Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. 15 Um atvinnu- og byggðamál á Islandi Lesandi góöur. Til þín kemur ungur, duglegur, ósérhlífmn maö- ur meö góða menntun. Honum hef- ur áskotnast nokkurt fjármagn. Hann ætlar sér aö hefja atvinnu- rekstur. Hann biður þig að benda á einhveijar atvinnugreinar sem þú telur áhtlegar fyrir hann. Hvað ráðleggur þú honum að gera? í fyrsta lagi er ekki hægt að ráð- leggja um nema þær atvinnugrein- ar þar sem afkoma er viðunandi og framtíðarmöguleikar virðast vera góðir. Fyrsta skilyrðið sem við setjum okkur er því að þær at- vinnugreinar, sem við bendum á, séu taldar hagkvæmar. Næsta skilyrði sem við setjum okkur er að sú starfsemi sem við mælum með sé verðmætaskapandi fyrir þjóðarbúið. Með því er átt við að starfsemin skapi gjaldeyri eða spari þjóðfélaginu gjaldeyri, beint eða óbeint. Ahar góðar tillögur hljóta að taka tillit til grundvallar- hagsmuna íslensks þjóðfélags. Þriðja skhyrðið sem við verðum að setja okkur er að tihögur okkar séu sæmUega raunhæfar. Við mæl- um ekki með atvinnugreinum sem ennþá eru á tUraunastigi. Skyndipróf Þá er bara að hefja upptalning- una, lesandi góður. Svo gefum við okkur einkunn fyrir frammistöð- una. 0 fyrir enga góða tillögu, 1 fyr- ir eina og 10 fyrir tíu eða fleiri góð- ar tillögur. Hvaða einkunn færð þú? Hugsaöu máhð. Hvað myndir þú ráðleggja góðvini þínum í þess- Kjállarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur ari stöðu? Myndi thlaga um að hefja útgerð gefa eitt stig? Nei! Fiskistofnarnir við landið eru fullnýttir og fiski- skipaflotinn er of stór. Fjárfesting í útgerð er ekki þjóðhagslega hag- kvæm eins og málum er nú háttað. Og ef menn ætla að fara út í útgerð nú til dags verða þeir að byija á því að kaupa kvóta! Kvóta sem samkvæmt lögum um fiskveiði- stjómun er þjóðareign! Fiskverkun í einhverri mynd; gæfi svoleiðis tUlaga eitt stig? Nei! Það vantar hvergi nýtt blóð í fisk- vinnslu og skyldar greinar. Það sem kann að vera áhugavert í tengslum við fiskvinnslu eru nýj- ungar sem enn era á tUraunastigi. Landbúnaður; gefur svoleiðis til- laga eitt stig? Nei. Fiskeldi eöa loð- dýrarækt? Nei. Skógrækt er enn á tUraunastigi. Ferðamannaþjónusta í einhverri mynd gæti verið raun- hæf og góð tiUaga en vandséð er hvar vantar ný fyrirtæki á þessu sviði. Það eru tU raunhæfir möguleikar á sviði iðnaðar, en það er ákaflega hæpið að mæla með flestum grein- um samkappnisiðnaðar vegna þess að stjórnvöld þessa lands hafa ávaUt, þegar góðæri er við sjávar- síðuna, opnað hér gjaldeyrisútsölu sem sett hefur stærsta partinn af samkeppnisðinaðinum á hausinn. Sú gengisstefna sem rekin hefur „Reglan er sem sé sú að það sem selja skal útlendingum ber að forðast en það sem selja skal íslendingum kann að vera skynsamlegt að stunda.“ 'óXti&Ux „Er það eitthvert undrunarefni að skuldasöfnun þjóðarbúsins skuii fara sívaxandi við þessar aðstæður?" verið á íslandi tryggir þjóðinni það að stæsti parturinn af samkeppnis- iðnaðinum fer nokkuð örugglega á hausinn næst þegar góðæri er við sjávarsíðuna. Einkunnir gefnar Við fáum að öllum líkindum fah- einkunn á þessu prófi, lesandi góð- ur. En bíðum nú aöeins við. Hverj- um erum við eiginlega að gefa fah- einkunn? Mér og þér? Eða erum við kannski að gefa atvinnustefnu stjórnvalda undanfarin ár fallein- kunn? Svari nú hver fyrir sig. En þótt útkoman á prófinu okkar sé léleg er ekki þar með sagt að engan arðvænlegan atvinnurekst- ur megi stofna eða stunda í landinu. Nei, langt frá því. Við verðum hara að sleppa skhyrðinu um að sú atvinnustarfsemi sem við mælum með sé þjóðhagslega hag- kvæm. Og þá fyrst opnast margvís- legir freistandi möguleikar sem hægt er að mæla með. Reglan er sem sé sú að það sem selja skal útlendingum ber að forðast en það sem selja skal íslendingum kann að vera skynsamlegt að stunda. Verslun, þjónusta og iðnaður fyr- ir innanlandsmarkaö eru atvinnu- greinar sem þessi þjóð þarf á að halda og getur ekki án verið. En við komum aldrei til með að geta lifað í þjóðfélagi sem eingöngu grundvallast á því að við íslending- ar seljum hver öðrum sælgæti, leigjum hver öðrum myndbönd eða flytjum inn vörur hver fyrir annan. Lesandi góður. Er það eitthvert undrunarefni að atvinnumál í hin- um dreifðu byggðum þessa lands séu með þeim hætti sem raun ber vitni við þessar aðstæður? Er það eitthvert undrunarefni þó ofvöxtur hlaupi í verslunar- og þjónustu- greinar við þessar aðstæður? Er það eitthvert undrunarefni að fólk skuli flykkjast til höfuöborgar- svæðisins við þessar aðstæður? Er það eitthvert undrunarefni aö halli sé á utanríkisviðskiptum þessa lands? Er það eitthvert undurnar- efni að skuldasöfnun þjóðarbúsins skuldi fara sívaxandi við þessar aðstæður? Er það eitthvert undr- unarefni að ráðstöfunartekjur al- mennings í þessu landi fari minnk- andi? Nei, nei. Þetta er allt saman ósköp eðlileg afleiðing af því hvernig stjórnvöld hafa búið að atvinnu- rekstrinum í þessu landi. Brynjólfur Jónsson „Nómenklatúra Brussel“ „Virðist helst vera áhugi hjá stórveldinu að komast inn á fiskimið okkar með allt of stóran fiskveiðiflota ... “ Ef það er eitthvað sem einkennir líðandi stund í málefnum hinna ýmsu Evrópuþjóöa þá er það sú staðreynd að öll stjórnskipan þeirra er í deiglunni um þessar mundir. Öll Austur-Evrópa er nú í örvæntingarfullri leit að kjölfestu eftir hið hörmulega skipbrot „Nómenklatúrunnar" austur þar og enginn veit hvenær eða hvemig þeirri leit lýkur. Á meðan á þessu gengur með til- heyrandi sjálfstjómarkröfum og vaxandi sjálfsvitund þjóðanna í austanverðri Evrópu stefna aðrar þjóðir Evrópu að nokkrus konar „Bandaríkjum Evrópu“ sem mun verða lokaþátturinn f hinum svo- kallaða Rómarsáttmála frá 1957. Betur að satt væri Samkvæmt Rómarsáttmálanum verður efnt til mjög náins efna- hagssamstarfs milli aðildarríkj- anna og felst það í frjálsum flutn- ingum fjármagns og vinnuafls milli þeirra og sameiginlegum tollum út á við en algjöru tollfrelsi inn á við. Ekki fer hjá þvi að GATT-stofn- unin komi upp í huga manna þegar hin svokölluðu Evrópumálefni eru til umfjöllunar. Hlutverk GATT- stofnunarinnar er að greiða fyrir frjálsum viðskiptum milli landa (ekki bara sumra landa) og vinna gegn tollmúrum og óeðlilegum við- skiptaháttum. Ekki er um það að ræða að við íslendingar göngum algjörlega inn KjaUariim Magnús Marísson verslunarmaður í hið nýja evrópska stórveldi á næstunni en verið er að leita aðhd- ar sem hafa mun í fór með sér að við verðum að ca 3A hlutum þátt- takendur í því með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Röksemdirnar, sem færðar eru fyrir aðildinni að bandalagi þessu (því aðild er þetta, hvað svo sem menn nú annars vilja kalla hana), eru þær að við munum fá tollfrjáls- an aðgang að mörg hundruð mhlj- ón manna markaði fyrir sjávaraf- urðir okkar og iðnaðarvörur, ásamt því að frjálsir flutningar fjármagns mihi landa munu efla allan okkar hag. Betur að satt væri. Enginn skyldi láta sér th hugar koma að við náum eitthvað hag- kvæmari viðskiptakjörum við hið nýja evrópska stórveldi nema eitt- hvað komi í staðinn. Virðist helst vera áhugi hjá stórveldinu að kom- ast inn á fiskimið okkar með allt of stóran fiskveiðiflota sem búinn er að þurrausa öll helstu fiskimið þeirra. Smáþjóð með einhæfa atvinnu- vegi er ekki lengi að hverfa í mhlj- ónahafið ef hún tengist stórveldinu of náið. Litlar þjóðir hafa aldrei sótt guh í greipar stórþjóða og sú mun ekki heldur verða raunin að þessu sinni. Sjálfsagt er að reyna að hafa sem best og mest samband við hið evr- ópska stórveldi (eins og við reynd- ar höfum nú) en það verður að vera grundvallað á því að við séum fijáls þjóð í frjálsu landi en ekki einhver hjáleiga á útkjálka verald- ar. Það er út í hött að fara að tengj- ast hinu evrópska stórveldi, hvort sem það er með algjöru ríkjasam- bandi eða með svokölluðu evr- ópsku efnahagssvæði. Það mun aöeins leiða th þess að við glötum sjálfstæði okkar fyrr eða seinna. íslendingar hafa áður reynt það að tengjast erlendu valdi í hags- munaskyni og hollt væri fyrir menn að rifja það upp nú hvernig þeirri thraun reiddi af. „Nómen- klatúran" birtist í ýmsum útgáfum. Nú hefur ein þeirra tekið sér ból- festu í Brussel og er tekin th við að unga út reglugerðum um aht og ekkert milh himins og jarðar. Magnús Marísson „Það er út 1 hött að fara að tengjast hinu evrópska stórveldi, hvort sem það er með algjöru ríkjasambandi eða með svokölluðu evrópsku efnahagssvæði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.