Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. Fréttir Francesco Cossiga í opinberri heimsókn á íslandi um helgina: ítalir mættu margt af íslendingum læra Cossiga var mjög hrifinn af náttúrufegurðinni á Þingvöllum. Hér er hann ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrir utan Þingvallakirkju. DV-myndir GVA Veður var hlýtt og milt þegar Fran- cesco Cossiga, forseti Italíu, kom hingað til lands á laugardagsmorg- un. Þota forsetans, sem er í eigu ít- alska hersins, lenti nákvæmlega klukkan ellefu á Reykjavíkurflug- velh. Frú Vigdís Finnbogadóttir tók á móti forsetanum og kynnti hann fyrir ríkisstjórn íslands og embætt- ismonnum. Með forsetanum kom utanríkisráðherra Ítalíu, Gianni de Michehs, og stór hópur ítalskra emb- ættismanna. Þá biðu hérlendis fjöru- tíu ítalskir blaða- og fréttamenn sem fylgdust með heimsókninni. Eftir stutta en virðulega athöfn á flugvehinum, þar sem Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðsöngva land- anna, var haldið að Hótel Sögu, þar sem forsetinn bjó meðan á heimsókn hans stóð, en síðan brunað th Bessa- staða. Þar tók forseti íslands á móti ítalska forsetanum og snæddu þeir hádegisverð saman. Vigdís bauð Cossiga upp á hangi- kjötsveiju með rjómaosti í forrétt, soðinn lax með appelsínusósu í aðal- rétt og ávaxtaís á eftir. Vigdís færði gestinum góðar gjaíir en þær voru Islandskort frá árinu 1631, tvær bæk- ur eftir Halldór Laxness, Sagan af brauðinu dýra og Ungfrúin góða og húsið. Forsetinn fékk einnig Lax- dælu og Eghssögu, Eddas and Sagas eftir Jónas Kristjánsson og Iceland more than Sagas eftir ýmsa höfunda. Meðan forsetamir snæddu saman sátu utanríkisráðherrar landanna að svoköhuðum vinnuhádegisverði á Hótel Sögu. Cossiga sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót Að loknum blaðamannafundi skoð- uðu Cossiga og fylgdarmenn gömul handrit í Arnastofnun. Að því loknu var haldið í Háskólabíó þar sem lagá- áeild Háskóla íslands sæmdi Ítalíu- forseta heiðursdoktorsnafnbót. Sig- mundur Guðbjarnason sagði við það tækifæri að með því að veita forseta Ítalíu heiðursdoktorsnafnbót sýndu íslendingar ítölsku þjóðinni þakk- læti sitt og virðingu. Arnljótur Björnsson prófessor, forseti laga- deildar, afhenti forsetanum doktors- bréf. Að lokinni athöfninni í Háskólabíói heimsótti forsetinn Davíö Oddsson borgarstjóra og frú Ástríði Thorar- ensen í Höfða. Glæsileg veisla Vigdísar Á laugardagskvöld hélt forseti ís- lands kvöldverðarboð í Súlnasal Hót- el Sögu til heiðurs forseta Ítalíu. Þangað var boöið tæplega tvö hundr- uö manns. Á matseðli kvöldsins var bleikjufrauð og reyktur lax, fram- reitt með piparrótarsósu, rauð- sprettuvafningur meö möndlum, glóðuðum kryddjurtum og sítrónu- sósu, lambakambur með bökuðu Premier cru og Veuve Clicquot Brut. "grænmeti og kartöflurós og súkku- laðiborðar með expressórjóma og angosturakúlum. Gestir dnikku með þessum kræsingum Montagny Les Chagnots 1987, Beaune du Chateau Frú Vigdís Finnbogadóttir bauð forsetann velkominn í sína fyrstu heimsókn th íslands sem jafnframt er fyrsta opinbera heimsókn ítalsks þjóöhöfðingja hingað th lands. Vigdís þakkaöi fyrir ánægjulega heimsókn th Ítalíu fyrir íjórum árum. Vigdís sagði að hún hefði komið til Ítalíu ári eftir leiðtogafundinn í Reykjavík en mikh umræða var um frið í heim- inum á þeim tíma. Eins og ávaht í ræðum sínum tengdi Vigdís land gestsins við sögu íslands. Snemma í gærmorgun hlýddi Fransesco Cossiga messu í Landa- kotskirkju hjá biskupi kaþólskra, dr. Alfred Jolson. Að því loknu var hald- ið th Þingvaha þar sem forsetarnir gróðursettu tré í Vinaskógi við Kára- staði. Forsetinn skoðaði minnisstein í gróðurreitnum þar sem áletruðum plötum hefur verið komið fyrir með nöfnum þeirra þjóðhöfðingja sem gróðursett hafa tré í Vinarskóginum. Hugfanginn af fegurð Þingvalla Séra Heimir Steinsson tók á móti forsetunum við útsýnisskífuna í gær og var gengið að brún Almannagjár. ítalski forsetinn var hugfanginn af náttúrufeguröinni, enda var veðrið afar hagstætt og mátti heyra fugla- söng óma í morgunkyrrðinni. Loks var ekið að litlu kirkjunni á Þingvöll- um en þar inni dvöldu forsetarnir um hálfa klukkustund. Francesco er ny ög trúaður maður og þó Þingvalla- kirkja sé ekki stór í sniðum og jafn- vel örsmá miðað við kirkjur í heima- landi hans varð hann yfir sig hrifinn. Þegar forsetinn gekk út þustu að honum ítölsku fréttamennirnir og spurðu hann spjörunum úr. Forset- inn gaf sér góðan tíma til að spjalla við þá og talaöi meðal annars um kommúnisma og kapítahsma og minnti menn á orð páfa þegar hann sagöi að menn þyrftu að vara sig á hruni kommúnismans. Þá ræddi for- setinn um náttúrufegurðina á íslandi og að ítalir mættu margt læra af ís- lendingum, m.a. ættu þeir að sjá hversu streitulaust andrúmsloftið er á íslandi. Einnig fannst forsetanum hann hafa fengið innblástur í þessu hreina lofti og fahega umhverfi. Hádegisverður beið forsetans á Hótel Holti sem forsætisráðherra- hjónin buðu th en að honum loknum hélt forsetinn að Hótel Sögu. Síöan var ekið til Keflavíkur en forsetinn hélt af landi brott um hálfiimm í gærdag. Ferðinni var heitið til Bandaríkjanna en þangað fer forset- inn einnig í opinbera heimsókn. -ELA Ákveöiö aö opna ítalskt sendiráö á íslandi: Stóraukið samstarf þjóðanna „Þaö hefur verið ákveðið að opna ítalskt sendiráö á íslandi,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra á blaöamannafundi á laugar- dag. ísland er eina landið í Evrópu sem ekki hefur ítalskt söndiráð. Meö Jóni Baldvin á fundinum voru for- seti Ítalíu, Francesco Cossiga, og ít- alski utanríkisráðherrann, Gianni de Michehs. Utanríkisráðherrar landanna höfðu áður rætt saman og kom meðal annars fram á þeim fundi að þjóðimar tvær myndu stórauka samstarf sitt á sviöi umhverfismála, menningar og vísinda. Á blaðamannafundinum lýsti Michehs yfir stuðningi við íslend- Francesco Cossiga, íorseti Ítalíu. DV-mynd GVA inga í viðræðum um evrópskt efna- hagssvæði um sjávarútvegsmál. Á fundi með Jóni Baldvin hafði ítalski utanríkisráðherrann einnig lýst yfir stuðningi við ísland. Þaö sama gerði Mitterrand Frakklandsforseti er hann var hér fyrir skömmu. Bæði Ítalía og Frakkland eru atkvæðamik- il í Evrópubandalaginu. Stuðningur frá þeim þjóðum e'r því mikilvægur fyrir íslendinga. Samningum um evrópskt efnahagssvæöi munu þó ekki ljúka fyrr en í haust. ítalski ut- anríkisráðherrann taldi mjög mikh- vægt að ágreiningsefni í samningum EFTA og EB leystust með einhvers konar málamiðlunum. Cossiga sagði á fundinum að Evr- ópubandalagið væri opið öhum sem sæktu um aðild og hann vildi gjarnan sjá íslendinga meðal þjóða í banda- laginu. Utanríkisráðherra Ítalíu og Jón Baldvin eru vel kunnugir þar sem þeir tveir hafa setið á fundum í Brussel. Vegna stafrófsraðar eru ráð- herrar landanna sessunautar. Áður en blaöamannafundurinn hófst var óskað eftir aö spurningar blaðamanna, sérstaklega ítalskra, væru um ísland en ekki innanríkis- pólitík á Ítalíu. Forsetinn hefur aö undanfomu átt erfitt vegna stööugra hneykslismála er tengjast honum. -ELA Sigmundur Guðbjarnason háskóla- rektor ásamt ítalska forsetanum sem fékk heiðursdoktorsnafnbót hjá lagadeild. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst innlAn Overðtr. Sparisjóðsbækurób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6 mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar.alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar 4,5-5 Lb VÍSITÖLUB. REIKN. 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Nema Ib 15-24mán. 6-6,5 Ib.Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6,8-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8.1 -9 Lb ÖBUNDNIR SÉRKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir överðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema íb BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb óverötr. kjör 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 5-5,25 Bb Sterlingspund 11-11,1 SP Vestur-þýsk mörk 7,75-7,8 Sp Danskarkrónur 8-8,6 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÓVERÐTR. Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLAN VERÐTR. 18,75-19 Bb 7.75-8.25 AFURÐALÁN Isl.krónur 14,75-15,5 Lb SDR 9.75-9.9 Nema Sp Bandarikjadalir 8-8,5 Lb Sterlingspund 14-14,25 Lb Vestur-þýsk mörk 10.75-10,8 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. apríl 91 15,5 Verðtr. apríl 91 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala maí 3070 stig Lánskjaravísitala apríl 3035 stig Byggingavísitala maí 581,1 stig Byggingavísitala maí 181,6 stig Framfærsluvísitala apríl 151 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun . apríl VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5.560 Einingabréf 2 2,998 Einingabréf 3 3,646 Skammtímabréf 1,861 Kjarabréf 5,462 Markbréf 2,918 Tekjubréf 2,094 Skyndibréf 1,623 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,668 Sjóðsbréf 2 1,866 Sjóðsbréf 3 1.848 Sjóðsbréf 4 1,605 Sjóðsbréf 5 1,114 Vaxtarbréf 1,8852 Valbréf 1,7613 Islandsbréf 1.158 Fjórðungsbréf 1.087 Þingbréf 1,157 Öndvegisbréf 1,144 Sýslubréf 1.168 Reiðubréf 1.130 Heimsbréf 1.063 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6.10 6,40 Eimskip 5,45 5,67 Flugleiöir 2,30 2,39 Hampiðjan 1.72 Hlutabréfasjóðurinn 1,58 Eignfél. Iðnaðarb. 2,32 Eignfél. Alþýðub. 1,62 1,70 Skagstrendingur hf. 3,86 Islandsbanki hf. 1,55 Eignfél. Verslb. 1.73 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Grandi hf. 2,45 2,55 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 5.77 Ármannsfell hf. 2,35 Fjárfestingarfélagið 1,35 Útgerðarfélag Ak. 4,20 Olís 2,15 Hlutabréfasjóður VlB 1,00 1,05 Almenni hlutabréfasj. 1.05 Auðlindarbréf 0,995 1,047 1.11 Islenski hlutabréfasj. 1,06 Síldarvinnslan, Neskaup. 2.52 2,65 (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb = íslandsbanki Lb = Landsbankinn! Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.