Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991. 20 Kvikmyndir Svissnesk kvikmyndavika: Glóðvolg óskarsverðlauna- mynd meðal sex kvikmynda Fredi M. Murer, leikstjóri tveggja myndanna, heiðursgestur hátíðarinnar Þaö er ekki annað hægt aö segja en aö mikil gróska hafi verið í úr- vali kvikmynda sem boöiö er upp á um þessar mundir í kvikmynda- húsum höfuöborgarinnar. Auk þess sem mun meira er boðið upp á annað en amerískar kvikmyndir um þessar mundir er nýlega lokiö finnskri kvikmyndaviku og einnig danskri. Og í kjölfarið kemur sviss- nesk kvikmyndavika sem hefst á morgun. Er þetta í fyrsta sinn sem svissneskum kvikmyndum eru á líf og dauða. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn, Xavier Koller, er fæddur 1944. Eftir aö hafa numið í leiklist- arskóla í Zúrich vann hann i nokk- ur ár sem leikari áöur en hann sneri sér að kvikmyndagerð. Hans fyrsta kvikmynd var Hannibal sem kynnt var á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1973. Næstu þrettán árin vann hann eingöngu við sjónvarpið og vöktu margar sjónvarpskvik- myndir hans mikla athygli. Sína Dalur drauganna Dalur drauganna (La vallée fan- tóme) er eftir þekktasta leikstjóra Svisslendinga, Alain Tanner. Hann starfar ávallt mikið með frönskum leikurum og er aðalhlutverkið í Dal drauganna leikið af hinum þekkta leikara Jean-Louis Trintignant. Leikur hann Paul sem er kvik- myndaleikstjóri og handritshöf- undur. Þegar leit að leikkonu til að fara með aðalhlutverk í mynd sem hann er að byrja á ber engan mörgum kvikmyndum og eru þekktastar La Salamandra, Le milieu du monde, Messidor og Une fiamme dans mon coeur. Uppáhaldssagan mín í myndinni Uppáhaldssagan mín (Mon cher sujet) er sögð saga þriggja kvenna. Þær eru dóttir, móðir og amma. Angéle er tvítug Murer sem með góðri samvisku er hægt að kalla íslandsvin. Með aðal- hlutverkið í myndinni fer 1300 hundruð metra hátt fjall, Wellen- berg í Engelbergdal í Sviss. Græna fjallið er heimildarmynd um bændur sem hafa búið og rækt- að jarðir sínar kynslóð fram af kynslóð við rætur íjallsins. Nú- tímaiönaður og annað sem því fylg- ir nálgast æ meira þetta friðsæla svæði og rekur Murer meðal ann- ars þær hættur sem íbúm getur Tanner. Tanner er þekktastur stafað af i framtiðinni. Murer til- einkar mynd þessa börnum þeim sem nú eru að alast upp við Well- lenberg. i framtíðinni mun mikið reyna á þessa kynslóð þegar þau eru orðnir ábyrgir einstaklingar og geta gert eitthvað róttækt í þeim málum sem íbúar nú hræðast sem mest. Græna fjalliö er nýjasta kvik- mynd Fredi M. Murer, gerð í fyrra. Koss Toscu Koss Toscu er önnur heimilda- mynd sem segir frá heimili fyrir listamenn sem heitir Casa Verdi og var stofnað af sjálfum Giuseppe Verdi. Þegar hann var spurður að því hvert hans merkasta framlag í líflnu væri svaraði hann: Casa Verdi. í starfsemi þessa heimilis runnu öll gjöld sem greidd voru vegna flutnings á óperum tón- skáldsins eftir hans dag. í dag eru búsettir í Casa Verdi sextíu og fimm listamenn, söngvarar, hljóð- færaleikarar og tónskáld. Flestir eru á aldrinum 80-90 ára og er þar að finna margar stjörur sem voru stór nöfn í heimi tónlistarinnar á fyrri hluta aldarinnar, má þar nefna Sara Scuderi, Irma Colas- anti, Giuseppine Sani, Giulia Scaramelli ■ og Giuseppe Manacc- hini. Daniel Schmid segir að lang- ílest þeirra lifi í ímyndunarveröld og fá geri sér grein fyrir raun- veruleikanum. „Þegar þetta gamla fólk er aö tala um söngferil sinn þá segir það frá sinni síöustu upp- töku sem fór fram fyrir þremur til fjórum árum, þegar raunveruleik- inn er sá að það eru minnst þrjátiu eða fjörutíu ár frá því eitthvert þeirra söng opinberlega síðast.“ Daniel Schmid fæddist 1941 og hefur hann starfað við kvikmynda- gerð frá 1971. Hann segir einnig um ibúana í Casa Verdi að þótt þeir hafl ekki lengur þann líkamlega styrk sem þarf til að koma fram og syngja þá hafi þeir hvergi nærri tapað ástríöunni gagnvart listinni. Þess má geta aö lokum aö á und- an hverri sýningu verða sýndar svissneskar stuttmyndir og eru þær jafnmargar og myndirnar í fullri lengd. Sýningar á svissnesku kvikmyndavikunni verða dagana 14.-20. apríl. -HK Vonarferðin, leikstjóri Xavier Koller. Myndin fékk óskarsverðlaun i ár sem besta erlenda kvikmyndin. gerö skil hér á landi. Kvikmyndagerö rís kannski ekki eins hátt í Sviss og hjá nágrönnum þeirra í FrakklandL-Þýskalandi og Italíu, en um þessar mundir er uppgangur í svissneskri kvik- myndagerð sem risið hefur hæst hingað til með Vonarferðinni, en hún fékk fyrir stuttu óskarsverð- launin sem besta erlenda kvik- myndin. Vonarferðin er einmitt ein þeirra kvikmynda sem sýndar • verða á kvikmyndahátíðinpi sem verður í Regnboganum alla næstu viku. í heild verða það sex kvikmyndir sem sýndar veröa og eru þær hver annarri athyglisverðari. Verður hér fjallað aðeins um hverja þeirra og þá leikstjóra sem leikstýra þeim en óhætt er að fullyrða að leikstjór-' arnir eru meðal þekktustu og virt- ustu leikstjóra Svisslendinga í dag. Vonarferðin Það kom verulega á óvart þegar Vonarferðin, (Reise der Hoffnung), fékk óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin. Þessi mynd var einna minnst þekkt af þeim fimm sem tilnefndar voru. Hún er samt verðug þessara verðlauna. Fjallar hún um tyrknesk hjón sem eiga sér þann draum aö fara úr fátækt heimalands síns og komast til Sviss sem þau hafa heyrt að sé paradís á jöröu. Eftir að hafa selt eigur sínar halda þau ásamt sjö ára syni sínum af stað í „vonarferð- ina“. Hjónin fara sem laumufarþegar til Napolí þar sem þau hitta sviss- neskan vörubílstjóra sem lofar að koma þeim til heimalands síns. Við landamærin er fjölskyldan stöðvuð og snúið aftur til Ítalíu. Þar lenda þau i slagtogi með smyglurum sem bjóðast til að koma þeim til Sviss. A leiðinni breytir illviðri og aðrir erfiðleikar, ferðinni í baráttu upp aðra kvikmynd, Der schwarze Tanner, gerði hann 1986 og var hún vinsælasta svissneska kvikmyndin það árið og vann til verðlauna á kvikmyndhátíð í Sovétríkjunum og í Kanada. Þriðja mynd Kollers er svo Vonarferðin.- Hæðaeldur Hæðaeldur, (Höhenfeuer), hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndhátíö- inni í Locarno 1986. í myndinni er sögð saga systkina sem búa með foreldrum sínum í afskekktri byggð í svissnesku Ölpunum. Drengurinn er daufdumbur og systir hans einbeitir sér að því að kenna honum skrift og reikning. Vegna einangrunar verða systkin- in óaðskiljanleg alveg frá blautu barnsbeini. Einn daginn þegar börnin eru að breytast í fullorðnar manneskju fara þau yfir hið ódregna strik, þau vakna upp frá draumum sínum og eru oröin elsk- endur... Leikstjóri myndarinnar, Fredi M. Murer, þekkir ísland mjög vel og hefur komið hingaö nokkrum sinnum. Og það var einmitt á ís- landi sem hann fékk hugmynd sína að Hæðaeldi og var ætlun hans var að kvikmynda myndina hér á landi en fjárhagsástæður leyfðu það ekki. Fredi M. Murer mun verða heiðursgestur á svissneskum kvik- myndadögum. Murer fæddist 1940. Hann nam listmálun og ljósmyndun í listahá- skóla. Um sama leyti var hann af- kastamikill framleiöandi stuttra tilraunamynda sem vöktu athygli. Ein þeirra, Fjallafólkið, fékk verð- laun á Locarno kvikmyndahátíð- inni 1974. Hæðaeldur er hans önn- ur kvikmynd í fullri lengd. Hæðaeldur er önnur tveggja mynda eftir Murer á kvikmynda- hátíðinni. Hin er Græna fjalliö sem sagt er frá annars staðar á síðunni. Dalur drauganna, leikstjóri Alain svissreskra leikstjóra. Hæðaeldur, leikstjóri Fredi M. Murer. Leikstjórinn vildi kvikmynda Hæða- eld á íslandi en fjárhagur leyfði ekki. Kvikmyndir Hilmar Karlsson árangur hendir hann handritinu frá sér én þegar hann dag einn fmn- ur mynd af ítalskri leikkonu sem hann eitt sinn þekkti telur hann sig vera með réttu leikkonuna. Sú er aftur á móti hætt fyrir löngu en Paul er ákveðinn í að lokka hana aftur inn í heim þykjustunnar. Sjálfsagt þekkja flestir kvik- myndagerðarmenn eitthvað til Alain Tanners. Hann á að baki margar verðlaunaðar kvikmyndir og er tvímælalaust stærsta nafnið í svissneskri kvikmyndagerð. Tanner fæddist 1929 í Genf. Hann kláraði nám í hagfræði áöur en hann hélt til London þar sem hann vann fyrir bresku kvikmyndaaka- demíuna. Hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd 1969, Charles - Mou ou vi og fékk hún fyrstu verö- laun á kvikmyndahátíðinni í Loc- arno. Hann hefur síöan leikstýrt og er að læra söng og er óviss hvort hún eigi að eignast barn. Móðir hennar, Agnés, er einstæð og reyn- ir að ákveða hvernig hún eigi að haga sér gagnvart mönnunum í lífi sínu. Odile er amman sem um leið og hún verður vitni að breyttu hlutskipti konunnar í þjóðfélaginu upplifir sína gömlu drauma og væntingar í gegnum afkomendur sína. Anne-Marie Míeville er fædd 1945. Hún hefur unnið mikið með Jean-Luc Godard og ber mynd hennar, Uppáhaldssagan mín, þess greinileg merki. Þetta er fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd og var hún gerö 1988. Míeville á að baki nokkrar stuttmyndir meðal annars La livre de Marie sem sýnd var á undan kvikmynd Godards Je vous salue Marie í London og vakti sú mynd ekki minni athygli en mynd lærifóður hennar. Grænafjallið Græna fjallið (Der grune Berg) er önnur tveggja mynda Fredi M.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.