Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 30
ieei v.ItH'IA .81 HUOAaH/jOUAJ
LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991.
42
Menning__________________pv
Ofnar bækur
Eru menn hættir að rökræða um þjóðlega
og óþjóðlega myndlist hér á íslandi? Þótt sú
umræða hafi á stundum verið æði ófrjó og
harðvítug, einkennst meir af orðhengilshætti
en skyndsemd er ástæðulaust aö fara frá
henni óútkljáðri.
Fyrir fimmtíu árum blandaðist mönnum
ekki hugur um það hvað væri þjóðlegt í
myndlistinni - og hvað ekki. Aðfenginn kúb-
ískur myndstíll Þorvalds Skúlasonar var
óþjóðlegur, heimalagaður stuðlabergsstíll
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Kjarvals eða Guðjóns Samúelssonar var
þjóðlegur, - þó svo síðarnefndi stíllinn væri
í eðli sínu ámóta gagnger ummyndun á veru-
leika hlutanna og hinn fyrrnefndi.
Skyldu íslendingar nútímans treysta sér
til að greina á milli „þjóðlegra" og „óþjóð-
legra“ þátta i mynlist okkar af viðlíka hisp-
ursleysi? Það efa ég en tek öllum andmælum
feginsamlega. Ekki kæmi mér á óvart þótt
einhveijum yrði á að skipa Kristínu Jóns-
dóttur frá Munkaþverá í flokk með þjóðleg-
um listamönnum en einkasýning hennar
stendur nú yfir í Listasafni ASÍ (til 14. apríl).
Því í fljótu bragði virðast ullarflókar hennar
uppfylla flestar kröfur sem hugsanlega
mætti gera til „rammíslenskra" myndverka.
Mótun flóka
Uppistaða verkanna er íslensk ull í sauða-
litunum en úrvinnsla þeirra er ekki síður
Kristín Jónsdóttir ásamt einu verka sinna.
íslensk, snýst um trúnaðarsamband okkar
íslendinga við ritað orð, handritin, bókina
og þá veröld sem rúmast innan vébanda
hennar. Flest eru þessi verk eins og opnar
bækur, síður eða bókfell, máð og lúin af elli,
lestri eða illri meðferð en þó stoltleg og ófor-
gengileg að sjá. Nokkur þeirra bera nöfn á
borð við „Fylgsni“ og „Skjól“. Segir ekki
franska manvitsbrekkan Merleau-Ponty að
orð séu afdrep?
Við skoðun á verkum Kristínar verður mér
einnig hugsað til gamalla áritaðra minning-
artaflna í íslenskum kirkjum, jafnvel einnig
til veðraðra legsteina þar sem heilu mann-
sævirnar eru nú orðin ein en listakonan mun
vera uppalin á kirkjustaö.
Þegar grannt er skoðað sækir Kristín jafn-
mikið til alþjóðlegra listhefða og íslenskrar
menningararfleifðar. Sjálf meðferð ullarinn-
ar er ekki séríslensk heldur af ævafornum
miðausturlenskum uppruna. Listakonan
þæfir ullina og býr til úr henni flóka sem
hún síðan pressar eða mótar með margvís-
legum hætti.
Ljóðræn hughrif
Hugmyndin að þessum flókaverkum virð-
ist samt ekki komin rakleiðis úr fornöld held-
ur að hluta til frá nýlistamönnum eins og
Joseph Beuys og Robert Morris ef marka
má fróðlegt viötal við listakonuna í Morgun-
blaðinu fyrir viku. í litbeitingu sinni er Krist-
ín hins vegar upp á afstraktlistina komin,
vekur upp ljóðræn hughrif með taumum eða
slæðum dökkra eða dumbrauðra lita. í ofaná-
lag minna verka hennar um margt á fíngerð
sköpunarverk japanskra listamanna. Það
gerir kyrrð þeirra, mýkt og gegnsæi, hrynj-
andi skriftarinnar innra með þeim og bamb-
usinn sem notaður er bæði sem kjölur og
kjölfesta nokkurra þeirra.
Kristín er sem sagt þjóðlegur listamaður í
allra besta skilningi, heldur til haga því besta
úr gömlum hefðum en eykur við áhrifamátt
þess í nútímanum með margháttar tenging-
um og tilvísunum.
Sýningar Kristínar Jónsdóttur frá Munk-
aþverá eru sjaldgæfar en þeim mun lengur
lifa þær í vitundinni.
UMHVERFISLEGT STÓRSLYS
TÁugarTsvegur
J-AUGARASVEGUI
RÆKTUNARSTÖÐ
RÆKTUNARSTÖÐ
NÚV^RANDl
SKRUÐGARÐUf
TIVOLl.
MEÐ VÉLKNUNUM
| LEIKTÆKJUM
HÚSDÝRA
GARDUR
fÆÐI
HÚSDÝRA
GARÐUR
LAUGARDAL3
^ÖLLUR
TIL RÁÐSTÖFUNAR
FYRIR LAUGARDALSGARÐ
BÍLASl
BlLASI
JGARD/
LAUGARDALSHÖLL
■SmnRUMjU;
55SSES
H d
SKIPURLAG REYKJAVIKURBORGAR TILLAGA LAUGARDALSHREYFINGAR
Umhverfislegt stórslys
1) Laugardalshreyfingin stöðvaði með mótmælum byggingu 150 einbýlishúsa vinstri meirihlutans i
Laugardalnum 1979. Nú vinna Sjálfstæðismenn í borgarstjórn að því að malbika vegi og bílastæði
þvert og endilangt um Laugardalinn, malbika bílastæði vestan Tónlistahúss, stærra en
Laugardalsvöllur, opna Tivoli með vélknúnum leiktækjum, 3 m háum girðingum, veitingahúsi,
aðgangseyri og tilbúnu landslagl.
2) Borgarmálaráðstefna Sjálfstæðisflokksins, 28.1 "89 fjallaði ítarlega um skipulag austurhluta
Laugardalsins og hafnaði einróma þessu skipulagi í 21 manna nefnd gmhverfis- og skipulagsmála, en
borgarstjóri malbikar yfir álit hennar og kallaði nefndina "Grasrót" og "Anamaðk í eyra ser". Eftirfarandi
bókanir voru m.a. gerðar af nefndinni, og tók Laugardalshreyfingin pær upp sem stefnuskrá sina:
a) Skipulag Laugardals þarf að kynna betur fyrir öllum borgarbúum og fá um það umræður.
b) Laugardalur er einn veðursælasti reitur höfðuborgarinnar, einkum austurhluti dalsins og því einkar vel
til þess fallinn að skapa úr honum gróðursælan listigarð. Leggja þarf meiri áherslu á tiárrækt, og í
austurhluta dalsins er vel til fallið að rækta upp einskonar frumskóg, þ.e. þéttvaxinn skóg.
c) Hætt er við að útivistarsvæði dalsins lokist af á einskonar umferðareyjum ef áætlanir (Reynis
vilhjálmssonar landlagsarkitekts) ganga eftir um lagningu Holtavegar í beinu framhaldi af Grensásvegi
og akbrautar (Sigtúnsvegur) frá Laugardalshöll að Holtavegi. Frá þessum umferðagötum stafar ónæði,
havaði, mengun auk slysahættu.
d) Ef bílastæði verða gerð þar sem Tónlistahús á að rísa skal byggja þau neðanjarðar og hafa yfirborð
þess svæðis vistlegt utiverusvæði, i stað stórrar malbiksskellu.
Fundarstjóri var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulagsnefndar, og borgarstjórnarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
3) Húsdýragarður: Eftirfarandi bréf 21.3 .'81 hefur borist borgarstjórn frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni,
formanm dýraverndunarnefndar.ríkisins. "Eg hef kynnt mér áform um vegalagningu um Laugardal, bæði leiðir
fyrir bifreiðar og gangandi fólk. Eg lýsi áhyggjum vegna fyrirsjánlegrar aukningar á mannaferðum meðfram
Húsdýragarðinum og skora á borgarstjórn ao íhuga vandlega, hvort ekki sé unnt að leysa úr umferðamálum á
þessu svæði á annan hátt en þann að opna fyrir umferð og óhjákvæmilegt ónæði fyrir dýrin sem af því mun
leiða’.Jafnframt vantar frekari loftunarhólf og beitihólf íyrir dýrin að sögn forstöðumanns Húsdýragarðsins.
4) Tívolí: Tívoli með 3m háum girðingum, vélknúnum leiktækjum, aðgangseyri, veitingahúsi, tilbúnu landslagi,
tröllvöxnum bílastæðum. Laugardalshreyfingin telur að slik starfssemi færi betur í suður - Mjódd eða Breiðholti III þar
sem börnin eru.
5) Tónlistarhús: Fyrirhugað bílastæði vestan Tónlistarhúss er stærra en Laugardalsvöllur. Betur færi ef bílastæði
Glæsibæjar og Tónlistarnúss væru samnýtt, eða Tónlistarhús færi niður á höfn gengt Seðlabanka og nýtti þau
bílastæði þar sem þegar eru illa nýtt. Tónlistarhús gæti farið vel við höfnina, svipað og 'Operuhúsið við höfnina í
Sydney.
6) Þáttpr Davíðs Oddssonar: i borgarstjórnarkosningunum 1974 var Davíð 19. sæti, baráttusæti í grænu byltingu
Birgis Isleifs. Kosið var um "GRÆNU SVÆÐIN" í Reykjavík. Davið hefur eitthvað misskilið málið, því hann virðist
hafa talið að" GRÆNU SVÆÐIN" væru fráteknar byggingalóðir fyrir borgarstiórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þegar
hann úthlutar formanni umhverfismálaráðs Júlíusi Hafstein lóð á "GRÆNU SVÆÐI" undir stórhýsi gengt Valhöll til að
braska með. "GRÆNU SVÆÐIN" eru orðin "nýju fötin keisararns "hjá Davíið, með umhverfislegu storslysi í Laugardal.
7) Okkar skoðun í Laugardalshreyfingunni: Er að Tívolí eða svokallaður "fjölskylduskemmtigarður" fari betur annar
staðar, t.d. í suður-Mjódd eða Breiðholti III. Að Sigtúnsvegur verði aflagður vegna hagsmuna Húsdýragarðsins,
mengunar, hávaða og að hann sker dalinn upp í umferðaeyjar. Fjórar akreinar frá Laugardalshöll (gamli Múlavegur) og
beint upp að umferðaljósum Suðurlandsbrautar og Vegmuía væri styttri og greiðfærari leið. Þegar hætt var við
Holtaveg þá þarf nýtt skipulag á því svæði.Varðveita þarf kyrrðina og friðinn í dalnum, trjárækt, göngustígar og
grasflatirtil utiveru á góðvirðisdógum er betri nýting á Laugardalurinn heldur en Tfvolí, vegir og tröllvaxin
bílastæði.Laugardalurinn á að vera útivistasvæði fyrir fólk en ekki bíla. Dalurinn er landslagsbolli sem fyllist af
koltvísýringsmengun bíla i logni og góðviðri, einmitt þegar fólk vill njóta útiveru I dalnum, ef þar verður bilaumferð.
LAUGARDALSHREYFINGIN