Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. Verktakar, dúklagningameistarar opinberar stofnanir o.fl. H/IARLEY-PLÚS/SÉfíTILBOÐ Gegnheill 2 mm vinyl gólfdúkur á sérlega hagstæðu verði m2 (með vsk.) Einnig flisar 30x30 Gerum tilboð með efni og vinnu ef óskað er. O.M. Ásgeirsson, heildverslun Grensásvegi 14 - simi 83290 Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sfmi 68-77-02. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráöuneyti Danmerkur, Finnlands og Noregs veita á námsárinu 1991-92 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskóium eða framhaldsnáms iönskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 16.200 d.kr., í Finn- landi 27.000 mörk og í Noregi 22.000 n.kr., miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. og fyigi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. 2. maí 1 991 Menntamálaráðuneytið TILBOÐ 10 tímar sem gilda í mánuð, kr. 2.700 10 tímar sem gilda í 15 daga, kr. 2.300 PANTIÐ TÍMA Opið frá kl. 8-23 virka daga 10-19 laugardaga SÓLBAÐSSTOFA NÓATÚNI 17, SlMI 21116 13-19 sunnudaga Vextir eru hlutfallsleg viðbót við peningakröfu sem reiknuð er miðað við ákveðna timaeiningu, yfirleitt eitt ár. Ávöxtun fjár Á undanförnum árum hefur ver- iö lífleg umræða í þjóðfélaginu um sparnað og ávöxtun fjár. Hér verð- ur leitast við að gera grein fyrir helstu sparnaðarleiðum er al- menningi standa til boða. Fyrst er rétt að skýra hugtökin vextir og verðtrygging sem eru þau hugtök er reynir helst á í sambandi við ávöxtun fjár. Vextir eru hlutfallsleg viðbót við peningakröfu sem reikn- uð er miðað við ákveöna tímaein- ingu, yfirleitt eitt ár. Eru vextir þannig í raun endurgjald fyrir leigu á peningum. Vextir geta verið tvenns konar. Nafnvextir gefa til kynna hlutfalls- lega hækkun í krónutölu en raun- vextir gefa til kynna hlutfallslega aukningu á raunverulegu verð- gildi, þ.e.a.s. þegar verðbólga hefur verið dregin frá nafnvöxtum. Dæmi: Ef nafnvextir eru 30% og verðbólga 20% þá eru raunvextir um 10%. Verðtrygging er hins veg- ar uppfærsla höfuðstóls í samræmi við aimennar verðhækkanir, þ.e. verðbólgu. Ef verðbólga er 20% þá hækkar höfuðstóll sem því nemur ef hann er verðtryggður. Spariskírteini ríkisins Spariskírteini ríkissjóðs eru skuldabréf, sem ríkissjóður gefur út og er skuldari að, spariskírteini eru með ákveðnum gjaiddaga og föstum fyrirfram ákveönum vöxt- um. Það þýðir að eigandi spariskír- teinis fær þá vexti sem ákveönir eru í skírteininu allan gildistíma skírteinisins, þrátt fyrir að vextir í þjóðfélaginu hækki eða lækki. Vilji eigendur spariskírteina rík- issjóðs fá þau greidd fyrir gjalddaga eða innlausnardag er yfirleitt hægt að selja þau á verðbréfamörkuðum en þá þarf að greiða innlausnar- gjald. Seölabankinn tekur hins veg- ar ekkert gjald fyrir að innleysa þau á gjalddaga. Spariskírteini rík- issjóðs eru samkvæmt núgildandi skattalögum tekju- og eignaskatts- frjáls. Engin hætta er á að ríkissjóður greiði ekki á gjalddaga þannig að tapáhætta og vanskilaáhætta er engin. Ef bréfin er seld á almennum markaði fyrir gjalddaga og vextir í þjóðfélaginu hafa almennt lækkað frá því bréfið var keypt fæst hærri ávöxtun en bréfið segir til um. Hafi þeir hins vegar hækkað fæst lægra verð. Þetta kallast gengisáhætta. Húsbréf Húsbréf eru ríkistryggð, verö- tryggö skuldabréf með fóstum vöxtum. Þau eru sambærileg spari- skírteinum ríkissjóðs og geta því hentað sem sparnaðarform en lítið hefur reynt á þau sem slík enn sem komiö er. Bankabréf Bankabréf eru skuldabréf gefin út af bönkum eða sparisjóðum. Þau eru oftast með einum ákveðnum gjalddaga og vextimir eru fyrir- Umsjón: ORATOR - félag laganema fram ákveðnir. Vextir af banka- bréfum eru skattfrjálsir eins og all- ir vextir sem einstaklingar fá en bankabréfin eru eignaskattsskyld. Bankinn sem gefur út bankabréfið ábyrgist greiðslu þess á gjalddaga. Vanskilaáhætta er mjög lítil og sömuleiðis tapáhætta. Hinsvegar getur verið um gengisáhættu að ræða þurfi eigandi bankabréfsins að losa það fyrir gjalddaga. Hlutabréf Hlutabréf eru ávísun á eignarhlut í ákveðnum fyrirtækjum. Hluta- bréfaviðskipti hafa verið mjög lítil hér á landi en á allra síöustu árum hefur áhugi sparifiáreigenda á þessum valkosti farið vaxandi. Ástæður þessa eru meðal ánnars skattfríðindi og góð ávöxtun. Hlutabréf eru eignaskattsfrjáls að vissu marki og aröurinn er tekju- skattsfijáls ef hann fer hvorki yfir 10% af nafnverði né yfir ákveöna upphæð. Einstakhngar, sem fiárfesta í hlutabréfum, geta dregið kaupverð þeirra frá skattskyldum tekjum sínum, þó að hámarki 115.000 kr. fyrir einstakling og 230.000 kr. hjá hjónum. Það þýðir að einstaklingur getur fengiö 43.400 kr. endurgreidd- ar frá skattinum hafi hann keypt hlutabréf fyrir 115.000 kr. árið 1990 í fyrirtæki sem hefur fengið viður- kenningu ríkisskattstjóra. Frá 1. september á síðasta ári hefur almenningi verið heimilt að kaupa hlutabréf í erlendum fyrir- tækjum. Á þessari heimild eru tals- verðar takmarkanir en stefnt er að því að draga úr þeim smátt og smátt. Þessi bréf eru almennt talin áhættusamari en íslensku bréfin. Verðbréfasjóðir Verðbréfasjóðir eru sjóðir sem einstaklingar leggja peninga í. Pen- ingarnir eru notaðir til að kaupa skuldabréf og hlutabréf. Því hag- stæðari bréf sem sjóðurinn kaupir, því meiri ávöxtun fá þeir sem fiár- festa í sjóðnum. Háir vextir og lítil áhætta fara sjaldan saman og er því valin einhver millivegur. Flest- ir sjóðir á íslandi eru að langmestu leyti samsettir úr skuldabréfum. Verðbréfasjóðirnir geta bæði ver- ið vaxtasjóðir og tekjusjóðir. í vaxtasjóðnum leggjast vextir og verðbætur ofan á höfuðstóhnn en í tekjusjóðnum eru vextimir, þ.e. raunvextimir, greiddir út, t.d. á þriggja mánaða fresti. Inneign í verðbréfasjóðum er eignaskattsskyld, á sama hátt og bankabréf. Vextir og verðbætur eru aftur á móti tekjuskattsfijálsar eins og alhr vextir em. Bankareikningar Bankar bjóða upp á ýmsa val- möguleika í sambandi við ávöxtun. Bankareikningar eru tvenns kon- ar, bundnir og óbundnir. Bundnir reikningar eru þeir reikningar nefndir sem ekki er hægt að taka út af fyrr en eftir fyr- irfram ákveðinn tíma, yfirleitt 6 eða 12 mánuði og sjaldan lengur en 18 mánuði. Þessir reikningar bera almennt hæstu vextina og eru ýmist verðtryggðir eða svokallaðir skiptikjarareikningar. Með skipt- ikjarareikningum er átt við reikn- inga þar sem nafnvextir em bomir saman við verðtryggingu tvisvar á ári. Ef vextimir eru lægri en verð- bólga þá er innstæðan hækkuð eins og um verðtryggingu hefði verið að ræða. Ef vextirnir em hins veg- ar hærri en verðbólga nýtur eig- andi góðs af því. Ennþá em þó í gangi bundnir reikningar sem eru hvorki verð- tryggðir né skiptikjarareikningar heldur bera aðeins vexti. Eigendum óbundinna reikninga er frjálst að taka út af þeim hvenær sem er. Óbundnir reikningar bera ýmist fasta vexti, t.d. almennar sparisjóðsbækur og tékkareikning- ar eða eru verðtryggðir, þannig að það sem er óhreyft í fyrirfram ákveðinn tíma, venjulega 6 mán- uði, er verðtryggt en það sem er á hreyfingu ber aðeins nafnvexti. Þessir síðamefndu reikningar verða að standa óhreyfðir í ákveö- inn lágmarkstíma, venjulega 15 til 30 daga, til að vera hagstæöari en almennir óbundnir reikningar. Skiptikjarareikningar geta einn- ig veriö óbundnir, þá eru vextirnir og samanburður við verðbólgu miðaðir við lægstu innistæðu á hverju 6 mánaöa tímabih. Hér veröur ekki tekin afstaða til þess hvaða ávöxtunarleið er hag- stæðust. Það verður hver aö meta fyrir sig út frá því til hve langs tíma hann ætlar að ávaxta fé sitt, hvaða áhættu hann er reiðubúinn að taka og úr hve miklum peningum hann hefur að spila. Hvaða ávöxtunarleið er hagstæðust verður hver að meta út frá tíma, áhættu og fjármunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.