Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. Fréttir Útgerðarfélag Akureyringa: 185 milUóna króna hagn- aður í f yrra Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: Rckstrarhagnaöur Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. á síðasta árí nam 185,5 milljónum króna og var árið mjög gott hjá félaginu. Rekstrartekjur félagsins námu 1.922 milljónum króna og nam hækkun þeirra yfir 20%. Eignir félagsins neraa nú 2.760 mílljón- um króna en skuldir 1.445 millj- ónum. Félagiö íjárfesti á síðasta ári fyrir 605 milljónir króna en þar báru hæst kaupin á togaran- um Aðalvík og hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Hluthafar í Útgerðarfélaginu eru um 1.600 talsins eftir tvö hlut- atjárútboð á síðasta ári. Akur- eyrarbær er sem fyrr stærsti hluthafmn og á ríflega 58% hlut- afjár. Volvo 740 GL árg. '88, ek. 18.000, sjállsk., 1 eig., toppblll, blár. V. 1.490.000. Daihatsu Charade '88, ek. 63.000, 4 d., rauö- ur. V. 580.000, bein sala. MMC Lancer 4x4 st. ’87, ek. 48.000, hvitur. V. 880.000, skipti ath. MMC L300, 4x4 ’88, ek. 56.000, grár. V. 1.370.000, skipti ath. Toyota Tercel 4x4 ’88, ek 40.000, rauöur. V. 850.000, ath. skipti. MMC Galant '90, ek. 5.000, 5 d., hvítur. V. 1.350.000, bein sala. Renault 21 TXE ’88, ek. 45.000, grár, sjálfsk., vökvast. V. 1.050.000, skipti ath. Pontiac Bonneville '87, ek. 43.000, grár, ál- felgur, elnn m. öllu. V. 1.750.000. MMC Lancer '88, ek. 23.000, 4 dyra, rauður, álfelgur. V. 730.000. Toyota double cab. '90, blár, ek. 15.000, 33" dekk, upphækkaður, toppb. V. 1.850.000. NÝJA BÍLAHÖLLIN FUNAHÖFÐA 1-112- Ftvík.- FAX 673983 ■ DV Noröurland: Fjórðungssambandið verði lagt niður Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Nefnd sem skipuð var til aö endur- skoða starfshætti Fjórðungssam- bands Norðlendinga hefur skilað til- lögum sínum til stjórnar sambands- ins og hefur verið ákveðið að kynna niðurstöður nefndarinnar fyrir sveitarstjórnarmönnum á Norður-. landi í byrjun júní. „Sú ákvörðun hefur verið tekin á fundi stjórnar Fjórðungssambands- ins að fara með tillögur nefndarinnar til kynningar um Norðurland," segir Ingunn St. Svavarsdóttir, formaður stjórnar sambandsins. „Nefndin leggur til að Fjórðungssaambandinu verði breytt í tvenn kjördæmasam- tök í stað landshlutasamtakanna sem ná nú yfir allt Noröurland," sagði Ingunn. Ohætt er að segja að nokkur styrr hafi staðið um Fjóröungssamtök Noröurlands undanfarin ár. Siglfirð- ingar sögðu sig úr samtökunum á sínum tíma og úrsögn hefur verið hugleidd í fleiri sveitarfélögum. Mörgum finnst sem samtökin hafi ekki skilað þeim árangri sem til hef- ur verið ætlast og þau vera of mikið m ' sm «••• { 1 \4\ Éisæi?' Það má víða sjá hreindýrshorn sem skreytingu á Austfjörðum. DV-mynd Sigrún AUKABLAÐ Garðar og gróður Miðvikudaginn 15. mai nk. mun aukáblað um garða og gróður fylgja DV. Meðal annars verður Qallað um undirbúning og frágang nýrra lóða og breytingar á eidri lóðum. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við auglýsingadeild DVhið lyrsta í síma 27022. Athugið að skilaffestur auglýsinga er íyrir miðvikudaginn 8. maí. ATH.I Telefaxnúmer okkar er 27079. „bákn“ sem skih of litlum árangri. í kjölfar breytinganna nú er ætlun- in að efla mjög samstarf héraðs- nefndanna í hvoru kjördæmanna fyrir sig. Lokaákvörðun um að leggja fjjórðungssamtökin niður í núver- andi mynd verður lögð fyrir þing sambandsins á Húsavík í haust. Hreindýr lítið í byggð Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Hreindýrin hafa lítið flakkað um byggö í vetur enda óvenju snjólétt. Talning stendur nú yfir í hverjum hreppi. Hjörtur E. Kjerúlf hreindýra- eftirlitsmaður á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal er nýbúinn að telja á sínu svæði alls 440 dýr. Hreindýrin héldu sig mest í heiðar- brúnum en þó var stór hópur, um 90 dýr, niöri í dal við Arnaldsstaði. Hjörtur var fjóra daga við talninguna og notaði fjórhjól þar sem því varð við komið. Frá sýningu ungra hestamanna á Hóladaginn. DV-mynd Örn Hóladagur hestamanna öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Hestamenn í Skagafirði fögnuðu sumri á sumardaginn fyrsta með talsvert íjölbreyttri dagskrá í reið- skemmunni á Hólum, sem íjölmargir áhorfendur kunnu vel meta þrátt fyrir að mjög kalt væri þennan dag í reiðskemmunni. Þetta er í annað skipti sem slík samkoma er haldin, Hóladagurinn. Að honum standa Bændaskóhnn á Hólum og Hesta- íþróttadeild Skagafjarðar. Dagskráin hófst með fánareið fé- lags tamningamanna. Að henni lok- inni sýndu nemendur bændaskólans ýmislegt af því sem þeir hafa lært varðandi hesta, meðhöndlun þeirra og tamningu. Það atriði sem tví- mælalaust vakti mesta athygli var töltsýning. Þar komu fram tveir full- trúar frá hveriu hestamannafélagi í Skagafirði og vart þarf að taka fram að allir voru á úrvalsgripum. Þeir sem sýndu voru Simon Gestsson og Sigurbjöm Þorleifsson (Svaða), Gest- ur Stefánsson og Friðrik Stefánsson (Stíganda) og Guðmundur Sveinsson og Jónas Sigurjónsson (Léttfeta). Tóku þeir félagar góða rispu saman í lokin við óskipta ánægju áhorfenda. Sýning Eyjólfs ísólfssonar, aðal- reiðkennara bændaskólans, var af öðrum toga. Hann sýndi hlýðniæf- ingar á tölti og er erfitt að ímynda sér að samspil manns og hests geti verið nánara en þama var.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.