Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 9
9 MÁNUDAGUR 6. MAl 1991. Hvirfílbylurinn í Bangladesh: Á þriðja hundrað þúsund létu Ivfið Yfirvöld í Bangladesh viður- fólk látist vegna hungurs og sjúk- kenna nú að ekki færri en tvö dóma. hundruð þúsund menn hafl látið Miklir erfileikar eru á flutning- lifið í hvirfilbylnum ógurlega sem um á hörmungasvæðin. Allar sam- reið yfir landið í síðustu viku. Því göngur eru í molum og eru mat- fer þó fjarri að um lokatölur sé aö væli og lyf flutt með þyrlum og ræða. Þetta eru mestur hamfarir bátumþarsemþví verður við kom- sem orðið hafa í sögu landsins. ið. Björgunarmenn segja aö enn Björgunarmenn hafa fundið lik hafi ekki tekist að kanna allt svæð- 125 þúsund manna. Þá misstu um ið þar sem hvirfilbylurinn gekk 10 milljónir manna heimili sin. yfir og því sé líklegt að tölur um Stjóm Bangladesh hefur ítrekað fiölda látinna eigi enn eftir að heitið á erlendar þjóðir að koma til hækka. aðstoðar því óttast er að enn fleira Reuter Útlönd Kúrdum slátrað líkt °9 gyðingum Embættismaöur af kúrdískum uppmna líkti í gær ofsóknum Sadd- ams Hussein gegn Kúrdum við of- sóknir Hitlers gegn gyðingum í síðari heimsstyijöldinni. Dr. Najmaldin Karim, fulltrúi í þjóðarráði Kúrda í Bandaríkjunum, talaði við fulltrúa í sérstakri nefnd sem fer með málefni gyðinga í Bandaríkjunum í gær og sagðist telja sig vera á meðal vina. „Mér finnst þið hljótið að skilja hvað Kúrdar eru að ganga í gegnum, þar sem gyðingar hafa orðið að þola eitthvað svipað. Það sem er að gerast í Kúrdistan núna minnir á þá með- ferð sem gyðingar hlutu í fortíð- inni,“ sagði Dr. Karim. Hann sagði að heimurinn hefði þagað þegar íraksforseti sendi hundruð þúsunda Kúrda í fangabúð- ir og notaði eiturgas gegn þeim á átt- unda áratugnum, og sagði það vera nákvæmlega það sama og gerst hefði í Þýskalandi á fjórða áratugnum. „Við vitum öll að þagmælska heimsins og afskiptaleysi stuðlaði að þeim hræðilega harmleik að senda sex milljónir manna í gasklefana þá, og nú stuðlar hún að þjóðarmorði Saddams Hussein." Dr. Karim sagðist þess fullviss að Saddam Hussein yrði við völd eins lengi og George Bush Bandaríkjafor- seti leyfði honum það. „Ég held að ef Bush beitti sér fyrir lýðræði í írak, sem hann hefur ekki gert, og ef Bandaríkjamenn halda áfram að beita Hussein þrýstingi og hafa heri sína í írak, þá fyrst er möguleiki á að íraksforseta verði steypt af stóli,“ sagði Karim að lok- um. Reuter Maradona sektaður fyrir móðganir Hinni niðurlægðu fótboltastjörnu Diego Maradona var á föstudaginn skipað að borga 12.500 Bandaríkja- dali, eða sem samsvarar 750 þúsund íslenskum krónum, í sekt fyrir að hafa móögað dómarann í einum af síðustu leikjum sínum á Ítalíu. Maradona setti þá út á dómarann eftir að liðið hans, Napoli, hafði unn- ið Sampdoria, 1-0, á heimavelli í undanúrslitum ítölsku bikarkeppn- innar. Eftir þessa fjársekt hefur Mara- dona verið sektaður um alls 63 þús- und Bandaríkjadali, tæpar fjórar milljónir íslenskar krónur, á síðasta leiktímabili, sem var vægast sagt róstursamt. Maradona er nú í heimalandi sínu, Argentínu, eftir að kókaín fannst í blóði kappans og hann settur í fimmtán mánaða leikbann. Reuter Danmörk: Danir f á að f ara í bíó á hátíðisdögum Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfii: Yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að fella niður bann við opinberum skemmtunum, eins og sýningum kvikmyndahúsa, á hátíðisdögum. Hér eftir verður því heimilt að fara í bíó á jólum og páskum eins og aðra daga. Bann við sýningum kvikmynda- húsa á hátíðisdögum hefur sætt mik- illi gagnrýni í Danmörku á síðustu árum og kom til mótmæla vegna þessa nú um páskana. Rétt eins og á Islandi var bannað að sýna myndir á föstudaginn langa og mæltist illa fyrir. Nú er þetta bann úr gildi fallið og var m.a. bent á að fólk gæti tekið myndbönd á leigu þótt helgidagar væru og horft á þau í heimahúsum. Því væri ekkert sem réttlætti að fólk mætti ekki fara í kvikmyndahús og horfa á þessar sömu myndir. BESTA VÍSlNDAHROli-VEKJAÁRSlNS' fangoma t tilefni 20 ára afmælis okkar bjóðum við 10% aflsátt6—11.maí G&varahlutir HAMARSHÖFÐA 1-112 REYKJAVlK - SÍMI 676744 9.mai 2 eða 3 vikur. Verð frá kr. Við bjóðum eingöngu nýjar og glæsilegar íbúðir, vel staðsettar. Islenskur fararstjóri. Fáið upplýsingar hjá ókkur FERÐASKRIFSTOFA Sjáumst! 39.150 á mann, 4 í íbúð (2 fullorðnir og 2 böm) REYKJAVIKUR AÐALSTRÆTI 16 SÍMI 91-621490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.