Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 23
I LAUGARDAGUl? lí 'áÍRÍL 19ðl. '&3 Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt er í 3. sæti G-listans í Reykjavík. Hún er núverandi formaður Landverndar, en þar hefur hún hefur setið í stjórn síðastliðin 8 ár. Auður er formaður félags íslenskra landslagsarkitekta. Hún verður glæsilegur fulltrúi umhverfisverndar- sjónarmiða á Alþingi íslendinga - í málaflokki sem mun brenna á íslenskri þjóð á næstu árum. í síðustu kosningum vantaði innan við 200 atkvæði til að tryggja 3ja manninn inn í Reykjavík. Þann herslumun má ekki vanta nú! Sigríður Jóhannesdóttir kennari er í 2. sæti G-listans á Reykjanesi. Sigríður er kennari í Keflavík og hetur verið í stjórn Kennarasambands íslands sl. 7 ár og setið jafn lengi í samninganefnd KÍ. Hún er formaður orlofssjóðs Kl og fulltrúi samtakanna í norrænu kennarastarfi. Reynsla hennar, dugnaður og þekking nýtist vel á Alþingi. Guðrún Helgadóttir alþingismaður er í 2. sæti G-listans í Reykjavík. Guðrún hefur setið á Alþingi íslendinga frá 1979. Þar hafa önnur viðfangsefni hennar reynst góður bakhjarl: Starf að málefnum aldraðra og öryrkja hjá Tryggingarstofnun ríkisins, ritstörf um börn og unglinga, - seta í borgarstjórn o.fl. Síðastliðin 2 ár hefur Guðrún gegnt stöðu forseta sameinaðs Alþingis, fyrst íslenskra kvenna í sögu þjóðarinnar. Guðrún er einn af brautryðjendum íslenskrar kvennabaráttu. I Reykjavík og Reykjanesi eru þrjár konur í efstu sætum á listum Alþýðubandalagsins. Rödd kvenna er sterk í Alþýðubandalaginu. Sem dæmi má nefna að 2 þeirra gegndu lykilhlutverkum á Alþingi síðasta kjörtímabil; Guðrún Helgadóttir sem forseti Sameinaðs þings og Margrét Frímannsdóttir sem þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins. í þessum kosningum getum við fjölgað konum verulega í þingliði flokksins. Á öllu landinu eru í kjöri konur sem vilja taka á fyrir íslenska þjóð - konur sem þoraoggeta! Styrkjum stöðu kvenna um land allt - kjósum G - listann! ALÞYÐUBANDALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir I i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.