Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 8
8 MÁNUPAGUR 6. MAÍ 1991. III//LASER [ fyrir leik, lærdóm og störf Laser XT/3 10 MHz m/40MB hörðum diski, VGA litaskjár Tilboðsverð kr. 99.572 stgr. Laser 286 AT/2X 12 MHz 3,5" drif og 45MB harður diskur Verð frá kr. 98.730 stgr. Laser 386 SXE 16 MHz 3,5" drif og 45MB harður diskur Verð frá kr. 138.870 stgr. Laser 386 25MHz og 85MB HD Verð frá kr. 239.580 stgr. Laser 386 33MHz og 85 MB HD Verð frá kr. 256.950 stgr. ■ Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 Viðskipti Hrun í sölu ríkisvíxla Hrun varð í sölu ríkisvíxla fyrstu fjóra mánuði ársins. Um áramótin áttu landsmenn ríkisvíxla að and- virði um 8 milljarða króna en í lok aprO áttu þeir um 5,3 milljarða. Hrein innlausn ríkisvíxla var því um 2,7 milljarðar króna á aðeins fjórum mánuðum. Staðan var aUt önnur fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Landsmenn áttu í byrjun ársins 1990 ríkisvíxla að andvirði um 5,9 milljarða en í lok aprU áttu þeir ríkisvíxla fyrir um 9,7 miUjarða. Þetta var hrein sala upp á um 3,8 milljarða króna. Þegar mest var í fyrrasumar voru útistandandi ríkisvíxlar í kringum 13 milljarð- ar. Salan í spariskírteinum ríkissjóðs hefur einnig verið dræm fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við innlausn. Þá voru seld spariskírteini fyrir um 1.4 mUljarða en á móti kom að inn- leyst voru skírteini að andvirði um 2.4 miUjarðar. Útstreymi spariskír- teina nam því um 1 milljarð. Fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru seld spariskírteini fyrir um 1,6 miUj- arða. Innlausn var á sama tíma um 1,5 milljarðar. Þetta var innstreymi spariskírteina upp á um 100 miUjón- ir. Salan á spariskírteinum ríkissjóðs nam allt árið í fyrra um 7,2 mUljörð- um króna. Innleyst skírteini allt árið í fyrra var um 1,8 miUjarðar. Hrein sala nam því um 5,4 miUjörðum króna. í lánsfjárlögum er gert ráö fyrir að ríkissjóður taki að láni um 14,6 miUj- arða króna á þessu ári. Stefnt er að sem mestri lántöku innanlands í formi spariskírteina og ríkisvíxla. Innlausn spariskírteina á þessu ári verður um 3,6 milljarðar. Nettólán- taka verður því um 11 mUljarðar. Ljóst er að róðurinn verður mjög erfiður á innanlandsmarkaði miðað við þær sölutölur sem nú Uggja fyrir og útht fyrir að taka verði erlend lán svo milljörðum skipti. -JGH Sala spariskírteina ■ I milljónum króna — 1990 1991 Nettósala ríkisvíxla — í milljónum króna — 4000 m.... 3000 j||| 2000 ' 1000:|;1I oHii 3800 j Jan.-april 1000 2000 Jan.-aprtl 3000 1990 -2701 1991 Nýi útgerðarrisinn á Akranesi: Magnús Gunnarsson stjórnarformaður - hlutafé er 260 milljónir króna Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, var kjörinn for- maður stjórnar Haraldar Böðvars- sonar hf., nýja útgerðarrisans á Akranesi, á fyrsta aðalfundi fyrir- tækisins 27.apríl. Um 60 manns sóttu þennan fyrsta aðalfund. Fyrr um morguninn var síðasti formlegi aðal- fundur Síldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness. Aðrir í stjóm nýja fyrirtækisins eru Sturlaugur Sturlaugsson, vara- formaður, Matthea Sturlaugsdóttir, ritari, Óh Kr. Sigurðsson, Kristinn Björnsson, HaUgrímur Hallgrímsson og Þorgeir Haraldsson. Óli Kr. og Kristinn sitja í stjórninni fyrir Olís og Skeljung en bæði eiga hlut í nýja fyrirtækinu. Hlutafé Haraldar Böðvarssonar hf. er 260 milljónir króna. Samkvæmt samþykktum fyrir félagið er nýkjör- inni stjóm heimilt aö auka hlutafé um allt að 60 milljónir króna að nafn- virði. Það hlutafé verður að líkindum boðiö út síðsumars eöa í haust. Sameining fyrirtækjanna þriggja kemur ekki aöeins til með að hafa í fór meö sér miklar breytingar innan- húss og tilfærslur í rekstri heldur taka húsakynni nýja útgerðarrisans stakkaskiptum. Rauði liturinn, sem einkennt hefur hús HB & Co um ára- tugaskeið, víkur fyrir ljósum lit sem verður á öllum húsum. Þá hefur nýtt merki verið hannaö og skip félagsins veröa einnig máluð í nýjum litum. Enn á eftir að ákveða formlegan sameiningardag fyrirtækjanna 3ja en hann veröur væntanlega í kring- um næstu mánaöamót. Þá fara cdlir starfsmenn fyrirtækjanna á launa- skrá hjá Haraldi Böðvarssyni hf. Magnús Gunnarsson stjórnarformaöur Haraldar Böövarsson hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.