
hjónabönd misheppnist og leiði til
skilnaðar.
Það er vel til fundið hjá höfundi
að brjóta efnið upp með stuttum
sögum sem eru í ramma undir fyr-
irsögninni „Litla leiðarljósið". En
því miður gefa margar sögurnar
mjög villandi mynd af eðli bænar-
innar. Þær flytja nefnilega þann
boðskap að bænin sé eins og neyð-
arsími, sem leysi sérhvert vanda-
mál. Nær sanni er það sem segir
annars staðar í sama riti, að eðli
sannarar bænar sé lofgjörð og til-
beiðsla.
Bókin er skrifuð á skýru og auð-
lesnu máli og framsetningin er yf-
irleitt vel heppnuð, til dæmis er
hún oft í formi spurninga og svara,
sem er vafalaust vel til þess fallið
að koma efninu til skila. Þó mér
hafi ekki líkað allt jafn vel í þessu
fermingarkveri er margt vel gert
og framtakið lofsvert.
Séra Páll Pálsson, höfundur Ferm-
ingarkversins.
Sjádu psileg
lellilijnlhýsi rlsa á
innan vid 15.sek.
Sýning á Esterel
fellihjólhýsum um
helgina. Opið
laugardag kl. 10
til 18 og sunnudag
kl. 12 til 18.
c,ér\eQa
vjanóaö^
Út aprílmánuö fá þeir
fortjald í kaupauka,
sem staðfesta pöntun
á felllhjólhýsi.
Esterel eru handunnin, frönsk fellihjólhýsi í úrvalsflokki. Úr
hentugri kerru reisir þú notalegt hýsi á innan
við einni mínútu. Innan veggja er öllu
haganlega komið fyrir og vandað til allra
hluta. Gashitari, eldavél,
vaskur, ísskápur, geymir
fyrir 12 volt sem heldur
ísskápnum köldum við
akstur. Hægt er að
tengja vagninn við
220 volt. Hleðslutæki
fæst aukalega og er tengt bílnum.
Fortjald fæst aukalega. Vagnarnir eru
útfærðir fyrir íslenskar aðstæður; bætt vörn á
undirgrind, 13” dekk, þéttilistar sem útiloka vegarykið o.fl.
Komdu á sýninguna um helgina og
kynntu þér málið nánar.
Ú,VeBgir:
!^«húð
3TaStkVoða
43 Japla*
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJARSLOÐ 7 • SIMI 91-621780