Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Síða 10
MHDVIKUDASUR .16’, iMA'í 4@9í •
W
Útlönd i>v
Sévardnadze, fyrrum utanrikisráðherra Sovétríkjanna.
Símamynd Reuter
Sévardnadze næsti
framkvæmdastjórí
Sameinuðu þjóðanna?
Fyrrum utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, Eduard Sévardnadze, hef-
ur greint frá því að hann og fyrrum
forseti Bandaríkjanna, Jimmy Cart-
er, kunni að vinna saman að lausn
svæöisbundinna deilumála. Minntist
Sévardnadze í því sambandi sérstak-
lega á átök Eþíópíu og skæruliða frá
Erítreu.
Sévardnadze sagði að hann og
Carter hefðu rætt um möguleg sam-
eiginleg verkefni pólitískrar stofnun-
ar Carters í Atlanta í Bandaríkjunum
og utanríkismálastofnunar þeirrar
sem Sévardnadze er að setja á lagg-
irnar í Moskvu.
Sévardnadze er sem sé ekki hættur
afskiptum af alþjóöastjórnmálum og
deilum þó að hann hafi látið af emb-
ætti utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna. Það gerði hann reyndar í eftir-
minnilegri ræðu á sovéska fulltrúa-
þinginu 20. desember síðastliðinn.
Um leið varaði hann viö einræði í
Sovétríkjunum.
Menn eru nú farnir að velta því
fyrir sér hvort Sévardnadze eigi eftir
að vera enn meira í sviðsljósinu á
alþjóðavettvangi. Ummæli hans í
nýlegu viðtali við þýska blaðið Bild
am Sonntag um að hann kunni að
sækjast eftir embætti framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, SÞ, hafa
vakið mikla athygh.
Það var haft eftir Sévardnadze að
hann myndi ekki skorast undan ef
hann kæmi til álita sem næsti fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
þaö er ef Javier Perez de Cuellar
gefur ekki kost á sér að sitja fimm
ár til viðbótar frá næstu áramótum.
Perez de Cuellar tók_ við embætti
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna l.janúar 1982 og hefur ýmsum
þótt gæta einkenna þreytu hjá hon-
um að undanförnu.
Bent hefur verið á að nú geti Sé-
vardnadze leyft sér að segja álit sitt
á ýmsum málum. Það er til dæmis
ekki langt síðan hann greindi frá því
í viðtali við sovéskt vikublað að
haustið 1989 hefðu sovéskir leiötogar
verið undir miklum þrýstingi að
beita valdi til að bæla niöur upp-
reisnina gegn kommúnismanum.
Sévardnadze ljóstraði því upp að
þeim hefði verið fyrirskipað að beita
sömu aðferðum og 1953,1956 og 1968.
Átti hann þar við uppreisnina í Berl-
ín, uppreisnina í Ungverjalandi og
vorið í Prag þegar sovéskar hersveit-
ir voru sendar gegn almenningi.
Reuter og TT
VIRÐISAUKASKATTUR
Endurgreiðsla
virðisaukaskatts
til íbúðarbyggjenda
Hvað er endurgreitt?
Virðisaukaskattur af vinnu manna við
íbúðarhúsnæði er endurgreiddur:
• Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið
endurgreiddan þann virðisaukaskatt
sem þeir greiða vegna vinnu manna á
þyggingarstað hússins.
•Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið
endurgreiddan þann virðisaukaskatt
sem þeir greiða vegna vinnu manna við
viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis
síns.
• Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk-
smiðju hér á landi geta fengið endur-
greiddan hluta virðisaukaskatts af
söluverði húsanna.
Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er
endurgreiddur viröisaukaskattur vegna
tækjavinnu né af efni sem notað er til
byggingarframkvæmda.
Endurgreiðslubeiðni
Sækja skal um endurgreiðslu á sér-
stökum eyðublöðum til skattstjóra í því
umdæmi sem umsækjandi á lögheimili.
Eyðublöðin eru:
•RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til
sölu eða leigu.
•RSK 10.18: Bygging, endurbætur og
viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Athygli skal vakin á því að frumrit
sölureiknings skal fylgja umsókn um
endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna
endurbóta og viðhalds. Vegna ný-
byggingar verður umsækjandi að geta
lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu-
reikninga þar sem skýrt kemur fram
hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé
unnin á byggingarstað.
Uppgjörstímabi!
Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir:
janúar og febrúar, mars og apríl, mai og
júní, júlí og ágúst, september og október,
nóvember og desember.
Skiladagur
Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt-
stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir
að uppgjörstímabili lýkur.
Hvenær er
endurgreitt?
Hafi beiðni um endurgreiðslu verið
skilað á tilskildum tíma skal endur-
greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag
næsta mánaðar eftir skiladag vegna
nýbygginga og eigi siðar en 20. dag
næsta mánaðar eftir skiladag vegna
endurbóta og viðhalds.
RSK
RÍKISSKATTSTJORI
Ný kreppa í uppsigl-
ingu í Júgóslavíu
Ný kreppa virtist vera í uppsigl-
ingu í Júgóslavíu í morgun vegna
kjörs um nýjan ríkisforseta. Sam-
kvæmt fyrirkomulagi því sem ríkir
um forsetaskipti er búist viö að Kró-
atínn Stipe Mesic taki við af Borisav
Jovic sem er Serbi. Eins árs kjör-
tímabil Jovics rennur út í dag. Ef
Mesic nær kjöri yrði hann fyrsti for-
setí júgóslavneska ríkjasambandsins
sem ekki er kommúnisti.
Til að ná kjöri þarf Mesic atkvæði
að minnsta kosti fimm af átta fulltrú-
um í forsætísráðinu. Júgóslavneskir
embættísmenn segja aö Serbía, sem
hefur þrjú atkvæði, og Svartfjalla-
land kunni að greiöa atkvæði gegn
honum.
Mesic, sem hefur heitið því að
breyta Júgóslavíu í bandalag full-
valda ríkja, sagði á fundi með frétta-
mönnum í gær að Króatía myndi
segja sig úr júgóslavneska ríkjasam-
bandinu ef hann næði ekki kjöri.
Auk þess myndi stjómarskrárleg
kreppa verða og hætta á hún yrði
leyst meö aðferðum sem ekki væru
í samræmi við stjómarskrána.Reuter
Albanía:
Þúsundir enn í útlegð
Þekktur mannréttindaleiötogi í
Albaníu, Arben Puto, sagði á fundi
með fréttamönnum í Vín í gær að
flestír pólitískir fangar í Albaníu
hefðu veriö látnir lausir. Hann
greindi þó frá því að enn væru þús-
undir í útlegð innanlands. Enginn
vissi í raun hversu margir þeir væru
sem sendir heföu verið í útlegð, sak-
aðir um glæpi gegn ríkinu.
Puto, sem boðið hafði verið tíl
Austurríkis af alþjóðamannréttinda-
samtökum, sagði að þó svo að þeir
sem fluttir hefðu verið frá borgum
til afskekktra þorpa væru þar frjálsir
ferða sinna gætu þeir ekki snúið
heim þar sem þeir hefðu ekki fengið
formlega endurhæfingu. Þess vegna
gætu þeir ekki fengið leyfi frá staðar-
yfirvöldum tíl að búa í bæjum og
borgum.
Vegna þrýstings frá mannréttinda-
samtökum og fyrrum pólitískum
fóngum hafa albönsk yfirvöld nú
samþykkt að setja á laggirnar sér-
staka nefnd til að kanna málið, aö
því er Puto greindi frá í gær.
Reuter
Búist við afsögn Rocards
Michel Rocard, forsætisráðherra
Frakklands. Telkning Lurie
Svo getur farið aö Michel Rocard,
forsætisráðherra Frakklands, láti af
embættí er stokkað veröur upp í
stjórninni í þessari viku. Heimildar-
menn innan stjórnarinnar greindu
frá þessu í gær.
í þinghúsinu var sá orðrómur á
kreiki að Francois Mitterrand
Frakklandsforseti, sem gagnrýnt
hefur Rocard fyrir að hafa ekki tek-
ist að draga úr atvinnuleysi, væri að
undirbúa uppstokkun í stjórninni til
þess að hleypa að yngri mönnum.
Mitterrand hefur sagt að hann vilji
að betur verði tekiö á ýmsum vanda-
málum innanlands, eins og tíl dæmis
auknum flutningi útlendinga til
landsins.
Vinsældir Mitterrands sjálfs hafa
minnkað undanfarna tvo mánuði en
þær höfðu aukist á meöan á Persa-
flóastríðinu stóð.
Mitterrand baö Rocard að mynda
stjórn í júní 1988 í kjölfar sigurs í
forsetakosningum.
Reuter