Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991.
CCD Hringið ogfáiö
&crí“ upplýsingar
TILBOÐ
ÍAPBÍL
BILALEIGA ARNARFLUGS
á Reykjavíkurflugvelli - gegnt Slökkvistöðinni
#BIACKSlDECKER
LIMGERÐIS
KLIPPUR
40 cm kambur 400W, verð kr. 8,215,-
60 cm kambur 400W, verð kr. 10,846,-
SINDRI
- sterkur í verki
Matgæðingur dv
í frai tal tisl Isl ki ki u ir ] rog natur
- Guimhildur Úlfarsdóttir matgæðingur DV
„Ég er mikið erlendis vegna
starfsins og fæ oft góðar hugmynd-
ir á veitingastöðum erlendis og
punkta oft hjá mér hvað er í matn-
um og reyni síðan við það þegar
heim er komið. Ég dvaldi ár í
Bandaríkjunum og ár í Frakklandi
og kynntist þar margvíslegri mat-
argerð. Ég er mun hrifnari af
franskri og ítalskri matargerð en
amerískri," segir Gunnhildur Úlf-
arsdóttir flugfreyja sem tók áskor-
un um vera matgæðingur vikunn-'
ar hjá DV.
Gunnhildur er orðlagður snill-
ingur í eldhúsinu í sínum kunn-
ingjahópi og býður einatt upp á
sjaldfengið góðgæti en vegna
starfsins á hún auðvelt með að
verða sér úti um hráefni í framandi
rétti. Hún býður lesendum DV upp
á sniglaragú.
Sniglaragú að
hætti Gunnhildar
1 dós (2 dúsín) sniglar
2 msk. smjör
2 hvítlauksgeirar
1 charlottulaukur
Gunnhildur Úlfarsdóttir.
DV-mynd BG
/i dós rjómakryddostur
2 msk. söxuð rauð paprika
2 msk. söxuð græn paprika
!4 bolli ijómi
!4 bolh hvítvín
/i bikar sýrður rjómi
/i moli fiskikraftur
1 msk. þurrkuð steinselja
2. msk ný steinselja
Hvítlaukurinn marinn og hitaður
í smjörinu og grænmetinu bætt í
og steikt í 2-3 mínútur. Rjómaost-
urinn settur út í og bræddur og
sýrðum ijóma og hvítvíni bætt í.
Hlutföllum má breyta eftir smekk.
Fiskikrafti og kryddi bætt í og
sniglamir settir síðast og aðeins
hitaðir í sósunni.
Rétturinn er borinn fram í smjör-
deigsformum með ristuðu brauði
eða pastaskrúfum. Þessi réttur
dugir fjórum til sex og er tilvalinn
fyrir þá sem vilja prófa eitthvað
nýtt og framandi.
„Ég ætla að skora á Lindu Urban-
cic að vera næsti matgæðingur vik-
unnar. Hún er mikill og frábær
kokkur."
-Pá
BORGARTÚNI 31 • 105 REYKJAVÍK • 62 72 22
Hinhliðm
íslandsmeistaramótið
IFBB
>
í VAXTARRÆKT1991
verður haldið á
HOTEL Ij'LANDI
14. apríl
Enginn
gerir
það betur
HREYSTI
Forkeppni byijar kl. 14.00
Verð aðgöngumíða kr. 500
Úrslítakeppní byijar kl. 20.00 GYM
Verð aðgöngumíða kr. 1300
Happdrætti!
Dregið verður úr seldum miðum
á úrslitakeppni
Borðhald byrjar kl. 18.30
Verð á mat kr. 2000
Jón Páll kynnír
Óvænt skemmtíatríðí
Borðapantanír á Hótel Íslandí
Forsala aðgöngumíða á líkamsræktarstöðvum
Glæsílegasta vaxtarræktarmót frá upphafí
Langar að hitta
höfund Völuspár
- Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður sýnir á sér hina hliðina
Agúst Guðmundsson kvik-
myndagerðarmaður er samlöndum
sínum að góðu kunnur. Fram-
leiðsla hans hefur birst á hvíta
tjaldinu og í sjónvarpi um árabil.
Nægir að minna á kvikmyndir eins
og Útlagann, Land og syni, Með
allt á hreinu, Gullsand og sjón-
varpsseríuna um Nonna og Manna.
Nú síðast skemmti þjóðin sér yflr
Litbrigðum jarðarinnar sem var
páskaleikrit Sjónvarpsins. Þar
þótti takast með eindæmum vel að
færa viðkvæman andblæ sögu Ól-
afs Jóhanns Sigurðssonar í trú-
verðugan og lifandi búning. í sam-
tali við DV sagðist Ágúst ekki vita
hvað væri næst á dagskrá hjá hon-
um en kvaðst vona að það yrði
vönduð, íslensk kvikmynd og geta
trúlega flestir tekið undir það. DV
fékk Ágúst til þess að sýna á sér
hina hliðina.
Fullt nafn: Ágúst Guðmundsson.
Fæðingardagur og ár: 29. júní 1947.
Maki: Enginn.
Börn: Guðmundur ísar, 5 ára.
Bifreið: Citroén GSA Pallas árgerð
1981.
Starf: Kvikmyndastjóri.
Laun: Stopul.
Áhugamál: Bókmenntir, einkum
ljóð.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Eg fékk 3 réttar í
fyrsta sinn sem var spilað. Síðan
hef ég ekki tekið þátt í því. Ég er
of svartsýnn til að trúa á stóra
happdrættisvinniriga.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Horfa á góða bíómynd.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Horfa á vonda bíómynd.
Úppáhaldsmatur: Rjúpur, steiktar
Ágúst Guðmundsson.
á klassískan, íslenskan húsmæðra-
hátt.
Uppáhaldsdrykkur: Kampavín.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Vegna þess
að í þessum efnum er þekkingar-
leysi mitt algjört verö ég að sleppa
því að svara.
Uppáhaldstímarit: Sight and So-
und.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð? Það var ca 17 ára gömul
múlattastúlka frá eynni Mart-
inique sem gisti á City Hotel þegar
ég var næturvörður þar á mennta-
skólaárum mínum. Hún var óskap-
lega falleg og ég hef enga séö síðan
sem jafnast á við hana.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Ég er hlynntur henni
fyrir hádegi en andvígur eftir há-
degi.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Höfund Völuspár, hver
sem hann eða hún er.
Uppáhaldsleikari: Hjálmar Hjálm-
arsson.
Uppáhaldsleikkona: Franska leik-
konan Jean Moreau.
Uppáhaldssöngvari: Franski vísna-
söngvarinn George Brassens.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ma-
hatma Gandhi.
Uppáhaldsteiknimyndapersónur:
Tommi og Jenni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Leiknar,
islenskar kvikmyndir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Mér tókst
að gera eitt sjónvarpsleikrit (Skóla-
ferð) og eina kvikmynd (Gullsand-
ur) um þetta mál án þess að afstaða
mín kæmi fram og mér finnst enn
síður ástæða til þess nú.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta lítið á útvarp en
einna mest á Aðalstöðina.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Bjami
Dagur Jónsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar
Ragnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Há-
skólabíó.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Glímu-
félagið Armann.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Að næsta bíómynd
sem ég geri verði ótrúlega góð.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Vinna aö gerð kvikmynda-
handrits.
-Pá