Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. 43 Skák Jón L. Arnason Júgóslavneski stórmeistarinn Ivan So- kolov og Sovétmaðurinn Vladimir Akopj- an deildu sigri á alþjóðamóti í Niksic í Júgóslavíu fyrir skömmu, fengu 9,5 v. af 13 mögulegum, en næstu menn fengu 8 vinninga. Staða dagsins er úr skák annars sigur- vegarans. Akopjan hafði svart og átti leik gegn Sijatdinov: á I úíl/ I á á á A A á á á A A A A 2 Síðasti leikur hvíts, 28. Df3-g3 var ekki sérlega vel heppnaður. Svartur lék nú 28. - Bxc4 29. bxc4 Db4!! og hvítur gafst upp. Ekki má 30. Hxb4 vegna 30. - Hdl mát og hvítur getur þvi ekki forðað báð- um hrókunum samtímis. Bridge ísak Sigurðsson Nokkrir spilarar hér á landi nota eitt grand inn á sterka laufaopnun andstæð- inga sem „comic“ innákomu. Hún gegnir því einu hlutverki að trufla andstæðing- ana og lofar engu sérstöku. Comic grand verður þó yfirleitt að byggiast á einhvers konar flótta og þá yfirleitt í einn lit. Þessi hindrun getur oft gefið góða raun, en vopnin geta þó oft snúist í höndum þeirra sem þeim beita. í íslandsbankamótinu í tvímenningi á dögunum var því beitt á einu borði gegn opnun austurs á sterku laufi. Sagnir gengu þannig, vestur gjaf- ari, NS á hættu: * G10975 ¥ DG8 ♦ G86 + 98 * Á64 ¥ K1092 ♦ K1094 + G6 N V A S * K832 ¥ Á654 * ÁD7 * ÁD * D ¥ 73 ♦ 532 + K1075432 Suður 1 G 2+ ' Vestur Norður Austur Pass Pass 1+ Dobl Pass Pass Dobl p/h Suður ákvað að koma inn á Comic-grandi á grundvelh langhtar í laufi. Vestur doblaði sem að jafnaði lofaði jafnskiptri 5-7 punkta hendi. Suður flúði síðan í tvö lauf og vestur ákvað að reyna við dobluð tvö lauf þrátt fyrir að eiga ekki lengd í laufhtnum þar sem NS voru á hættu. Vestur spilaði síðan út laufi sem hélt refs- ingunni niðri í 500 en hægt er að fá 800 með bestu vöm. Talan 500 nægði hins vegar í hreinan topp fyrir AV þar sem ómögulegt er að standa meira en game á AV spilin með 30 punkta samlegu. Krossgáta 1 F-! i FT- u u T~ n ’ j — IO □ d IZ 1 f _ /V fS u Tr u 1 . _ n Lárétt: 1 skrín, 6 umdæmisstafir, 8 hár, 9 hvetja, 10 fæddi, 11 vínstúka, 12 borð- stokkur, 13 hvæsi, 14 bönd, 16 stöng, 18 er, 19 atlaga. Lóðrétt: 1 ásjónu, 2 þverhnýti, 3 stirð- busum, 4 risa, 5 rykkorn, 6 fuglar, 7 þrá, 11 erfiðar, 15 eyða, 17 hæð. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sæng, 5 kró, 8 príla, 9 æð, 10 ráð, 12 efst, 14 æf, 15 innir, 17 kannar, 19 ólgar, 20 óa, 21 klattar. Lóðrétt: 1 spræk, 2 ær, 3 niðinga, 4 glenna, 5 kaf, 6 ræsi, 7 óð, 11 áfah, 13 trú- ar, 16 nart, 18 róa, 19 ók. ) 1989 Kmg Fealuies Syndtcale. Inc. Wotld fiflhis rcserved ÍPésf* f?eiNef? '2'2Z ©KFS/Distr. BULLS Bíllinn minn er núna fjórhjóladrifinn.. .það er Lína, mamma hennar og tvær frænkur. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvihð og sjúkrabifreið sími 22222. ísaljörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 3. maí til 9. maí, að báðum dögum meðtöldum, verður í Borgarapó- teki. Auk þess verður varsla í Reykja- vikurapóteki kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjaröarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opiö í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnaifjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í sima 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, simi (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliöinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í sima 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Mánudagur 6. maí: Frá Alþingi: Sameining Viðskiptaháskólans Háskóla íslands. og Spakmæli Auðvelt er að gera við rifna úlpu barns- ins þíns en hvöss orð rífa sundur hjarta þess. Longfellow. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Op_iö eftir samkomulagi fyrir hópa í okt - maí. Safnkennari tek- ur á móti skólabörnum. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn e'ru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafniö í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokaö á Iaugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opiö daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugar- og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn fslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiöjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið alla daga nema mánudaga 11-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, slmi 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavik og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarijörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavik, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, simi 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyiiiiingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-6 76111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 7. maí Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Reyndu að gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að leiðbeina og hjálpa öðrum. Reyndu að sjá ný sjónarmið í skoðanaágreiningi. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú hefur betri stjórn á hlutunum núna en endranær og hefur efni á að taka þér eitthvað skemmtilegt fyrir hendur. Ferðalag er á næstu grösum. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú ert í miklu stuði til þess að vinna upp tapaðan tíma. Taktu fyrst á verkum sem þér fmnast leiðinleg því þú verður ánægð- astur þegar þau eru að baki. Nautið (20. apríl-20. maí): Anaðu ekki út í neitt núna. Taktu ekki mikilvægar ákvarðanir nema að vel yfirlögðu ráði. Kvöldið nýtist best í félagsmálin. Tvíburaruir (21. maí-21. júní): Hlutimir ganga svona upp og niður hjá þér í dag, hvort heldur það er í sambandi við vinnu eða peninga. Fólk er frekar þung- búið gagnvart þér í dag. Krabbinn (22. júni-22. júlí): Hinn gulkii meðalvegur er.bestur, hvorki of mikið né of litið. Reyndu að ofgera ekki hlutunum. Farðu ekki út fyrir hefðbundin mál í umræðum. Happatölur eru 9,15 og 26. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú mátt búast við óvæntum uppákomum í dag. Þú getur nýtt þér úrlausn eða upplýsingar sem þú heyrir. Þú kemst langt með því að láta hæfdeika þína njóta sín. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Það getur verið skemmtilegra í vinnunni í dag en venjulega. Þú nærð langt í félagsmálunum. Þú færð góðar upplýsingar gegnum persónulegt samband. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú þarft að einbeita þér að ákveðnu verkefni og hugsa helst ekki um annað á meðan til að ná sem bestum árangri. Reyndu að fá aðstoð við hefðbundin verkefni. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Ákveðinn draumur gæti gert mikinn usla hjá þér. Farðu þér afar hægt, annars áttu á hættu vandamál. Þér verður ekki mikið úr verki. Happatölur eru 10, 24 og 30. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þér gengur ekki eins vel með eitthvað og þú ætlaðir þér. Fólk hefur truflandi áhrif á þig. Einbeittu þér aö því sem þú þarft að gera. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú þarft að taka ákvörðun í spennandi verkefni. Gættu þess að hafa allt þitt á hreinu. Ósveigjanleiki þýðir minni stuðning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.