Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 10
10
MANUDAGUR 6. MAI 1991
Meiriháttar sumartilboð
Permanent og klipping á aðeins kr. 3.200. Strípur
og litanir frá kr. 1.320. 20% afsláttur á allri þjónustu
út maímánuð.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÁRMÚLA 5,
SÍMI 31480.
Enskuskólinn heldur námskeið fyrir þá
sem vilja hressa upp á enskukunnáttuna
fyrir sumarfríið. Námskeiðin hefjast
6. og 7. maí. Upplýsingar í Ensku-
skólanum og í síma 2 59 00 og 2 53 30.
Við bjóðum námskeið fyrir fyrirtæki
sérstaklega sniðin að þörfum þeirra
og aukatíma fyrir þá sem þess óska.
ENSKUSKÓLINN
Túngötu 5, 101 Reykjavík
Utlönd
George Bush Bandarikjaforseti kallaði út um giugga sjúkrahússins til blaðamanna í gær og sagðist vera að bíða
eftir þvl að hjartslátturinn yrði reglulegur en fullyrti að hann hefði það að öðru leyti gott. Símamynd Reuter
Hjartsláttur Bush Bandaríkjaforseta enn óreglulegur:
Verður Bush
gefiðraflost?
- íhugað að veita Dan Quayle forsetavald tímabundið
George Bush Bandaríkjaforseti er
enn á sjúkrahúsi eftir að hann missti
andann við að skokka sér til heilsu-
bótar á laugardaginn.
Hjartsláttur forsetans er enn
óreglulegur og sérfróðir menn velta
því nú fyrir sér hvort þeir eigi aö
freista þess að svæfa hann og gefa
honum raflost til þess að fá hjart-
sláttinn reglulegan á ný.
Læknar forsetans fullyrða að
áhættan við slíkt raflost sé í lág-
marki en aðrir telja að það gæti kom-
ið hugsanlegum blóðhnút í hjartanu
af stað en hann gæti borist til heilans
og valdið heilablóðfalli.
Á hinn bóginn gæti blóðhnúturinn
stækkað með tímanum ef ekkert er
aö gert.
„Raflost er mjög þekkt og algeng
aðferð við að koma hjartslættinum í
lag og það ætti ekki að hafa neina
hættu í för með sér, sérstaklega ekki
í Bush tilfelli sem aldrei hefur þjáðst
af hjartasjúkdómi," sagði Marlin
Fitzwater, talsmaður Bandaríkjafor-
seta, við blaðamenn seint í gær-
kvöldi.
Aðspurður hvort Dan Quayle,
varaforseti Bandaríkjanna, tæki
tímabundið við stöðu forsetans sagði
Fitzwater að samkvæmt stjórnar-
skránni yrði Bush að tilkynna full-
trúum Bandaríkjaþings ef hann ekki
gæti sinnt stöðu sinni um tíma og að
þá mundi varaforsetinn sem stað-
gengill hans gegna embætti hans
þann tíma.
Reuter
Mjúkir og endingargódir
hjólbaröar á hagstædu verdi.
l-»..-MÍM,:,lUÍ ' .M.,,
-....