Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 18
18! LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991, Veiöivon Valgeir Sigurðsson, veitinga- maður í Lúxemborg, hefur leigt Svalbarðsá með bróður sínum. Þistilfjöröur: Bjóða áskrift að veiðileyfum í Svalbarðsá „Það er ég og Valgeir Sigurðs- son, bróðir minn í Lúxemborg, sem tókum ána á leigu,“ sagði Jónas Þ. Sigurðsson í samtali í vikunni en þeir bræöur hafa leigt Svalbarðsá í Þistilflrði næstu ár- in og bjóða veiðimönnum að kaupa veiðileyfi á föstum tíma í ánni i áskrift. „Þetta er nýlunda hér í veiðián- um og veiðimenn geta keypt veiöileyfi á föstum tímum ár eftir ár. Fólk á sitt sumarleyfi og vill vera á ákveðnum tímum í veiði, þess vegna gerum við þetta. Það var Valgeiri, bróður mínum, sem datt þetta í hug. Dagurinn er seld- ur á 20 þúsund á þeim tíma sem við bjóðum og það eru fjórar stangir í ánni. Svalbarðsá er dýr í leigu og ef það gengur vel að selja veiðileyfm sleppum við sléttir út úr þessu,“ sagði Jónas sem rak á sínuni tíma Hótel Norð- urljós á Raufarhöfn og leigði veið- iár þar í kring. Þetta sölufyrirkomulag eins og þeir bræður hafa í ánni hefur aðeins verið í Laxá á Ásum. Þar hafa veiöimenn getað keypt veiöi- leyfi nokkur ár fram í tímann. Það voru 15 tilboð sem komu í ána og var hún leigð á 2,7 milljón- ir segja okkar heimildir, inni í þvi eru!83stangardagar. G.Bender ......wim.imiimmi»w"!!;"|iiiu....."'J' * ..... < ■ ■ ■ :> : V: Hvammsvík í Kjós: Það veiddist vel af regnbogasilungi þegar opnað var aftur í Hvammsvík í Kjós. Hvammsvíkin hefur verið lok- uð í langan tíma en íslandsbanki opnaði hana um páskahelgina. „Veiðin hefur gengið vel og veiðst yfir þúsund fiskar síðan staðurinn var opnaður aftur. Líklega hafa mætt um 400 veiðimenn á öllum aldri og þetta veröur næstu helgar,“ sagði tíðindamaður okkar á staðnum í vik- unni. Það verður opið um helgar á næst- unni meðan íslandsbanki rekur stað- inn. Þessa dagana standa yfir samn- ingaviðræöur um kaup á Hvamms- víkinni. Ekki er vitað hvenær þær ganga upp, en heimildir okkar segja að það verði núna um helgina. Þrjú tilboð bárust í Hvammsvíkina. Verð- ur spennandi að sjá hver býður best. -G.Bender Þessi mynd er tekin fyrir fáum dögum i Hvammsvik, en þá var heldur kulda- legt þar upp frá. Veiðin var þó ágæt. DV-mynd G.Bender Hann hefur verið fengsæll á fluguna í gegnum tíðina hann Jón Halldór Jónsson úr Keflavík og hér heldur hann á 8 punda sjóbirtingi úr Vatnamótum. Fiskinn veiddi Jón á flugu sem hann hafði sjálfur búið til, Viðbót. Þetta er einn af stærri fiskunum núna í upphafi sjóbirtingstímans. DV-mynd G.Bender Þjóðar- spaug DV Rigningin Alþingismaður einn var á fram- boðsferðalagi um væntanlegt kjördæmi sitt sem hami þekkti þó lítið að sögn kunnugra. í ein- um bænum gisti hann eina nótt á hóteli. Ekki varð honum svefn- samt þá nótt því að hellirigning var úti, já, og einnig í herbergi viðkomandi þingmanns, því að þakið var hríplekt. Um morgun- inn, er hann kom niður í matsal- inn, spurði hann hótelstjórann að þvi, hvort þakið á hótelinu læki alltaf. „Nei, nei, bara þegar rignir," svaraði hótelstjórinn. Fríkkarmeir og meir Stefán Jónsson, fyrrverandi al- þingismaður Alþýðubandalags- ins, orti eitt sínn um Alþýðu- tiokkinn: Þeir yfirgefa liann einn og tveir, uns hann á fy lgi sitt í skýjonum, en Alþýðuflokkurinn frikkar mcir, þvi færri sem eru í ’onum. Alþýðuflokkurinn þykir ekki sterkur, meö tilliti til fylgis, i Austflarðakjördæmi. Einhverju sinni bankaði fyrsti maður á lista flokksins upp á hjá bónda á Hér- aði. Bóndimi haföi þá um daginn fengið ýmsa póiitiska gesti í heimsókn, sömu erindagerða, og var því orðinn þreyttur á pólit- ískri umræðu þann daginn. Svar- aði hann því komumanni á þessa leið: „Og þú ert auðvitað væntanlegt þingmannsefni, eða hvað?“ „Varla get ég talist þaö,“ svar- aði komumaður. „Ég er nú bara í fyrsta sæti Alþýðuflokksins.“ Finnur þú fimm breytingai? 100 Þarftu ekki á garðyrkjumanni að halda fyrir svalakassann þinn? Nafn:....... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verðmæti kr. 8.500. 2. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verðmæti kr. 8.500. Vinningarnir koma frá versl- uninni Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 100 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir nítug- ustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Páll Ólafsson, Álfheimum 44, 104 Reykjavík 2. Kristín Sveinbjörnsdóttir, Akralandi 1,108 Reykjavík Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.